Morgunblaðið - 02.03.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.03.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 2. MARZ 1979 29 Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í útgerðarráði og borgarstjórn hafa lýst stuðningi við kaup á skipum frá Stálvík og Portúgal á fundum 29. jan. og í. febrúar sl. með ákveðnum skilyrðum sbr. bókan- ir. Við þau skilyrði hefur ekki verið staðið. Við viljum að framansögðu mótmæla því, hvernig að þeim samningi sem hér liggur fyrir hefur verið staðið og greiðum því atkvæði gegn honum.“ Af framangreindum ástæðum sagðist Ragnar Júlíusson vilja spyrja Björgvin Guðmundsson: 1. Eigum við enn í dag 15. febrúar val til að skipta um vél í skipinu. 2. Hve stór er skipasmíðastöðin, sem smíða á togarann? Síðan flutti Ragnar eftirfar- andi bókun frá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins: „Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í útgerðar- ráði og borgarstjórn hafa lýst stuðningi við kaup á skipum frá Stálvík og Portúgal á fundum 29. janúar og 1. febrúar með ákveðn- um skilyrðum sbr. bókanir. Forsenda þess að hraða þurfti samningsgerðinni fyrir 1. febrúar var samkvæmt upplýsingum for- manns útgerðarráðs að velja þyrfti nýja aðalvél í skipið en ljóst var að framleiðandinn var gjaldþrota ella yrði það gert af umboðsmanni skipasmíða- stöðvarinnar. Þessir upplýsingar formannsins hafa reynst rangar. 1. Samningurinn var undirrit- aður af formanni útgerðarráðs og samþykktur af borgarstjóra án fyrirvara um samþykki útgerðar- ráðs. 2. í samningnum er ríkissjóði sleppt undan allri ábyrgð enn- fremur allri íhlutun um að koma fram nauðsynlegum breytingum á honum. 3. Skip skal selt ella útborgun greidd áður en skipið afhendist. Þetta er ekki í samræmi við samþykkt útgerðarráðs frá 29. jan. sl. Þar segir, að skip skuli selt Björgvin þegar Portúgals- og Stálvíkur- skipin hafa bæði verið afhent. 4. Af þriggja mánaða láni ríkis- sjóðs að upphæð kr. 48 milljónir skulu greiðast yfirdráttarvextir í sex mánuði þ.e. 1. nóvember 1978 — 1. maí 1979. 5. Engin yfirlýsing liggur fyrir um samning við Stálvík hf. sbr. bókanir á fundi útgerðarráðs frá 26. jan sl. og á fundi borgarstjórn- ar 1. febrúar sl. í gær 14. febrúar höfðu engar formlegar beiðnir verið sendar til viðkomandi stjórnvalda um heimild til kaupa á nýsmíði frá Stálvík. Við viljum að framansögðu mótmæla því hvernig að þeim samningi sem hér liggur fyrir, hefur verið staðið og lýsum and- stöðu gegn honurn." Björgvin Guðmundsson (A) sagðist hafa haldið að eftir allar umræðurnar á síðasta fundi borgarstjórnar væru málin út- rædd. Hann sagði, að meirihlut- inn hefði viljað kaupa skipið, enda hefðu öll atriði verið ljós svo lengi sem málið hefði verið til umræðu. Ekki væru kaupin nú sambærileg og þegar Spánar- togararnir hefðu verið keyptir. Þá hefði ríkið keypt togarana frá Spáni en nú gengið í tímabundna ábyrgð. Björgvin sagði rétt, að vegna umræðna um 1. febrúar þá hefði umboðsmaðurinn ekki viljað taka neina ábyrgð út af fjárhags- erfiðleikum Wickman vélaverk- smiðjanna. Enn í dag hefði engin ákvörðun verjð tekin um vél enda engin greiðsla farið til vélafram- leiðandans. Björgvin sagði að norska ríkið hefði ákveðið að mynda nýtt hlutafélag um fram- leiðslu fyrirtækisins að sögn. Ekki yrði tekin nein ákvörðun um vél fyrr en yfirlýsing norskra stórnvalda lægi fyrir. Björgvin kvaðst ekki geta svarað spurning- unni um skipasmíðastöðina. Norðmenn bæru hins vegar mikið traust - til hennar og hefði ANKER LÖKKEN eftirlit með henni. Björgvin sagðist vísa á bug fullyrðingu um, að hann hefði gefið rangar upplýsingar. Birgir ísleifur Gunnarsson (S) sagði, að meginforsenda fyrir því, að borgarráðsmenn hefðu léð máls á að málinu yrði hraðað væri, að sagt hefði verið að taka þyrfti ákvörðun fyrir 1. febrúar um vélina. Þessi forsenda væri greinilega röng. Allur þessi samn- ingur væri með eindæmum því strax og stjórnarráðið hefði opn- að eftir dansleikinn fræga hefðu borgarstjóri og Björgvin verið mættir til til undirritunar. í raun væri samningurinn eins og börn hefðu gert hann. FRÁ BORGARSTJÓRN- FRÁ BORGARSTJÓRN sjálfstæðismenn gerðu sér grein fyrir, að ætlun meirihlutans væri, að Mæðraheimilið yrði ekki rekið áfram. Þess vegna flyttu sjálfstæð- ismenn eftirfarandi tillögu: „Borgarstjórn samþykkir að taka upp viðræður við Félag einstæðra foreldra um rekstur Mæðraheimil- isins við Sólvallagötu í samræmi við tilboð félagsins í bréfi til borgarráðs frá 6. október sl.“. í greinargerð með ti^ögunni segir m.a.: Tillaga þessi er flutt í fram- haldi af þeirri ákvörðun borgarráðs að hafna tillögu félagsmálaráðs um breytta tilhögun Mæðraheimilisins, en í tillögum meirihluta borgarráðs um breytingu á fjárhagsáætlun er ráð fyrir því gert, að þarna verði tekin upp dagvistun ungbarna. Ljóst er, að sú tillaga er ekki gerð í samráði við félagsmálaráð. Markús Örn sagði, að tillagan miðaði að því að taka upp viðræður við Félag einstæðra foreldra um málið, en ljóst væri, að hugmyndir vinstri manna hefðu valdið áhyggjum hjá þeim sem þekktu bezt til í þessum málaflokki. Markús Örn tók fram, Albert Guðmundsson að auðvitað þyrfti að gera ráð fyrir fjárveitingu til þessa og ekki þýddi að strika út þá fjárveitingu. Mark- ús Örn Antonsson ræddi einnig um útideildina. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir (A) sagði, að mikil þörf væri á starfi útideildar, hún sagðist vonast til, að starf af þessu tagi gæti hafist á ný. Guðrún Helgadóttir (Abl) sagði, að stvíndum yrði að gera óþægilega hluti. Nú væri unnið að endurskoð- un á starfsemi Félagsmálastofnun- ar. Ætlunin væri að athvarfið að Hagamel 19 kæmi eitthvað inn á starfssvið útideildar sem lögð yrði niður sem slík. Hún sagði, að borgarstjórnarmeinihlutinn ætlaði að samþykkja tillögu sjálfstæðis- manna um mæðraheimilið. Guðrún sagði, að það væri Markúsi Erni Antonssyni og fyrrverandi félags- málaráði að kenna, að ráðgert hefði verið að leggja mæðraheimilið niður. Markús örn Antonsson sagði, að ummæli Guðrúnar Helgadóttur um afstöðu hans til Mæðraheimilisins hefði nálgast að vera ómerkileg, vegna þess að sannleikur málsins væri allt annar, en hún hefði viljað gefa í skyn. Markús örn sagði, að félagsmálaráð hefði komist að þeirri samróma niðurstöðu 12. janúar 1978, að það væri heldur ekki forsvaranlegt að reka Mæðra- heimilið við Sólvallagötu á sama hátt og gert hafði verið þá nokkurn tíma á undan, með afskaplega slæmri nýtingu þannig, að iðulega voru þarna tvær konur eða svo sem hefðu verið þarna með börnin sín. Markús Örn sagði, að þá hefði verið tekin sú ákvörðun að fella niður reksturinn í þáverandi mynd sinni með þeim inntökuskilyrðum sem þá giltu og hefðu verið mjög ströng. Þá í bráðabirgðaástandi sem ríkti hefðu intökuskilyrði verið rýmkuð og þá hefði komið í ljós, að nýtingin hefði stórbatnað. Markús Örn sagð- ist vilja vekja athygli á, að Gerður Steinþórsdóttir fulltrúi Framsókn- arflokksins í félagsmálaráði og Þorbjörn Broddason einnig, sem væri fulltrúi Alþýðubandalagsins þar, hefðu bæði verið aðilar að samþykktinni 12. janúar 1978. Nú hefðu tillögur félagsmálaráðs kom- ið fram milli umræðna um þetta mál og eindregin væru þau tilmæli ráðsins, að Mæðraheimilið yrði rekið áfram. Nú hefði Guðrún Helgadóttir tækifæri á þessum fundi að gera eins og félagsmálaráð vildi. Albert Guðmundsson (S) sagði, að menn yrðu að gera sér grein fyrir því, að Mæðraheimilið ætti ekki að gefa af sér peninga, það væri enginn kominn til með að segja, að heimilið ætti alltaf að vera troðfullt. Mæðraheimilið ætti að gegna vissu öryggishlutverki. Hver einstaklingur í neyð réttlætti tilveru heimilisins. En greinilegt væri, að þessi borgarstjórnarmeiri- hluti vinstri manna hugsaði með peningum. Borgarstjórn samþykkti síðan samhljóða tillögu sjálfstæðis- manna um Mæðraheimilið. Nafna- kall fór fram um niðurlagningu útideildarinnar, þar með talsverða lækkun fjárveitingar til hennar. Já sögðu: Björgvin Guðmunds- son, Guðmundur Þ. Jónsson, Guð- rún Helgadóttir, Sjöfn Sigur- björnsdóttir, Þór Vigfússon, Adda Bára Sigfúsdóttir, Sigurjón Péturs- son og Kristján Ben. Nei sögðu: Davíð Oddsson, Magnús L. Sveins- son, Markús Örn Antonsson, Ólafur B. Thors, Páll Gíslason, Albert Guðmundsson og Birgir Isleifur Gunnarsson. — FRÁ BORGARSTJÓRN — FRÁ BORGARSTJÓRN — FRÁ BORGARSTJÓRN Birgir ísleifur um SVR: 200 millj. glutr- aðniður!978 í UMRÆÐUM um fjárhags- áætlun borgarinnar benti Birgir ísleifur Gunnarsson borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins á, að borgarstjórn- armeirihlutinn hefði á sl. sumri látið sem vind um eyru þjóta aðvaranir em- bættismanna borgarinnar um Strætisvagna Reykjavík- ur. Þá hefði verið bent á, að nauðsynlegt væri að fara fram á 50% hækkun far- gjalda en þetta hefði meiri- hluti vinstri manna ekki vilj- að hlusta á og glutrað niður 200 milljónum á árinu 1978 og enn meiru ef litið sé á árið 1979. Þessu hefði verið hægt að bjarga ef vilji hefði verið fyrir hendi, sagði Birgir Is- leifur Gunnarsson. Alþýðuleikhúsið fær 4 mÚljónir frá borgmni ALÞÝÐULEIKHÚSIÐ sunn- andeild, fær 4ra milljóna króna styrk frá borginni á þessu ári. í borgarráði nýlega bar Sigurjón Pétursson fram tillögu um að veita Torfu- samtökunum og íbúasamtök- um Vesturbæjar 100 þús. hvoru en tillagan hlaut ekki stuðning. Þá samþykkti borg- arstjórnarmeirihlutinn 700 þús. kr. styrk til leigjenda- samtakanna. ITT VESTUR-ÞÝSKU LITSJÓNVARPSTÆKIN Bræóraborgarstig1-Simi 20080- (Gengió inn frá Vesturgötu) MYNDAFOLK! Filterar í geypi- legu úrvali — 60 tegundir nýkomnar. Durst Canon Æ STÆKKARAR heimsþekkt gæöi. Fyrir lit og sv/hv. I-. Myndavélar og '21 linsur í miklu úrvali Myndavélatöskur, Ijósmyndabækur og blöö. Nánast allt til Ijósmyndunar. — Greiöslukjör — póstsendum — Versliö hjá fagmanninum. LJOSMYNDAÞJONUSTAN S.F. LAUGAVEGI 178 REYKJAVIK SIMI 65811

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.