Morgunblaðið - 21.06.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.06.1978, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1978 Stuttar umsagnir TÓNABÍÓ: SJÖ HETJUR (endursýning) Það er virkilega ánægjulegt að rifja upp gamlar minningar í Tónabíó þessa dagana, og sjá þar aftur einn ágætasta vestra sem maður sá á unglingsárunum. En mikið ósköð hefur veröldin verið saklaus þá! Eftir allt það blóðbað og ofbeldi sem flætt hefur yfir áhorfendur síðan skal viðurkennt að „töffarastælar" þeirra Yul Brynner og félaga, sem þóttu æðislegir í „þá daga", hafa bliknað með aldrinum, því miður. A NÆSTUNNI REGNBOGINN. THE BOYS FROM BRAZIL Vonandi líður ekki á löngu áöur en þessi mynd, sem byggð er á metsölubók Ira Levins (ROSEMARYS BABY), verður tekin til sýninga. Hún fjallar um óhugnanlega tilraun þýsks lækn- is og stríðsglæpamanns til að endurholdga Hitler. Með aðal- hlutverk fara m.a. Gregory Peck og Sir Laurence Olivier. (Þess skal og getið að myndin hefur ekki enn verið frumsýnd erlend- is). Lucas, Spielberg, Milius, Coppola og co Að undanförnu heíur hópur þekktra. ungra handritahöfunda / leik- stjóra, náð umtalsverðum áhrifum í höfuðborg kvik- myndaiðnaðarins. Holly- wood. Samstaða þeirra cr ærið sérstæð og eftirtekt- arverðt þeir skiptast á hugmyndum, útvega hver öðrum vinnu og eiga jafn- vel hlutabréf í kvikmynd- um hvers annars. Að þessu sinni verður Kvikmyndasíðan hclguð þessum ágætismönnum og er að miklu leyti byggð á grein eftir Robert Lindscy sem birtist í New York TIMES MAGAZINE þ. 28. síðasta mánaðar. Sunset Beach, Hawaii. John Milius kann vel við líkingar úr hernaðarsög- unni. Brimbrettið, sem hann geysist á eftir fjallhá- um öldukömbunum um leið og hann leikstýrir mynd- inni BIG WEDNESDAY sem einmitt fjallar um þessa æsilegu íþrótt, kallar hann Bismarc. Á ströndinni liggja þrjú önnur, það eru Scharnhorst, Graf Spee og von Tirpitz, öll skýrð eftir kunnum, þýskum herskip- um. Flokkur kvikmyndagerð- armannanna er kallaður „A Team", en það var notað yfir flokka návígisher- manna í Viet Nam. Og þegar hann er að lýsa áliti sínu á framleiðendunum í Hollywood þá grípur hann enn til hernaðarlíkinganna: „Ég er hershöfðingi, mér hefur gengið vel að stjórna liðssveitum mínum á orr- ustuvellinum. Ég lít ekki einu sinni á yfirmenn kvik- myndaveranna sem ofursta. Sumir þeirra eru ekki einu sinni nægilega hæfir til að kallast liðsfor- ingjar". Þegar hinn stæðilegi, 34 ára gamli, svartskeggjaði leikstjóri brunar eftir öldu- földunum utan hinnar heimsfrægu norðurstrand- ar eyjarinnar Oahu — en þar er talin vera einna besta aðstaðan til þessarar íþróttar á jarðkringlunni — þá líkist hann ekki beinlínis þeim manni sem kvik- myndaverin og Wall Street hafa mikinn áhuga á þessa dagana. En Milius er einmitt einn af þeirri kyn- slóð kvikmyndagerðar- manna sem skyndilega eru í miklum metum bæði í kvikmynda- og fjármála- heiminum vestan hafs í dag. Hann tilheyrir hópi ungra handritahöfunda / leikstjóra sem skína hvað skærast í gömlu Hollywood, greiða jafnan götur hvers annars og eiga jafnvel hlutdeild í myndum hvers annars — myndum sem hafa skilað svo geipilegum á síðustu árum að kaupsýslumenn í Banda- ríkjunum keppast nú við að komast yfir hlutabréf í Fox eða Columbia en frekar t.d. A.T.T. eða Ford. í Holly- wood merkir velgengni völd þó hverful séu og um þessar mundir hefur þessi hópur náð umtalsverðum völdum. Flestir eru þeir bekkjar- félagar úr kvikmyndadeild- um háskólanna U.C.L.A eða U.S.C.; skrifa handrit mynda sinna sjálfir; nokkr- ir þeirra hafa og náð því marki uppá síðkastið að framleiða myndir sínar sjálfir og fengið þar með að ráða meiru um útlit þeirra og margir þeirra gefa stjörnum Hollywood langt nef. Og það sem kannski er meira um vert, þá eru þeir að sanna að kvikmyndir þarfnast ekki stjarna til að njóta vinsælda. Milius minnist þess að fyrir einum sjö eða átta árum lét Francis Ford Coppola svo ummælt við George félaga sinn Lucas: „Allt í lagi við skulum breyta þessu. Við George leggjum undir okkur kvik- myndaverin og þú sérð um afganginn." Þetta hefur náttúrulega ekki ræst bók- staflega en þeir félagarnir hafa stefnt í þá átt. Og með þessari framþróun hefur þessum nýkynslóðarhóp gefist tækifæri til að gefa óþekktum hæfileikamö'nn- um möguleika á að koma hugmyndum sínum í fram- kvæmd í frumskógi kvik- myndaiðnaðarins. Coppola komst fyrstur á Þrír þekktir Ieikstjórar. Spielberg. (JAWS. CLOSE ENCOUNTER ... ), Coppola, (THE GODFATHER I OG II) og George Lucas. (AMERICAN GRAFFITI. STAR WARS). beir eru einnig þungamiðja þess hóps listamanna í kvikmyndaborginni Hollywood scm fjallað er um í greininni. Litla myndin Paul Schrader er. eins og hinir meðlímir hópsins, fyrrverandi handritahöfundur, (TAXI DRIVER). Hann er nú að byrja á sinni þriðju mynd sem leikstjóri. flot og kom þessum sam- tökum á laggirnar. Árið 1969 sannfærði hann Warn- er Bros um að kaupa handritið APOCALYPSE NOW sem fjallar um Viet- nam stríðið. Það var samið af Milius og þar með var hann kominn inn fyrir múr kvikmyndaveranna og nokkru síðar var hann sjálfur farinn að leikstýra, (DILLINGER, THE WIND AND THE LION). Þá gaf Coppola einnig George Lucas sitt fyrsta verkefni sem leikstjóri með mynd- inni THZ 1138 sem hlotið hefur góða dóma hvarvetna en hefur lítið sem ekkert verið sýnd utan Bandaríkj- anna. Skömmu síðar gerði Lucas myndina AMERICAN GRAFFITI en Coppola framleiddi. Hún kostaði innan við 750 þús. dala í framleiðslu en hefur gefið einar 55 millj. $ í aðra hönd. Um þessar mundir er Coppola innilokaður í San Fransisco þar sem hann er önnum kafinn við að klippa eina umtöluðustu mynd síðari ára, APOCALYPSE NOW, sem byggð er á handritinu sem Milius samdi fyrir einum átta árum. Kvikmyndatakan dróst verulega á langinn sökum ofviðra og annarra vandræða á Filipseyjum og framleiðslukostnaðurinn hefur farið langt fram úr áætlun; kominn yfir $ 26 milljónir! Coppola hefur orðið að veðsetja flestar eigur sínar til að geta lokið við myndina sem, vegna nýrra aðsteðjandi vanda- mála, mun ekíri verða tilbú- in til sýninga fyrr en á næsta ári. Aðrir í þessum öndvegis- hópi eru m.a. kona Lucas kvikmyndaklipparinn Martha, Paul Schrader, Willard og Gloria Huyck, Matthes Robbins og Hal Barwood, Robert Zameckis og Robert Gale. Williard Huyck segir: „Það eftirtekt- arverðasta er að það er engin innbyrðis samkeppni okkar í millum. Allir eru boðnir og búnir til að veita aðstoð ef með þarf og við óskum hver öðrum hins besta." Lucas er upptekinn þessa dagana við að undirbúa gerð næstu myndar um sögupersónurnar í STAR WARS, (en leikstýrir ekki, aðeins framleiðir og hefur hönd í bagga með handriti ofl.). í dag er þessi mest sótta mynd allra tíma búin að færa honum í hendur hvorki meira né minna en röskar 50 millj. $; auðlegð sem tekið hefur fleiri en eina kynslóð olíufursta eða stórglæpamanna að komast yfir. Framhaid ábls. 63.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.