Morgunblaðið - 17.03.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.03.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1979 Erjur irman fínnsku fíokkanna setja svip á kosningaslaginn Eftir Thomas Romantschuk, fréttaritara Mbl. í Helsingfors Um þessa helgi, það er að segja sunnudaginn 18. og mánudaginn 19. marz eru þingkosningar í Finnlandi, og kjósa Finnar þessa tvo daga 200 þingmenn, scm taka skulu sæti í Finnska Riksdagen. Stóra spurningin í kosningun- um er sú, hvers konar ríkis- stjórn það verður sem Finnar íá eftir kosningarnar. Nú situr samsteypustjórn mið- og vinstriflokkanna að völdum í Finnlandi undir forsæti Kal- evi Sorsas. Ríkisstjórn Sorsas hefur öruggan meirihluta í Riks- dagen eða alls 143 þingmenn að haki sér. Þannig er það að minnsta kosti fræðilega séð. Auk sósíaldemókrata eiga ráðherrar úr Miðflokknum, Frjálslynda þjóðarflokknum og hið svokallaða Lýðræðis- samband alþýðu Finnlands. þ.e.a.s. vinstrisósíalistar og kommúnistar, sæti í þessari fram af hálfu hægri flokkanna, að mynda ætti borgaralega stjórn. Þegar kosningarnar 1975 fóru fram var við völd í Finnlandi embættismannastjórn undir for- ystu sósíaldemokratans Keijo Liinamaas. Sat stjórn hans áfram við völd í nokkurn tíma eftir kosningarnar á meðan sigurvegar- ar kosninganna voru að athuga möguleika á myndun nýrrar stjórnar. Eftir fremur langvinnar stjórnarmyndunartilraunir tók alþýðufylkingar-stjórn undir for- sæti Miðflokksmannsins, Martti Miettunens við stjórnartaumunum af ráðuneyti Liinamaas. Sú ríkis- stjórn sundraðist þó eftir að hafa setið tæplega eitt ár, og tók nú við minnihlutastjórn miðflokkanna og aftur undir forystu Miettunens, en það voru Miðflokkurinn, Frjáls- lyndi flokkurinn og Sænski þjóðar- flokkurinn, sem stóðu að myndun þessarar minnihlutastjórnar. Stjórn Sorsas En eins og við var að búast, varð þessi minnihlutastjórn heldur ekki ýkja langlíf. Eftir rúmlega hálft ár var þessi stjórn einnig að þrotum komin. Hinn 15. maí ‘77 gat tals- maður Sósíaldemokratanna, Kalevi Sorsa, að minnsta kosti brottför Sænska þjóðarflokksins úr stjórn. Núverandi ríkisstjórn Finnlands er sem sagt með sósíaldemokrata í forsæti, enda þótt borgaraflokk- arnir hafi meirihluta í Riksdagen. Þó hefur verið tekið tillit til meirihlutaaðstöðu borgaraflokk- anna á þingi þannig, að Miðflokk- urinn hefur fengið yfirráð yfir flestum ráðuneytunum eða alls fimm. Sósíaldemokratar eru með fjóra ráðherra í ráðuneyti Sorsas, Vinstrisósíalistar / Kommúnistar hafa þrjá ráðherra, Frjálslyndi þjóðarflokkurinn hefur tvo ráð- herra og loks situr einn óháður ráðherra í ríkisstjórninni, og er hann ekki sósíalisti. Ríkisstjórn Sorsas er sem sagt þannig skipuð, að styrkleikahlutföllin eru 8 á móti 7 borgaraflokkunum í vil. Klofningur kommúnista En þegar nánar er litið á málin, er það ekki einungis sjálf samsetn- ing finnsku ríkisstjórnarinnar, sem athygli vekur. Stuðningur hinna 143 þingmanna í Riksdagen við ríkisstjórnina er í reynd aðeins í orði. Eins og alkunna er, reyndist engan veginn 143 þingmenn að baki sér, þegar til kastanna kem- ur. Deilur hægri og vinstri Samt sem áður verður það að segjast um ríkisstjórn Sorsas, að störf hennar hafa gengið fremur snurðulítið, og byggist það að nokkru leyti á því, að ríkisstjórnin hefur kunnað að færa sér í nyt að tefla hinni róttæku vinstrisinnuðu stjórnarandstöðu á þingi gegn hægri sinnum, og svo má heldur ekki gleyma því, að hægri flokk- arnir í stjórnarandstöðu eru einn- ig klofnir í afstöðu sinni. Stærsti stjórnarandstöðuflokk- urinn, Sameiningarflokkurinn, hefur 33 þingsæti í Riksdagen, Kristilegi sambandsflokkurinn hefur 8, Stjórnarskrárflokkurinn og Landsbyggðaflokkurinn hafa hvor um sig tvö þingsæti, en báðir þessir flokkar eru lengst til hægri í finnskum stjórnmálum. Loks hefur svo Sænski þjóðarflokkurinn 10 þingsæti, en hann er miðflokkur að stefnuskrá. Það gefur því auga leið, að það reynist erfitt fyrir þessa flokka að sameinast um afstöðu sína sem ein allsherjar stjórnarandstaða á þingi. flokksins er sjálfur formaður flokksins, Johannes Virolainen, en hann er gildur bóndi og hefur örugg tök á hinum ýmsu flokks- deildum Miðflokksins víðs vegar um landið. Samt sem áður er næstum því öll miðstjórn flokksins í fullri andstöðu gegn honum. Virolainen spáð falli Það er hinn tryggi stuðnings- maður K-línunnar, Ahti Karjalainen bankastjóri, sem talinn er hafa mjög sterka stöðu bæði í miðstjórn flokksins og einnig í hópi þingmanna Mið- flokksins. Almennt er því álitið, að það verði K-línumenn, Karjalain- en og fylgismenn hans, sem bera muni sigur úr býtum í Miðflokkn- um við þingkosningarnar núna á sunnudag og mánudag, en sjálfum formanni flokksins Johannes Viro- lainen er jafnframt spáð falli í kosningunum, en hann hefur átt sæti í Riksdagen óslitið allt frá lokum heimsstyrjaldarinnar, eða í 34 ár samfleytt. Missi Virolainen þingsæti sitt, eru litlar líkur á því, að úr valdabaráttunni innan Mið- flokksins dragi eftir kosningar. Staða Frjálslynda þjóðarflokks- ins í finnskum stjórnmálum er einnig svolítið undarleg. I ríkis- Sorsas forsætisráðherra — Hefur verið laginn að sigla milli skers og báru. Ahti Karjalainen — Styður „K-línuna“, þ.e. Kekkonen og utanríkisstefnu hans. Kekkonen forseti — Valdabaráttan innan Miðflokksins snýst að nokkru um hann og stefnu hans. 00. ríkisstjórn Finnlands. Það er orðin venja hér í Finnlandi að kalla slíkar samsteypu- stjórnir alþýðufylkingar- stjórnir. En það er mjög svo sundurleit alþýðufylking, sem stendur að núverandi ríkis- stjórn. Þetta á að miklu leyti rætur sínar að rekja til innri sundrungar stjórnarflokk- anna, en einnig til þeirrar staðreyndar, að samsetning ríkisstjórnarinnar endur- speglar ekki beint styrkleika- hlutföllin milli flokkanna á finnska þinginu. Skýringuna á þessu fær maður, þegar litið er nánar á stöðuna. Borgaraflokkarnir með þingmeirihluta I síðustu þingkosningum, sem fram fóru árið 1975, fengu borg- araflokkarnir méirihluta á þingi, þ.e.a.s. 106 þingsæti í Riksdagen á móti 94 þingsætum vinstri flokk- anna. Því var þess vegna haldið tilkynnt Finnlandsforseta Urho Kekkonen, að nýr ráðherralisti lægi fyrir. í þessari ríkisstjórn sátu full- trúar fimm stjórnmálaflokka, þ.e.a.s. Sósíaldemokrata, Vinstri- sósíalista, Kommúnista, Frjáls- lynda þjóðarflokksins. Af þeim stjórnmálaflokkum, sem eiga full- trúa í Riksdagen, voru það aðeins Sameiningarflokkurinn (hægri), Kristilegi sambandsflokkurinn og smáflokkarnir Stjórnarskrár- flokkurinn og Landsbyggðarflokk- ur Finnlands, sem settir voru í stjórnarandstöðu. Sænski flokkurinn úr stjórn Ríkisstjórn Kalevis Sorsas hafði stuðning 153 þingmanna í Riks- dagen. Á síðastliðnu vori sleit Sænski þjóðarflokkurinn stjórnar- samstarfinu og fór úr stjórn, en ríkisstjórnin sat þó áfram án þess að láta það sýnilega á 3ig fá, að tala stuðningsmanna hennar í Riksdagen lækkaði niður í 143 við finnski kommúnistaflokkurinn klofinn að meira eða minna leyti. Þessi klofningur innan flokksins er öllum svo augljós, að það er hægt að tala um tvö flokksbrot, þ.e. „meirihlutafylkinguna" og stalínistana, enda þótt þessi klofn- ingur sé enn ekki opinberlega innsiglaður. Hatrammir andstæðingar Flokksbrotin tvö innan Komm- únistaflokks Finnlands fylgja hvort um sig sjálfstæðri pólitískri stefnu og hafa á sínum snærum hvort sitt málgagnið, sem svo keppast um að sverta flokksbrot andstæðinganna og gera það tor- tryggilegt. Það er því unnt að tala um róttæka stjórnarandstöðu í finnska Riksdagen. Þessir róttækl- ingar hafa 11 þingmenn eða stund- um 12, sem oft greiða atkvæði gegn lagafrumvörpum ríkisstjórn- arinnar. Það má því segja, að ríkisstjórn Kalevis Sorsas geti stuðst við aðeins 132 „örugga“ þingmenn í Riksdagen en hafi Virolainen gegn Kekkonen Ríkisstjórn Sorsas hefur vitan- lega orðið að kljást við ýmis konar innri vandamál. Það hefur t.d. reynst stjórninni erfitt að finna heppilega málamiðlun milli skoð- ana miðflokksmanna og vinstri- sinna sérstaklega þegar málefni finnska landbúnaðarins og efna- hagsmál Finnlands ber á góma. Ekki er heldur hægt að segja, að allt sé slétt og fellt í samstarfinu innan ríkisstjórnarinnar sjálfrar. í Miðflokknum geisar all harðvít- ug valdabarátta milli bændaliðs Johannesar Virolainens og K-línu manna, og er þá átt við stuðnings- menn Kekkonens sem forseta og þá utanríkisstefnu, sem hann hef- ur mótað svo mjög. En deilurnar í Miðflokknum standa ekki bara um- þetta. Að vissu leyti er um að ræða ákveðna tilraun Miðflokksins til þess að ná til sín auknu fylgi í borgunum. En það er greinilegt, að valdabaráttan í Miðflokknum hef- ur skýr áhrif á allt starf ríkis- stjórnarinnar. Forsprakki upp- reisnarmannanna innan Mið- stjórn hefur flokkurinn að mestu verið sama sinnis og Miðflokkur- inn. Eftir að Sænski þjóðarflokk- urinn sleit stjórnarsamstarfinu, hefur hin hefðbundna samstaða borgaralegu miðflokkanna í kosn- ingabaráttunni riðlast nokkuð og er nú orðin miklu flóknari í fram- kvæmd, og er þá átt við vissa samstöðu Miðflokksins, Frjáls- lynda þjóðarflokksins og Sænska þjóðarflokksins. Kosningabandalög borgaraflokkanna Tilraun Frjálslynda þjóðar- flokksins að tryggja sér stöðu miðsvæðis innan finnsku mið- flokkanna hefur ekki alltaf tekizt sem skyldi. Allir þrír ofangreindir miðflokkar hafa hiklaust myndað með sér kosningabandalög í fjöl- mörgum kjördæmum rétt fyrir þessar kosningar. Sú staða er því komin upp, að tveir stjórnarflokk- ar hafa myndað kosningabandalag við einn af stjórnarandstöðuflokk- unum, þ.e. við Sænska þjóðar- flokkinn! Það er þó langt frá því, að þetta kosningabandalag sé í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.