Morgunblaðið - 21.06.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.06.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1978 63 -Við gluggann Framhald af bls. 52. vissan stimpil stórmenna og sérfræöinga? Hafa þeir kannske líka dæmt eða fordæmt hina sígildu meistara á sinni tíð? En væri hægt að segja eitt- hvað svipað og haft er eftir einhverjum Iistaverkasalanum þarna, sem æpti: „Burt með ykkur. Skyldi ekki fólk fá að ráða sínum eigin smekk og til hvers það vill eyða aurum til að fegra í kringum sig? Hvaða rétt hafið þið til að blanda ykkur í persónulegt mat minna viðskiptavina?" Árelíus Níelsson. — Tónlist Framhald af bls. 40 Óskarsson, Magnús Kjartans- son, Þórður Árnason og Tómas Tómasson en söngurinn sér Sveinbjörn Oddson um. Lagið hefur á sér nokkurn austrænan blæ og samspil gítars og píanós í laginu er smekklega útsett. Þorsteinn frá Hamri samdi textann við lag Ómars Þ. Halldórssonar „Sumir dagar", en Ómar leikur á öll hljóðfæri í laginu og syngur það einnig sjálfur. Hljómborðsleikur Omars gefur laginu dálítið væmið yfirbragð enda gefur textinn tilefni til að útsetja lagið á væminn hátt. „Hvurs er hvað" er fjörugasta lagið á hlið eitt og syngur höfundur lagsins, Sveinbjörn Oddsson það sjálfur en sömu undirleikarar eru í laginu og í „Hver er ég?". Texti lagsins er frekar ruglingslegur en hann samdi F. Steingrímsfjörð. Ann- ars standa undirleikararnir fjórir allir fyrir sínu, og sér- staklega er gítarleikur Þórðar lipur í laginu. Hlið eitt lýkur með laginu „Bak við Bláfjöll" eftir Björn Þórarinsson en texti er eftir Ómar Þ. Halldórzzon. „Bak við Bláfjöll" er flutt af hljómsveit- inni Evrópu sem kom til höfuð- borgarinnar fyrir stuttu og lék á einu af veitingahúsum borgar- innar. Evrópu skipa þeir Hörður Friðþjófsson (gítar), Ómar Þ. Halldórzzon (hljómborð), Sigurður I. Ásgeirsson (bassi) og Sigurjón Skúlason (tromm- ur), en Björn Þórarinsson syng- ur lagið. Lag þetta er í svipuðum stíl og „Sonur götunnar" og „Nótt með þér", það er country- stíll og verður að segja að hljómsveitin skilar sínu verki vel án þess þó að sína nein sérstök tilþrif. Um hlið tvö er bezt að hafa sem fæst orð, en þó getur undirritaður ekki látið hjá líða að minnast lítillega á „Til gleðinnar", sem kór barnaskól- ans á Selfossi flytur, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem kórinn kemur fram á hljóm- plötu. Þá er sérstætt að upptak- an fór fram í Garðakirkju og er þetta eina lagið á hljómplötunni sem tekið er upp utan Hljóðrita í Hafnarfirði. „Selfoss" var tekin upp í Hljóðrita í desember í fyrra og fór pressun og skurður fram í Sound Tek í Bandaríkjunum og var sá þáttur málanna í höndum Gunnars Þórðarsonar. Hönnun á umslagi sá Bjarni Jónsson um ásamt útgefanda. Með hljóm- plötunni fylgir vönduð bók þar sem í er að finna ýmsar upplýsingar um flytjendur lag- anna en textar eru ekki bókinni og er það miður. S.A. — Frá Borgarnrði Framhald af bls. 43. sér þannig að skepnan horast smám saman niður og lognast síðan útaf, án þess að við fáum rönd við reist. Þá er það mjög misjafnt hversu skepnurnar eiga lengi í þessum hörmungum, sumar drepast mjög fljótlega eftir að sjúkdómsins verður vart en aðrar „tóra" jafnvel allan veturinn. Hvað með að lóga ákveðnum stofnum? — Það þýðir ekkert úr þessu, því þegar að veikin er komin á ákveðið stig þýðir ekkert að lóga fénu, ekki einu sinni þó að öllu fé hér í Borgarfirði væri lógað og nýir stofnar fengnir í staðinn. Til að sú aðferð hefði komið að notum hefðum við þurft að grípa til þess þegar í upphafi þegar veikinnar varð vart hér. Þegar verst gekk hjá mér drapst um 10% af öllu fé og ég hef enn ekki haft rænu á að fjölga hjá mér aftur. Það hefur haft svo niður- drepandi áhrif á mann að sjá alheilbrigt fé sett á að hausti og upp úr áramótum fer það að veikjast og er farið að vori. Eins og ég sagði áður verður um algera plágu að ræða hjá okkur bændum hér ef ekki finnast einhver ráð við þessum sjúkdómi innan tíðar. Hann er reyndar þekktur víða í heiminum, t.d. í Skotlandi, en þar sem hér hafa engin ráð dugað. Sá háttur hefur nú verið tekinn upp hér að bændur rýja fé sitt nær allir á veturna þannig að rúnings- — Kvikmyndir Framhald af bls. 44. Spielberg, sem gerði JAWS árið 1975, mestsóttu myndina uns STAR WARS skaut henni aftur fyrir sig, hefur nú hagnast talsvert á nýjustu mynd sinni, CLOSE ENCOUNTERS OF THE THIRD KIND, en nú þykir fyrirsjáanlegt að hún komist jafnvel í annað sætið á metsölulistanum, á eftir STAR WARS. Sprel- berg er um þessar mundir að undirbúa næstu mynd sína, 1941, en hún á að gerast á því ári og mun að einhverju leiti fjalla um hörmungar síðari heims- styrjaldarinnar. Handritið er skrifað af tveimur skjól- stæðinga hans, Zameckis og Gale. Þeir fengu nýlega sitt fyrsta tækifæri til að fram- leiða og leikstýra, (I WANNA HOLD YOUR HAND sem fjallar um komu Bítlanna til New York árið 1964), en ekki fyrr en Spielberg hafði lofað að sjá um að fjár- magna myndina ef í harð- bakkann slægi. Schrader, sem skrifaði handritið TAXI DRIVER, hóf nýlega að leikstýra. Fyrstu mynd hans, BLUE COLLAR, var vel tekið af gagnrýnendum og almenn- ingi. Hann er nú að ljúka við gerð myndarinnar HARD CORE, (m. George C. Scott), en hún er fram- leidd af Milius. Þá er Schrader að undirbúa gerð næstu myndar sinnar sem á að nefnast AMERICAN GIGOLO og nýju súper- stjarnan John Travolta mun fara með titilhlutverk- ið. Huyck-hjónin, sem skrif- uðu AMERICAN GRAFFITI, eru einnig að taka stefnuna úr stól hand- ritahófundarins í leik- stjórasætið. Þau hafa nú lokið viö handritið FRENC POSTCARDS sem fjallar um bandaríska námsmenn í París. Hún mun svo fram- leiða en hann Ieikstýra kvikmyndinni. Líkt og BIG WEDNESDAY og CORVETTE SUMMER (mynd sem þeir Barwood og Robbins eru að ljúka við) mun mynd þeirra hjóna fjalla um æskuna, sakleysi unglingsáranna og alvör- una sem bíður að baki þeirra. Þá taug sem bindur þennan hóp kvikmyndar- gerðarmanna saman, segir Williard Huyck vera „ást okkar allra á kvikmyndum. Öll viljum við gera okkar eigin myndir og hafa yfir- umsjón með því sem fer fram í þeim. Það gátum við ekki á meðan við skrifuðum bara handritin." Samstaðan og samhjálp- in birtast í mörgum mynd- um. Milius segir að hann geti alltaf treyst á eina eða fleri stórkostlegar klipping- ar frá George og Marsha sem geti haft mikið að segja um gengi myndarinn- ar og gæði. Spielberg minn- ist þess að á meðan hann vann að JAWS þá þarfnað- ist hann atriðis, „virkilega afgerandi eintals", til að breyta andrúmslofti mynd- arinnar og færa það nær hámarki hennar þegar söguhetjurnar standa aug- liti til auglitis við ókindina sjálfa. Hann minntist þess að hafa lesið um atburðinn í seinni heimsstyrjöldinni, þegar herskipið Indiana- polis fórst og fjöldi sjóliða varð hákarlskjöftum að bráð. Spielberg sagði Milius frá atburðinum og hversu hann þarfnaðist þessa ein- tals frá Robert Shaw sem fór með hlutverk veiði- mannsins. „John settist niður við eldhúsborðið og dró blað og blýant úr pússi sínu," segir Spielberg. „Hann spurði mig um stað- reyndir og síðan lauk hann verkinu. Á sjö mínútum afgreiddi hann sjö mínútna langt eintal Shaw þar sem hann lýsir örlögum Indianapolis á napurlegan hátt. Það var stórkostlegt. En ef ég á áð vera sann- gjarn," bætir Spielberg við, „þá skal það viðurkennt að Robert Shaw, sem einnig er rithöfundur, lagfærði það lítillega, af því við urðum að stytta það niður í fjórar eða fimm. mínútur. En eintalið sem John skrifaði, var einmitt það sem mig vantaði." Forráðamenn- Universal kvikmyndaversins gorta af því að AMERICAN GRAFFITI sé arðvænleg- asta mynd þeirra til þessa dags. En Milius minnist þess að það var forsýning í San Fransisco á AMERICAN GRAFFITI og áhorfendur létu hrifningu sína óspart í ljósi. En á eftir lýstu þeir Universal menn því yfir að myndin væri óhæf til sýninga. Og enn þann dag í dag botna ég ekkert í því hversvegna þeir tóku þá ákvörðun. En hvað með það, Francis (Ford Coppola) dró upp veskið og skrifaði 750 þús. dala tékka sem hann afhenti þessum Universal náungum, sem tryggingu ef dreifing myndarinnar mundi ekki borga sig. Þá var hann nýbúinn að fá fyrstu greiðsluna fyrir hlutdeild sína í THE GODFATHER og hljóðaði hún uppá helm- ingi hærri upphæð." „Og eftir því sem best er vitað", heldur Milius áfram, Þá geymdu forráðamenn kvik- myndaversins ávisunina um nokkurt skeið og skil- uðu henni að lokum. Þegar þeir loks höfðu kjark til þess að dreifa myndinni til sýninga. Hún varð mest sótta mynd í sögu fyrirtæk- isins uns JAWS sló hana út árið 1975." (Niðurlag um næstu'helgi) smalamennska er úr sögunni. Við klippum allt með vélklippum og er það gert á tímabilinu frá febrúar til apríl og af þessu fæst mun betri ull en ella. Hvað um landskosti hér í Borgarfirði? — Þetta er nokkuð harðbýlt „pláss" í vetrarríki, þegar N-A átt ríkir, en almennt má segja að landkostir séu hér góðir. Afréttalöndin eru til að mynda mJög góð. Á mörgum bæjum hér eru vel rekin bú og hafa bændur almennt reynt að fylgjast sem bezt með öllum nýjungum hvað varðar vélar til hagræðingar í búskapn- um. Ræktun er orðin mikil hjá bændum og í framhaldi þess hafa dilkar okkar Borgfirðinga verið mjög vænir. Að síðustu sagði Jón Sigurðsson bóndi á Sólbakka, að hann teldi mannlíf vera mjög gott í Borgar- firði væri það sérstaklega því að þakka að íbúarnir þekktu ekki þá nútíma streytu sem er að fara með alla. Hann sagði það ósk sína að listafólk alls staðar af landinu sækti Borgfirðinga í ríkara mæli heim, sérstaklega eftir að hið nýja og glæsilega félagsheimili væri nú komið í notkun. — Réttindi og frelsi... Framhald af bls. 39 arríkjunum. Slíkum dæmum um ofsóknir stjórnvalda fjölgar dag frá degi... Gerð hefur verið tilraun til þess að taka tíu börn frá fjölskyldunni Músiki í bænum Umanuj í Úkra- níu. Drengirnir Pavel og Ilja hafa verið settir á sérstaka skólastofn- un fyrir þroskaheft börn, enda þótt þeir séu alveg heilbrigðir og eðlilegir að gáfnafari... I þessu bréfi eru fleiri dæmi um þær þjáningar sem börn hafa orðið að þola en ekki er rúm til að rekja hér... En það eru ekki aðeins börnin heldur einnig fullorðnir — yfir þeim öllum vofir refsihóndx trúleysingjanna... Arnhold Rose vildi gera það að lokaorðum sínum, að stjórnvöldin i Kreml bæðu alla kristna menn fyrirgefningar á þeim ofsóknum sem þau hefðu staðið fyrir. Enn fremur að þau létu alla fanga lausa strax. Ef yfirvöld gerðu það, þá einungis væri hugsanleg frið- samleg sambúð á milli Ráðstjórn- arríkjanna og hins vestræna heims. Síðan fór trúboðinn Arnhold Rose með þessa ritningargrein úr Jóhannesarguðspjalli 14. kapítula, 6. vers: Jesú sagði við hann: Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn getur komið til föðurins nema fyrir mig. — Stefnum að... Framhaid af bls. 49. hálfgert mauk við hnjaskið í lönduninni, en það verður að fara varlegar með sumarloðn- una en vetrarloðnu. En frá miðju sumri '76 og til áramóta var landað hér um 40 þúsund tonnum og mátti segja að við værum að komast í tölu löndun- arhæstu staðanna, enda liggur Siglufjörður vel við miðunum. Á síðasta ári var verksmiðjan starfrækt allt árið, þ.e. bæði vetrar- og sumarvertíðina, og sagði Markús að þá hefði verið samþykkt að gera hana eins hæfa og hægt var til að auka nýtingu og í ár hefði hún verið auglýst lokuð frá því í apríl þar til að sumarloðnuveiðar hæfust eða um 15. júlí. — Það sem einkum hefur 'verið lagfært er t.d. að nú eru tvær pressur í stað fjögurra áður og gera sama gagn, skipt hefur verið um löndunarbúnað, færibandið lagt af en nú er loðnu ýmist blásið eða dælt uppí þrærnar og er það mun þrifa- legri löndun og betri, því stund- um gat komið fyrir að hráefnið fyki ef veður var vont og ef kalt yar urðum við að þíða ís og snjó af færibandinu. Þá hafa verið endurnýjuð ýmis fleiri tæki ög er ýmist að sett eru ný tæki í stað gamalla eða að ný tæki sem leysir af gamlar aðferðir er tekin upp en flest þessara tækja eru mjög gömul og úr sér gengin og aðalmarkmiðið með þessum breytingum er sem sagt að bæta úr nýtingu verksmiðjunnar, sem við höfum ekki verið alls kostar ánægðir með fram til þessa. Markús sagði að fjöldi starfs- manna SR væri á bilinu 70—80 á sumrin, en annars nokkuð breytilegur eftir árstíma. Mest- ur hluti allra smíðavinnu fer fram á Siglufirði, vélar eru að vísu aðkeyptar, og tæknivinna undirbúin í tæknideild SR í Reykjavík en síðan annast starfsmenn nyrðra allar fram- kvæmdir. — Við reynum að láta alla starfsmenn fylgjast með gangi mála, sagði Markús, það eru haldnir vikulegir fundir með verkstjórunum og á þeim er athugað hvernig verkinu miðar og ákveðið nánar um fram- kvæmdina og eru því starfs- menn með í ráðum um allan framkvæmdahraða. — Þegar þessum innri breyt- ingum á verksmiðjunum er lokið er ráðgert að snúa sér að umhverfismálum en hér þyrfti að malbika eða steypa götur um lóðina, enda er mikill áhugi fyrir því að lagfæra svolítið umhverfið. Það er líka almennur áhugi og skilningur fyrir öllum þessum framkvæmdum og erum við bjartsýnir á eftir áralanga niðurníðslu og deyfð eigi eftir að rísa hér upp mjög öflugt at- vinnulíf, en það er reyndar þegar byrjað. — Sjálfshjálp Framhald af bls. 51. leystan. Fólk sem áður taldi sig fórnarlömb utanaðkomandi afla og kringumstæðna sem það réði ekkert við er nú farið að skilja betur pólitíska og efnahagslega þætti, sem snúa að samfélagi þeirra." „Þegar þetta fólk, sem vandinn brennur mest á, tekur sjálft ábyrgð á að leysa hann, þá verða mörg af þeim er virðast illleysan- legustu vandamál tuttugustu ald- arinnar — húsnæðismál, fæðu- og orkuöflun og heilbrigðisþjónusta — miklu viðráðanlegri," segir Stokes að lokum. - Þormóður rammi Framhald af bls. 48 verður hún sett á hérna og við teljum að verkið í heild verði miklu ódýrara með því að gera það allt hér heldur en að senda skipið til Reykjavíkur í slipp. Ráðgert er að skipið verði tilbúið til að fara á loðnuveið- arnar í sumar. A þessum góðviðrisdegi, sem Morgunblaðsmenn stöldruðu við í Siglufirði, gengum við ásamt Ragnari í frystihús Þormóðs ramma og var einnig komið í frystihúsið ísafold sem Þormóð- ur rammi hefur á leigu, en í frystihúsunum samtals vinna á annað hundrað manns. Þegar nýja frystihúsið verður tilbúið er ætlunin að taka gamla frystihúsið eingöngu undir salt- fiskverkun og verður þá hætt að leigja ísafold. MYNDAMOT HF. PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTRXTI • SlMAR. 57152-17355

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.