Alþýðublaðið - 03.12.1958, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 03.12.1958, Blaðsíða 1
ÞING Alþýðuflokksins hélt^ áfram störfum í gær kl. 4 e. li. Flutti Guðmundur í. Gu'ð- mundsson, utanríkisráðherra jiá erindi um landhelgismáHð og urðu á eftir fjörugar umræð- ur um landhelgina. Einkennd- ust umræður af einhug fundar- manna um staskkun landheig- innar í 12 sjómílur. í niðurlagi ræðu sinnar sagði utanríkisráðherra, að hann von aði, að sá tími nálgaðist nú óð- um, að Bretar hættu ofbeldi sínu á íslandsmiðum, gegn vopnlausri smáþjóð. íslending- •ar hafa aðeins með landhelgisút færslunni gert ráðstafanir tii bj argar -lífi sínu. Þeir ættu ekki aðrar auðlindir en fiskimiðin umhverfis land sitt og' með stækkun landhelginnar væri verið að verja þau. Slökkviiiðið gabbað ÞA.Ð gerist nú alltítt að slökkviliðið sé gabbað á hina cg aðra staði í bænum. Undan- farna daga hefur það hvað eft- ir annað verið kvatt að Vestur- götu, án þess að um eldsvoöa ræri að ræða. í gærkvöldi var siökkviliðið enn gabbað og nú inn í Múlahverfi. iyrir auslan í DAG voru 10 brezkir tog- arar að ólöglegum veiðum hér við land, allir út af Austur- landi. Brezku herskipiu hafa nú gert nokkrar breytingar á verndarsvæðunum, Opnað hef- ur verið nýtt svæði út af Langa nesi Ojr eru verndarsvæðin þá tvö fyrir Austurland, en hitt svæðið cr, eins og áður hefur verið frá skýrt, í grennd við Seyðisfjörð. Freigátan Duncan mun gæta togaranna út af Langanesi frá því kl. 22.00 í kvöld, en tundur- spillirinn Diamond verndar tog arana á syðra svæðinu. Af Vestfjarðasvæðinu er það að segja, að fáeinir brezkir tog arar voru í dag út af Patreks- firði. Þar er nú slæmt veður og voru togararnir ekki að veið- um. Héldu þeir sjó ásamt vernd arskipi sínu, freigátunni Llan- 1 doff. Að öðru léyti hefur verjð tíð- indalaust í ÍiskveiðiISmdheh>|- inni. EINHVER liroðalegasti bruni í sögu Chicago- borgar varð í fyrradag er eldur kom upp í barna- skóla meðan kennslu- stund stóð yfir. Yfir níu- tíu voru dánir er síðast fréttist í gærkvöldi. f gær var fyrirskipuð sérstök rannsókn, vegna þess að ýmislegt þykir benda til þess að hér sé um í- kveikju að ræða. 96 börn slösuðust, sum mikið, er þau stukku út um glugga niður á stein- steyptan leikvöllinn fyrir neðan. Önnur tróðust undir er bömin ruddust ofsahrædd til dyra. f einni kennslustofunni fundu slökkviliðsmenn 24 börn dáin í sætum sín- um. Meðfylgjandi mynd er af slökkviliðsmönnum. bera slasaðan dreng niður stiga frá hinum brenn- andi skóla. Ovissa um stjórnina MIKIL fundahöld voru í öllum stjórnarflokkun- um í gær. Miðstjórn Fram- sóknarflokksins kom sam an til fundar, flokksstjórn Sosíalistaflokksins sat á rökstólum og flokksþing HVAÐ GERIST? Miklar bollaleggingar voru í bænum í gær uin framtíð ríkis- stjórnarinnar. Bjuggust margir við ríkisráðsfundi en ekki varð af honum. Hins vegar er öllum ljóst, að alger óvissa ríkir um framtíð ríkisstjórnarinnar eftir yfirlýsingu forsætisráðherra um það, að afleiðingarnar af synjun þings ASÍ á fresti vísi- töluuppbóta geti ekki orðið nema á einn veg að því er varð ar samstarfið í ríkisstjórninni. Ráðherraíundur var boðaður kl. 9 f. h. í dag. jpr Veður hamlar veiðum SÍLDVEIÐI var treg hjá bátum sunnanlands í gær. Þrjátíu bátar komu til Kefla- víkur með samtals 1720 tunn- ur, til Sandgerðis bárust 654 tunnur og til Hafnarfjarðar komu tíu bátar með 413 tunn- ur. — Veiðiveður var vont í gær og réru bátarnir ekki aft- ur í gærkvöldi. í GÆR rétt fyrir hádegi viídi það slys ti^ um borð í M.s. Vatnajökli sem liggur í Reykjavíkurhöfn að einn verkamanna, Kristján Gríms son félj niður í lest skipsins og slasaðist. — Kristján var fluttur á Slysavarðstofuna, þar sem gert var að mciðsl- um hans. Hann hlaut slæm- an skurð á höfuð og meiddist auk þess á mjöðm. Er blað'.ð hafði samband við Slysavarð stofuna í gærkvökli, vav líð- an Kristjáns sæmileg. Aiþýðuflokksins hélt á- fram sförfum. Ríkisstjórnin kom sam- an til fundar í gærmorgun. Hins vegar var enginn rík isráðsfundur haldinn. Fregn til Alþýðublaðsins. Eskifirði í gær. HÉR á Eskifirði er nú eitt mesta atvinnuleysi, sem komið WMWMHMMHMMMtMtWW << FYRIR skemmstu var 15 ára stúlka lögð á sjúkra- hús í Múnchen með botn- langabólgu. Hjúkrunar- kona — systir Sofía — hafði að loknum öðrum uppskurði sett benzín á pentotal-flösku, án þess að breyta á henni merk- inu. Þegar svæfa skyldi botnlangasjúklinginn, greip læknirinn til flösk- unnar, með þeim afleið- ingum að benzíni var sprautað í stúlkuna og andaðist hún skömmu síðar. — Hið opinbera hefur nú höfðað mál á hendur hinni 25 ára gömlu systur Sofíu og ennfremur yfirhjúkrun- arkonu skurðlækninga- deildar, systur Francisku. Myndin sýnir nunnurnar í réttarsalnum hefur lengi og má segja, að at- vinnuástandið hér sé mjög al- varlegt þessa dagana. Aðalástæðan til þessa er sú, að Austfjarðatogararnir tveir, „Austfirðingur“ og „Vöttur“, hafa landað í Reykjavík að und anförnu. Er hér því enginn fisk ur nema frá 1—2 bátum, sem róa öðru hvoru. ALGERT ATVINNULEYSI. Að öðru leyti er algert at- vinnuleysi hér og atvinnuá- stand vægast sagt mjög slæmt, svo að ekki sé dýpra tekið í ár- inni. — Tíðarfar hefur annars verið ágætt að undanförnu og ■veður hið bezta. A. J. FOJ i FÉLAG ungra jafnaðar- manna í Reykjavík heldur fund n. k. sunnudag kl. 2 e. h. í Alþýðuhúsinu við Hverf isgötu. Fundarefni nánar auglýst síðar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.