Alþýðublaðið - 03.12.1958, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.12.1958, Blaðsíða 3
arsfí ÐANSKUR flugmaður, Poul E. Sucksdorf, setti í dag nýtt ianskt met í f allhlífarstökki. — Setti hann það þó gegn viljá sín ’im. Sucksdorf var í æfinga- ":ugi á orustuiþotu er þakið ‘auk af stjórnklefanum og hann heyttist út í geyminn. Sucks- f íorf sagðist hafa verið meðvit- mdarlaus þar tij hann átti um tOO metra til jarðar, en hann xafði þá svifið hér um bil sjö \g hálfan kílómetra. Hann var 'iörsámlega ómeiddur er hann ’.óm til jarðar. Frá aðalfundá félagsios. ■ • •. Nú eru aðeins eftir þriár sýningar á gamanleiknum ,,Sá slær bezt” bví a'ð áltveðið er að hætta sýninginn á leik- ritinu fyrir jól, og verða þá alls 15 sýningar á þessum gamanleik. Næsta sýnin^" er í kvöld. —r- Mýndin er af ifram kvæmdarstjórunum fjórum, en þeir erú-leiknir af Indriðá Waage, I.árusi Pálssym, Róbert Arnfinnssyni, Valdimar Helgasyni og frúiri, sem þeir eru að tala. við. ér Emilía Jónasdóttir, en hún i'er með aðalhlutverkið í leiknum. óraukin framleiðsla frystihúsa sfðustu árin Frá fundi Söíumiðsföta HraÖfrysSihúsanna SÖLUMIÐSTÖÐ Hraðfrysti- búsanna- boðaði til fundar i Reykjavík dagana 27. og 28. nóvember alla verkstjóra og matsmenn í frystihúsum innan samtaka hennar. . Mættir voru á fundinum auk verkstjóra og matsmanna. Jóhann Kúld fisk vinnsluráðunautur Sjávarút- vegsmálaráðuneytisins. Fisk- matsstjóri Bergsteinn Á. Berg- steinsson, yfirfiskmatsmenn, Sigurður Haraldsson fiskiðn- fræðingur fulltrúi Fiskifélags íslands, verkfræðingar og eft- irlitsmenn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Björn Halldórsson frámkv.- -stjóri S. H. -setti fundirm og var fundarstjóri kosinn Snæ- björn Bjarnasc i og fundarrit- arar þeir Syeinn Valdimars- son og Valdimar Þórðarson, starfsmenn S. H. Eftirfarandi erindi voru flutt á fundinum: Rafn Pétursson: Verkstiórn í frystihúsum. Karl Bjarnason: Meðferð hráefnis og hagnýting og pökk- un þess í hinar ýmsu umbúðir. Björn Halldórsson: Vöru- vöndun. Guðmundur Jóhannsson: Gæðaeftirlit í frystihúsum. Snæbjörn Bjarnason: Áhöld, tæki, frysting og gey.msla á fiski. Valdimar Þórðarson: Með- ferð, pökkun og frystiag á sííd ti] útflutnings. Baldur Sveinsson: ísvélar, lögþrýstiþjöppur o. fl. Bjarni Guðjónsson: Viðhald, endurbætur og afköst frysti- kerfa. Hin stóraukna framleiðsla frystihúsanna á síðastl. árum, eða úr 21.000 lestum árið 1950 upp í um 70.000 lestir á þessu ári. hafa orsakað ýmsa erfið- leika í sambandi við framleiðsl una, sérstaklega hvað viðvíkur allri vöruvöndun. sem var veieamesta málið, er rætt var á fundinum. Fund.urinn samþvkkti m. a. eftii’farandi ályktanir: 1) Að skora á ríkisvaldið að komið verði á ferskfiskmati á allan fisk, sem tekinn er til vinnslu í hvaða verkun sem er. og verði verðmismunur eftir gæðum fisksins. Jafnframt skorar fundurinn á ríkisvaMið að lög og reglu- gerðir um fiskmat ríkisins verði endursamdar í samræmi við breytta tilhögun. 2) Að skora á stjórnarvöld i landsins að beita sér fvrir því 1 að í sambandi við Sjómanna- skólann og bau skiostjóra- og stýrimannanámskeið, sern hald in eru á vegum sjávarútvegs- j málaráðuneytisins, sé lögð rík j áhei-zla á að. kenna þá réttu I meðferð fiskiarins. sem nauð- j ■synleg er. til að koma í veg j fvrir bá hættulegu þróun síð-1 ustu ára, sem átt hefur sér stáð i varðandi þessi mál. j 3) Fur.durinn beihir ’ eih- dregnum tilmælum til sjó- • manna og' allra annarra sem á einn eða annan hátt vinna að framleiðslu sjávarafurða, að beita áhrifum sínum til auk- innar vandvirkni varðandi með ferð fiskjar, og allra þeirra þátta framleiðslunnar, sem skapa okkur möguleika til að standast sívaxandi samkeppni á hinum ýmsu mörkuðum er- lendis. 4) Beinir eindregnum til- mælum til stjórnar Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna að hún beiti sér fyrir víðtækri fræðslu til handa núverandi verkstjórum og í framtíðinni verði komið á fót sérskóla sem hafi það hlutverk með hendi að búa verkstjóra betur undir það þýðingarmikla starf, sem við teljum að starf okkar sé í þágu fiskiðnaðarins. Þá vill fundurinn ennfremur benda á, og telur æskilegt, að verkstjórar fái að kynnast meir en verið hefur öllum nýj- ungum í framleiðsluháttum fiskiðnaðarins bæði hér heima og erlendis. Eins og sjá má af þessum samþykktum telia verkstjórar frystihúsanna mjöff áríðandi, að öll meðferð á fiski, sem land j að er til vinnslu hérlendis verði j stórbætt frá því sem nú er, ef j vel á að fara. Sérstaklega mun þetta eiga við netafisk bátanna | en s úveiði hefur farið mjög í vöxt seinustu árin og samhliða dregið úr fiski veiddum á línu. Hér er um mikið vandamál að ræða, sem verður að fá bót á, þar sem fullkomin vöruvönd- un er frumskilyrði í allri mat- vælaframleiðslu og verður aldr ei lögð of mikil áherzla á hana. AÐALFUNDUR Borgfirð- ingafélagsins í Reykjavík var Iialdinn í Skátaheimilinu við Snorrabraut 30. okt. s. 1. Sam- kvæmt skýrslum og reikning- um var starfsemi félagsins all- mikil á árinú. Spilakvöld höfðu verið átta. Árshátíð var haldin í Hlégarði í Mosfeilssveit. Skemmtun var haldin í Sjó- mannaskólanum fyrir eldra fólkið. Sýnd var kvikmynd á kynningarkvöldi í Iðnó. Allar skemmtanir félagsins voru vel sóttar og fóru vel fram. Snorra hátíð í Reykholti féll niður á s. 1. sumri vegna mikilla við- gerða er þar voru gerðar á húsa kynnum skólans. Til ágóða íyr ir húsbyggingarsjóð félagsins var 10 kr, veltan í gangi fvrri hluta starfsáxsins og basar var haldinn 7. maí s. í. Borgfirð- ingakórinn starfaði í fyrravet- ur .undir síiórn dr. Hallgríms Helgasonar. Guðni Þórðarson tók allmikið af kvikmyndum í héraðinu. Nýrrar vandaðrar bókar hafði verið aflað er nefn ist Dánarminningar. Er þav á- formað að færa inn nöfn og æviágrip þeirra sem minnst er með því að kaupa minningar- kort félagsins, en andvirði þeirra er ákveðið að renni til væntanlegs Byggðasafns Borg- arfjarðar. Á árinu voru greidd- ar 5 þús. kr. til íþróttavallar í Borgarfirði og rúma 38 þús. kr. fyrir klukkur í Hallgrímskirkj u í Saurbæ. Dráttur hefur orðið á útvegun þeirra vegna yfir- færsluörðugleika, svo að þó að komið sé á þriðýa ár síðan haf- ist var handa í því máli, eru klukkurnar enn ekki komnar, en þær voru að fullu greiddar á þessu ári og geta komið á hverri stundu. GÓÐUR FJÁRHAGUR. Fjárhagur félagsins er góð- ur. Allir sjóðir fé’agsins eru nú rúml. 200 þús. kr. Félagið er búið að veria til örnefna- söfnunar rúml. 15 þús. kr. og til kvikmyndatöku í héraðinu rúml. 65 þús. kr. Félagatala er nú hátt á 7. hundrað manns. Á aðalfundinum var fjölgað í stjórn félagsins. Skipa hana nú Í5 manns. Formaður er Guð mundur Illugason, sakaskrár- riíari, ritari Þorgeir Svein- biarnarson, sundhaParstjóri, og féhirðir Þórarinn Magnús- son, skósmíðameistari. VETRARSTARFIÖ. í vetur er ákveðið að félags- starfið verði rekið með Kkum hætti og undanfarið. Spila- kvöld verða einu sinni i imáa- uði í Skátaheimilinu. Auk þess verða kynningarkvöld, þar seni sýndar verða kvikmyndir úr héraðinu, sag'ðar sögur, sungið, kveðið, vísur botnaðar, o. s. frv. Fyrsta kynningarkvöldið verður j Breiðfirðingabúð 4. þ. m. Árshátíð félagsins verður haldin í Hlégarði í Mosfells- sveit í marz og skemmtcm verð ur haldin fyrir eidra fóikiö úr héraðinu, Ákveðið er að gera tilraun með töku kvíkmyndar af bæium og fólki í héraðinu á skinulagðan hátt og er ákveð- ið að byria þar á Hvítársíðii og kvikmynda þar .hvæm hæ og fólkið allt að sinum daglegu störfum. r Adenauer vænian- Chevrolet 1959 er vinningurinn í happdrætti Alþýðuflokksins, Berlín, 2. des. (Reuter),. MOSKVUÚTV ARPIÐ sagði í dag, að sú tillaga Veslarveld- anna að efnt skuli til fjórvelda- fundar austur og vesturs um sameinin-gu Þýzkalands væri einungis til þess ætluð að gera hina ákveðnu og velhugsnðu á- ætlun Rússa unf að koma á eðli legu ástandi í Berlín að engu. Rússar viðurkenna að vísu, að æskilegt væri að leysa Þýzka- landsvandamálið í einn lagi en það sé ekki hægt vegna kröfu Vesturveldanna um frjálsar kosningar í Þýzkalandi öllu. — Þau virði að vettugi þá stað- reynd að til væru tvö sjálf- stæð þýzk ríki. Búist er við aft utanríkisráft- herrar stórveldanna komi sani- an að ræða ÞýzkalandsmáJið á<> ur en áætlun Rússa «m stöðu Berlínar kemur til fram- kvæmda hinn 1. júns ». k. Adenauer kanslari Vestur- Þýzkalands, lét svo um mælt í dag, að ef Vesturveldin láta ekki haggast af ógnanum Rússa kunni svo að íara að Sovétrík- in neyðist til að ganga til samn inga en slíkar umræður geii j tekið langan tíma áöur en þær bera árangur. Anna Þérhallsdóffir hefur sungii 12 íslenzk sönglög á HMV hljémplölu. Happdrætti Ajþýðuflokksins er nú í fullum gangi og eru miðarnir komnir til flestra um boðsnranna úti á landi. Flokksfólk er mjög eindregið hvatt til »ð herða söluna og hafa samband við Albert Magnússon, Alþýðuhúsinu £ Reykjavík, Sími 1-67-24. ANNA ÞÓRHALLSDÓTTIR söng s.l. sumar í Danmörku á His Master’s Voice hægeng&t hljómplöfu 12 íslenzk sönglög. Þetta er fyrsta hæggenga hljómplatan af bessari stærð, með íslenzkum Ijóðum og lög- uni, þar af þrjú, sem hafa ver- ið verðlaunuð. Dr. Hallgrímur Helgason samdi „Siglum á sæ- inn“ sérstaklega fyrir hljóm- plötuna, og er ljóðið eftir „Skugga“ tekið upp úr Sjó- mannahandbókinni. Undirleik önnuðust Gísli Magnússon, píanóleikari 0g dr. Kerbert. Rosenbei'g. Anna Þórhallsdóttir er út- gefandi að plötunni, og þakkar hún öllum þeim, sem hafa stutt hana við framkvæmdina. Sér- stakar þakkir flytur hún Har- aldi Ólafssyni c/o Fálktnn, IVjykjavík, fyrir góðia fyrir- greiðslu. Heildsöluverð plöt- unnar er kr. 175.00 stk., en út- söluverð kr. 220.00: Hljómplatan fæst með heild söluverði samkvæmf pöntnn í pósthólf 1097, Rvík, merkt: Sjómenn íslands. Fyrstu sex hljómplöturnar eru tölusettar og sendar eftii'- farandi aðiljum: nr. 1 Forséta- embættinu, 2 Erik H. Nelson f’ugkappa, 3 Landsíma íslands, 4 Ríkisútvarpinu, 5 Magnúsi Gíslasyni, 6 Þói'halli Baníels- syni. Alþýðublaðið 3. des. 1858

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.