Morgunblaðið - 18.08.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.08.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1978 Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvœmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guómundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Augiýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiósla Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aöalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2000.00 kr. á mánuói innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Viðskiptin við Portúgal Friörik Pálsson, framkvæmdastjóri SÍF, ritar athyglisverða grein í Morgunblaðið í síðustu viku og fjallar hún um viðskipti okkar við Portúgali. Hann bendir á, að frá þjóðarhátíðarárinu 1974 hafi Portúgal verið annar mikilvægasti markaður útfluttra sjávarafurða okkar, næstur á eftir Bandaríkjunum. Og Portúgal hafi jafnvel verið í þriðja sæti á sl. ári, þó að erfitt hafi verið að selja afurðir okkar þangað, en Bretland skauzt upp í annað sætið vegna mikilla mjölkaupa. „Við Islendingar höfum selt Portúgölum allt að 12% af heildarútflutningi, en innkaup frá þeim í staðinn eru svo hverfandi, að ég tel ekki taka því að nefna þau.“ Friðrik segir ennfremur, að í samningum um sölu saltfisks hafi Portúgalir undanfarið lagt áherzlu á það við SÍF, að Sölusambandið beiti sér fyrir því, að Islendingar kaupi meira af dýrum varningi frá Portúgal en þeir hafa gert. Um þetta hefur verið fjallað áður hér í blaðinu og lögð á það áherzla, að við finnum leiðir til að varðveita mikilvægan markað okkar í Portúgal og þá ekki sízt vegna þess að „meginhluti þess fiskmagns, sem til Portúgals hefur farið upp á síðkastið, hefði ekki gengið á aðra markaði og er því um enn mikilvægari markað að ræða en beinar tölur segja til um.“ En kaup á skóm, léttum vínum, og vefnaðarvarningi nægja engan veginn til að jafna metin í viðskiptum Islendinga og Portúgala og því hefur verið reynt að stuðla að meiri verzlun við þá og ætti það að vera í okkar þágu, enda þótt skipasmíðar erlendis séu viðkvæmt mál og íslendingar vilji leggja á það höfuðáherzlu, að sem flest skip þeirra séu byggð hér heima. En það er ánægjuefni, að SIF skuli hafa ráðið mann í nokkra mánuði til að kanna til hlítar vandkvæði á innflutningi frá Portúgal. Er í ráði, að hann aðstoði innflvtjendur eftir föngum, hafi náið samband við viðskiptaráðuneytið og leggi höfuðáherzlu á að koma á nánara sambandi milli portúgalskra útflytjenda og íslenzkra innflytjenda, svo að unnt verði að rækta þessi viðskipti betur og auka innflutning frá Portúgal á varningi, sem okkur er nauðsynlegur, en við höfum hingað til ke.vpt annars staðar — og varðveita þannig þennan dýrmæta markað fyrir íslenzkan saltfisk, „sem hefði ekki gengið á aðra markaði". Það er ástæða til að fagna þessu framtaki. En þess ber að gæta, að það eru tvær hliðar á þessu máli eins og öllum öðrum, þ.e. einnig sú hliðin, sem snýr að innlendum aðilum, og þá er einkum átt við innlenda skipasmíði. Jón Sveinsson, forstjóri Stálvíkur, hefur nýlega komizt svo að orði í blaðasamtali, að grundvöllurinn fyrir innlendri skipasmíði hafi verið eyðilagður um sinn, skorið hafi verið á púlsinn „og nú blæðir skipasmíðastöðvunum fljótt út“. Jóhann Hafstein lagði í ráðherratíð sinni mikla áherzlu á innlenda skipasmíði og enginn vafi er á því, að undir forystu hans var lagður traustur grundvöllur að þessum mikilvæga, innlenda iðnaði. En nú hefur syrt í álinn og nauðsynlegt er að horfast í augu við þann vanda, sem við blasir í þessari iðngrein. Jón í Stálvík segir, að vegið hafi verið að innlendri skipasmíði með breyttum og strangari lánareglum og einnig með því að liðka fyrir um reglur um kaup á skuttogurum frá útlöndum, eins og hann kemst að orði. Þetta mál þarf að skoða vel og vandlega og finna lausn á því, enda er augljóst að þjóð, sem lifir að mestu á útgerð og sjósókn, hlýtur að leggja höfuðáherzlu á smíði eigin skipa. Þau skip, sem smíðuð hafa verið innanlands, hafa staðizt samkeppni við skip smíðuð erlendis og reynzt í alla staði ágætlega, bæði litlir fiskibátar, skuttogarar og strandferðaskip. Jón Sveinsson segir ennfremur, að þegar Spánartogararnir hafi verið keyptir, hafi opinberir aðilar lánað 102,5% í skipunum, en við nýsmíði innanlands nú væri lánað 85% af kostnaðarverði, þannig að munurinn væri um 17,5%.. „Hver maður getur séð, að afdrif og afkoma þessarar iðngreinar er háð ákvörðun ríkisvaldsins á hverjum tíma.“ Jón segist ennfremur gera sér grein fyrir því, að „það væri mikilvægt fyrir okkur að geta flutt út saltfisk til Portúgals, en spurningin væri sú, hvort það ætti að eyðileggja íslenzkan skipasmíðaiðnað til að ná þeim markmiðum." Meðalhófið er að sjálfsögðu vandratað í þessum efnum sem öðrum, en nauðsynlegt er að finna viðunandi lausn og helzt slá tvær flugur í einu höggi: tryggja Portúgalsmarkaðinn og halda jafnfrámt áfram uppbyggingu innlendrar skipasmíði. Jón Sveinsson heldur því fram, að samkvæmt úttekt fiskiskipanefndar þyrftu að bætast 3.800 rúmlestir á ári í fiskiskipaflotann til þess að halda honum við. Kostnaður við slíka endurnýjun væri 12 milljarðar króna á ári. „Ef þessi skip væru smíðuð innanlands mætti spara helming þeirrar upphæðar í gjaldeyri miðað við, að þau væru smíðuð erlendis, eða ■im 6 milljarða. Höfum við efni á því að eyða öllum þessum gjaldeyri?" pyr forstjóri Stáivíkur. Við hljótum að íhuga þessa spurningu rækilega um leið og við eflum viðskiptin við Portúgal og tryggjum okkur þann mikilvæga saltfiskmarkað, sem þar er. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1978 Halldór Blöndal: Uggvænleg tíðindí TVEIR mánuðir taka að nálgast síðan kosið var til Alþingis. Allan þennan tíma hafa forystu- menn Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags verið að stinga saman nefjum, — meira að segja á meðan þjóðin stóð í þeirri trú, að hinn fyrrnefndi flókkurinn væri reiðubúinn að ræða sam- stjórn lýðræðisflokkanna í al- vöru. Eftir allt þetta rabb hefur Lúðvík Jósefsson komizt að þeirri niðurstöðu, að hann gæti út úr neyð fallizt á gengisfell- ingu, sem þýðir á mæltu máli, að ekki tjóar annað en viðurkenna staðreyndir. Því að sjálfsögðu gerir enginn sér leik að slíku. Sjálfur hefur Lúðvík Jósefsson þrásinnis fellt gengið sem við- skiptaráðherra, — væntanlega út úr neyð eða hvað? En það voru ekki þessi um- mæli, sem vöktu athygli mína, heldur hitt, að nú þykist Lúðvík Jósefsson geta fellt gengið þannig, að „öruggt sé að það bitni ekki á kaupi“, svo að nákvæmlega sé eftir haft (Dagbl. 16. ágúst s.l.). Eg hef fyglzt með stjórnmál- um alllengi og þekki málflutn- ing Lúðvíks Jósefssonar. Hann er svona alla vega. En nú hefur þessi maður tekizt á hendur þann vanda að mynda ríkis- stjórn. Það er því mál að Iinni orðhengilshætti og skrumi og farið sé að tala í alvöru. Eða hversu má það vera, að Lúðvík Jósefsson skuli hafa látið allar sínar fyrri gengisfeilingar bitna á kaupi, ef hægurinn er á, að haga þeim öðru vísi? En kannski er eðlilegt, að maðurinn láti svona. Af um- mælum hans má m.a. ráða, að útflutningsatvinnuvegirnir geti staðið undir svo og svo mikilli kaupmáttaraukningu fram til áramóta og vitaskuld enn frekar með nýju ári. Og það er Halldór Blöndal. fyrrverandi viðskipta- og sjávarútvegsráðherra sem talar. Þess er að vænta, að Lúðvík Jósefsson leggi fram tillögur sínar í efnahagsmálum, nú þegar hann þreifar fyrir sér um myndun ríkisstjórnar. Og ég held, að það sé nauðsyniegt, að það sé gert svo rækilega, að ekkert fari milli mála, og kynnt þjóðinni. Það leikur mörgum forvitni á að vita, hvernig unnt er að ná þessum markmiðum samtímis: Rétta hag atvinnu- veganna með gengisfellingu; gæta þess að slíkar aðgerðir bitni ekki á kjörum almennings, hvorki með þyngingu skatta né á annan hátt; auka kaupmátt verulega til áramóta; draga úr verðbólgu. Úr því ég er byrjaður, er ekki úr vegi að víkja ögn að afstöðu Alþýðuflokksins. Fyrir kosning- ar lá það engan veginn fyrir, að þátttaka kommúnista væri skil- yrði fyrir því, að sá flokkur tæki sæti í ríkisstjórn. Með hliðsjón af hreinleika sálarinnar í þeim herbúðum, kemur þetta nokkuð á óvart og mætti kalla brigð. Að lokum þetta: Atburðir síðustu vikna kalla fram þá spurningu, hvort svo sé komið, að ekki megi dragast hóti lengur að hefja nýja sjálfstæðisbaráttu til þess að tryggja lýðræði og þingræði í landi hér. Mér þykja það a.m.k. uggvænleg tíðindi, þegar forseti Isiands hefur falið þeim manni stjórnarmyndun, sem er formaður þess flokks, sem hefur að stefnuskráratriði að koma marxistískum búskaparháttum á hér á landi. Og ekki bætir ýr skák, þegar sá sami maður er uppvís að þvilíkri mannfyrirlitningu að þykjast ekki vita um sovézka refsidóma yfir andófsmönnum. Vera má líka, að þetta þyki víða tíðindi. Þannig er Lúðvík Jósefsson fyrsti kommúnistinn í lýðræðis- ríki, sem falin er myndun ríkisstjórnar, og hefur slíkt m.a. ekki komið fyrir í Finnlandi. Þrátt fyrir alla „finnlandíser- inguna", þrátt fyrir hin yfir- þyrmandi sovézku áhrif hefur Kekkonen forseti aldrei látið sig slíkt henda. Hér eru verðlaunahafarnir í hugmyndasamkeppni Mosfellshrepps og Skipulagsstjórnar ríkisins samankomnir og er tillaga þeirra í bakgrunni. Talið frá vinstri. Jóhannes S. Kjarval. Björn H. Jóhanncsson. Haukur Viktorsson, Kristín Kjartansdóttir, Ólafur Bjarnason, Jóhannes Guðmundsson og Narfi Hjörleifsson. bau íjögur síðasttöldu unnu ráðgjafarvinnu. Ljósm. Kr.Ól. Þór Guðmundsson arkitekt, Örn Ólafur Hall arkitekt og Þórir Helgason,- Ráðgjafi þeirra var Þórir Ólafsson prófessor og aðstoðarmaður Halldóra Hall- dórsdóttir tækniteiknari. Auk þessara tillagna voru keyptar þrjár tillögur sem fela í sér athyglisverðar hugmyndir. Það var tillaga nr. 12 á krónur 500.000, höfundar hennar voru Gestur Ólafsson skipulagsarki- tekt, Kristinn Ragnarsson arki- tekt og Örn Sigurðsson arkitekt, og tillögur nr. 11 og 13 á 250.000 kr. hvor. Stofnað var til þessarar sam- keppni m.a. af hliðsjón af samþykkt borgarstjórnar Reykjavíkur um nýtt aðalskipu- lag á svæðinu frá Grafarvogi að Blikastöðum, er tók gildi um síðustu áramót. Þótti hrepps- nefnd Mosfellshrepps tímabært að gera sér betri grein fyrir þróun byggðarinnar og hlut- verki hreppsins meðal annarra Byggð fefld að landinu-raun- hæf lausn umferðarvandamála - segir um verðlaunatillögu í skipulagssamkeppni í Mosfellshreppi í GÆR birti dómnefnd á vegum Mosfellshrepps og Skipulags- stjórnar ríkisins úrskurð í hugmyndasamkeppni um skipulag í Mosfellshreppi, sem efnt var til á tímabilinu 27. janúar til 17. maí 1978. Jafn- framt þvf sem úrslit í sam- keppninni voru kunngjörð var opnuð sýning á tillögum þeim er bárust f íþróttahúsinu að Varmá. Sýningin verður opin til 27. þessa mánaðar. Fjórtán tillögur bárust og hlaut tillaga nr. 81 verðlaun eða 2,5 milljónir króna. Höfundar þeirrar tillögu voru arkitektarn- ir Björn H. Jóhannesson, Hauk- ur Viktorsson og Jóhannes S. Kjarval. Ráðgjafar þeirra við tillögugerðina voru fjórir starfs- menn Verkfræðiskrifstofu Sig. Thoroddsen, þau Jóhann Guð- mundsson verkfr., Narfi Hjör- leifsson, Ólafur Bjarnason verk- fræðingur og Kristín Kjartans- dóttir. I umsögn dómnefndar um tillöguna segir, að höfundum hennar hafi tekizt að ná megin- tilgangi verkefnisins, þ.e., að fella byggðina vel að landinu og finna raunhæfa lausn á umferð- arvandamálum. Þá hlutu tillögur nr. 3 og 2 önnur og þriðju verðlaun að upphæð 1250 þús. kr. Dómnefnd telur höfundum tillögu nr. 3 hafa tekizt að leysa aðalskipu- lag á frumlegan hátt með því, að gjörbreyta ríkjandi umferðar- kerfi. Þá fær tillaga nr. 2 þá einkunn, að höfundum hennar hafi tekizt á skemmtilegan hátt að skipuleggja Varmársvæðið og tengsl þess við miðbæ og útivist- arsvæði. Höfundar tillögu nr. 3 voru Einar E. Sæmundsen landslagsarkitekt, Stefán Örn Stéfánsson arkitekt og Stefán Thors skipulagsarkitekt. Höf- undar tillögu nr. 2 voru Ormar sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu. Aðalmarkmið sam- keppninnar var að fá fram hugmyndir að heildarlandnotk- un í hreppnum, tillögur að hagkvæmu gatnakerfi í vestur- hluta hreppsins ásamt deili- skipulagi nánar tiltekinna svæða innan aðalskipulagsins, segir í greinargerð dómnefndar. Dómnefndina skipuðu: Aðal- steinn Júlíusson hafnarmála- stjóri, formaður, Jón Guð- mundsson oddviti, Magnús Sig- steinsson ráðunautur, Helgi Hjálmarsson arkitekt og Gylfi Guðjónsson arkitekt. Könnunarviðræðurnar: Aðaláherzlan á efnahagsmálunum „Við skoðuðum ýmis atriði varðandi etnahagsmálin og það er verið að reikna hlutina út fyrir okkur, en við lögðum spurningalista fyrir sérfræðinga og búumst við svörunum á morgun,“ sagði Ragnar Arnalds formaður þingflokks Alþýðubandalagsins í samtali við Mbl. í gærkvöldi. „Þessar viðræður eru svona á óformlegu áþreifingarstigi en fyrsti formlegi viðræðufundurinn um stjórnarmyndun er áformaður á laugardag,“ sagði Ragnar. Þingflokkur Alþýðubandalags- ins og framkvæmdastjórn héldu sameiginlegan fund í gær og þingflokkurinn kemur saman fyrir hádegið í dag og miðstjórnin aftur síðdegis. Ragnar sagði að á fundunum í gær hefðu málin verið rædd vítt og breitt. „Það var töluvert mikið í gangi í dag“, sagði Benedikt Gröndal formaður Alþýðuflokksins er Mbl. ræddi við hann í gærkvöldi. Sagði Benedikt að hann og Lúðvík hefðu átt óformlegar heildarviðræður og tveir menn frá hvorum; Kjartan Jóhannsson og Karl Steinar Guðnason og Ragnar Arnalds og Svavar Gestsson farið í saumana á efnahagsmálunum. Benedikt sagðist meta stöðuna þannig að hann teldi nú mun meiri líkur á samkomulagi milli Alþýðubanda- lagsins og Alþýðuflokksins um efnahagsmálin heldur en hitt og aðspurður um skoðun hans á afstöðu framsóknarmanna sagði Benedikt: „Það var nú ekki teljandi ágreiningur milli okkar og framsóknarmanna í vinstri við- ræðunum þannig að ég er vongóð- ur um þá, ef við getum komið okkur sarnan." Benedikt sagði að Ragnar Arnalds: Hefur meiri trú á samkomulagi nú en fyrir þremur vikum. önnur mál en efnahagsmálin hefði ekki borið á góma í gær en af yfirlýsingum Lúðvíks Jósefssonar Benedikt Gröndal: Samkomulag í efnahagsmál- um yrði raunveruleg undir- staöa stjórnarmyndunarvið- ræðna. varðandi varnarmálin kvaðst hann telja að samkomulag í efnahags- málunum yrði raunveruleg undir- staða stjórnarmyndunarviðræðna. Spurningu Mbl. um afstöðu hans til þess að ríkisstjórn yrði mynduð um lausn efnahagsmála án sam- komulags um annað og þá til skamms tíma sagði Benedikt að ef frekar yrði hægt að mynda ríkis- Ólafur Jóh snnet ;on: Framsóknarmenn munu ekki taka við neinum pakka frá Alpýðubandalagi og Alpýðu- flokki. stjórn upp á þau býti þá myndu alþýðuflokksmenn sætta sig við það, en þó væri ljóst að efnahags- málin yrðu ekki leyst nema litið væri lengra en til næstu mánaða. „Eg átti í dag óformlegt samtal við Lúðvík Jósepsson og ég geri ráð fyrir því að hann boði til fyrsta formlega viðræðufundarins á iaugardag", sagði Ólafur Jóhannesson formaður Fram- sóknarflokksins í samtali við Mbl. í gærkvöldi en á fundi þingflokks og framkværridastjórnar Fram- sóknarflokksins í fyrradag voru auk Ólafs þeir Steingrímur Hermannsson og Tómas Árnason kosnir í viðræðunefnd flokksins, ef af viðræðum um myndun vinstri stjórnar yrði öðru sinni, og til vara voru kosnir Jón Helgason, Ingvar Gíslason, Einar Agústson og Alexander Stefánsson. „Það hlýtur að vera að þeir séu eitthvað að nálgast hvorn annan úr .því þeir eru að þessu," sagði Ólafur er Mbl. spurði hann hvort hann teldi að miðaði eitthvað í samkomulagsátt hjá Alþýðu- bandalaginu og Alþýðuflokknum. „Eg hygg líka að það eigi eftir að koma í ljós,“ bætti Ólafur við. Þegar Mbl. spurði hvort staðan væri sú að flokkarnir tveir ætluðu sér að ná samkomulagi sín í milli og koma síðan með það til framsóknarmanna sameiginlega svaraði Ólafur: „Við viljum nú ekki taka við neinu fullfrágengnu af þeirra hálfu, heldur viljum við nú fá. að setja okkar mark á útkomuna ef einhver verður." Ólafur sagði að sjálfsagt myndu Alþýðubandalagið og Alþýðuflokk- urinn ætla sér að eiga einhverjar viðræður við verkalýösforystuna áður en til formlegra stjórnar- myndunarviðræðna kæmi. Blóm og grœnmeti seltáBemhöftstorfunni TORFUSAMTÖKIN efna í dag. föstudag. til blóma- og grænmetismarkaðar á Bemhöftstorfu við Lækjartorg. Ilefst makaðurinn kl. 9 árdegis og stendur meðan birgðir endast en auk blóma og grænmetis verður ýmislegt skemmtiefni flutt á staðnum. Samtökin efna til þessa markaðar til að afla fjár til starfsemi sinnar og vekja athygli á haráttumálum sínum. Myndin var tekin er nokkrir félagar samtakanna voru að undirbúa markaðinn í gær. 17 Hev- skapur langt kom- inn Lítil hey en kjarngóð „FLESTIR bændur eru búnir að ná upp verulegum heyjum og reyndar sumir hverjir búnir með heyskap en mjög víða hafa skúrir gert mönnum erfitt fyrir. Hey hjá hændum verða ekki mikil að vöxtum en þetta eru góð hey,“ sagði Halldór Pálsson. húnaðar- málastjóri er blaðið ræddi við hann í gær. Halldór sagði að í engum landshluta í heild væri hægt að tala um vandræði með heyskap en á stöku bæ og jafnvel í einstökum sveitarhlutum hefðu bændur feng- ið mun minna hey heldur en í venjulegum árum, bæði vegna þess hversu seint spratt vegna kulda og nokkuð víða hefði kal skemmt fyrir. Einkum væri það í köldustu sveitunum norðanlands og á ein- staka bæjum sunnanlands sem kal hefði skemmt fyrir en víðast hefðu þetta þó ekki verið það miklar skemmdir að þessir blettir hefðu sprottið nú síðari hluta sumars en afraksturinn væri rýr. „Það hefur sannarlega ræst úr þessum málum, því um miðjan júlí voru margir bændur ekki byrjaðir en það hefur verið góð sprettutíð nú síðari hluta sumars. Það er alveg sýnt að það verður ekkert hallæri nema þá á stöku stað og ég veit að á nokkrum stöðum hefur átt sér stað heysala innan hrepp- anna en heyflutningar á vegum bænda milli landshluta hafa ekki verið,“ sagði Halldór. Stjórnun arfélagið gefur út ræður Stjórnunarfélag íslands hefur gefið út ræður þær, sem fluttar voru á ráðstefnu félagsins um þjóðfélagslcg markmið og af- komu þjóðarinnar. en hún var haldin fyrr á árinu í Munaðarnesi. Auk setningarávarps Ragnars S. Halldórssonar formanns SFÍ eru í ritinu eftirtaldar ræður: Þjóðfélagsleg markmið íslend- inga eftir dr. Gylfa Þ. Gíslason prófessor, Er Hagvaxtarmarkmið- ið úrelt? eftir Jónas H. Haralz bankastjóra, Afkoma íslendinga og stjórnun í ríkiskerfinu eftir Björn Friðfinnsson fjármála- stjóra, Fjölþætt gildismat eftir Geir V. Vilhjálmsson sálfræðing, Afkoma Islendinga og stjórnun fyrirtækja eftir Ásmund Stefáns- son hagfræðing, Davíð Sch. Thorsteinsson forstjóra, Magnús Gústafsson forstjóra og Þröst Ólafsson framkvædastjóra og að lokum Afkoma íslendinga og stjórn efnahagsmála eftir Guðmund Magnússon prófessor. Tilgangur ráðstefnunnar var, að því er segir í tilkynningu frá félaginu, að fjalla um afkomu íslendinga og gera þátttakendum grein fyrir sambandinu milli lífskjara og þjóðfélagslegra mark- miða annars vegar og stjórnar efnahagsmála og stjórnunar fyrirtækja hins vegar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.