Morgunblaðið - 02.03.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.03.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1979 Þorsteinn Þorsteinsson fyrrverandi hagstofustjóri í dag fer fram útför Þorsteins Þorsteinssonar fyrrverandi hag- stofustjóra, er andaðist 15. febrúar s.l. nærri 99 ára gamall. Þar á þjóðin að baki að sjá gagnmerkum embættismanni og fræðimanni. Mér er ljúft að kveðja þennan forvera minn á Hagstofunni og lærimeistara með nokkrum orðum, en geri mér ljóst, að þau ná skammt, er slikur maður á í hlut, enda enginn kostur að gera dags- verki hans viðhlítandi skil í blaða- grein. Þorsteinn Þorsteinsson var fæddur 5. apríl 1880 á Brú í Biskupstungum og voru foreldrar hans Þorsteinn Narfason bóndi þar og kona hans Sigrún Þor- steinsdóttir. Þau voru bæði af traustum bændaættum komin. Börn þeirra voru sex og komust þau öll til fullorðinsára. Var Hannes þjóðskjalavörður elstur, en Þorsteinn yngstur og 20 ára aldursmunur á þeim. Þeir Þor- steinn og Tómas Guðmundsson skáld eru systrasynir. Þorsteinn ólst upp með Hannesi bróður sínum frá 11 ára aldri. Stúdent varð hann 1902, með ágætiseinkunn og efstur þeirra 20 sveina, sem þreyttu stúdentspróf þá. Þegar haustið 1902 hóf hann nám í hagfræði við Hafnarháskóla og lauk kandidatsprófi í þeirri grein með hárri einkunn í ársbyrj- un 1906. Mun hann hafa verið fjórði Islendingurinn sem tók próf í þessari fræðigrein. Eftir heim- komu gerðist hann starfsmaður í atvinnu- og samgöngumáladeild Stjórnarráðsins, en frá ársbyrjun 1909 fluttist hann í fjármáladeild þess, þar sem hann vann aðallega að hagsýslugerð. Sú grein af starf- semi fjármáladeildar var skilin frá henni með stofnun Hagstofunnar í ársbyrjun 1914, og var Þorsteinn þá sjálfkjörinn til að taka við embætti hagstofustjóra. Því starfi gegndi hann um 36 ára skeið, til ársloka 1950, enda varð hann sjötugur á því ári. Þorsteinn helgaði Hagstofunni mestan hluta starfskrafta sinna og hann vann þar ómetanlegt brautryðjendastarf við mjög erfið- ar aðstæður, bæði inn á við og út á við. Þó að hann hafi hlotið al- menna viðurkenningu fyrir störf sín við forstöðu Hagstofunnar, held ég, að fæstir geri sér ljóst, hvílíkt feiknastarf hann leysti þar af hendi. Vinnudagur hans á Hag- stofunni var að jafnaði frá því snemma á morgnana og til 7—8 á kvöldin, og oftast hafði hann heim með sér skjöl til kvöldvinnu. Sum- arleyfi tók hann sér ekki nema endrum og eins og þá aðeins fáa daga ár hvert. Og afrakstur hans var eftir J)essu, bæði að magni og gæðum. Eg hika ekki við að segja, að meðal embættismanna á þess- ari öld standi fáir eða engir honum jafnfætis að því er varðar skyldu- rækni, afköst og vandvirkni í starfi. Ef telja ætti upp öll opinber 3törf Þorsteins og störf í þágu félagssamtaka o.þ.h. yrði það æði langur listi, sem ekki verður birtur Minningakort Barnaspítalasjóðs Hringsins fást á eftirtöldum stööum: Bákanrzlun Snmbjmmar, Bókabúð Gtmtibmjar, Bókabúð Olivan Slaine, Hafnarfiröi, Varzlunin Gayair, boratainabúö, Varzlun Jóhannaaar Norfjörö h.f„ Varzlun O. Ellingaan, Lyfjabúö Braiöholla, Hialeitiaapóteki, Garðeapóteki, Veaturbmjarapóteki, Apóteki Kópavoga, Landapítalanum hjí foratööukonu og geðóoild bamaepitala Hringe- ine viö Dalbraut. hér. Ástæða er til að taka fram, að hin fjölmörgu aukastörf hans í ráðum, nefndum o.fl. voru aldrei verkefni, sém færðu honum mikil laun fyrir litla vinnu. Öll slík störf hans voru með því marki brennd, að þau kostuðu hann mikla vinnu. ótaldar eru þær nefndir, þar sem meginhluti starfsins hvíldi á hon- um, vegna starfsorku hans og ósérhlífni, og vegna þekkingar hans á þeim málefnum, sem um var fjallað hverju sinni. Nefndir og ráð, sem Þorsteinn starfaði í eða með, voru yfirleitt með mikilvæg verkefni, og ber þar hæst landbúnaðarvísitölunefnd 1943, sem hann var formaður fyrir. Samkvæmt sameiginlegu áliti hennar var lögfest ný skipan verðlagningar búvöru, sem síðan í stríðsbyrjun hafði verið eitt helsta deiluefni stjórnmálaflokka og talið mjög erfitt úrlausnar. Þó að hin nýja skipan verðlagningar búvöru gilti í raun aðeins eitt verðlagsár, var hún tekin lítið breytt inn í framleiðsluráðslög 1947, og hefur haldist að mestu óbreytt síðan. Þar var ákveðið, að úrslitavald um ákvörðun búvöruverðs skyldi vera í höndum hagstofustjóra sem oddamanns í gerðardómi, er úr- skurðaði mál, sem ekki næðist samkomulag um í Sexmanna- nefnd. Þessu fylgdi meiri vandi og ábyrgð en áður hafði verið lagt á embættismann ríkisins. Einsætt var, að þetta hlutverk hefði ekki verið falið hagstofustjóra, ef í því embætti hefði ekki verið maður, sem allir hlutaðeigendur treystu vegna réttsýni hans, vitsmuna og þekkingar. Ritstöf Þorsteins voru ótrúlega mikil að vöxtum og fjölþætt. Er þar fyrst að nefna öll rit Hagstof- unnar í hagstofustjórnartíð hans. Hann var sjálfur verkstjóri við samningu allra rita í útgáfu- flokknum Hagskýrslur íslands, skrifaði ýtarlegan inngang með þeim öllum og sá um útgáfu þeirra. Hér var um að ræða 130 hefti, mörg þeirra þykkar bækur. Þá sá hann sjálfur um útgáfu mánaðarritanna Hagtíðindi og Statistical Bulletin (varð síðar ársfjórðungsrit), sem er fyrir er- lenda áskrifendur. Hann annaðist og útgáfu á nafnalistum manntals- ins 1703, sem gefnir voru út í heftum á árunum 1924 —47. Ýmis önnur rit samdi hann og gaf út sem hagstofustjóri eða sem starfs- maður í fjármáladeild Stjórnar- ráðsins, áður en hann tók við forstöðu Hagstofunnar. — Þor- steinn var ritstjóri handbókarinn- ar „Iceland", sem gefin var út af Landsbankanum (uns Seðlabank- inn tók við því riti). Þessi bók kom fyrst út 1926, og síðan 1930, 1936 og 1946 undir ritstjórn Þorsteins. Hann átti sjálfur margar ritgerðir í þessu riti. Kennslubók í esper- anto eftir hann kom út 1909 (endurprentuð 1927), og enn frem- uf bókin Esperantólykill árið 1933. Meðritstjóri var hann að Tímariti lögfræðinga og hagfræðinga, er kom út á árunum 1922—24. Astæða er til að nefna, að Hag- stofan stóð ásamt öðrum hagstof- um á Norðurlöndum að útgáfu ritsins „Sweden, Norway Denmark and Iceland in the World War“ (New Haven 1930), og birtist þar ritgerð Þorsteins: „Iceland and the War“. Fyllri greinargerð um ís- land í fyrra heimsstríðinu birtist í bók Þorsteins „Island under og efter Verdenskrigen", er kom út í Kaupmannahöfn 1928. Eftir að hann hætti á Hagstofunni, tók hann að sér að vinna sérstök útgáfustörf fyrir hana. Árið 1960, er hann var áttræður, kom út bók hans „íslensk mannanöfn. Nafn- gjafir 3ja áratuga 1921—50“, gagnmerkt og viðamikið rit. Þegar hann var 86 ára lét hann frá sér fara ritverkið „Eitt tungumál fyrir allan heiminn", sem hann þýddi og birtist í Lesbók Morgunblaðsins í framhaldsgreinaformi veturinn 1966—67. Það hefur einnig verið sérprentað. Um líkt leyti lauk hann við tvö ættfræðirit, sem voru gefin út fjölrituð, annað þeirra mikið að vöxtum. Auk þeirra rita, er nú hafa verið talin, liggja eftir Þorstein fjöldi ritgerða og greina um hin margvíslegustu efni. Öll ritverk Þorsteins bera merki mikillar vandvirkni, hlutlægni í meðferð efnis og alhiiða þekkingar á viðfangsefnum. Ritstíll hans var meitlaður, skýr og látlaus. Oft furðaði ég mig á því, hve létt Þorsteinn átti með að koma hugs- unum sínum í ritað mál. Hann samdi flókinn og vandasaman texta án þess að gera uppkast og án þess að þörf væri á leiðrétting- um eftir á. Þetta geta ekki aðrir en allra færustu menn í framsetn- ingu, og þeim fer stöðugt fækk- andi. — Hæggerðir menn eru oft seinvirkir, en Þorsteinn, sem aldrei virtist flýta sér, var einn hraðvirkasti maður, sem ég hef kynnst. Það var unun að sjá hann vinna — hvernig fullskrifuð blöð með stílhreinni rithönd hans hrönnuðust upp, að því er virtist áreynslulaust. Þegar höfð eru í huga öll opin- ber störf Þorsteins og umfangs- mikil ritstörf hans, er það með ólíkindum, að tími og starfsorka skyldi verða afgans til að sinna öðrum hugðarefnum, en svo var þó í ríkum mæli. Hann var áhuga- samur og virkur þátttakandi í margvíslegri menningarstarfsemi fyrr og síðar. Bera þessi störf hans vott um óvenju vítt áhugasvið, víðsýni og framfaravilja. Hér má t.d. nefna störf hans til framdrátt- ar alþjóðamálinu esperanto. Hann var einn fyrsti esperantistinn hér á landi. Á setningarfundi alþjóða- móts esperantista, er haldið var í Reykjavík sumarið 1977, mætti hann sem gestur. Hann var mjög áhugasamur félagi í Vísindafélagi Islendinga alla tíð frá stofnun og í stjórn þess í mörg ár. Um 40 ára skeið var hann í stjórn Sögufélags- ins, 25 ár í fulltrúaráði Bók- menntafélagsins (hann var félagi þess í 77 ár), og í stjórn margra annarra félaga, þar á meðal Félags hagfræðinga, sem hann stofnaði og var fyrsti formaður fyrir. Samhliða embættisstörfum með öllu, sem þeim fylgdu, og fjölþætt- um áhugastörfum, var Þorsteinn kennari í hagfræði við Verslunar- skólann á árunum 1916—29. Lítið lát var á athafnasemi Þorsteins eftir að hann fór á eftirlaun í ársbyrjun 1951. Fyrstu árin eftir að hann hætti á Hag- stofunni tók hann að sér að annast sérstök störf fyrir hana, og hann hélt áfram að gegna nokkrum trúnaðarstörfum. Um áttrætt los- aði hann 'sig við þessi verkefni, ekki af því að hann þyrfti eða vildi hlífa sér, heldur vegna þess að hann hafði önnur meiri áhugamál. Þar var m.a. um að ræða ýmis ritstörf. En þá er ótalið það, sem Þorsteinn varði miklu af tíma sínum til eftir að hann varð sjötugur: að aðstoða gamla skóla- bræður, sem áttu um sárt að binda vegna elli og sjúkleika. Gekk Þorsteinn að þessu verkefni með sömu atorku og ósérhlífni og einkenndi öll hans störf. Daglega kom hann til þeirra, spjallaði við þá, las fyrir þá úr blöðum eða bókum, og tók með sér í göngu- ferðir þá, sem höfðu heilsu til þess. Þessi umhyggja Þorsteins fyrir gömlum, bágstöddum félögum bar góðvild hans og fórnarlund fagurt vitni. Það var fjarri Þorsteini að sækjast eftir vegtyllum og virðing- armerkjum, en honum þótti mjög vænt um það, þegar laga- og hagfræðideild Háskólans gerði hann að heiðursdoktor á 35 ára afmæli Háskólans 1946, fyrir merkilegt brautryðjendastarf á sviði vísindalegrar skýrslugerðar um íslenskan þjóðarbúskap. Þegar Þorsteinn varð sjötugur árið 1950, gáfu nokkrir hagfræðingar og samstarfsmenn Þorsteins út af- mælisrit honum til heiðurs. í því voru 15 ritgerðir jafnmargra höf- unda. Heiðursfélagi var Þorsteinn í Félagi hagfræðinga, Vísindafé- laginu, Bókmenntafélaginu og Sambandi ísl. esperantista. Þegar Halldór Júlíusson fyrrv. sýslumaður dó í mars 1976 98 V4 árs gamall, varð Þorsteinn elstur stúdent á íslandi. Hann mætti við skólauppsögn vorið 1977, er hann var 75 ára stúdent. Eftir fráfall Þorsteins færist elsti stúdentsald- ur niður um 8 ár: Þeir bræður Helgi Skúlason augnlæknir á Ak- ureyri og Skúli Skúlason fyrrver- andi ritstjóri, sem búsettur er í Noregi, eru nú með hæstan stúd- entsaldur. Þeir urðu stúdentar árið 1910. Ef til vill hefur mjög reglubund- ið liferni átt þátt í því, að Þor- steinn náði svona háum aldri. Hann var og mjög hófsamur um mat og drykk, tóbak notaði hann aldrei, og áfengi bragðaði hann ekki, nema þegar honum var fært glas í samkvæmum. Sjálfum sér líkur tók hann við því og dreypti á til málamynda, frekar en að valda umstangi með því að biðja um annað. Þorsteinn naut mjög góðr- ar heilsu á mestum hluta ævi- skeiðs síns. Um fertugsaldur fékk hann þó hættulegan sjúkdóm, sem leiddi til þess, að nýra ver takið úr honum. Þetta var árið 1920 og aðgerðina framkvæmdi einn þekktasti skurðlæknir Dana þá, prófessor Rovsing. Næstu áratugi var heilsa Þorsteins góð, en á árinu 1955 hætti nýra hans að starfa, og var hann þá talinn af. En það fór af stað aftur, og enn ■kenndi hann sér ekki meins í 16 ár, uns hann vorið 1971 fékk heila- blæðingu og gamlir, inngrónir berklar tóku sig upp. Hann komst fljótt yfir það síðara, en hann missti mál og minni. Hann fékk málið aftur eftir nokkra mánuði, en minnið var tapað. Síðustu ár hans voru því dapurleg, þó ekki svo, að hann virtist ekki hafa ánægju af að handleika bækur sínar. Léttur var hann í spori til þess síðasta og hann fór út að ganga svo að segja daglega, þar til í nóvember 1978. Þorsteinn hélt svo að segja óskertum andlegum og líkamleg- um kröftum fram yfir nírætt, og það sem meira var — hann var ungur í anda og fylgdist af áhuga með því, sem gerðist, bæði hér heima og úti í hinum stóra heimi. Þorsteinn Þorsteinsson var ein- stækt dæmi un níræðan mann, sem ekki. hafði einangrast frá umhverfi sínu og samtíð. Konu sína, Guðrúnu dóttur Geirs T. Zoéga rektors, missti Þorsteinn árið 1955. Hún var merkiskona, enda af góðu bergi brotin og alin upp á einu mesta menningarheimili í Reykjavík á sinni tíð. Auk þess að stjórna mannmörgu heimili, tók hún þátt í félagsmálum, starfaði m.a. mikið í kvenfélaginu „Hringnum", og var ein af þeim konum, sem ötulast unnu að því að koma á fót fullkom- inni barnaspítaladeild innan Landspítalans. Börn þeirra Guðrúnar og Þorsteins eru þessi. Geir verk- fræðingur, f. 5/7 1916, kvæntur Inge Jensdóttur f. Laursen. Hannes aðalféhirðir Landsbank- ans, f. 7/12 1918, kvæntur Önnu Hjartardóttur. Þorsteinn viðskiptafræðingur, f. 31/3 1920, kvæntur Helgu Hans- dóttur. Narfi rafmagnstæknifræðingur, f. 23/5 1922, kvæntur Gyðu Guðjónsdóttur. Bryndís, f. 26/9 1923, gift Helga H. Árnasyni verkfræðingi. Barnabörn þeirra Guðrúnar og Þorsteins eru 13, og barnabarna- börnin 6. Þorsteinn bjó í húsi sínu, nr. 57 við Laufásveg, alla tíð eftir að hann byggði það árið 1926. Eftir að Guðrún Geirsdóttir féll frá bjó Þorsteinn um árabil með Þorsteini syni sínum og konu hans, Helgu Hansdóttur. Síðustu árin naut hann umönnunar sonardóttur sinnar, Guðrúnar Hannesdóttur, og manns hennar, Vilhjálms Kjartanssonar verkfræðings. Hjá báðum átti Þorsteinn hið besta athvarf. Ég komst í samband við Þorstein þegar í byrjun starfsfer- ils míns, er ég gerðist aðstoðar- maður nýstofnaðrar gjaldeyris- kaupanefndar í janúar 1941. Hann var leiðandi maður í þeirri nefnd og samdi meðal annars fundar- gerðir með ákvörðunum, sem ég átti að framkvæma. Þar kynntist ég embættismennsku eins og hún gerist best, því að þessar fundar- gerðir voru fullkomnar að því er snertir framsetningu og annan frágang. Síðar kynntist ég Þorsteini náið. Haustið 1942 var hafin barátta fyrir því að sýnd yrði tillitssemi og aðgæsla í meðferð sambandsmálsins, og staðið við ákvæði sambandslaga- samningsins frá 1918. í kjarna þessarar hreyfingar voru í upphafi nokkrir áhrifamenn af eldri kynslóð. Þeir komu aldrei saman á fund, en það var hlutverk okkar nokkurra ungra manna að vera tengiliðir milli þeirra og að fram- kvæma það, sem þeir töldu rétt að gera. Þorsteinn Þorsteinsson var einn þessara áhrifamanna. Ég hafði mikil samskipti við hann meðan sambandsmálið var á dag- skrá — langtímum saman hittumst við daglega, enda voru vinnustaðir okkar í sama húsi. Þarna kynntist ég Þorsteini frá nýrri hlið, sem sktðanaföstum áhugamanni um opinber mál. Fáir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.