Alþýðublaðið - 03.12.1958, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.12.1958, Blaðsíða 2
VEÐRIB: S.-V. slydduél. — Lygnir með kvöldimi. •k ÍÍLYSAVARÐSTOFA Reykja víkur í Slysavarffstofunni er opin allan sólarhringinn. Læknavörður L..R. (flyrir vitjanir) er á sama stað frá. kl. 8—18. Sími 1-50-30. jLYFJABÚÐIN Iðuíiri, Reykja Víkur apótek, Láugavegs ápótek og Ingólfs apótek fylgja lokunartípia sölu- ’búða. Garðs apótek, Holts apótek, Austurbæjar apó- tek og Vesturbæjar apótek pru opin til kl. 7 daglega, : nema á laugardögum til kl. 4. Holts apótek og Garðs aþótek eru opin á sunnu- dögum milli kl. 1—4. e. h. HAFNARFJARÐAR apótek er opið alla virka daga kl. 9—21. Laugardaga kl. 9— 16 og 19—21. Helgidaga kl. J3—16 og 19—21. • IvÖPAVOGS apótek, Álfhóls- vegi 9, er opið daglega kl. 9—20, nema laugardaga kl. 9—16 og helgidaga kl. 13— 16. Sími 23100. ★r ÚTVARPIÐ í dag: 12.50—14 Við vinnuna. 15—16.30 Mið degisútvarp,-18.30 Útvarps- saga barnanna. 18.55 Fram- burðarkennsla í ensku. 19.05 Þingfréttir. Tónleik- ar. 20.30 Lestur fornrita: Mágus-saga jarls, VI. 20.55 Tónleikar: „Davidsbiind- : ler“-dansar op. 6 eftir Schu mann (Rudolf Firkusney i leikur á píanó, — plötur'). - 21.25 Viðtal vikunnur. ; 21.45 íslenzkt mál. 22.10 Upplestur: ,,In Asiam pre- feetus est“, smásaga eftir ■ , Amalie Skram (Margrét : Jónsdóttir þýðir og les), ; 22.35 Lög unga fólksins ’ (Haukur Hauksson). ★ ■VETRARHJÁLPIN. Skrif- stofa Vetrarhjáiparinnar er . í Thorvaldsensstræti 6. húsakynnuin Rauða kross- ; ihs. Sími 10785, ★ F.ANQALAG islenzkra lista- manna. Listamánnaklúbbur jnn í baðstofu Naustsins cr , opinn í dag. ! ^ ★ FERÐ AM ANN AGENGIÐ: 1 sterlingspund . . kr. 91.86 l ÚSA-dollar .... - 32.80 1 Kanada-dollar . . - 34.09 £00 danskar kr. . . - 474.96 i 00 norskar kr. . , - 459.29 JlOO sænskar kr. . . - 634,16 >00 finnsk mörk . . - 10.25 XOÍDO frans. frankar - 78.11 100 belg. frankar - 66.13 ,ndo svissn. frankar - 755.76 iMftt tékkn. kr.... - 455.61 t04) V.-þýzk mörk - 786.51 illOOO lírur........ - 52.30 ,L0/ö gyllini ...... - 866.51 Sölugengi 1 Serlingspund kr. 45,70 ii 1 Bandar.doilar— 16,32 ! 1 Kanadadollar — 16,96 5100 danskar kr. — 236,30 5ÍÖ0 norskar kr. — 228,50 5100 sænskar kr, — 315,50 '400 finnsk mörk — 5,10 119,00 franskir fr. — 38,86 llOObelg. frankar — 32,90 ÍOO svissn. fr. — 376,00 > ÍÍ00 tékkn. kr. — 226,67 . Í00 v-þýzk mörk — 391,30 Í OOO Lírur — 26,02 »0 Gyllini — 431,10 la i? Síðastliðið sunnudagskvöld var Haraldur Guðmundsson sendi- ráðherra Islands í Noreg, meðal farþega til Reykjavíkur með Gullfaxa. Myndin er tekin við komu hans á’Rvíkurflugvöll. STÓRI jarðborinn er kom- inn til Reykjavíkur og er verið að setja hann upp á lóðinni sunnan ' Mjólkurstöðvarinnar. Byrjað var að flytja hann að austan s. I. föstudag og er bú- izt við, að hafizt verði handa um boranir við Mjólkurstöðina á föstudaginn kemur. Reiknað er með að fjórða og síðasta borholan austan fjalls verði opnuð á morgun. Hún er 690 m. djúp, sú dýpsta, sem þar hefur verið boruð. Gunnar Böðvarsson, verkfræðingur, hefur tjáð blaðinu, að boran- irnar fyrir austan hafi gengið vel og hafi jafnvel náðst tals- vert meira magn af gufu en reiknað var með í upp.hafi. BOEAÐ í 2—3 MÁN. HÉR. Boruð verður a. m. k. "ein hola hér við Mjólkurstöðina, en síðan er áætlað að bora á svæðinu frá Höfða að Klambra túni. Verða boraðar nokkrar holur á þessu svæði, svo og austan Klambratúns, og er bú- izt við að þessar framkvæmd- ir standi í 2—3 mánuði. Ann- ars er þetta ekki full ákveðið, KOMIN er út ný 1’óðahók eftir Björn Braga. Bókin rtefn- ist í sanííi” ofjf ö^niu' Ijóðabók höfundar. Hin fyrri nefnist „Hófatak“ og kom út árið 1956. í þessari -nýju Ijóðábók Björn Braga er 91 lióð. Bókin er 102 b’s. í allstóru broti. Eru flest ljóðin rímuð. Þessarar nýju bókar vérður nánar getið hér í blaðinu innan skamms. Alþýðuflokksfélögin í Hafn- arfirði halda spilakvöld ann- að kvöld, fimmtudag, kl. 8, 30, í Alþýðuhúsinu við Strandgötu. Hál:%höld á Sauðárkróki í 3 daga IBNABAEPÆANNAFÉLAGIÐ ! ALMENN SKEMMTUN. á Sauðárkróki gekkst fyrir 1. desember-hátíðahöldum hér, sem síóðu yfir í þrjá daga. Á laugardagskv.öld vav haldin skemmtiui, þar sém tríó Ste- fáns Petersen lék gömlu dans- ana, en Sigurður á Fosshóli stjórnað’i dansinum. Á sunnudaginn söng Karla- kór Akureyrar, undir stjórnÁs kels 'Jónssonar. Einsöng surigu Jóhann Konráðsson, Jósteinn Konráðsson og Eiríkur Ste- fánsson. Þótti söngur karla- kórsins takast mjög vel. Evbór Stefánsson, tónskáld, þakkaði kórnum fyrir komuna. Alþýðuflokksfólk í Hafnarfirði ALÞÝÐUFLOKKSFÓLK í Hafnarfirði. Munið hluta- veltuna á sunnudaginn. — Munum verður veitt mót- taka á hverju kvöldi kl. 8,30 —10 í Alþýðuhúsinu við Strandgctn. Mánudaginn 1. desember var svo haldin almenn skemmtun. Gísli Magnússon, bóndi í Ey- hildarholti, flutti ræðu; Sveinn Ásmundsson, byggingameist- ari, las upp; Baldur Hólmgeirs- son, leikari, skemmti, auk þess sem fluttur var leikþáttur og að lokum dansað. Húsfyllir var á öllum skemmtununum, Á 1. desember-skemmtuninni munu líklega hafa verið um 500 manns. LÉLEG AFLABEÖGÐ. Fiskafli er lítill um þessar mundir. Eru bátarnir hættir, netaveiðum og sumir farnir að búa sig á línuveiðar. Reytings- afli er á handfæri, ef næst í síld. —'M.B. Stúlkan fundin Stúlkan, sem Hafnarfjarðar- lögreglan lýsti eftir í gær- kvöldi, er komin fram. Hún hafði dvalið hjá kunningja- fólki í Keflavík. ALÞYÐUBLAÐiÐ__________________________________ Utgeíandi: AiþyOufloklturinn. iritstjórar: Gísli J: AiStþóraaon og Helgí Sæmundason (áb). í-'ull!.rni ritstjórnar: Sig-valdi lijáliuars- son. Fróttastjóri: Björgvin Guömimdsson. Augl.ýsíngastjói i .’ét- ur Pétursson. Œtitstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 1490S. Afgreiösluslmi: 14900. AÖsetur: AlþýöuhUsis. i>rentsmi ija Alþýöublaösins Hverfi&götu 8—10 Íslenzk þjóðkagsáaethm EMIL JÖNSSON hreýfði í ræðu sinni við setningu Al- þýðuflokksþingsins, sem nú er að störfum, athyglisveroú máli. Honum fórust í þessu sambandi orð á þessa leið: „Annað atnði í sambandi við þá efnahagsþróun, sa'm átt hefúr sér stað hjá okkur, vil ég líka leyfa mér að b'enda á. Með því allur atvinnurekstui- í landinu verður nú jafn mikið og raun ber vitni að hlíta opinberri forsjá er opinn mögu- leiki, sem aldrei hefur verið til fyrr, að beina honum inn á ákveðnar brautir og að hafa áhrif á heildarskipulag hans. Ég tel að Alþýðuflokkurinn eigi að taka upp sem eitt aðalmál sitt, að gerð verði nú árlega þjóðhagsleg áætlun og liún not- uð til þess eftir því, sem hver stjórn telur eðlilegt og rétt að beina framléiðslunni inn á ákveðnar brautir. Þetta hafa t. d. Norðmenn gert með góðum árangri síðan í stríðslok, enda hafa hreinar jafnaðarmannastjórnir farið þar með völd nú í áratugi. Mörg önnur lönd hafa einnig farið svipað- ar leiðir.“ Enginn vafi leikur á því, að íslendingum beri að hverfa að þessu ráði. Við eigum á að skipa ágætum fræði- mönnuni, sem geta innt þeíta verk af hendi. Og mcð þessu móti er unnt að beina f jarmagni okkar inn á þær brautir, þar sem líklegast er talið, að það gefi þjóðarbúinu í heild mestan arð. Allt þetta tók Emil Jónsson fram miálinu til rökstuðnings í ræðu sinni. Hugmyndin er því sú, að hér verð) hafizt handa um þann áætlunarbúskap, sem þykir sjálfsagður hlutar víðast á Vesturlöndum, en hefur bor- ið mestan og beztan árangur í þeim löndum, þar sem jafn aðarmenn fara með völd eða ‘hafa úíslitaáhrif á lands- stjórnina. Deilt var um þessa hugmynd erlendis fyrir nokkrum árum, en riú viðurkenna allir að fenginni reýnslu, að þetta sé þjóðnýt ráðstöfun. Og hún á ekki síður við um ísland en önnur lönd. Atvinnulíf okkar er með þeim hætti, að skipu- lags er þörf. Margvíslegar nýjungar hljóta að koma til greina varðandi framleiðsluna og fyrirkomulag hennar. Af- köstin mætti vafálaust auka á ýmsum sviSum með betra skipulagi. En þessar nýjungar koma ekki tif sögunnar fyrir- hafnarlaust. íslendingar geta ekki öllu lengur treyst á til- viljun í þessu efni. Þeir verða að yfirlögðu ráði að ganga tii rnóts við nýja tímann og verkefni hans. Þeirrar festu, sem hér er gert ráð fyrir í efnahagsmál- unum, er sannarlega þörf á fleiri sviðum, einnig varðandi þau, — Núverandi ríkisstjórn hefur verið sú nauðsyn ljós. Til dæmis skiptir miklu, að upplýsingar liggi fyrir hverju sinni um þjóðarbúskapinn og kjör stéttanna í landinu. Þá væri auðið að samræma meira en nú er og koma við skipu- lagi í stað tvísýnu eða óvissu. Þetta hefur sannazt í þeirri viðleitni núverandi ríkisstjórnar að hafa samráð við vinnu- stéttirnar um efnahagsmálin og þjéðarbúskapinn. Sú ágæta tilhögun hefur ekki borið þann árangur, sem vonir standa til, af því, að skipulagið 'vantar eða er að minnsta kosti allt of ófullkomið. Þetta mætti samræma þjóðhagsáætlun- inni, og yrði þá gagn hennar mun mlefra en ella. Verkalýðshreyfingin hlýtur að hafa mikinn áhuga á þessum málum. Hún er í dag orðinn sterkur aðili að rekstri þjóðarbúsins. Framtíð atvinnuveganna og þróun efnahags- málanna skiptir hana því meira máli, sem fram líða stund- ir. Og hún verður að gerast aðili að skipulagi þessara mála og allri þróun. Þess vegna er ástseða tif að ætla, að sú hug- mynd, sem Emil Jónsson setti fram í ræðu sinni við setn- ingu Alþýðufiokksþingsins og hér hefur verið rædd, eigi að fagna fylgi vinnustéttanna og þá um leið mikils meiri- hluta þjóðarinnar. Ellsfu Evropuríki Framhald af 12. síðu. að komast hjá skaða, sem þau telja sig geta beðið þegar sam- eiginlegi markaðurinn kemur til framkvæmda. I yfirlýsingu hinna ellefu ríkja segir m. a.: Nauðsynlegt er að varðveita efnahagslega einingu Evrópu og gera allt, sem hægt er til að koma í veg fyrir sundrung hennar i efnahagslegu tilliti. Ríkin, sem að samkomúlag-: inu standa eru: England, Sví-; þjóð, Noregur, Danmörk, Aust- urríki, Portúgal, Sviss, Grikk- land, Tyrkland, írland og ís- land. Talsmenn þessara ríkja munu koma saman í Brussel síðar í vikunni. EFTIR því sem Kristmundujct Sigurðsson lögreglumaður í umferðadeild rannsóknarlög- reglunnar sagði blaðinu í gær- kvöldi, hafa bílaárekstrar verið tíðir í Reykjavík að undan- förnu. Um alvarleg slys á mönn um hefur þó ekki verið að ræða. 3. des. 1958 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.