Morgunblaðið - 02.06.1978, Page 12
44
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1978
Erichsen
Seppo Mattinen og
Helle-Vibeke Erichsen
sýna í Norræna húsinu
í Norræna húsinu eru sýnd verk
Seppo Mattinens og Helie-Vibeke
Erichsen. Mattinen er fæddur í
Helsinki, en fluttist til Danmerkur
1954. Hann stundaði nám í
Helsinki, Gautaborn o(í Kaup-
mannahöfn o« sýndi fyrst verk sín
opinberlega á haustsýningu lista-
manna í Kaupmannahöfn 1955.
Allt frá þeim tíma hefur hann
haldið fjölda einkasýninga og
tekið þátt í samsýningum í Evrópu
og Bandaríkjunum og eiga söfn og
stofnanir í mörgum löndum verk
eftir hann. Mattinen er fyrst og
fremst grafík-listamaður, en hefur
á seinni árum fengist æ meira við
málverkið. Hann notar margar
aðferðir grafík-listarinnar, ekki
sízt í tréristu með lit, sem ef til vill
má segja að sé sérgrein hans, tekst
honum að ná sjálfstæði og listræn-
um aga. Mattinen lýsir gjarnan
atburðum úr mannlífinu. I list-
heimi hans úir og grúir af
kynlegum kvistum.
Helle-Vibeke Erichsen er fædd í
Kaupmannahöfn þar sem hún
stundaði nám við Listaháskólann.
Hún sýndi verk sýn fyrst opinber-
lega á haustsýningu listamanna
árið 1962, en hefur síðan haldið
einkasýningar í Kaupmannahöfn
og víða í Danmörku auk þess, sem
hún hefur tekið þátt í grafíksýn-
ingum og málverkasýningum víða
í Evrópu. Verk hennar prýða mörg
af helztu söfnum og stofnunum á
Norðurlöndum. Um Helle-Vibeke
er það sagt, að hún sé einn þeirra
listamanna, sem sæki myndefni
sín í veruleikann allt í kringum þá.
Það minni, sem hún fæst við hvað
ákafast og oftast, eru meðbræð-
urnir eins og við kynnumst þeim
hverjum og einum i sínu hvers-
dagslega umhverfi. Það fólk, sem
hún lýsir í myndum sínum, birtist
oft í afkáralegum búningi, nánast
skopstælt, en fyrirmyndanna er þó
í rauninni að leita til venjulegs
fólks, sem orðið hefur á vegi
listamannsins, en Helle hefur ætíð
haft mikla ást á sérkennum
einstaklingsins.
Verk nr. 20 eftir Mario Prassimos.
Frönsk
vefjarlist
og grafík
í Bogasal á
listahátíð
í Bogasal verður á Lista-
hátíð frönsk myndlistar-
sýning, sem heitir „Frönsk
vefjarlist og Grafík" og er
hingað komin fyrir milli-
göngu franska sendiráðsins
í Reykjavík. Á sýningunni
eru 43 verk eftir 24 franska
listamenn, sem starfandi
eru í dag og eiga það
sameiginlegt að vinna verk
sín til útfærslu í vefnaði.
Meðal listamannanna eru
mörg heimsþekkt nöfn.
Sýningin er umferðar-
sýning sem farið hefur víða
um lönd og samanstendur
af frummyndum, grafík-
myndum og ofnum teppum.
í stuttum formála í sýning-
arskrá segir m.a.: „Við
viljum setja saman hóg-
vært yfirlit yfir ýmsar
tegundir veflistar með því
að tefla saman viðurkennd-
um listamönnum og þeim
yngri og lítt þekktari. Þeir
koma úr mörgum greinum,
málaralist, höggmyndalist,
grafík og jafnvel bygging-
arlist og allir fylla þeir upp
ákveðna mynd af þróun
veflistar og flestir líta þeir
björtum augum til framtíð-
arinnar."
AllttilaÖ
auka listina
í hinni nýju teiknivörudeild Pennans Hallarmúla 2
höfum við á boðstólum m.a.:
olíuliti, acrylliti, vatnsliti, pastelliti, Pappír í flestum gerðum, ramma
striga, blindramma, pensla allskon- fyrir grafíkmyndir, dúkskuróarsett,
ar, olíur, þurrkefni, pallettur og dúk og liti.
trönur.
Sendum í póstkröfu.
Mattincn
V
Hallarmúla 2 sími 83211