Morgunblaðið - 21.06.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.06.1978, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 21. júní fltargmifrlaMfe Bls. 33-64 Ur æ viminningum Sadats: Á haustnóttum kemur út í Bretlandi sjálfsævisaga Anwars Sadats, forseta Egyptalands, og ber hún titilinn Jn Search of IdentUy" Brezka blaðiö Observer birt fyrir nokkru fáeina kafla úr þessari bók og í þeim fyrsta, sem fer hér á eftir í lauslegri þýðingu segir Sadatfrá bernsku sinm,fyrstu kynnum sínum og afskiptum af stjórnmálum og þeirrigremju sem bretar voktu með honum vegna yfirráða sinna á þeim árum, síðari heimsstyrjöldinni og fyrstu samskiptum við Nasser. í gleði bernsku minnar ... Allt, sem kemur upp í huga minn þegar hann reikar aftur til Mit Abdul Kum, þorpsins hljóð- láta í Nílardalnum, vekur mér gleöi. Þar var ég að slíta barnsskónum í kringum 1920. Ég lék mér berfættur á stígnum sem lá gegnum skóginn, rak búfénaðinn út í haga við sólar- upprás. Við steiktum lauk í ofninum um leið og brauðið var bakað. Bezt af öllu var að gæða sér á ljúffengum mjólkurgraut sem hún amma mín sauð. Ég var meira að segja hamingjusamur þegar kalt vatnið fyllti áveituskurðina svo að flóði yfir bakka þeirra í tvær vikur á veturna. Þann skamma tíma varð að nota til að vökva allt nágrennið. Við unnum saman á landi eins bóndans allan daginn og daginn eftir veittum við á hjá þeim næsta. Þvílík var samvinnan — með öðrum og fyrir aðra og það var engin hagnaðarvon einstaklings sem var hvati okkar. En þetta hafði líka það að verkum að mér fannst ég tilheyrði ekki aðeins minni eigin fjölskyldu, heldur einnig öllu þorpssamfélaginu, og ekki aðeins því heldur líka víðfeðmari fjölskyldu: Landinu mínu. Sú tilfinning greip mig sterkum tökum þegar ég var á leiðinni heim við sólarlag. Og ég horfði á fegurð himinsins með nýrri hlýjukennd og skynjaði ósýnileg tengsl vináttu og kær- leika við allt umhverfis mig. Samtímis var ég jarðbundinn og sem ég horfði á bláleitan reykinn liðast upp frá reykháf- unum vissi ég að hann gaf fyrirheit um gómsæta máltíð að starfsdegi loknum í þorpinu. Og þá ríkti hin fullkomna kyrrð og sá algeri innri friður. Amma mín var höfuð fjöl- skyldunnar, ef svo má segja. Faðir minn var langdvölum í brottu. Hann vann skrifstofu- störf á sjúkrahúsi hersins í Súdan. Amma mín, hún annað- ist okkur, hafði umsjón með vinnu okkar á landi föður okkar sem var tvær og hálf ekra. „Móðir effendis" var hún kölluð í þorpinu vegna þess að faðir minn hafði fengið nokkra undir- stöðumenntun og lært ensku en í þá daga var óvenjulegt að óbreytt almúgafólk kynni að lesa hvað þá meira. Á kvöldin sagði amma mín okkur söguna af Zahran, hetju þorpsins, og ég hringaði mig hálfsofandi ofan á ryðgaða ofnskriflinu okkar. Yngri syst- kinin mín — og kanínurnar okkar — voru í fastasvefni. Zahran var frá Denshway, þorpi í þriggja mílna fjarlægð. Þar voru brezkir hermenn að skjóta dúfur einn góðan veður- dag. Kúla lenti í hveitisílói og þorpsbúar söfnuðust saman og brezkur hermaður skaut að þeim, þeir lögðu til atlögu við hann og hermaðurinn lézt í átökunum. Margir þorpsbúa voru handteknir og leiddir fyrir herrétt. Gálgar voru reistir áður en dómar höfðu svo mikið sem Þrjár ásjónur Sadatsi For- setinn, lautinantinn 22 ára, bylingarmaðurinn 1952. verið upp kveðnir; fjöldi manns var hálshöggvinn, aðrir voru hengdir ... Zahran var hetja bardagans gegn Bretum, hann gekk að gálganum og háleitur var hann, stoltur yfir því að hafa staðið gegn kúgurunum og drepið einn þeirra. Nótt eftir nótt hlustaði ég á þessa sögu. Milli svefns og vöku var ég, en kannski var það einmitt til þess að sagan festist inn í undirvitund mína. Oft sá ég Zahran fyrir mér og í draumum mínum upplifði ég hetjudauða hans. Ég óskaði mér þess að ég væri Zahran. Sem ég lá þarna ofan á ofninum skildi »1 „A námsárum mínum þróað- ist með mér hatur í garð allra kúgara og ást og aðdáun í garð þeirra allra sem unnu að frelsun föðurlands síns. Þegar Gandhi fór um Egyptaland á leið til Bretlands árið 1932 fylltu fréttir um baráttu hans fyrr og síðar egypzk dagblöð. Ég var heillað- ur af þessum manni, hreifst af þeirri hugsjón sem ég skynjaði að með honum bjó. Ég fór meira að segja að líkja eftir honum. Ég vafði mig tötrum og leitaði í einangrun upp á þak hússins okkar í Kairó. Ég var þar í hugleiðslu og föstu í nokkra daga unz faðir minn fékk talið leit að sjálfi mínu" ég að það var eitthvað bogið við líf okkar. Meira að segja áður en ég leit Breta augum, hafði ég lært að hata kúgara sem drápu saklaust fólk — fólk okkar ... . 1. grein Andúð gegn Bretum Ég fluttist búferlum til Kairó 1925 þá sjö ára gamall. Faðir minn varð að framfleyta þrett- án sonum og dætrum á naumum launum og við bjuggum við skort alla okkar bernsku. Það var ut.an seilingar okkar að kaupa brauðin í bakaríi eins og Kairóbúar gerðu. Eins og heima í Nílardalnum höfðum við stór- an bakaraofn þar sem við gerðum okkar eigin brauð. Vasapeningar mínir voru 2 millimer eða örfáir aurar á dag og fyrir það keypti ég mér bolla af mjólkurtei og fannst mér vera allir vegir færir. Skóla- félagar mínir keyptu sælgæti úr kaffistofu skólans og áttu falleg föt en ég átti aðeins ein föt sem ég varð að vera í allan tímann. Samt sem áður finnst mér nú — þegar ég rifja upp þessa atburði og þessa stöðu mína — að þetta hafi ekki alið með mér öfund eða vanmáttarkennd. Sadat skýrir síðan frá því að meðal þess sem honum hugnað- ist ekki í Kairó hafi verið návist Breta á staðnum og á þessum árum vaknar með honum sú andúð í þeirra garð sem átti eftir að magnast. Hann heldur áfram: mig á að hætta þessu. Þetta myndi hvorki koma mér né landi mínu til góða á nokkurn hátt, hins vegar væri nokkurn veginn víst að ég fengi laungnabólgu upp úr öllu saman, enda var þessi vetur mjög kaldur. Ég var staddur heima í þorpinu mínu þegar Hitler hélt til Berlínar að afmá afleiðingar ósigurs Þjóðverja í heims- styrjöldinni fyrri og endurreisa þýzkt þjóðarstolt. Ég kvaddi vini mína á vettvang og sagði við ættum að fara að dæmi þeirra og ráðast fram á Mit Abdul Kum til Kairó. Ég var tólf ára og auðvitað var hlegið að mér og ekkert mark tekið á tali mínu. Að því stefndi hugur minn og metnaður að ég yrði foringi í hernum svo að ég gæti gengið til liðs við þá er vildu leysa Egyptaland undan brezku hernámi. Ég fékk inngöngu í Konunglegu herakademíuna í febrúar 1938. í bernsku hafði ég hlýtt á söguna um hetjuna Zahran kvöld hvert. Ég vonaði ég gæti afrekað það sem hann hafði gert. En mig óaði við því að vera ef til vill dæmdur til dauða, en mig fýsti mjög að leiða uppreist til að leysa okkur undan Bretum. Baráttan er hafin Ég hóf þegar að leggja að þessu drög enda þótt við ýmsa erfiðleika væri að etja, einkum kom þar til að eldri foringjar í hernum virtust sem blindu slegnir þegar Bretar voru ann- ars vegar og þeir ekki viðmæl- andi. En um þessar mundir var ég með herdeild minni í smábæ í Efra Egyptalandi. Fundi héld- um við í herberginu mínu og ég reri að því öllum árum að opna augu félaga minna fyrir hinu raunverulega ástandi. Fundir okkar voru kallaðir „þingfund- irnir" og þarna á þessum fundum hitti ég Gamel Abdel Nasser í fyrsta skipti, eftir að herdeild hans kom til bæjarins. Mér kom hann svofyrir sjónir að hann væri alvörugefinn ungur maður og deildi ekki löngun félaga sinna til gjálífis né heldur lét hann nokkurn komast upp með að koma fram við sig af kæruleysi eða léttúð, þar sem honum fannst það ekki hæfa virðuleika sínum. Hann hlýddi á það sem við sögðum af áhuga en lagði sjálfur fátt til málanna. Ég hafði hug á að kynnast honum betur en hann hélt sig í hæfilegri fjarlægð frá öllum og kynni okkar þarna ristu aldrei dýpra en að hvor bar nokra virðingu fyrir hinum. Snemma árs 1939 var ég sendur til Kairó á námskeið hjá hernum og gaf það mér tækifæri til að færa enn út kvíarnar. Með leynd komum við upp samtökun- um „Frjálsir herforingjar." Aðalleiðbeinandi minn var Aziz al Masri. Hann ráðlagði mér að taka forystuna í mínar hendur. „Napoleon var hershöfðingi og leiðtogi 27 ára — hvað ert þú gamall" sagði hann við mig. „Tuttugu og tveggja" sagði ég. „Gott, vinnið þá saman, standið einhuga að öllu og það ræður úrslitum. Þið verðið að gera fleira en einblína á framkvæmd- ir, þið verðið líka að rækta huga ykkar. Lesið mikið. Og þið verðið einnig að sýna varúð og gæta þess að samtök ykkar séu svo traust að engir ókunnugir komist inn í raðir ykkar og komi upp um ykkur." Surnarið 1942 höfðu Þjóðverj- ar og ítalir undir stjórn Romm- els komizt til El Alamein aðeins 43 km frá Alexandríu. Bretar byrjuðu að brenna opinber skjöl og flytja brezka þegna og stuðningsmenn sína til Súdans. Ekki virtist leika á því vafi að sigurganga Rommels héldi áfram, hann næði Alexandríu og síðan Kairó. Hér var að flestra dómi aðeins tímaspursmál að ræða. Sá orðrómur fékk byr Sjá næstu siðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.