Morgunblaðið - 21.06.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.06.1978, Blaðsíða 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1978 Oddur Olafsson —Minningarorð Fæddur 12. júlí 1886 Dáinn 13. júní 1978 I dag er til moldar borinn frá Fossvogskapellu Oddur Ólafsson. Oddur var fæddur að Leirá í Borgarfirði þann 12. júlí 1886. Foreldrar hans voru þau hjónin Ólafur Halldórsson og Jórunn Helgadóttir. Tólf ára gamall flutti Oddur úr föðurhúsum og fór til hjónanna Ólafs Stefánssonar og Sesselju Jónsdóttur að Kalmans- tungu í Borgarfirði. Að Kalmans- tungu dvaldi Oddur sín þroskaár og römm var sú taug er batt hann við Kalmanstungu alla tíð síðan. Að Kalmanstungu var búið rausn- arbúi, eins og enn er. Má segja að sá andi atorku og stórhugar sem þar hefur svifið yfir vötnunum hafi fylgt honum alla tíð síðan. Líkamlegt atgervi Odds var slíkt að til þess var tekið. Hann var einn þeirra fáu manna er lyft hefur Snorrahellu á Húsafelli. í skjóli Eiríksjökuls og í kærleika og eindrægni fjölskyldunnar að Kal- manstungu bjó hann til tuttugu og fjögurra ára aldurs. Arið 1918 kvæntist Oddur Þuríði Jónsdóttur frá Kalastöðum á Hvalfjarðarströnd. Var þeim fimm barna auðið. Þau eru: Katrín fædd 1918; Þorsteinn fæddur 1919; Gísli Jón fæddur 1923; Halldór fæddur 1924 og Alfreð Ólafur fæddur 1926. Mikið skarð er nú hoggið í barnahópinn, því af systkinunum eru aðeins bræðurnir Þorsteinn og Gísli á lífi. Þau sem dáin eru, voru öll héðan kvödd á blómaskeiði lífsins. Oddur og Þuríður slitu samvistum árið 1933. Arið 1936 tók Oddur upp sambúð við Pálínu Jóhannsdóttur og eign- uðust þau tvíburana Jórunni og Friðbjörgu árið 1938. Pálína lést af slysförum árið 1940. Oddur var einstakur dugnaðar- maður og gekk að öllum verkum með gleði og karlmennsku. Trú- mennska hans og húsbóndaholl- usta var rðmuð. Lengst af var Oddur starfsmaður sjúkrahúss Hvítabandsins og gegndi þar erfiðu og vandasömu starfi. Auk þess að ala önn fyrir barnahópi sínum eftir bestu getu, ól hann upp undir handarjaðri sínum dótturdóttur sína Kolbrúnu Hannesdóttur. Var hún auga- steinn hans og yndi síðustu ár hans. Oddur lagði gjörva hönd á margt í lífi sínu og margar minningar koma í hugann á skilnaðarstund, minningar sem vekja þakklæti vegna samfylgdar við góðan og drenglyndan mann. G.Þ. 5VAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Ég er ekki fróður í Biblíunni, svo að ég er utangátta í kirkjunni. enda finn ég, að menn æskja ekki nærveru minnar. Hvað á ég að taka til bragðs? Mér virðist þér vera haldinn vanmetakennd. Það er á valdi okkar sjálfra að dæma um okkur sjálf, svo að niðrandi ásakanir hafi ekki við rök að styðjast. Þér segizt ekki vera fróður í Biblíunni. Þér getið verið henni alveg eins handgenginn og hver annar, nema þér vanrækið hana. Ef yður finnst þekking yðar á Biblíunni, eða þekkingarskortur, vera yður til trafala, þá skulið þér sökkva yður niður í Biblíuna, svo að þér þekkið hana. Enginn lærði um Biblíuna af tilviljun. Þekking á Biblíunni er ekki gjöf. Hún er árangur náms, bænar og íhugunar. Athugið samt; Ekki þurfa allir safnaðarmenn að vera leiðtogar. Ef allir væru leiðtogar, væru engir óbreyttir liðsmenn. Þó að þér getið ekki státað af Biblíuþekkingu, getið þér orðið góður nemandi. Lærisveinn er maður, sem er að læra. Enginn okkar veit allt um ritningarnar. Víkið þeirri hugsun frá yður, að þér séuð minni maður en aðrir, og gleymið því, að þér hafið nokkurn tíma sagt, að menn æski ekki nærveru yðar. Allir eru þarfir og nauðsynleg- ir, og þér verðið enn þá þarfari og eftirsóttari, ef þér losið yður við þessa „ímyndun" yðar. Páll Pálsson Litlu- Heiði—Minning _Það vekur klökkan söknuð en engan ofurharm, er aldinn maður hvflist við dauðans kalda barm. sem barn á mjúkum svæfli um allra nótta nótt, er nemur ti'minn staðar og allt er dauðahijótt." Indr. Þork. Þann 13. þ.m. andaðist í Land- spítalanum Páll Pálsson fyrrum bóndi að Litlu-Heiði í Mýrdal. Hann var fæddur þann 11. mars, 1902 og yar því fullra 76 ára, er hann lést. Hann gekk að sínum störfum heima við, þótt oft væri vanheill og þjáður um margra ára skeið, allt þar til hann lést að fáum nóttum liðnum. Páll fæddist að Litlu-Heiði þann 11. mars, 1902. Hann var sonur Páls Jökuls Pálssonar og Guðlaug- ar Ólafsdóttur. Á Litlu-Heiði dvaldi hann sín bernsku- og æskuár ásamt móður sinni, sem vann því heimili af dæmafárri fórnfýsi og dugnaði meðan kraftar entust. Móður sinni reyndist hann góður sonur og hjá honum og konu hans og börnum þeirra átti hún ylríkt skjól þar til yfir lauk. Okkur fóstursystkinum sínum, var hann sem besti bróðir og félagi, eftirsóttur í leik og starfi, sökum dugnaðar, léttrar lundar og geðprýði. Eins og að líkum lætur, var oft glatt á hjalla, glaumur og háreysti í tólf barna hópi, á ýmsu reki og svo sem á bæjum er títt sjónar- miðin ekki öll á einn veg. Deilur og missætti voru ekki að skapi Palla svo var hann jafnan nefndur í okkar hópi. Þá átti hann það til, að brosa góðlátlega að þeim, sem hæst lét í og það reyndist oft öruggasta meðalið, til að allt félli í Ijúfa löð. Frá þessum æskuárum er margs að minnast. Víst fannst okkur þá margt í fangið, allir voru drifnir í störf þótt ungir væru, hver við sitt hæfi og vel það, nógu var að sinna, heyskapur, skepnuhirðing, aðdrættir og aflabrögð, oft við erfiðar aðstæður og ónógar verjur. En allt þetta gleymdist með árunum. Öðru vísi er því farið með björtu minningarnar, þær ljóma og lýsa því meir sem lengra líður á ævina. Ég minntist t.d. á aflabrögðin, en þau voru snar þáttur í lífi þess fólks, er byggði Heiðardalinn á þessum árum. Heiðarvatnið fagra og veiðisæla, sem aldrei brást, var bjargræði býlanna og þeirra er næstir bjuggu. Veiðiskapurinn var stundaður af mikilli atorku með litlum hvíldum á öllum árstímum. Hann gat verið kaldsamur og erfiður en þó svo lokkandi. Næturnar gátu verið dimmar og svalar, en því dásam- legri og ylríkari varð okkur sólaruppkoman, þegar geislar hennar gægðust yfir austurfjöllin og gylltu Höttu, að skammri stundu liðinni breiddi Arnar- stakksheiðin okkur sólgylltan faðminn. Þá upphófst morgunsin- fónía sumarfuglanna, dillandi og dásamleg. Slíkar stundir gleymast aldrei. Árið 1929 kvæntist Páll Mar- gréti Tómasdóttur skaftfellskrar ættar. Þeim varð átta barna auðið. Þau eru: Erla gift Jóni Sveinssyni bónda á Reyni; Kjartan læknir í Reykjavík kvæntur Ingibjörgu Ivarsdóttur; Sigurbjörg gift Einari Kjartanssyni bónda í Þórisholti; Elsa gift Jakobi Ólafssyni bif- reiðaviðg.m. í Vík; Tómas bóndi á Litlu-Heiði kvæntur Steinunni Þorbergsdóttur; Áslaug gift Brynjólfi Gíslasyni presti í Staf- holti; Guðlaug gift Vigfúsi Guð- mundssyni bifreiðastjóra í Vík; Páll Rúnar bóndi á Litlu-Heiði. Þegar faðir minn brá búi á Guðlaug Björnsdótt- ir — Minningarorð Guðlaug Björnsdóttir, húsfreyja á Álfabrekku við Suðurlandsbraut í Reykjavík, lézt í Landakots- spítala hinn 6. júní s.l., 84 ára að aldri, og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 12. þ.m. í kyrrþey að eigin ósk. Hún fæddist 2. apríl 1894 að Reyn í Hegranesi, dóttir hjónanna Guðríðar Hjaltadóttur og Björns Ólafs Jónssonar, skip- stjóra og síðar bónda að Karls- stöðum í Fljótum, ein af 6 börnum þeirra hjóna, er upp komust, en tvö dóu í bernsku. Eru nú þrjú þeirra systkina eftir á lífi, þau Hjalti stórkaupmaður, Kristín og Sigurlína. Guðlaug var systir mágkonu minnar, Jónínu Björns- dóttur, sem lézt 9. desember 1977, og leiddu þau tengsl til náinna kynna. Það var fyrst haustið 1941 er ég kom að norðan til náms í Háskóla Islands að ég kynntist Guðlaugu. Er ekki að orðlengja það, að þá þegar tók hún mér opnum örmum eins og ég væri sonur hennar. Á tilbreytingarlaus- um kvöldum var mörg ferðin farin inn að Álfabrekku, og aldrei brást það, að ég mætti þar hlýju og kærleika og kæmi til baka heim á Nýja Garð glaðari og sælli en ég áður var. Ég fann, að hjá Guð- laugu átti ég athvarf og kærleiks- ríkum skilningi að mæta, hvenær sem ég þurfti á að halda, og ég fann, að ég var þar alltaf velkom- inn, hún reyndist mér sem önnur móðir. Árin liðu að loknu námi. Ég fór út á land með fjölskyldu minni til 11 ára dvalar, en fluttist síðan aftur til Reykjavíkur. En kærleik- ur Guðlaugar og hlýja var hin sama. Hún bar hag minn og fjölskyldu minnar fyrir brjósti allt til hinztu stundar. Aðstæður hennar í lífinu voru þannig, að hún gat ekki miðlað miklu af veraldarauði, en kærleik- urinn var óþrjótandi, og má segja, að líf hennar hafi verið samfelld kærleiksþjónusta við meðbræður og systur. Fannst mér oft sem hún næstum leitaði uppi þá sem hjálpar voru þurfi til þess að reyna að verða þeim að liði og hirti þá ekkert um það þó að hún sjálf Litlu-Heiði, hófu þau Páll og Margrét búskap á jörðinni ásamt Jónatan Jónatanssyni fósturbróð- ur okkar. Þáu þrjú hófust handa með sameiginlegu átaki, sam- heldni og undraverðri atorku, að rækta og bæta jörðina. Þeirra er heiðurinn, að hafa lagt grundvöll- inn að því að breyta kargaþýfðum óræktarmóum, rittumýrum og blásnum moldarauðnum í velrækt- aðan töðuvöll. Svo sem að líkum lætur, krafðist þetta átak þrot- lausrar vinnu, en allt blessaðist þar sem ungir og gamlir lögðust á eitt. Ánægjulegt er, að synirnir tveir þeir Rúnar og Tómas ásamt Steinunni konu hans — endurtek- in þrenning — hafa fyrir nokkrum árum tekið við búinu og halda uppi merkinu af miklum myndarskap og umsvifum svo að nú sér naumast út yfir hið ræktaða land. Vafalaust hefur þessi þróun verið mjög að skapi hins látna atorkumanns. Við hjónin kveðjum traustan heiðursmann sem í engu mátti vamm sitt vita. Innilega þakklát erum við að hafa mátt, um áratuga skeiö, kúra við túnfótinn á æsku- heimili mínu. Við sendum vandamönnum hans öllum innilegar samúðarkveðjur og þó sérstaklega öldnum vini og samstarfsmanni svo og eiginkon- unni, sem stóð sem bjarg við hlið hans og studdi hann, þá best er mest lá við. Nú drúpir dalurinn fagri og kveður dyggan son. í dag verður hann jarðsettur við Reyniskirkju. ólafur Pálsson. þyrfti að líða fyrir það. Víst er um það að margir eiga henni þakkar- skuld að gjalda af þessum sökum þó að hún ætlaðist ekki til launa. Hún var eins og blómið sem vex og þroskast og veitir lífi okkar frið og fögnuð án þess að vita af því eða ætlast til endurgjalds. Hægri hönd hennar vissi aldrei hvað sú vinstri gjörði. Hún var fágætlega vel gjörð kona sem lét einskis ófreistað til þess að verða sam- ferðamönnunum að liði. Guðlaug hafði ekki ætíð meðbyr í lífinu, nema síður væri. Eigin- mann sinn, Jón Erlendsson frá Sturlureykjum, missti hún árið 1939 af slysförum. Þá stóð hún ein uppi með tvö börn sín, ung að árum, þau Magnús Lárus sem nú er búsettur í Bandaríkjunum og kvæntur þar konu að nafni Patricia, og eiga þau einn son Jón Eirík, og Unni Andreu sem síðar giftist Guðmundi Einarssyni verk- fræðing en hún lézt langt um aldur fram árið 1962. Áttu þau saman fimm börn, þau Jón, Einar, Guðmund, Karólínu og Guðlaugu. Er eiginmaður Guðlaugar féll frá höfðu þau nýlega keypt húseignina Álfabrekku við Suðurlandsbraut og var eignin að mestu í skuld en Guðlaug lét ekki hið mikla áfall, missi eiginmannsins, á sig fá heldur óx henni ásmegin og barðist hún hetulegri baráttu fyrir börnum sínum og heimili og bar að lokum sigurorð af öllum erfiðleik- um. Guðlaug var kona gædd mikilli lífsorku og hafði alltaf afgangs- orku handa samferðamönnunum. Það er ekki aðeins sjónarsviptir, heldur opið og ófyllt skarð þegar slíkt fólk hverfur okkur sjónum þó að ekki sé nema um sinn. En lífið heldur áfram, og Guðlaug lifir áfram í þeirri tilveru sem við lítum öll vonaraugum til, fegurri, bjartari og gleðiríkari. Þrátt fyrir háan aldur minnist ég þess ekki, að hafa kynnzt konu, sem allt til hinztu stundar, 84 ára að aldri, átti eins mikinn æsku- glampa í augum, mýkt í hreyfing- um, yndisþokka í fasi og málróm og ómældan kærleika hver sem í hlut átti. Slíkt er fágætt í nútímaþjóðfélagi þar sem fæstir nenna að bera hag náungans fyrir brjósti, hvað þá að leggja sig fram um að miðla þeim sönnum kær- leika. , t Páll postuli sagði: „Nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur." Guðlaug var boðberi kærleikans í öllu sínu lífi. Hún á góða heimvon á landi lifenda. „Þar bíða vinir í varpa, sem von er á gesti,“ sagði Davíð skáld frá Fagraskógi. Ég veit, að margir hafa vinirnir verið, sem biðu í varpanum við komu Guðlaugar til annars heims. Guð blessi hana og minningu hennar. Syni, systkinum, tengdasyni, barnabörnum og öðrum vanda- mönnum votta ég og kona mín dýpstu samúð okkar. Valgarður Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.