Morgunblaðið - 18.08.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.08.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1978 13 Sláttupressa flýt- ir heyþurrkuninni „VIÐ teljum okkur sýna hér raunhæfar nýjunsar. sem varpi ljósi á næstu skrefin í þróun tækja- og vélabúnaðar land- búnaðarins." sagði Júlíus Hall- dórsson. deildarstjóri hjá Hamri. er við hittum hann á sýningar- svæði Hamars á útisvæði Land- búnaðarsýningarinnar. „Hér á landi er nú f fyrsta skipti opinberlega sýndur frambyggð- ur traktor frá Deutz-verk- smiðjunum. Við erum hér með stærsta traktor. sem framleiddur er í Evrópu og þann stærsta á íslandi. 180 hestafla dráttarvél. sem eftir sýninguna verður notuð til jarðvinnslu á Suðurlandi. bá erum við með sláttuþyrlu. sem útbúin er með svokallaðri sláttu- pressu. sem flýtir heyþurrkun um allt að helming." sagði Július. Með frambyggðum dráttarvél- um má flýta ýmsum verkum og nota saman fleiri en eitt tæki. Við getum tekið sem dæmi að það er hægt að nota tvær sláttuvélar í einu, aðra að framan en hina að aftan, þá má vera með stjörnu- múgavél að framan og heybindivél að aftan eða taka beint upp í heyhleðsluvagn," sagði Júlíus og bætti því við, að þessir traktorar væru með mjög fullkomnum hús- um og drifi á öllum hjólum. Aðspurður um hvernig hin nýja sláttupressa virkaði sagði Júlíus að hún opnaði stráin og þau dæju því fyrr. Reynsla væri komin fyrir því að með þessu mætti slá að morgni og hirða að kvöldi. Einnig er Hamar með margvís- legar heyvinnuvélar auk kartöflu- upptökuvélar af Hagedorn-gerð, en vél þessi er sérstaklega útbúin til að meðhöndla viðkvæmt hýði á íslenskum kartöflum. í HESTHÚSI sýningarinnar hitt- um við óla Haraldsson, bónda í Nýjabæ í Flóa. þar sem hann var að leggja við stóðhestinn Högna frá sauðárkróki. sem Hrossa- ræktarsamband Suðurlands á. en Óli er í stjórn þcss. „Hrossasýningin hér er yfirlits- sýning á þeirri hrossarækt, sem fram fer á Suðurlandi og eru þetta bæði hryssur og stóðhestar. Eru stóðhestarnir í eigu Hrossarækt- arsambands Suðurlands, auk þess sem hér er einn hestur frá Hrossaræktarbúinu í Kirkjubæ, en það hefur nú starfað í um 30 ár og náð athyglisverðum árangri eins og sést á því að tvær bestu hryssurnar hér eru frá Kirkjubæ," sagði Óli. Öli Haraldsson í Nýjabæ með stóðhestinn Högna frá Sauðárkróki son Sörla frá Sauðárkróki. Bœndur bráttnaumast þátt- takendur á hestamótum „Bændur eru margir hverjir hestamenn og hafa mikinn áhuga á hestum, en því miður hafa fæstir þeirra það margar frístundir að þeir geti sinnt hrossunum eins og gera þarf. Ég lít svo á að það komi brátt að því að bændur verði naumast meðal þátttakenda í hestamótum, því að þeir hafa ekki sama tíma til að sinna þessu og þéttbýlisbúar og þó ég tali nú ekki um, þegar það eru orðnir atvinnumenn, sem gera lítið annað en sýna og þjálfa hrossin. Ef bændur halda ekki áfram að sinna hrossaræktinni og hafa þar einhver áhrif, förum við brátt að sjá fyrir endann á hrossarækt hérlendis," sagði Óli, en sjálfur býr hann mest með svín og er að auki með um 20 hross. ✓ ... _ _-------^ A Full af frábærum búð hljómplö tum '■ hú smww \ BITS S1I«0 - COUNTRY ARTISTS SINOINO THEIft ORIGINAL HITS • JANIS JOPLIN THE HA PPFNINGS J SONNY & CHEB » | O THE IMPRESSIONS • THE TURTLES THE OHIO EXPRESS • LEN RARRY • THE LEMON PIPERS THE DELFONÍCS • 1910 FRUITGUM COMPANY THE INTRUDERS • AMBOY DUKES THE WHO RICARDO RAY STRAWBERRY ALARM C.LOCK• *TOMMY JAMES & the SHONDELLS A þessa plötu er safnaö 20 lögum úr ýmsum áttum t.d. Cream, Who, Bee Gees, Mungo Jerry svo eitthvaö sé nefnt. Þessi plata hefur aö geyma t.d. Janis Joplin, The Ohio Express, Sonny & Cher, The Turtles og marga aðra. Frábær Country plata með yfir 20 frægum listamönnum eins og t.d. Glen Campel, Jimmie Rodgers, Buck Ovens og margir aörir. Á þessari plötu eru saman- komnir flestir fremstu lista- manna á sviö rocksins í dag, má þar nefna Billy Joel, Steely Dan, Foreigner, Eagl- es, Linda Ronstadt, James Taylor og fl. Þetta er platan, sem kemur i kjölfar Saturday Night Fever og Greace og mun slá í gegn eins og þær. 3BP Gott samansafn af Country & Western lögum meö fólki eins og t.d. Patsy Cline, Webb Pierce, Hylo Brown, Hank Locklin og fleirum. Bonny Tyler meö lagið lt‘s a Heartache. Hlúnkur er þetta nýjasta frá Halla & Ladda og ríöa þeir þar á vaðið meö ýmislegt. Tónlistin úr samnefndri kvik- mynd, sem nú er verið að endursýna vegna fjölda áskoranna. Allir þekkja Smokie og lögin: Needles & pins og It's your life. SKÍFAW £a«gíwcg33 ð; 11508 Sltftíuifjiiíft 37 ð; 53762 Fjórir stórir saman komnir LIVE Billy Cbham, Steve Khan, Tom Scott og Al- phonso Johnson. aETERRWBPCN-l« SB-GES Joe Sample er hljómborðs- leikari í Crusaders og er hér á ferð með frábæra plötu. Ein besta progressive jazz plata til þessa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.