Morgunblaðið - 21.06.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.06.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1978 53 Afmæliskveðja: Björg Magnúsdótt- ir ljósmóðir - Níræð Björg Magnúsdóttir, ljósmóðir írá Túngarði, Dalasýslu varð níræð 8. juní síðastliðinn. Undir Felli hefur forðum stór- býli heitið norðan Hvammsfjarðar í Dalasýslu, nú er sá bær nefndur Staðarfell. Fellið sjálft stendur þar fóstum fótum. Um aldaraðir mun það hafa hlýtt með hógværð og rósemi á tímans þunga nið. Alltaf viðbúið að veita staðarbúum skjól gegn norðannæðingnum. Það er því í huga mínum á þessari stundu sem tákn trúmennskunnar. Þann eiginleika má ekki vanrækja í uppeldi þjóðarinnar ef vel á að fara. Ef ísland, sem við elskum 011, á að eignast trausta og göfuga þjóðfélagsþegna þarf hver ein- staklingur að halda dyggan vörð um það bezta sem með honum býr svo það megi vaxa og verða til sóma. Sérhver góður Islendingur þarf að muna hin fornu orð: „Hvorki skal eg á þessu níðast og á engu öðru því, sem mér er til trúað". Eitt sinn uxu fjögur mannvæn- leg ungmenni við rætur Staðar- fells. Þar munu þau hafa unað vel hag sínum í fögru umhverfi sem átti yfir að ráða myndauðgi breiðfirzkra byggða. Að líkindum mun það hafa gefið ungmennum þessum lífsþroska og bjarta fram- tíðardrauma. Þar hefur ekki sízt að verki verið sambýlið við hafið sem fært er um að minna manns- andann á hverfleika jarðlífsins og rödd hins eilífa sem aldrei hverf- ur. Æskufólk það, sem hér um ræðir, voru systkinin Björg, síðar ljósmóðir Fellsstrandarhrepps um 40 ára skeið, mannkostakona sem bar starfsheitið með sæmd, Þuríð- ur, síðar húsfreyja á Akri í Hvammssveit, vinsæl gáfukona, Gestur bróðir þeirra, glæsilegur ungur maður, gagnfræðingur frá Akureyri og var talinn vel til forystu fallinn, og fóstbróðir og náfrændi þeirra systkina, Magnús bróðir Björns Guðfinnssonar mál- fræðings og þeirra vel gefnu systkina. Var hann talinn efnis- maður eins og hann átti kyn til. Foreldrar Staðarfellssystkin- anna voru bændahöfðinginn Magnús Friðriksson oddviti og Soffía Gestsdóttir kona hans, bæði af góðu breiðfirzku bergi brotin. Þau bjuggu um langt skeið um- svifamiklu stórbúi á forna höfð- ingjasetrinu Staðarfelli unz sjó- slys dró úr þeim alla löngun til framtíðarbúsýslu. Árið 1920 fórust á Hvammsfirði Gestur frá Staðarfelli og Magnús fóstbróðir hans, sem fyrr er getið, ásamt tveim dyggðaríkum vinnu- hjúum þeirra Staðarfellshjóna. Nokkrum árum eftir þann sorg- lega viðburð fluttust þau Staðar- fellshjón alfarin til Stykkishólms og þar gerðist Magnús hreppstjóri. Höfðu þau hjón áður gefið ríkinu jörð sína, Staðarfell, til minningar um son sinn og fósturson. Skyldi á Staðarfelli verða starfræktur húsmæðraskóli fyrir breiðfirzkar konur og þannig rennt styrkum fjárhagslegum stoðum undir sjóð þann sem frú Herdís Benediktsen í Flatey gaf til minningar um Ingileif dóttur sína. Skyldi þeim sjóði varið til byggingar mennta- seturs breiðfirzkra kvenna. Fyrsti skólastjóri Húsmæðra- skólans á Staðarfelli var hin duglega og vel menntaða kona, Sigurborg Kristjánsdóttir frá Múla við ísafjarðardjúp. Hófst skólastarfið í steinsteyptu vönd- uðu íbúðarhúsi þeirra Staðarfells- hjóna en það var síðar stækkað allmikið og notað sem skólaheim; ili. Var skólinn vígður árið 1928. I vígsluljóðum skólans eftir Jóhann- es skáld úr Kötlum komst hann svo að orði: Vfir stoltu Staöarfelli stórra merkja vakir dfs. Hýrt f bragði, hátt aö velli höfuðbólið forna rís. Brosir hlýtt mót bœnda lýði, breiðir faðminn mðti sól, borið giftu, búið prýði, býður íslands dætrum skjól. Um Magnús Friðriksson komst hinn snjalli hagyrðingur, Steinunn Þorgilsdóttir svo að orði: Ber þinn hróður bjart og hátt breiðfirzk grund og saga. Lands og þjóðar þakkir átt þú um alla daga. Minnist ég undirrituð Magnúsar Friðrikssonar og Soffíu konu hans ávallt með þakklæti og virðingu. Það er oft gaman að ganga á vit fortíðarinnar og aðgæta þræðina sem hún hefur spunnið í örlaga- klæði hins ókomna. í litlum dal bak við Staðarfellið er býlið Túngarður. Þar var fyrir 40 árum, þegar ég fyrst hafði kynni af þeim stað, gamall bær sem mér þótti vænt um því þar bjuggu vinir mínir: Björg Magnúsdóttir ljós- móðir og maður hennar Magnús Jónasson. Að honum stóðu traust- ir breiðfirzkir ættstofnar. Mjög virtist mér þau hjón vera samvalin og áþekk. Bæði voru þau góðum gáfum gædd, glaðleg og skemmti- leg í viðræðum og traustvekjandi enda báðum falin trúnaðarstörf í þágu sveitarinnar sem þau leystu vel af höndum. Gestrisin voru þau og skilningsrík í garð samferða- fólksins, mér fannst bærinn í Túngarði alltaf fullur af hlýrri góðvild og hljóðlátri gamansemi. Þar var í skemmtilegum samruna forn og ný íslenzk sveitamenning enda kunni húsmóðirin vel til verka og allrar búsýslu. Vel sómdu sér fallegar heimagerðar ábreiður á rúmum og bekkjum í gömlu, hlýlegu baðstofunni í Túngarði og skáru þær vel af við hvítskúruð gólfin. Þar sátu þrifnaður og snyrtimennska að völdum. Hús- móðirin var mjög hög, vandvirk og lærð saumakona og gerði marga fallega muni úr íslenzku ullinni. Gestastofan í Túngarði var búin vönduðum og fallegum húsgögnum og fagrar og vel unnar hannyrðir báru vott um smekkvísi húsfreyj- unnar. Ég hafði matarást á þessari Túngarðsstofu. Þar sat ég oft í veizlufagnaði því gestrisni þeirra Túngarðshjóna var við brugðið. Ekki voru miklir möguleikar á því að reka stórbú í Túngarði sem þó mun hafa borið góðan arð vegna hagsýni og góðrar meðferð- ar á búpeningi enda hafði Magnús gert þar miklar jarðabætur með aukinni túnrækt. Fjölskyldan frá Túngarði flutt- ist til Reykjavíkur árið 1951. Þá hefur Fellsstrandarhreppur mikið misst, en minningin um konuna með ljósið og mann hennar mun lengi geymast þeim er til þekktu. Gestrisnin frá Túngarði gekk á veg með þeim og fylgdi þeim í nýjum heimkynnum. Magnús, maður Bjargar, andað- ist árið 1965. Þar hvarf af sviði jarðlífsins merkur sæmdarmaður sem margir hafa saknað. Börn þeirra hjóna eru Gestur kennari í Reykjavík og Soffía sem starfar hjá Lyfjaverzlun ríkisins. Bæði eru þau systkin vel menntuð og traustir þjóðfélagsþegnar eins og foreldrarnir. Virðist mér alltaf hvíla yfir þeim menningarblær frá góðu æskuheimili. Björg Magnúsdóttir varð níræð 8. júní síðastliðinn. Hún er barn hamingjunnar, hún hefur borið gæfu til að vinna með hógværð og trúmennsku þýðingarmikil störf í þágu þjóðfélagsins. Megi ísland eignast sem flestar dætur henm líkar. Þá munu kærleiksríkar fornar dyggðir í heiðri hafðar. Ingibjörg Jóhannsdóttir frá Löngumýri * Indverskur jógi heldur fyrirlestra Indverski jóginn Dada Karun- anda. INDVERSKI jóginn Dada Karunanda dvelst á íslandi á vegum samtakanna Ananda Marga dagana 23.—30. júní n.k. Heldur hann fyrirlestra um andlegog þjóðfélagsleg málefni á ráðstefnu mannúð- arsálfræðinga í Reykjavík og að auki þrjá fyrirlestra fyrir almenning um sama efni. Fyrsti fyrirlesturinn verður að Laugavegi 42 í fundarsal á 3. hæð, mánudag- inn 26. júní. Síðan heldur hann fyrirlestur á Akureyri þriðjudaginn 27. júní og fimmtudaginn 29. júní á Hótel Esju. Allir fyrirlestr- arnir hefjast kl. 20.30 og eru öllum opnir. Aðgangur er ókeypis. Dada Karunanda hefur dvalist á Vesturlöndum í fi'mm ár og hefur því öðlast innsýn í vestræna lifnaðar- hætti í starfi sínu fyrir Ananda Marga samtökin. Framsetning hans á þessari hugmyndafræði er því skýr og auðskilin vesturlandabú- um að því er segir í fréttatil- kynningu frá Ananda Marga samtökunum. STÖLLUR þessar afhentu nýlega Krahbameinsfél. Reykjavíkur G900 krónur. sem þær sö'fnuðu til félagsins er þar efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir það. Telpurnar heita Linda Líf <>k Agústa Sigurjónsdóttir. HLUTAVELTA var haldin íyrir nokkru að Eístasundi 13 hér í bænum til ágóða fyrir Styrktarfélag vangefinna. Krakkarnir sem stóðu fyrir því, Kristín Sigríður Halldórsdóttir, Lára Jóhannesdótt- ir og Sigrún Guðfinna Björnsdóttir. söfnuðu alls rúmlega 1100 krónum. ÞESSAR telpur. sem allar eiga heima í Fossvogshverfinu. efndu fyrir nokkru til hlutaveltu til ágóða fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Þa*r söfnuðu 7100 krónum en hlutaveltan fór fram að Traðarlandi 12. Telpurnar heita: Hrund Magnusdóttir. (iuðfríður Svala Ólafsdóttir. llelga Kristinsdóttir. Ragna Vala Kjartansdóttir og Berglind Kristinsdóttir. FYRIR nokkru var haldin hlutavelta að Kóngshakka 8 í Breiðholtshverfi til ágóða fyrir Styrktarfél. lamaðra og fatlaðra. Þessir krakkar. sem stóðu fyrir þessu fyrirtæki. siifnuðu 9500 krónum. en þau heita: Margrét Guðmundsdóttir. Ólafur Hrafnsson. Hriinn Hrafnsdóttir og Louise Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.