Morgunblaðið - 02.06.1978, Page 7

Morgunblaðið - 02.06.1978, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1978 39 Rætt við Hrafn Gunn- laugsson, framkvæmda- stjóra Listahátíðar í Reykjavík, sem nú hyggst láta af störfum „Listahátíö byggir auövitað á gamalli reynslu aö nokkru leyti en þetta er hins vegar í annaö skipti sem ég er framkvæmdastjóri pessarar hátíöar og kostur pess ér aö sjálfsögöu aö í sumum tilfellum getur maöur séö fyrir hvaö upp á kann aö koma og búiö sig betur undir átökin. En í annan staö má kannski segja aö starfiö sé ekki eins spennandi fyrir bragöiö,“ sagöi Hrafn Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Listahátíöar í Reykjavík, í samtali viö Mbl. er hann var spuröur hver væri helzt munurinn á aö vinna viö hátíöina í ár og hina síöustu. BREIÐARIDAGSKRA - ÞEKKTARALISTAFÓLK Hrafn sagði, að varðandi vinnubrögðin væri helzti munurinn sá að síðasta hátíð hefði verið ákveðin á síðustu stundu svo að segja, því að þá hefði lengi verið áhorfsmál hvort hátíðinni yrði frestað unz tekið var af skarið og ákveðið að halda hátíðina þótt undirbúningstíminn væri skammur. „Núna hins vegar má segja að undir- búningur hafi byrjað strax daginn eftir að hinni hátíðinni fyrir tveimur árum lauk, og þetta hefur eðlilega í för með sér að hægt hefur verið að gera allar áætlanir af miklu meiri nákvæmni," segir Hrafn ennfremur. „Höfuðbreytingin er þó kannski sú að nú hefur Listahátíð eignast afdrep því að fyrstu árin átti hún hvergi húsaskjól og var á vergangi með öll skjöl sín og bréfaskipti. Ég man að þegar ég réðst fyrst til Listahátíðar var hún á vergangi með öll sín plögg og það var heilmikið mál að komast til botns í þeim öllum. Hins vegar varð dálítill hagnaður af síðustu Listahátíð og hluti af þessum hagnaði var notaður til að skapa hátíðinni fastan samastað í Gimli, >þar sem við höfum lítið herbergi á 1. hæð, tvær góðar geymslur í kjallara og aðstöðu til miðasölu hér í hinum enda hússins." Starfsemi Listahátíðar hefur einnig orðið viðameiri í framkvæmdastjóratíð Hrafns að ráðist var í að halda sérstaka kvikmyndahátíð, sem Hrafn kvað jafnvel hafa reynt enn meira á þolrifin og úthaldið því að þar hefðu komið upp hin ótrúlegustu vandamál, sem ekki nökkur leið var að sjá fyrir, en reynslan sem af þessu stímabraki hefði fengizt væri hins vegar ómetanleg. „Og það er mín persónulega skoðun að öll skynsamleg rök mæli með því að kvikmyndahátíð verði fastur liður í starfsemi Listahátíðar og haldin annað hvert ár eftirleiðis." Hrafn segir, að enginn vafi væri á því að Listahátíð í Reukjavík væri að geta sér orðstír erlendis og innan listamannahópa þar. „Maður þarf ekki lengur að koma með langar útskýringar á því hvers konár fyrirbæri þetta er, og það er held ég bæði vegna þess að við höfum gefið út og sent víða kynningarbækling um hátíðina og að listamenn sem hingað hafa komið á fyrri hátíðir bera okkur síðan mjög vel söguna þegar þeir eru komnir heim. Menn hafa talað fjálglega um að við eigum síðan að reyna að höfða til stærri hópa erlendis og að listahátíðin eigi að vera landkynning fyrir Island úti í heimi. Ég er nú hins vegar svo rómantískur maður, að mér finnst við ekkert hafa að gera hér við stóran hóp erlendra ferðamanna upp um fjöll og firnindi — fyrst og fremst vegna þess hversu allur gróður hér og náttúran er viðkvæm fyrir slíkum átroðningi. Listahátíðin á fyrst og fremst að vera fyrir Islendinga. Það má kannski bjóða hingað forráðamönnum þekktra erlendra listahátíða, því að það getur orðið okkur til ávinnings með útvegun listamanna síðar meir, því að þessi samskipti fara ótrúlega mikið fram á persónulegum grundvelli. Ég sé líka fyrir mér frekari útþenslu á starfsemi Listahátíðar i þá átt að vinna að því að koma íslenzkum listamönnum á framfæri erlendis, en ég tel að slík starfsemi sé að verða fyllilega tímabær." Hrafn segist nú staðráðinn í því að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Lista- hátíðar. Ymsar hugmyndir og áform bæði á ritvellinum og í leikstjórn hafi setið á hakanum vegna starfs hans fyrir Lista- hátíð en nú sé hann staðráðinn í að snúa sér að þeim. Þess vegna verði að koma til nýir menn með nýtt blóð hvað snertir daglegan rekstur Listahátíðar. Hins vegar segist Hrafn eiga margar ógleym- anlegar stundir úr starfinu hjá Listahá- tíð en er tregur til að nefna einhverja sérstaklega. Hrafn Gunnlauysson „Sennilega er manni efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast mörgu af þessu stórkostlega listafólki sem hingað hefur komið og stundum hafa kynnin verið hin sérkennilegustu. Ég man t.d. þegar Benny Goodman kom hér síðast, þá fór ég með gamla manninn í heimsókn inn í Laugardalshöll, þar sem hann átti að leika. Skyndilega lagðist hann á fjórar fætur og tók að berja í sviðsgólfið með hnúfum og hnefum. Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið og hallaðist helzt að því að loftslagsbreyt- ingin hefði farið svona í hann en hætti þó algerlega að lítast á blikuna þegar gamli maðurinn þeyttist á fjórum fótum fram af sviðinu og um allan salinn, þar sem hann alltaf öðru hverju lagði vangann að gólfinu. Ég var alvarlega farinn að íhuga að sækja aðstoð þegar Goodman sagði stundarhátt: „Hér _ er prýðilegur hljómburður." Hrafn er að því spurður hvort hann hafi sett sér eitthvert takmark varðandi aðsóknina að Listahátíðinni nú. „Nei, maður bara vonar að aðsóknin verði ennþá betri en síðast, en þá seldust 16.500 aðgöngumiðar á þessi helztu dagskráratr- iði. Ég tel, að við séum núna með enn breiðari dagskrá þar sem fléttast saman túlkun á sígildri tónlist, eins og hún getur bezt orðið, þjóðlagasöngur, jazz og popptónlist. Núna erum við líka með þekktara listafólk á margan hátt en var siðast." Hrafn segir ákaflega mismunandi hvernig listafólkið sem nú skemmtir á hátíðinni hafi fengizt hingað. „Til dæmis eru The Dubliners hingað komnir með þeim hætti, að borgarstjórinn frá Dublin var hér á ferð í boði Reykjavíkurborgar og barst þá í tal áhugi beggja borganna á að efla menningarsamskipti og The Dubliners nefndir. Þegar borgarstjórinn kom heim úr Islandsferðinni hafði hann samband við The Dubliners og hvatti þá til Islandsfarar og þegar við höfðum síðan samband við umboðsmann þeirra reyndist auðsótt mál að fá þá hingað. Hins vegar fengum við Oscar Peterson með þeim hætti að ég var á ferð í Bandaríkjunum og hitti mann þar sem fór að spyrja um Island. Listahátíðin barst í tal og ég nefndi að við hefðum oft reynt að fá Peterson hingað. Þá kom á daginn og maðurinn kvaðst þekkja vel umboðsmann Petersons og gaf mér upp einkasíma hans. Ég beið ekki boðanna og hringdi strax í hann. Umboðsmaðurinn reyndist þá þekkja vel til hér, því að hann hafði komið til íslands með Ellu Fitzgerald á sínum tíma. Hann tók málaleituninni vel og bað mig að nefna tölu. Ég tók bara mið af samningi okkar við Benny Goodman, en umboðsmaðurinn bað um nokkurra stunda frest og hringdi til Kanada, þar sem Peterson var þá. Hann bað um nokkurra tíma umhugsun- arfrest en svaraði síðan að hann fengi hann Joe Pass og danska bassaleikarann N.H. Pedersen þá væri hann til í þetta. Það tókst fáum dögum síðar.“ Hrafn segir einnig að Ashkenazy hafi nú sem oft áður reynzt Listahátíðinni ráðhollur. „Það var hann sem náði sambandi við Rostropovich og fékk hann til að koma hingað en aðrir listamenn hafa síðan fengizt fyrir milligöngu stórra erlendra umboðsskrifstofa," segir Hrafn. „Við höfum einnig haft þann sið á Listahátíð að bjóða heim á Listahátíð íslendingi, sem getið hefur sér gott orð erlendis fyrir list sína. Síðast var það Helgi Tómasson, dansari, en nú er það Erró, sem er hér með feykilega forvitni- lega sýningu. Maður vonar að áhrifa frá þessari sýningu eigi eftir að gæta lengi. Mér hefur satt að segja fundizt þessir ungu málarar okkar full fastir í abstrakt- inu og of önnum kafnir við að mála kúlur og kubba í stað þess að þreifa á púlsi samtímans, eins og Erró gerir í myndum sínum. Vonandi verður þessi sýning til þess að einhverjir yngri mannanna í málverkinu brjóti af sér formaiismann og fara að mála lífið í kringum þá.“ „Nú er ég með vetrar- blómið alveg á heilanum" „Þetta eru allt vatnslitamyndir af íslenzkum blómum og jurtum, 20 myndir alls og ég hef verið að vinna þaer alveg fram á þennan dag, þótt þrekið sé ekki orðið mikið," sagði Vigdís Kristjánsdóttir listmálari _í samtali við Morgunblaðið, en liður í listahátíð er sýning á verkum hennar í Norræna húsinu. Við litum aðeins við hjá Vigdísi á Fjölnisveginum og þegar hún hafði boðið okkur i stofu kynnti hún okkur fyrir heimilisdýrinu, skjaldböku sem nefnist Haddi, sem var á ferð og flugi um gólfin meðan á samtalinu stóð og hafði blaðamaður ekki gert sér grein fyrir því að skjaldbökur gætu verið svo fráar á fæti. „Elsta myndin á sýningunni er frá 1965, en sú sem ég er að ljúka við núna er af vetrarblóminu íslenzka, sem er alveg komið á heilann á mér. Þetta er yndislegt blóm, ekki ólíkt lambagrasinu nema stærri og litrík- ari og þessi dýrð kemur blómstrandi undan þegar snjóa leysir. Ég verð að semja við æðri máttavöld um að gefa mér 4—5 ár til viðbótar svo að ég geti fest þessa dýrð á blað. Eg er einhvern veginn svo þrjósk að ég verð að ná því markmiði og við þessar kerlingar getum verið þráar þegar við tökum eitthvað svona í okkur. — Að hverju hefur þú verið að vinna undanfarið? — Ég hef auðvitað verið að hugsa um sýninguna og fullgera myndina af vetrarblóminu, annars hef ég lítið getað gert vegna veikinda. Mig langar eins og ég sagði áðan að halda áfram að mála vetrablómið og svo hef ég verið beðin um að vefa teppi í tilefni 100 ára afmælis Unnar Bjarklind, sem ég vona að mér takist að koma af stað og heilsan leyfi. — Hefur þú beitt þér meira að vefnaði en vatnslitum á undanförn- um árum? — Ég byrjaði á vefnaðinum eftir að ég kom á Listaakademíuna í Kaupmannahöfn 1940, þar sem ég var í 5 ár, því að prófessorinn minn, Kærsten Iversen, sagði a,< það væri svo mikill ævintýralitur í myndun- um mínum að þær hentuðu vel fyrir vefnað og mér fannst ég verða að fara að orðum svo menntaðs manns. Annars hef ég frá öndverðu haldið upp á vatnslitinn og hann Maulen- berg biskup á Landakoti kenndi mér að fara með þá, hann kunni svo vel ensku vatnslitatæknina, þar sem allt það hvíta og ljósa í myndinni er pappírinn sjálfur. Ég held að það megi segja að ég grípi í pensilinn jafnt og vefnaðinn. Vigdís segir okkur að lokum að síðasta einkasýning sín hafi verið í Bogasalnum 1969, en fyrsta opinbera sýningin, sem hún tók þátt í, var 1926, samsýning listamanna í Reykjavík. Hún hefur haldið fjöl- margar einkasýningar og tekið þátt í sýningum hér heima og erlendis. Meðal annars átti hún verk á sýningunni Norræn vefjarlist á listahátíð 1974, sem haldin var í Norræna húsinu. Verk eftir hana prýða margar stofnanir og skóla hér á landi og í sal borgarstjórnarinnar í Reykjavík hanga tvö stór vegg- teppi, sem hún hefur ofið eftir frummyndum Jóhanns Briem. Viydis Kristjánsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.