Morgunblaðið - 02.06.1978, Page 14

Morgunblaðið - 02.06.1978, Page 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1978 Á þriðja hundrað börn í norrænum kórum syngja EyiU Frifileifsson á œfinyu med Kór Öldutúnsskóla Eitt af atriðum listahátíðar að þessu sinni er Norræna barnakórakeppnin, sem fram fer í Reykjavík 12.-18. júní. Keppni þessi er haldin á vei;ura norrænu útvarpsstöðvanna ot; hófst 'sú starfsemi þeirra fyrir 12 árum on hafði þá það markmið að örva og styrkja barna- og uníilint;akóra þannig að Norðurlöndin íjætu ei(;nast barna- og unglingakóra á borð við það besta í hinum Evrópulönd- unum. F.vrstu 4 árin fóru kóramót fram til skiptis í hverju landi fyrir sig og síðan í einu Norðurlandanna, þar sem einn kór frá hverju landi söng sér og síðan allir kórarnir sameiginlegá. 1970 var ákveðið að taka upp samkeppnisformið, sem haldið hefur verið. Reynt hefur verið að hvetja kórana til listrænna afreka með því að vanda sem best verkefnavalið, leggja áherzlu á góðan' söngstíl, fagran samhljóm og sannfærandi túlkun viðfangsefnanna. Útvarpsstöðvarnar lögðu sitt af mörkun- um ekki sízt með því að greiða allan kostnaö við keppnina. Norrænu útvarps- stöðvarnar lögðu fast að íslenzka ríkisút- varpinu að taka þátt í keppninni og buðust til að greiða niður ferðakostnað- inn. Var þessu boði tekið og Öldutúns- skólakórinn frá Hafnarfirði sendur til Helsinki 1968 undir stjórn Egils Frið- leifssonar og nokkru síðar kór Mennta- skólans við Hamrahlíð undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Þessi þátttaka markaði þáttaskil í starfsémi beggja kóranna og varð lyftistöng allri starfsemi annarra barna- og unglingakóra. Það er Öldutúnsskólinn, sem tekur þátt í keppninni nú og er gestgjafi hinna kóranna fjögurra, danska drengjakórsins, stúlknakórs tónmenntadeildanna í Stokk- hólmi, stúlknakórs Nöklevannskólans í Noregi og skólakórs Garðabakkaskóla í suðvesturhluta Helsingfors. Stjórnandi og stofnandi kórs Öldutúnsskóla er Egill Friðleifsson, en kórinn skipa nú 46 börn á aldrinum 9-16 ára. Morgunblaðið ræddi stuttlega við Egil um þetta mót og sagði hann m.a.: „Þetta hefur átt sér nokkuð langan aðdraganda. Kórinn var stofnaður 1966 en við tókum fyrst þátt í keppni 1968 í Helsinki. Fyrirkomulagið er þannig að barnakórar keppa annað árið, en ungl- ingakórar hitt árið og hafa Öldutúns- skólakórinn og kór M.H. verið fulltrúar íslands. Kórarnir hafa náð verulega góðum árangri þótt ekki hafi enn tekist að vinna fyrsta sæti, en þetta er hörkukeppni, en við höfum fengið mjög góðar umsagnir." — Hvernig er keppninni hagað? — Hver kór flytur tvö sjálfvalin verk og síðan eitt sameiginlegt keppnisverk, sem að þessu sinni er nýtt verk eftir Jón Nordal, Salutatio Mariæ, sem er vi.ð íslenzkt kvæði, samið á latínu á 15. öld. Þetta verk gerir óvægnar kröfur og á að reyna á hæfni barna og stjórnenda. — Hvernig mælist svona keppnisfyr- irkomulag fyrir? — Ég held að það sé óhætt að segja að svona keppnisfyrirkomulag orki tvímæl- is, hvort keppni í list eigi yfirleitt rétt á sér. — Nú verður ýmislegt annað á döfinni hjá ykkur í samhandi við heimsóknina? — Já, þessir kórar eru komnir langan veg og því var ákveðið að reyna að gera eitthvað meira og höfum við fengið myndarlegan styrk, 3 milljónir króna frá Norræna menningarsjóðnum. Bjóðum við til 3ja daga kóramóts að Skálholti 14.-17. júní og er tilgangurinn þríþættur. 1. Dvelja saman við leik og störf og æfa saman norrænt prógram, sem flutt verður á Listahátíð 16. júni 2. Safna saman á einn stað úrvali af norrænni kóratónlist og gefa út, en bókin er í prentun og kemur næstu daga. 3. gefa íslenzkum kórstjórum, kennurum og kennaranemum kost á að fylgjast með kennslu og.þjálfun kóranna og verður í því sambandi sérstakt námskeið á vegum Kennaraháskólans. Dvölin í Skálholti verður öll fest á sjónvarpsfilmu og hljóðrituð og síðan búinn til sjónvarps- þáttur til sýninga á öllum Norðurlöndun- um. Kórarnir koma síðan saman sameig- inlega 17. júní á Arnarhóli, en syngja fyrr um daginn á sjúkrahúsum fyrir aldraða og á ýmsum öðrum stöðum, en alls eru á 3. hundrað börn í kórunum. DUBLINERS Itzhak Itzhak Perlman er meðal fremstu fiðluleikara af yngri kynslóðinni. Hanner fæddur í Tel Aviv árið 1945 og þriggja ára gamall hafði hann látið svo ótvírætt í ljós áhugasinn á fiðluleik að honum var gefin leikfangafiðla. Fimm ára gamall hóf hann síðan nám í fiðluleik. Nokkru áður hafði hann veikzt af Iömunarveiki og hefur það haft þau áhrif að hann verður jafnan að sitja við leik sinn. Níu ára var hann þegar námið hófst fyrir alvöru og sama ár hélt hann fyrstu einleikstónleika sína í Tel Aviv. Hann kom síðan víða fram þar í landi ásamt námi sínu. Þrettán ára komst hann í kynni við Ed Sullivan sem kom að leita að hæfileikafólki i þátt sinn hjá CBS. Perlmann slóst í för með honum og kom fram í tveimur sjónvarpsþáttum og síðan var ákveðið að Perlmann dveldist í Bandaríkjunum og stundaði tónlistarnám í Juilliardskólanum. Hann þreytti frum- raun sína í Carnegie Hall 1963 og lék þar fiðlukonsert nr. 1 eftir Wieniawski undir stjórn John Barnetts. Frábær árangur hans í tónlistarkeppnum á næstunni varð til þess að hann ferðaðist síðan vítt og breitt um og hlaut hvarvetna mikið lof. Hann fer nú í árlegar heimsóknir og spilar í helztu borgum Bandaríkjanna og sama máli gildir um allar helztu tónlistarmiðstöðvar í Evrópu. Hann kom til íslands í fyrra sinni 1975. Hann lék þá með Sinfóníuhljómsveit íslands undir stjórn Karsten Andersons. Um hríð lék hann kammermúsík með Barenboim, Jacqueline du Pré og Ashkenazy. Iðulega fer hann heim til Israels og leikur þá með fílharmoníuhljómsveitinni þar og fer með henni í hljómleikaferðir. Lynn Harell er bandarískur og hefur hlotið mikinn frama í heimalandi sínu þótt ungur sé, hvort sem er fyrir einleik á selló ellegar með hljómsveit. Hann hefur leikið með öllum helztu hljómsveit- um í Bandaríkjunum og hann hefur einnig haldið einleikstónleika víðs vegar í Bandaríkjunum, farið í hljómleikaferðir og tekið þátt í listahátíðum í ýmsum löndum. Hápunktur Evrópuferðar hans árið 1975 voru þrennir einleikstónleikar sem hann hélt með Vladimir Ashkenazy í London. Harrel hefur aðsetur í Tónlistarháskól- anum í Cincinnati og hefur unnið til ýmissa mjög eftirsóttra tónlistarverð- launa. Hann hefur m.a. fengið Avery Fischerverðlaun en innifalið í þeim er tækifæri til að koma fram með New York fílharmoníunni og einleikstónleikar í Great Performers Series í Lincoln Center. Hann hefur ekki alls fyrir löngu verið sérstaklega heiðraður af Ford Foundation Concert Artist Program. Það var vel til fundið að fá hingað írska söngflokkinn Dubliners á Listahátíð. Hér er um að ræða helftu forsöngvara írskrar þjóðlagatónlistar, sem á síðustu 15 árum hafa átt hvað drýgstan þátt í því að endurvekja mörg hinna bráðskemmtilegu írsku þjóðlaga með lifandi og fjörmikilli túlkun. Þeir hafa og orðið mörgum flytjendum þjóðlagatónlistar víða um heim til eftirbreytni og höfum við íslendingar ekki farið varhluta af því a.m.k. ekki hvað lagaval snertir — góðkunnir eru textar Jónasar Árnasonar og flutningur tríósins „3 á palli“ á mörgum ágætum írskum þjóðlögum. Þess vegna geta væntanlega margir tekið undir í lögum Dubliners þegar þeir troða upp á fjölum Laugardalshallarinnar. Dubliners-flokkurinn var stofnaður í Dublin, höfuðborg Irlands á árinu 1962 og hóf feril sinn með því að syngja í klúbbum, veitingahúsum og við ýmis önnur tækifæri. Náðu þeir strax miklum vinsældum i heimalandi sínu. Að fáum árum liðnum náði hróður þeirra til Englands og höfðu þeir sín áhrif á þá þjóðlagabylgju, er gekk yfir enska popptónlist um miðjan síðasta áratug. Sína fyrstu alþjóðlegu viðurkenningu hlaut flokkurinn árið 1967 fyrir lagið „Seven drunken nights" og má segja að frægð þeirra hafi farið vaxandi síðan. Þrátt fyrir velgengni sína og að tónlist þeirra verði í marga staði að teljast alþjóðleg hafa þeir haldið hinum mjög svo persónulega stíl sínum í túlkun og hafa jafnan haldið á loft greinilegum einkennum írskrar þjóðlagahefðar í flutningi sínum. Textaval Dubliners er margbreytilegt, allt frá vísum um baráttu þjóðar og pólitískum áróðursvísum til gamanvísna í léttum dúr en lag og texti er alltaf samvalið — og þess má geta í leiðinni að styrkur texta Jónasar Árnasonar felst einmitt í því að gera þá trúverðuga á íslenska vísu, án þess að um staðfæringu eða eftirlíkingu sé að ræða. The Dubliners eru viðurkenndir sem mjög færir hljóðfæraleikarar og músik- anter. Á ferli sínum hafa þeir komið víða við til tónleikahalds og hvarvetna hlotið mjög góðar undirtektir. Hljóðfæraskipan þeirra er: Luke Kellys banjó, gítar og söngur. Ronnie Drews gítar og söngur. Barney McKennas banjó, fiðla, mandólín og söngur. Ciaron Bourkes flauta, munnharpa, gítar og söngur. John Sheahans fiðla, flauta, gitar, banjó, mandólín, harmonikka, klarinett og söngur. Eins og áður er getið hafði þjóðlagatón- list mikil áhrif á vinsældatónlist í Évrópu á síðasta áratug og komu þau áhrif greinilega fram hér á íslandi. Án þess að vanvirða þá ágætu fulltrúa þessarar tónlistar, sem heimsótt hafa ísland, er koma Dubliners án efa merkasti viðburð- ur á þessum vettvangi hingað til. Söngflokkur þessi höfðar til ungs fólks á öllum aldri — til þeirra sem á annað borð hafa gaman af tápmikilli og glaðlegri þjóðlagatónlist. Jafnvel þótt Laugardals- höllin geti varla talist ákjósanlegasti staðurinn fyrir svona tónlist og fram- komu er fengur í þessum fúlskeggjuðu og glaðværu írum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.