Morgunblaðið - 18.08.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.08.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1978 15 Borgarastríð meðal svartra í Rhódesíu? Salishury. 17. águst. AP. Sögusagnir í þá átt að leiðtogar blökkumanna í Rhódesíu. sem þar keppa sín á milli, vinni að því koma á fót eigin herliði, hafa helit olíu í eld landlægs ótta íbúa landsins. Ásakanirnar hníga einkum að tveimur þriggja hófsamra leið- toga blökkumanna, sem tekið LIÐSMENN úr öryggisveitum Tennesseefylkis í Bandaríkjunum standa vörð fyrir framan lögreglustöð í Memphis. Öryggissveitirnar voru kallaðar út til að aðstoða við löggæslustörf þar sem hópur lögreglumanna í fylkinu er nú í verkfalli. Fjöidi lögreglumanna hefur neitað að snúa aftur til vinnu þrátt fyrir tilskipun þess eínis. Ráðherralisti í höfði da Costa Da Costa. Lissabon, 18. ágúst, Reuter. STJÓRNMÁLAKREPPAN í Portúgal er nú á sinni fjórðu viku. þrátt fyrir að Alfredo Nobre da Costa. útnefndur for- sætisráðherra. hafi ráðherralista næstu stjórnar í höfðinu. að því er hann skýrði frá í dag. „Ég er með ráðherralistann í höfðinu, en ráðherraefnin vita þó ekkert um hugmyndir mínar,“ sagði da Costa. Hann sagði síðar í dag að hann reiknaði með að hafa komið á starfhæfri stjórn innan 15 daga. Fastlega er búizt við því að da Costa myndi bráðabirgðastjórn með ráðherra úr röðum óháðra og tæknimenntaðra manna og efni til kosninga á næsta vori. Veður víða um heim Akureyri Amsterdam Apena Berlín Barcelona BrUssel Chicago Frankfurt Genf Helsinki Hong Kong Jerúsalem Jóh.borg Kaupmannah. Lissabon London Los Angeies Madrid Malaga Majorka Miami Montreal Moskva New York Ósló París Reykjavík Rómaborg San Francisco Stokkhólmur Sydney Tel Aviv Tókýó Toronto Vancouver Vtnarborg 12 lóttskýjaó 23 skýjaö 31 heíöskírt 23 skýjaó 25 alskýjað 20 skýjaö 28 heiösktrt 24 rigning 23 sólskin 18 rigning 32 sólskin 27 sólskin 24 sólskin 22 skýjaö 28 sólskin 21 heiðskírt 28 skýjað 33 sólskin 26 skýjaö 28 skýjað 30 skýjaö 26 skýjað 16 heiöskírt 30 skýjað 19 rigning 21 sólskin 12 alskýjað 30 sólskin 17 heiðskírt 22 skýjað 15 skýjaö 29 sólskin 32 rigning 29 skýjað 18 skýjað 24 skýjað hafa höndum saman með Ian Smith í bráðabirgðastjórn þeirri, er setið hefur í fimm mánuði. beir eru skæruliðaforinginn fyrrver- andi, séra Ndabaningi Sithole og hinn handarísk-menntaði biskup, Abel Muzorewa. Orðrómurinn um liðssöfnuðinn hefur ekki verið sannaður með óyggjandi rökum. Engu að síður beinir hann kast- ljósunum að þeirri ógn. að blóðugt borgarastríð svartra manna kunni að fylgja í kjölfar sex ára stríðs þjóðernissinna til að binda enda á yfirráð hvíta minnihlutans. I svartsýnni ritstjórnargrein í vikunni komst stærsta málgagn blökkumanna „The Zimbabwe Times“ svo að orði að margt benti til að Rhódesía væri nú á svipaðri braut og Líbanon, þar sem hver einstakur stjórnmálaflokkur hefði sinn eigin her að bakhjarli. Nokkrir blökkumenn í stjórnar- andstöðu á þingi benda á að unglingar þeir, er mynda kjarnann í „herjum" Sitholes og Muzorewas, komi frá „herbúðum“ á sjö svæð- um, séu fáein þeirra í útborg Salisbury en aðrar í norðaustur- og suðvesturhluta Rhódesíu. Einn skeleggasti uppljóstrunarmaður varðandi einkaheri leiðtoganna er aðalráðgjafi skæruliðaforingjans Joshua Nkomos í Sambíu, Josiah Chinamano. Segir hann að þessi framvinda mála sé vísbending um yfirvofandi stjórnleysi. Talsmenn Sitholes og Muzorewas hafa hins vegar þver- neitað ásökununum. Telja og margir fréttaskýrendur að meiri hætta sé á að borgarastyrjöld brjótist út milli herja Nkomos og Mugabes, sem aðsetur hefur í Mosambique. Þeir Nkomo og Mugabe hafa til samans um 7800 skæruliða í víglinunni í Rhódesíu. Um 20000 munu vera utan landa- mæranna. ERLENT Svía rænt í E1 Salvador San Salvador. El Salvador. 18. áKÚst. AP. LÖGREGLAN í EI Salvador hefur gripið til mikilla örvggisráðstaf- anna vegna leitarinnar að sarnska tækniráðunautinum Schel Björk sem rænt var af skrifstofu sinni á mánudag. Sex hryðjuverkamenn, sem tald- ir eru vinstrisinnaðir, rændu Björk í höfuðstöðvum LM Ericson í miðborg San Salvador og neyddu hann til að aka á brott í eigin bifreið. Lögreglan, fjölskylda Björks og f.vrirtæki hans verjast allra frétta af leitinni, og er því ekki vitað hvort lausnargjalds hefur verið krafizt. Ennfremur hafa enginn kunn samtök hryðjuverkamanna lýst ábyrgð á ráninu á hendur sér. Ostaðfestar fréttir herrna þó að á bak við rániOð standi hópur manna sem sé andsnúinn fyrirtækinu og afstöðu Björks til verkafólks, sem hann vill ekki að bindist samtök- um í verkalýðsfélögum. Margir hafa reynt að ná yfir Atlantsála í loftbelg Að komast yfir Atlantshafið í loftbelg hefur sótt á hug fjölmargra karla og kvenna á síðustu eitt hundrað árum. Tilraunir í þá veru hafa þar til í dag allar endað með vonbrigð- um og sumir hafa látið lifið. Hér verður drepið á nokkrar fyrri tilraunir manna til að komast yfir Atlantshafið í loftbelg. 1873i W.H. Donaldson hefur sig á loft í New York en förin tekur snöggan endi nokkrum klukku- stundum síðar í nálægum fjöll- um. 1881« Samuel King hefur sig á loft í Minneapolis áleiðis til austurstrandar Bandaríkjanna, en þaðan ætlaði hann svo að halda út yfir hafið til Evrópu. Óhagstæðir vindar neyddu hann til að gefa fyrirtækið upp á bátinn áður en hann komst til austurstrandarinnar. 1958« Fjórir Bretar hefja sig á loft frá Kanaríeyjum áleiðis til Vestur-Indía, en takmarkið var að ferðast leið Kolumbusar. Um borð voru Arnold Eiloart, sonur hans Tim, siglingafræðingurinn Colin Mudie og Rosemary eigin- kona Colins. Um það bil 2.000 kílómetrum frá áfangastað lentu Bretarnir í erfiðleikum og neyddust til að lenda fari sínu. Um síðir náðu þau á áfangastað í körfu belgsins, en hún var bátslaga. 1968. Kanadamennirnir Mark Winters óg Je.rry Kostur hefja sig á loft í Halifax en nauðlentu eftir um 80 kílómetra flug. 1968. Francis Brenton gerir fyrri tilraun sína til að fljúga yfir Atlantshafið í loftbelg en tókst ekki. Seinni tilraun sína framkvæmdi hann ári síðar. 1970. Þrír farast í september- mánuði þegar loftbelgurinn „Frjálst líf“ týnist einhvers staðar yfir Norður-Atlantshafi. Þeir sem fórust voru flugmaður- inn Malcolm Brighton loftsigl- ingaverkfræðingur, og farþeg- arnir Rodney Anderson frá New York og eiginkona hans, leik- konan Pamela Brown. Þau hófu ferð • sína í Easthampton við New York. 1973. Bob Sparks hefur sig til flugs frá Bar Harbor í Maine- fylki, en verður að nauðlenda vegna fellibylja við strendur Nýfundnalands. Sparks gerði aðra tilraun 1975 frá Þorks- höfða í Massachusetts, en för sú tók endi 300 kílómetra á hafi úti vegna leka í loftbelgnum. 1974. Thomas Gatch hefur sig til flugs frá Harrisburg í Pennsylvaníu-fylki í febrúar. Einn af belgjum hans sprakk og farið rak fyrir vindum af leið og tók stefnu á Afríku. Far hans og hann sjálfur komu aldrei fram. 1974. Robert nokkur Berger sem aldrei hafði farið upp í loftbelg hefur sig til flugs frá Lakehurst í New Jersey. Hann lenti í erfiðleikum skömmu eftir flug- tak og loftfarið hrapaði niður í Barnegat-flóa undan New Jersey og drukknaði Berger þar. 1975. Malcolm Forbes útgefandi gerir tilraun til að ná yfir Átlantsála í loftfari sem hafði 13 helíum blöðrur. Farið lét ekki að stjórn og neyddist Forbes til að lenda. 1976. Karl Thomas fer í loftið frá Lakehurst í loftfarinu „Andi ’76“. Nokkrum dögum síðar finnur rússneskt skip Thomas þar sem hann velkist um á björgunarbát 375 sjómílur norð- austur af Bermúda og bjargar honum. 1976. Ed Yost, kunnur hönnuður loftbelgja, hefur sig á loft frá Millbridge í Mainefylki í októ- ber. Hann var á lofti í 4% sólarhring áður en stöðugur hringvindur neyddi hann til að lenda 530 mílur undan ströndum Portúgal. 1977. Ben L. Abruzzo og Maxíe Anderson, tveir þeirra þre- menninganna sem komust í gær fyrstir manna yfir Atlantsála, hófu sig á loft í Marshfield Massachusetts. Þeir ferðuðust um 2.000 mílna vegalengd í loftfarinu „Tvíörn fyrsti", áður en þeir lentu í hringiðu-vindum og urðu að lenda undan Isa- fjarðardjúpi. I viðtali við Morg- unblaðið við komuna til Reykja- víkur eftir lendinguna sögðust þeir aldrei ætla að leggja út í slíka fífldirfsku aftur. 1977. Dewey Reinhard og Steve Stevenson frá Colorado Springs í Bandaríkjunum freista ferðar yfir Atlantshaf, en neyðast til að lenda eftir skamma ferð 1978. Tveir Bretar, David Cam- eron og Christopher Davies, ná næstum yfir Atlantsála fyrir tveimur vikum, en voru neyddir til að lenda 155 mílur undan ströndum Frakklands. Hertóku sendiráð Íransí Bríissel Brússel, 18. ágúst, AP. FJÓRTÁN íranskir námsmenn ruddust inn í sendiráð írans í Briissel í gærmorgun til að mótmæla „fjöldamorðum“ stjórnar íranskeisara. Eyði- lögðu námsmennirnir myndir af keisaranum og eiginkonu hans og klíndu slagorðum á veggi sendiráðsins áður en belgíska lögreglan f jarlægði þá úr byggingunni. Engin meiðsl hlutust í að- gerðunum sem tóku um 10 mínútur. Brezki verka- mannaflokkur- inn bætir við sig London. 18. ágúst. Router. Verkamannaflokkurinn brezki nýtur nú hylli 47.5% brezkra kjósenda og íhaldsflokkurinn 13.5%. að því er fram kemur í nýjustu skoðanakönnun Gall- up-stoínunarinnar sem blaðið Daily Telegraph birtir í dag. I sams konar skoðanakönnun fyrir mánuði hafði íhaldsflokkur- inn tveggja prósentustiga forskot á Verkamannaflokkinn. Frjáls- lyndi flokkurinn nýtur hylli færri kjósenda í könnuninni nú en fyrir mánuði síðan. Líkur eru nú taldar á því að James Callaghan forsætisráðherra rjúfi þing og efni til kosninga í október.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.