Morgunblaðið - 21.06.1978, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.06.1978, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1978 41 Steinþór Gestsson: Herðum róðurinn gegn at- vinnuleysi og vinstri stjórn í umræðum manna munu efna- hagsmál skipa stærst rúm, og allir telja sig fylgjandi því að hefta verðbólguna. Úm leið ásala menn ríkisstjórninni fyrir haldlitlar aðgerðir i þessum málum, og telja að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki gert það sem ætlast var til af honum, eftir sigur hans í síðustu kosningum. Ég tel rétt að athuga þetta nokkru nánar, athuga stöðu efna- hagsmálanna þegar vinstri stjórn- in hrökklaðist frá 1974, og um leið ber að líta til þess sem hún tók við 1971, þegar hún settist að sumbli. Þegar vinstri stjórnin tók við völdum á miðju ári 1971, hafði viðreisnarstjórninni tekist á 12 ára valdaferli að halda verðbólg- unni í skefjum, svo að tíðast var vöxtur hennar um 10% og frá miðju ári 1970 til miðs árs 1971 nam hækkun framfærslukostnað- ar ekki meiru en 9%. Viðskipta- jöfnuður var hagstæður og gjald- eyrissjóður tryggur, þrátt fyrir stór áföll vegna aflabrests og verðfalls sjávarafurða á árunum 1967—1969. Atvinna var nóg enda afkoma atvinnuveganna góð um þessar mundir. Á viðreisnarárun- um var festa og jafnvægi í efnahagsmálum. En þegar vinstri stjórnin tók við stjórnartaumunum 1971 fór þetta allt úr böndunum. Viðnámsaðgerð- um var varpað fyrir róða með þeim afleiðingum að víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags mögnuðu hraða verðbólgunnar svo að hún varð 50% eða meira. Þegar stjórn- in hafði verið við völd á 2‘/2 ár, og engum duldist hvert stefndi, þá lét hún gera skýrslu um stöðu ríkis- fjármála. Þá kom í ljós að greiðsluhalli nokkurra ríkisfyrir- tækja virtist stefna á um 20 milljarða króna, mælt á núver- andi verðlagi. Viðskiptahalli árs- ins virtist ætla að verða geigvæn- legur, enda reyndist hann vera um 11% af þjóðarframleiðslunni, en það mundi vera á núverandi verðlagi um 40 milljarðar króna. Það má því með sanni segja að ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar hafi tekið við háskalegum a'rfi, að því er kom við efnahagsmálum. Höfuð viðfangsefni ríkisstjórn- arinnar þetta síðasta kjörtímabil, var að því er varðar efnahagsmál þríþætt: 1. að draga úr hraða verðbólgunn- ar, 2. að eyða hallanum í erlendum viðskiptum og 3. að halda jafnframt fullri at- vinnu fyrir alla landsmenn. Þegar þessi atriði eru skoðuð nánar, kemur í ljós að á miðju ári 1977 hafði sá árangur náðst að hraði verðbólgunnar var kominn niður í 26% á næstu 12 mánuðum á undan, eða orðinn tæpur helm- ingur þess, sem hann hafði verið mestur. Þá hafði viðskiptahallinn lækkað verulega. Þegar áhrifa núverandi ríkisstjórnar fór að gæta meir, þá reyndist viðskipta- hallinn á árunum 1976 og 1977 vera um 2% af þjóðarframleiðslu en hafði verið í lok vinstri stjórnar áranna 4—5% af þjóðarfram- leiðslu. í þriðja lagi hafði full atvinna haldist, þrátt fyrir aðhaldsaðgerð- ir. Allt þetta leiddi til batnandi stöðu efnahags- og ríkisfjármála, Steinþór Gestsson. sem ég hefi stuttlega lýst hér að framan. Fyrri hluta árs 1977 voru horfur á að smám saman færi verðbólgan enn lækkandi og að viðskiptahalla myndi takast að breyta í tekjuaf- gang. Þetta tókst ekki. Vaxandi spenna á vinnumarkaði og óraun- sæ markmið, sem samtök laun- þega settu fram, leiddu síðar á árinu 1977 til launasamninga, sem studdu að nýrri aukningu verð- bólgunnar, juku viðskiptahalla og grófu undan afkomu atvinnuveg- anna. Til þess að forðast verstu afleiðingar þessarar þróunar varð að grípa til beinnar gengisiækkun- ar og skerðingar vísitöluákvæða kjarasamninga, sem þannig var staðið að, að ráðstafanirnar ieiddu til kjarajöfnunar fyrir launahóp- ana í landinu. Þessar ráðstafanir hefðu óbreyttar leitt til þess að verðbólg- an hefði ekki vaxið, viðskiptahall- inn hefði horfið og ekki þyrfti að koma til rekstrarstöðvunar at- vinnufyrirtækja og atvinnuleysis. Nú hefur nýr meirihluti borgar- stjórnar Reykjavíkur gengið til liðs við andmælendur launajöfn- unarstefnu ríkisstjórnarinnar. Sá meirihluti þurfti þó að svíkja gefið kosningaloforð um fullar verðbæt- ur launa, jafnt þau lægstu sem þau hæstu. Þrátt fyrir það, að stjórnarand- stöðuflokkarnir, sem nú ráða meirihlutanum í Reykjavík, hafi ekki þorað að standa að fullu við sín fyrirheit, þá hafa þeir teflt í tvísýnu þeim árangri sem var í sjónmáli. Þeir hafa nú ákveðið að auka nokkuð launagreiðslur til borgar- starfsmanna, en til þess að gera það fært, hyggjast þeir skera niður verklegar framkvæmdir borgar- innar og þá aðallega við gatna- gerð. Slíkur niðurskurður mun vitanlega þrengja atvinnumögu- leika verkamanna og vörubifreiða- stjóra. Þessar aðgerðir eru, að dómi velflestra manna íslenskra, hinar furðulegustu en þó skýran- legar, þegar litið er til vinstri stjórna i Bretlandi, Danmörku og víðar. Við Sjálfstæðismenn förum aðra leið, fáum við til þess kjörfylgi: Við munum kappkosta að halda uppi fullri atvinnu minnugir þeirra orða Bjarna Benediktssonar heitins, er hann sagði: „Af þeim úrræðum, sem aðrir hafa beitt, þá er einkum eitt, sem núverandi ríkisstjórn hefur ekki viljað beita og kemur ekki til hugar að beita, og það er að stofna tii atvinnuleys- is.“ Við viljum efla verðjöfnunar- sjóði atvinnuveganna allra, við viljum að gengið sé rétt skráð á hverjum tíma, við viljum örva fólk til sparnaðar, með því m.a. að skattleggja fremur eyðslu en tekjur, svo að erlendar skuldir aukist ekki. Við viljum flytja opinbera starfsemi og margskonar verkefni frá ríkinu til sveitarfé- laga, almenningshlutafélaga og annarra aðila. Við viljum stuðla að gerð raunhæfra kjarasamninga svo að þeir leiði ekki til verðbólgu, en örvi framleiðni. Við viljum endurskoða vinnulöggjöfina og gerð vísitölukerfisins í þeim til- gangi að frjálsir samningar geti samræmst minnkandi verðbólgu. Ef þessari leið verður fylgt, þá verður unnt að vinna bug á verðbólgunni á næstu árum. En það verður því aðeins gert að þjóðin styðji stefnu Sjálfstæðis- flokksins og láti þann stuðning koma skýrt fram í komandi kosningum. Heilladrjúg umskipti verða ekki í efnahagsmálum þjóð- arinnar nema Sjálfstæðisflokkur- inn fái til þess óvéfengjanlega hvatningu og traust alþjóðar við kjörborðið, hvatningu til að vera hið sterka og leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum að kosn- ingum loknum. Þá má vænta þess að skuggi liðinna vinstristjórnar- ára hverfi fyrr en varir, en því aðeins, að þeir sem urðu til þess að magna þann skugga, hafi minnkandi áhrif á stefnu og starf næstu ríkisstjórnar, en Sjálfstæð- isflokkurinn aukin áhrif, fengin í krafti vaxandi kjörfylgis. Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri: „Hið neikvæða lýðræði” Erum við ein um það? — Þarf ekki að lýsa öllum hliðum? — Eigum við að taka upp sósíalistískt fréttamat og segja eingöngu jákvæðar fréttir? Eru Islendingar neikvæðir að eðlisfari? Þessari spurningu svara ég hiklaust neitandi, þótt ég verði að viðurkenna að neikvæðu fréttirnar virðast ganga best í okkur sum hver. Á hverjum degi getum við litið í blöðin, hlustað á útvarp eða horft á sjónvarp og sjá hið neikvæða hefur yfirhöndina. Þegar landbúnaðarvörur hækkuðu 1. júní s.l. komu um það fréttir að kjötmáltíð meðal fjölskyldu hefði hækkað þann dag um kr. 310.-. Þennan sama dag „gleymdist“ að segja frá hækkun launa, sem var kr. 600,- á lægsta taxta Dagsbrúnar á dag. Lýðræðið er gagnrýnið Aðalkosturinn við lýðræðið er rétturinn til að gagnrýna og vitaskuld á að gagnrýna það sem miður fer. Fjölmiðlum okkar hættir þó oft til að ganga full langt í þessari leit sinni að aðfinnsluefnum og stuðla þann- ig að óánægju í þjóðfélaginu. Vitaskuld orka flestar aðferð- ir okkar allra tvímælis og oft er hægt að segja hlutina á fleiri en einn veg. Nærtækt dæmi eru umræður fjölmiðla um það sem þeir kalla „kaupránslög“ sem í raun eru lög um skerðingu verðbótaákvæða síðustu kjara- samninga. Án þess að taka afstöðu með eða móti nefndum lögum þá er reynt af hálfu fjölmiðla að gera þessi lög tortryggileg með þessari hroll- verkjandi nafngift. Það sem stundum gleymist er skylda fjölmiðla til hlutlausrar frásagnar, sem lýðræðisþjóð- félag gerir kröfu til, vitanlega getur viðkomandi fjölmiðill síð- an gert sínar athugasemdir við viðkomandi frétt. Andstæðan Fréttaflutningur fjölmiðla þar sem einræði ríkir er and- stæðan, sem ætti að kenna okkur að meta það sem við höfum. Jafn ósennilegt, sem okkur kann að finnast að flest sem hjá okkur gerist sé slæmt, þá blendast engum hugur um, að hitt er fráleitt að allt sé gott sem hjá „alþýðulýðveldum" og herforingjastjórum gerist. Ég vek athygli á að hér geri ég ekki greinamun á t.d. Chile í dag og Rússlandi,, þar sem bæði þjóðfélagskerfin falla undir mína skilgreiningu á einræði. Gerið ykkur t.d. í hugarlund hvað Pravda (sem þýðir sann- leikur!) hefði sagt um hækkun landbúnaðarvara, skerðingu verðbóta svo eitthvað sé nefnt eða t.d. stjórnarblað í Chile. Lokaorð Það er óumdeilanleg stað- reynd að túlkun fjölmiðla og upplýsingastreymi stjórnvalda hefur úrslitaáhrif á skoðana- myndun stórs hóps kjósenda hverju sinni. Gerum þá sjálfsögðu kröfu til ríkisfjölmiðla að þeir túlki alltaf öll mál á sem réttastan hátt — tökum upp fleiri þætti t.d. í svipuðum dúr og efnahagsmála- þættir sjónvarpsins, — þar sem flækjur efnahagsmála eru túlkaðar á skiljanlegu máli og myndum fyrir áhorfendur. Höldum áfram sanngjarnri gagnrýni, þar sem það á við og hælum því, sem vel er gert, það er einkenni vestræns lýðræðis. Höfnum þeirri fjölmiðlun, sem byggist á tilskipunum stjórnvalda og ég hef nefnt hér jákvæða ritskoðunarblaða- mennsku einræðisríkja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.