Morgunblaðið - 02.03.1979, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.03.1979, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1979 Afmælis- hóf Verðanda í Vest- manna- eyjum: Séð yfir hluta af voizluaalnum 6 40 ára afmælinu. Brautryðjendur í öryggis- og framfaramálum sjómaiuia stóð félagið á sínum tíma fyrir þvf að helgarróðrar voru bannaðir mestan hluta ársins og þannig mætti lengi telja. Mörg stórmál hefur félagið haft frumkvæði að til heilla fyrir alla sæfarendur og má þar nefna að fyrir samvinnu Verðanda og Björgunarfélags Vestmannaeyja var komið á tilkynningarskyldu f Vestmannaeyjum 20 árum áður en hún komst á annars staðar. Var þá miðað við að bátar tilkynntu fyrir kl. 19 hvort þeir kæmu aö landi eða yrðu úti lengur. Tveir útvegsbænd- ur í Vestmannaeyjum voru fyrstir útgerðarmanna á landinu til þess að kaupa gúmmíbjörgunarbáta f skip sín í trásssi við yfirvöld, en nokkrum árum síðar þegar bátarn- ir höfðu sýnt ágæti sitt varð skylda að hafa gúmmfbjörgunarbáta um borð. Þannig hafa skipsstjórnar- menn í Eyjum um árabil unnið brautryðjendastörf í ýmsum öryggis- og framfaramálum langt á undan öðrum byggðarlögum. Ég nefndi áður merkingu veiðarfæra sem var tekin upp á fyrstu árum félagsins, en það var fyrst 13. marz 1978 að slfk merking var tekin upp í öðrum verstöðvum eftir að reglu- gerð þar að lútandi hafði verið gefin út af sjávarútvegsráðuneyt- inu. Af sérstökum málum heima í héraði má nefna frumkvæði að stofnun lífeyrissjóðs Vestmanna- eyja. Verðandi hefur haldið á þriðja hundrað fundi f gegnum árin fyrir utan fjölda stjórnarfunda og nefndafunda og fundargerðarbæk- ur geyma heimildir um allt þetta starf, þvf kappkostað hefur verið að skýra ýtarlega frá hverju máli. - á.j. SKIPSTJÓRA- og stýrimannafélag- ið Verðandi í Vestmannaeyjum hélt veglega hátfð fyrir skömmu f tilefni 40 ára afmælis félagsins, en félagið hefur allt frá upphafi barist fyrir og haft frumkvæði að lausn ýmissa vandamála, sem tengd eru mannlffi f sjávarplássi. Fyrsta baráttumál Verðanda var að fá því framgengt að reistur yrði viti á Þrfdröngum. Meðal verkefna sem Verðandi hefur barist fyrir sfðan má nefna sjálf- stæðan Stýrimannaskóla í Vest- mannaeyjum og má telja það stærsta málið. Þá vann félagið aö þvf að eftirlit yrði tekið upp með ástandi trillubáta og árabáta, unnið var að því að olfuafgreiðsla var bætt, merking veiðarfæra var tekin upp fyrir atbeina félagsins, fisk- sölumál, talstöðvarmál. í þeim efnum beitti félagið sér m.a. fyrir því að hlustað yrði allan sólarhring- inn á loftskeytastöðinni f Eyjum. Þá Þesair knálegu ungu menn eru veróandi skipstjórar og stýrimenn i Eyjaflotanum og peir kváðuat ætla að sækja hart bæði i ballinu og í framtíðinni. Slatti af peim gula í rennunni. Ljóemyndir Sigurgeir Jónaason. Rótgróið lið sem var meöal stofnenda Verðanda: Fremri röð frá vinstri: Gaui Valda á Kap, Willum Andersen á Metu, Jónas í Skuld, Kiddi á Sólvangi og í aftari röð frá vinstri eru Björgvin í Úthlíð, Oddur í Dal, Guðni Gríms á Maggý, Halli á Baldri, Siggi á Freyju, Knut Andersen og Óli í Brautarholti. „Nú Hggur vel á már,“ var sungið við raust af Addý, Gunný, Rikka og Hallgrími

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.