Morgunblaðið - 17.03.1979, Page 11

Morgunblaðið - 17.03.1979, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1979 11 Sýning Sigríðar Bjömsdóttur Það er eins víst, að staerðin verður aldrei mælistika á gæði né verðmæti listaverka og þau sann- indi staðfestir sýning Sigríðar Björnsdóttur í FIM-salnum að Laugarnesvegi 112. Frúin hefur reynt fyrir sér í mörgu um dagana, í myndlist, myndmenntakennslu og sérkennslu í skapandi starfi sjúkra „Remedial Art and Play/Art Theraphy". Fyrir braut- ryöjendastarf í hinu síðasttalda mun hún þekktust hérlendis auk þess sem hún hefur getið sér orð fyrir störf sín á þeim vettvangi erlendis. Hefur hún m.a. setið fjölda þinga, haldið fyrirlestra og sett upp sýningar víða um heim. í myndlistinni hefur Sigríður þótt nokkuð óráðin um markmið og leiðir, um eitt skeið var t.d. spraututæknin allsráðandi sem tjámiðill og þó var sem gerandinn væri helst að þreifa fyrir sér á því sviði. Var líkast sem formin vildu einhvern veginn ekki tengjast innri lífæðum og kviku myndflat- arins. Hér sýnist hvorki á ferð umbúðalaus kraftur né djúp og átakamikil yfirvegun, öllu heldur virkaði þetta sem léttur leikur og leit að fótfestu. Flestir myndlistarmenn á miðj- um aldri þekkja til þess, hve hinn þungi áróður fyrir ákveðnum stefnum og myndrænum gildum gerði þeim um skeið erfitt fyrir að vinna út frá sjálfstæðum forsend- um. Þetta var mjög áberandi á sjötta og sjöunda áratugnum og var gjarnt að slæva tilfinningar gagnvart öllu öðru en hinu „eina rétta". Miðstýringin að utan var nær algjör — alþjóðlegir sýning- arsalir voru yfirfullir af þessari list, — helstu listtímarit heimsins voru úttroðin af, að því er virtist, fyrr, uppgötva menn að hið eina sem gildir eru gæði listaverkanna og þau sigra allt tímanlegt mat, alla isma og miðstýrðan sannleika í listum. Tilbúnar, uppskrúfaðar stefnur hljóta að falla um sjálfar sig og víst er að troðnar slóðir eru auðveldastar yfirferðar og flestum mesta freistingin. Vaki þessa hugleiðinga eru hin- ar litlu, en elskulegu myndir Sig- ríðar Björnsdóttur, er undanfárið og til sunnudagskvölds eru til sýnis í FÍM-salnum. Flestir þeir, sem séð hafa sýninguna, og ég hefi tekið tali, eru á einu máli um að listakonan hafi hér fundið sjálfa sig og að þetta sé hennar veiga- mesta framlag til þessa. Það þarf ekki endilega að vera vegna smæð- ar myndanna, því að vísast gæti Sigríður náð ágætum árangri á sama sviði í stærri myndheildum. En það er hinn óþvingaði léttleiki hinna ljóðrænu forma, er óskipta athygli hafa vakið og sem sann- færa um það, að listakonan er hér á réttri braut. Myndheildirnar eru líkastar hugleiðingum um náttúruna allt um kring, veðrabrigði og stemmn- ingar í himni, hafi og hauðri, sem eru virkjaðar til innblásturs marg- víslegra myndheilda. Þó þetta sé engin ný stefna, skynjar skoðand- inn hið persónulega viðmót höfundarins að baki þeim, mann- lega hlýju, hrifnæmi og ást til þess er lifir og grær. Nokkrar stærri myndir á sýn- ingunni virka líkt og eftirhreytur fyrri tilrauna og þykir mér mynd nr. 26 sýnu hrifmest þeirra og jafnframt sterkust í byggingu. — Listakonunni óska ég til hamingju með áfangann. Bragi Ásgeirsson. djúpri og hátíðlegri speki um gildi liststefnunnar. Þessu fylgdi að litið var niður á alla er ekki tóku þátt í leiknum. Nú er það að vísu alltaf gott að vera í tengslum við heimslistina, en tapi maður sambandinu við sjálfan sig um leið, eru það afleit skipti. Menn taki eftir, að það eru t.d. stöðugt að koma fram frá þessu tímaskeiði listamenn, sem hingað til hafa verið óþekktir, því að enginn tók eftir þeim, né vildi taka eftir þeim, meðan bylgjurnar gengu yfir — þeir voru einfaldlega kaffærðir. Einhvern veginn líður mönnum svo miklu betur, er þeir hafa hrist viðjar einstefnu af sér og vinna markvisst að list sinni og öðrum óháðir — það er líkast því sem lífið taki við sér aftur. Menn standa t.d. undrandi fyrir framan ýmsar myndir, sem þeir áður gengu framhjá án þess að virða viðlits — trúir vígorðinu „brenn- um allt þetta úrkynjaða drasl“ —• niður með þetta — niður með hitt ... — Hverjir skyldu trúa því, að er Picasso heimsótti Kaupmanna- höfn fyrir allnokkrum árum og skoðaði m.a. Ríkislistasafnið, varð hann hrifnastur af stórri mynd eftir natúralistann L.A. Ring! — Fyrr eða síðar, og þá betur Sigríður Björnsdóttir við eitt verka sinna. Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON flMEttysÝNINGASALUR 01100 SÝNINGASALUR BOCSOs</N\NGA.SALUR einkaumbod á Islandi David Sigurdssonhf. stiTT'Z mi 85855. Leitið upplýsinga um okkar hagstæðu greiðslukjör. Fiat 128 er framhjóla- drifinn 5 manna bíll. 2ja—4ra dyra bílar sem reynst hafa sérlega vel hér á landi. Fiat 128 C 1977. Ekinn 34 þús. km. Gulur. Einn eigandi. Verö kr. 2.350.000- Fiat 128 SP árgerö 1976. Ekinn 25 þús. km. Rauöur. Topp bíll. Verð kr. 2.100.000- Fiat 125 P. Ein hag- stæðustu bílakaupin sem fólk gerir í dag. Fiat 125 P árgerö 1978. Ek- inn 16 þús. km. Hvítur. Verö 2.000.000- Fiat 125 P árgerö 1977 Ekinn 31 þús. km. Brúnn. Verð kr. 1.750.000.- Einn eigandi. Fiat 125 P Station árgerö 1977. Ekinn 29 þús. km. Hvítur. Verö kr. 1.850.000.- Fiat 125 P Station árgerö 1977. Ekinn 56 þús. km. Rauöur. Verö kr. 1.000.000.- Chevrolet Nova árgerö 1973. Ekinn 65 þús. km. Brúnn 6 cyl. beinskiptur. Verö kr. 2.350.000.- Einn eigandi. Austin Mini árgerð 1976. Ekinn 18 þús. km. Rauö/brúnn. Verö kr. 1.450.000 - Einn eigandi. Fiat 128 Berlinetta ár gerð 1978 sportbíllinn frá Fiat. Ekinn 18 pús. km. Græn/sanseraður. 3ja dyra. Verð kr. 3.2000.000.- Einn eigandi. Nú er rétti tíminn til Komið og skoðið. aö bíl Fiat 127 er framhjóla- drifinn 5 manna spar- neytinn bíll. Mest seldi bíll í Evrópu. Fiat 127 SP árgerö 1977, ekinn 35.000. Rauöur. Einn eigandi kr. 1.900.000.- Fiat 127 Berlina árgerð 1976, ekinn 62 þús. km. Grænn. Verö kr. 1.750.000- Fiat 127 SP árgerö 1976. Ekinn 66 þús. km. Rauöur 3ja dyra. Verð kr. 1.600.000.- Fiat 127 Berlina árgerö 1974 ekinn 70 þús. Verö kr. 900.000- Fiat 128 Rally árgerö 1974. Ekinn 48 þús. Rauður. Verö kr. 1.200.000- Fiat 128 cl. árgerö 1977. Ekinn 21 þús. km. Verö kr. 2.450.000- Fiat 131 er sterkbyggð- ur glæsivagn sem m.a. hefur unnið heims- meistaratitilinn í Rally. Fiat 131 SP árgerö 1977. Ekinn 26 þús. km. Grænn. Verö kr. 2.800.000.-.- Fiat 131 SP árgerö 1976. Ekinn 31 þús. km. Rauður. Verð kr. 2.350.000- Fiat 132 kraftmikill lúx- us bíll frá Fiat verk- smiðjunni. Fiat 132 Gls. 1800, árgerö 1977. Ekinn 25 þús. km. Rauöur. Verö kr. 3.650.000- Einn eigandi. Fiat 132 Gls. 1974. Ekinn 47 þús. km. Beige. Verö 1.800.000- Einn eigandi. tryggja Sér notaöan A G0Ð VERÐI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.