Morgunblaðið - 02.06.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.06.1978, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1978 Framlag Norræna hússins ÁSTÆÐA er til að vekja athygli á framlagi Norræna hússins til Listahátíðar sem er í senn vandað og hið menningarlegasta. Meðal þess sem húsið hefur frumkvæði að eru hljómleikar þekktra listamanna á borð við Grieg-dúóið og Strokkvartett Kaupmannahafnar. Að ógleymdum tónleikunum 11. júní þar sem flutt eru verk eftir Jón Þórarinsson. Vert er að vekja athygli á þremur listsýningum í húsinu, þeirra Seppo Mattinens frá Finnlandi, Helle Vibeke Erichsen og Vigdísar Kristjánsdóttur. Norræna húsið hefur í tilefni Listahátíðar látið gefa út sýningarskrá um þá dagskrárliði sem þar verða á boðstólum og er hún óvenjulega smekklega úr garði gerð. Grieg-dúó flytur verk eftir Grieg, Jón Nordal og Beethoven Grieti-dúóiö hefur þenar unn- ið sér nafn bæði á Norðurlönd- um og í Þýzkalandi. í því eru unnir norskir tónlistamenn, fiðluleikarinn Ole Böhn og píanóleikarinn Einar Steen- Nökleberi'. Ole Böhn er fæddur 1945. Hann hyrjaði að læra fiðluleik barn að aldri hjá móður sinni, sem var þekktur fiðluleikari. Síðan stundaði hann nám í Osló, Nevv York oj; Kaupmannahöfn, oj; lauk burtfararprófi frá Tón- listarháskólanum í Kaup- mannahöfn 1968 með hæstum möjiulej;um vitnisburði. Fyrstu opinberu tónleikum hans í Kaupmannahöfn oj; Osló var framurskarandi vel tekið. Hann hélt þó áfram námi, nú hjá Max Rostal í Köln, oj; lauk þaðan \liðv ikud.ij'iir 7 júni I97H Kl 20..1O. burtfararprófi 1971. Síðan hefur Ole Böhn haldið tónleika oj; einleik með hljómsveitum víða í Evrópu við j;óðan orðstír. M. a. hefur tónskáldið Niels Viggo Bentzon tileinkað honum mörg einleiksverk. Ole Böhn leikur á fiðlu smíðaða af Giovanni Baptista Guadagnini 1766. Einar Steen-Nökleberg er fæddur 1944. Aðeins fjórtán ára gamall lék hann einleik með hljómsveitum víða í Noregi. Hann lauk burtfararprófi við Tónlistarháskólann í Osló með hæstu mögulegum vitnisburði, og stundaði framhaldsnám hjá Hans Leygraf og Karl Engei í Salzburg og Hannover. Jafn- framt stundaði hann nám í tónsmíð hjá Alfred Koerppen. Hann hlaut önnur verðlaun í Tónlistarkeppni ungs fólks á Norðurlöndum sem haldin var í Reykjavík 1972. Hann hefur haldið tónleika og leikið einleik með hljómsveitum víða í Evrópu og Asíu, meðal annars farið í tónleikaferðir með Arve Tellefsen og Ritu Streich. Þá hefur hann leikið inn á hljóm- plötu í Noregi og Frakklandi. Einar Steen-Nökleberg er nú prófessor við Tónlistarháskól- ann í Hannover. Strokkvartett Kaupmannahafnar frum- flytur nýtt verk Þorkels Sigurbjörnssonar Það var árið 1957 að fjórir hljóðfæraleikarar úr„Kgl. Kap- elle“, Hljómsveit Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn, tóku sig saman og stofnuðu Strokkvartett Kaupmannahafn- ar. Þessir hljóðfæraleikarar voru fiðluleikararnir Tutter Givskov og Mogens Lydolph, Mogens Bruun víóluleikari og Asger Lund Christiansen selló- leikari. Fyrstu tónleikarnii voru haldnir í Kaupmannahöfn sama ár, og var þeim ákaflega vel tekið. Kvartettinn hélt síðan tónleika um alla Danmörku og voru undirtektir hvarvetna mjög góðar. Arið 1959 fór kvartettinn í fyrstu tónleika- ferðina út fyrir landsteinana, og lék í Hamborg og Berlín við mikinn orðstír. Síðan hefur kvartettinn árlega farið í tón- leikaferðir um Þýzkaland. Auk þess hefur kvartettinn leikið í Noregi og Svíþjóð, Hollandi, Belgíu, Sviss, Bretlandi og Israel. 1964 fór hann í fyrstu tónleikaferðina til Ameríku, ferðaðist um þver og endilöng Bandaríkin og Kanada í ellefu vikur, og lauk ferðinni með tónleikum í Carnegie Hall. Árið 1966 fór kvartettinn aftur til Bandaríkjanna í sjö vikna tón- leikaferð, og að henni lokinni léku listamennirnir inn á níu hljómplötur fyrir VOX-fyrir- tækið í New York verk eftir Sibelíus, Grieg, Carl Nielsen, Holmboe, Berwald, Gade og fleiri tónskáld frá Norðurlönd- um. Strokkvartett Kaupmanna- hafnar hefur leikið á margri listahátíðinni í Evrópu, meðal annars á Berlíner Festtage 1967, Beethoven-hátíðinni í Bonn 1967 og 1974, og á Luzern Festspiele ‘69. Strokkvartettinn hefur yfir 125 tónverk á verkefnaskránni. Þar á meðal eru verk sígildra tónskálda, Haydns og Beethov- ens, — og kvartettinn kýs sér oft verk eftir landa sína: Gade, Hartmann, Nielsen og síðast en ekki síst Vagn Holmboe en listamennirnir telja hann í röð fremstu tónskálda vorra tíma. Vagn Holmboe, hefur tileinkað Strokkvartett Kaupmannahafn- ar fjóra kvartetta, og hefur Strokkvartettinn lokið við að leika tólf kvartetta hans inn á hljómplötur. Þá hefur Strok- kvartett Kaupmannahafnar einnig lagt mikla rækt við danska tónlist frá árunum 1800—1880, sem oftast er kölluð Gullöldin. Þannig hafa lista- mennirnir dregið fram í dags- ljósið frábæra kvartetta eftir Niels W. Gade, Hartmann, Horneman, Kuhlau og fleiri en mörg þessara verka voru aðeins til í handriti. Kvartettinn hefur leikið þessi verk inn á hljóm- plötur, og eru þau oft á verk- efnaskrá hans, bæði í Danmörku og erlendis. Finiiiitudagur 8. júní 19781 Kl. 211.,10 M ROKKVAR IU I K\t l‘\l \N\.\HAFNAR I ullrl (•iisk.it. |. Ii.M.i \I<ij>cii> Dutli-rfiii. 2. liðl.i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.