Morgunblaðið - 02.03.1979, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1979
Hvað lásu þeir
í útlöndum á síðasta ári ?
AÐ VENJU hafa brezk blöð leit-
að eftir því við KaKnrýnendur
sína, rithöfunda og fleiri sér-
fræðinga og áhugamenn um
bækur að þeir tjái sin um eftir-
minnilegustu bækur, sem þeir
hafi lesið á árinu 1978. Þar
kennir margra grasa svo sem
vænta má en þó eru nokkrar
bækur, sem oftar eru nefndar
öðrum. bar á meðal eru tvær
skáldsögur, „The Sea The Sea“,
sem er nýjasta bók Iris Murdoch
og „The Human Factor“ eftir
Graham Greene. Bók Greenes
kom út snemma árs 1978 og fékk
slíkar móttökur að þær raddir
voru áleitnari en oft áður að ekki
yrði iengur framhjá honum geng-
ið við Nóbelsverölaunaveitingu
en Sænska akademían reyndist á
öðru máli svo sem oft áður. Á
næstunni verður f jallað í Mbl. um
þessar tvær bækur, „The Human
Factor“ og „The Sea The Sea“.
Verður hér á eftir stiklað á
stóru um bækur ársins f Bret-
landi.
A.J.P. Taylor
í bókinni Most Secret War
(Hamish Hamilton) tekst höfund-
inum R.V.Jones að gera hvort-
tveggja í senn, birta athygl-
isverðari stríðsleyndarmál en
hafa sézt um langa hríð og að rita
óvenjulega læsilega stríðsendur-
minningabók. I The Human
Factor (Bodley Head) eftir
Graham Greene er þessi mesti
núlifandi skáldsagnahöfundur
okkar á hátindi snilli sinnar og
leikni. Bók hans var óumdeilan-
lega bezta skáldsaga á árinu og
kannski áratugarins.
Philip Larkin
Bók Kingsley Amis Jake’s
Thing (Hutchinson), sýnir mögn-
uð tök höfundar á efninu og
handan orðanna skynjar lesand-
inn alvarlegri undirtón en í ýms-
um fyrri bókum Amis.
Verk Helen Gardners, The
Composition of the Four Quartets
(Faber), gefur heillandi innsýn í
lotningarfulla könnun Eliots á
Hayward og Geoffrey Faber og
hversu mjög þetta skipti fyrir
ljóðagerð hans. Og hjá James
Lincoln Collier, The Making of
Jazz (Granada), líðum við við eftir
Missisippi og erum í ótrúlegri
nánd við þann tíma sem þarna er
um að ræða.
Grahm Greene
Girl in a Blue Shawl (Hamish
Hamilton) eftir Sylvia Sherry er
bezta skáldsaga sem ég hef lesið í
mörg ár. Sögusviðið er England
Viktoríutímans og höfundurinn
nær fram óvenjulega trúverðugu
og listrænu andrúmi.
The Ivankiad eftir Vladimir
Voinovich (Cape) er prýðilega
skemmtileg frásaga Voinovich um
baráttu fyrir því að komast yfir
betri íbúð í Moskvu. Þarna sitja
kímni og orðfimi í fyrirrúmi.
The Selected Letters of Conrad
Aiken (Yale University Press) er
mjög gott úrval bréfa sem skrifuð
voru af höfundi, sem aldrei hefur
notið sannmælis og þeirrar virð-
ingar sem ég tel að honum hafi
borið.
Arthur Koestler
Promised Land eftir Karel
Schoman (Friedmann) er fyrsta
bók sem hefur orðið á vegi mínum,
rituð af höfundi sem skrifar á
afrísku. Þetta er í senn falleg og
ógnvekjandi bók sem lætur varla
nokkurn ósnortinn. Jeans Way
(Quartet Books) eftir Derek
Humphry er mjög skilmerkileg
lýsing höfundar á langvinnu sjúk-
dómsstríði konu hans við krabba-
meinið sem lyktaði með því að hún
framdi sjálfsmorð með því að taka
inn lyf og veitti maður hennar
aðstoð við það. Þarna er fjallað
um umdeild og viðkvæm málefni
sem alltaf öðru hverju skjóta upp
kollinum — hvort fólk hafi rétt á
að fá að deyja í friði og með sæmd.
Af kiljum þykir mér ástæða til að
nefna Imaginary Friends
(Penguin) eftir Alison Lurie sem
er afburða fyndin ádeilubók sem-
snýst um bandaríska sértrúar-
safnaðadýrkun.
Margaret Drabble
Fyrst fýsir mig að nefna The
Singapore Grip eftir J.G. Farrell
(Weidenfeld) sem er sérstaklega
vel skrifuð bók, traust, upplýs-
andi, skemmtileg, átakanleg. Ein
af þeim bókum sem gefur lesanda
sínum óvenjulega mikla vídd.
Söguhetja bókarinnar er einhver
ógeðfelldasta og kaldhæðnasta
persóna sem ég man eftir í fljótu
bragði. Sjaldgæft er að ég lesi
stríðsbækur en ég get ekki orða
bundizt um bók Olivia Manning
The Battle Lost and Won
(Weidenfeld) en þar er gefin
frábær lýsing á bardaganum við
El Alamein lögð í munn ungs
foringja sem er þátttakandi í
bardaganum.
Síðast en ekki sízt nefni ég The
Sea The Sea eftir Iris Murdoch
(Chatto and Windus) sem er blátt
áfram stórkostleg og kallar eigin-
lega á flest þau lýsingarorð sem ég
ræð yfir. En gæti einfaldað málið
með því að segja að hún sé
langbezta bók sem höfundur hefur
skrifað og með albeztu bókum sem
ég hef lesið.
Edna O’Brien
Sú skáldsaga sem mér fannst
bera af á sl. ári var Final
Payments (Hamish Hamilton)
eftir Mary Gordon. Á ytra borði
fjallar sagna um stúlku sem
verður að losa um þau ástar- og
haturstengsl sem hún hefur við
foreldra sína. En þegar nánar er
að gáð er verið að segja sögu af því
hversu nauðsynlegt er einstaklingi
að slíta sig úr tilfinningatengslum
við aðra til þess að hann finni
sjálfan sig. Þá las ég Proust
Screenplay Harolds Pinter
(Methuen) og sökkti mér svo niður
í það að allt annað gleymdist á
meðan.
Philip French
Óvenjulega margar merkar ævi-
sögur komu út á árinu, en eftir-
minnilegust þeirra þótti mér
tvímælalaust bók Arthurs
Schlesingers, Robert Kennedy
and His Times (Deutsch). Eftir-
lætisskáldsaga mín á árinu verð
„The Human Factor" eftir
Graham Greene, sem er eitruð og
beinskeytt njósnasaga, en marg-
slungnari og manneskjulegri en
hún virðist við fyrstu sýn.
V.S. Pritchett
Mér fannst Montaillou (Scolar
Press) Le Roy Laduries merki-
legasta bók sem ég las á árinu.
Þetta er lærð könnun á stöðu
bænda á Albigensatímabilinu í
Frakklandi á fjórtándu öld, unnin
eftir sögulegum heimildum.
Einnig þótti mér til um
smásagnasafn Williams Trevors,
Lovers of Their Timc (Bodley
Head), vegna þess að þar gætti
djúphygli og vits. í þriðja lagi skal
ég nefna bók sem ætti að falla
þeim vel í geð, sem eru á sama báti
og ég og dást að rússneskum
nítjándu aldar bókmenntum. Sir
Isaiah Berlin hefur unnið gagn-
merkt og örvandi starf með
bókinni „Russian Thinkers“
(Hogarth Press) og finnst mér
þetta hreint ómetanleg bók.
Philip Howard
Af nýjum skáldsögum kemur
The Sea The Sea (Chatto and
Windus) Irisar Murdoch fyrst upp
í huga minn. Ekki væri fullnægj-
andi að segja að ég hafi aðeins
haft skemmtun af því að lesa þá
bók, því að við lestur hennar vakti
hún með mér ýmsar mun flóknari
tilfinningar og tel ég þetta óvenju-
lega áhrifaríka bók, svo afkáralegt
sem efnið er, svo næmt er skyn
höfundar fyrir persónum sínum og
því sem þær glíma við. Af kiljum
skal ég fyrst geta The Raj Quartet
eftir Paul Seott (Panther). Hún
er sönn og áhrifamikil, afar vel
gerð hvað snertir efnismeðferð og
efnistök.
Loks get ég um Obituaries from
The Times 1971—75 (Newspaper
Archives Development) sem er
kyndugri lesning en okkur skáld-
saga.
Iverach Mc Donald
Ég verð að viðurkenna að ég hef
enn ekki lesið nema tvo þriðju
hluta þeirrar bókar, sem mér
finnst muni hrífa mig mest um
langan tíma: The Human Factor
eftir Graham Greene. Það er af
fullum ásetningi gert að ég les
hana mjög hægt til að hafa betri
tíma til að dást óspart að persónu-
sköpun og allri atburðalýsingu í
bókinni.
Philip Toynbee
1. Collected Poems of Basil
Bunting (Oxford). Einhvern veg-
inn varð það svo að Bunting dróst
aftur úr og gleymdist þegar þeir
Eliot og Pound voru að endur-
skapa ensk-amríska ljóðagerð á
árunum milli 1910—1930. En hann
tilheyrði kynslóð þeirra og þeim
hópi skálda sem áhrifamestir urðu
og gerir það enn.
2.Freud, Jews and other Germans
(Oxford) eftir Peter Gay. Sér-
staklega fróðleg úttekt á stöðu
Gyðinga í Þýzkalandi, þegar
keisaradæmið var við lýði: hið
þýzka stolt þeirra og gyðingleg
niðurlæging. Robert Frost eftir
Richard Poirier (Oxford). Höfund-
ur gerir þá kröfu að Frost verði
viðurkenndur sem mesta skáld á
enska tungu á þessari öld. Og þau
rök sem hann ber fram eru
sérdeilis sannfærandi.
Hermione Lee
1. Tenebrace eftir Geoffrey Hill
(Deutsch) er sterk saga, hispurs-
laus svo á af ber, fyndin og
formleg: hefur sem sagt í sér
hvers konar andstæður.
2. The Human Factor eftir
Graham Greene (Bodley Head).
Meistarlega gerð saga. Bitur og
hvöss, en undirtónn hennar er
angurværð, og næmleiki.
3. In Between the Sheets eftir
Ian McEwan (Cape). Höfundur er
afburða góður smásagnahöfundur
sem horfir köldu, raunsæju
augnaráði á mannlegar náttúrur
og það sem þeim getur fylgt. Og
aukin heldur er hann ákaflega
skemmtilegur.
Jacky Cillott
Vegna þess ég met framar öðru
stíl, vit, illkvittni, ákveðna firrð og
þó skilning er eðlilegt að tvær
bækur komi mér í hug og togist á
um hylli mína: Little Sister eftir
Fay Weldon (Holder & Stoughton)
og The Sea The Sea eftir Iris
Murdoch (Chatto and Windus).
Mín skoðun er að verk Weldons sé
að sínu leyti fullkomnara, en bók
Murdoch endist manni lengur og
vekur upp hjá mér fleiri og áleitn-
ari spurningar þegar frá líður.
Anthony Burgess
Af vísinda- og fræðiverkum er
ég ekki í neinum vafa, þar set ég í
efsta sæti The Linguistic Atlas of
England (Croom Helm). Um út-
gáfu sáu Harold Orton, Stewart
Sanderson og John Widdowson.
Feiknalega áhugaverð bók fyrir
alla þá sem hafa áhuga á enskri
tungu og þróun hennar.
Af skáldsögum nefni ég The
Battle Lost and Won eftir Oliviu
Manning (Weidenfeld), annað
bindi í þrísögu hennar þar sem
einna hæst ber frásögnina af
bardaganum við E1 Aiamein — og
óvenjulegt að lesa’slíka lýsingu
dregna upp af konu. Og auk þess
Jakes' Thing eftir Kingsley Amis
(Hutchinson), sem er dálítið
ógnarleg en ákaflega fyndin saga
um erfiðleika sextugs manns í
kynferðismálum.