Morgunblaðið - 02.03.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.03.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1979 11 stöðvarinnar ekki að gera sér neinar áhyggjur, því bæði að því er varðar leik, leikstjórn, stígandi verksins og sögulega nákvæmni í meðferð efnisins, er nýi myndaflokkurinn í öllu fremri hinum fyrri. „Rætur: næstu kynslóðirnar“ flokkast aö vísu ekki undir list, né heldur beinlínis undir sann- sögulega frásögn, en mynda- flokkurinn er reglulegt kassa- stykki af fyrstu gráöu. Sem framúrskarandi skyn- samlega samansett og heill- andi sápuópera, snertir frá- sögnin í myndaflokknum „Rótum 11“ dýpstu tilfinningar manna fyrir hugsjónum lýð- ræðisins og kærleiksböndum innan fjölskyldunnar. Þegar frásögnin tekur undir lok myndaflokksins aö snúast um feril Alex Haleys veröur einnig úr þessu efni eln af þessum ómótstæðilegu am- erísku velgengnissögum. Ef litiö er á myndaflokkinn „Rætur 11“ í heild, kemur í Ijós að þarna er á ferðinni eins konar afsprengi popp-menn- ingarinnar sálugu. Þarna blandast saman þættir úr „Á hverfanda hveli“, „Kofa Tóm- asar frænda" og fréttakvik- myndum, sögum eftir Horatio Alger og jafnvel keimlíkir þættir og í „Fiðlaranum á þakinu." Fyrsti þáttur hins nýja myndaflokks endar á dauða barnabarns Kúnta Kintes, Chicken George, og undir lok síöasta þáttar myndaflokks- ins hafa sjónvarpsáhorfendur fengið að sjá börn Haleys sjálfs, þannig að frásögnin í „Rótum 11“ spannar æviferil fjögurra kynslóða alls. Jafnréttis- baráttan Eins og áður eru kunnir atburðir í sögu Bandaríkjanna frá þessum tímum látnir end- urspeglast í þeim áhrifum, sem þeir hafa á eina svert- ingjafj^lskyldu. En frásögnin af tímabilinu eftir borgara- styrjöldina er ekki sett fram í eins sterkum litum og tímabil þrælahaldsins í „Rótum l“. Framleiöandi þessa seinni myndaflokks, Stan Margulies, hafði þetta að segja um efniö: „hafi fyrsti myndaflokkurinn fjallað um baráttuna fyrir frelsi, þá segir aftur á móti þessi seinni hluti „Róta“ frá baráttunni fyrir jafnrétti." Mikill fjöldi þekktra banda- rískra leikara kemur fram í hinum nýja sjónvarpsmynda- flokki, og þykir t.d. leikur James Earl Jones í hlutverki Alex Haleys afar góður. Sjálf- ur Marlon Brando hringdi af sjálfsdáöum í Alex Haley og bauðst til þess að leika eitt- hvert lítiö en eftirminnilegt hlutverk í myndaflokknum. Honum var fengið hlutverk bandaríska nazistaforingjans George L. Rockwells, og lauk Marlon Brando leik sínum í þessu hlutverki á aöeins ell- efu klukkustundum, sem hann kvað algjört met á öllum sínum leikferli. Framhaldsmyndaflokkurinn hefur nú þegar verið seldur 20 löndum og eru sýningar á þessum seinni hluta „Róta“ víða að hefjast, en mynda- flokkurinn er alls í sjö þáttum. „ Jöklar” í Borgar- firði gefa snjóbíl — gáfu sjúkrabíl í fyrra Þorsteinn Sigurðsson forseti Jökla og Óli R. Jóhannsson formaöur björgunarsveitarinnar, sem heldur á gjafabréfinu fyrir snjóbílnum. Hvanneyri, 24. febrúar. í dag buðu félagar Kíwanis- klúbbsins „Jöklar" í Borgarfirði björgunarsveitarmönnum í „Heiðar", björgunarsveit sem starfar í Þverárþingi til kaffi- drykkju að Brún í Bæjar- sveitásamt nokkrum fleiri gestum. Þorsteinn Sigurðsson forseti klúbbsins afhenti Óla R. Jóhanns- syni, Klettstíu, Norðurárdal, form. björgurnarsveitarinnar „Heiðar" lykla og skrautritað gjafabréf þess efnis að Kíwanisklúbburinn „Jökl- ar“ gæfu þeim snjóbíl af „Snow Trac“ gerð. Snjóbíll af þessari gerð er að verðmæti um það bil 9 milljónir. Þeir félagar í „Jöklurn" eru um 20, hiklaust er því hægt að fullyrða að þeir séu fáir þjónustu- klúbbarnir sem hafa afrekað eins og þeir, um svipað leyti í fyrra afhentu Kíwanismenn björgunar- sveitinni „OK“ vandaðan sjúkra- bíl, Hannes Hafstein framkv. stj. Slysavarnarfélags Islands færði björgunarsveitarmönnum talstöð í snjóbílinn frá Slysavarnarfélag- inu. Hannes Hafstein afhenti einnig forseta Kíwanisklúbbsins „Jöklar" fána Slysavarnafélagsins að gjöf í þakklætisskyni fyrir mikinn stuðning við björgunarsveitir í Borgarfirði. Hann gat þess að fánastöngina vantaði, en sagðist vona að hún yrði tilbúin áður en þeir Kíwanismenn afhentu þyrl- una! (Viss ögrun). Þorbjörn Karlsson umdæmis- stjóri Kíwanis í íslandi þakkaði þeim „Jöklafélögum“ frábært starf og sagði m.a. að enginn kíwanis- klúbbur í dreifbýlr hefði unnið annað eins og þeir. Afhenti hann klúbbnum fána sem sérstaka viðurkenningu og hefur enginn Kíwanisklúbbur á íslandi hlotið þá viðurkenningu áður. — Ófeigur. Hannes Hafstein framkvæmdastjóri SVFÍ afhendir Óla R. Jóhannssyni talstöö í snjóbílinn. Kíwanisklúbburinn Jöklar í Borgarfiröi hefur gefiö björgunarsveitunum Heiöar og Ok snjóbíl og sjúkrabíl, sem sjást á bessari mynd. Ljósm. Mbl. Ófeigur. Austurstræti 22. simi fra skiptiboröi 28155 ®i> Loksins eru komin á markaðinn fermingar- föt, sem hægt er að nota eftir ferminguna. TÍZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS Wkarnabær Glæsibæ sími 819T5 Laugaveg. 66 símu !>á ^iput uí*u ^8155 •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.