Morgunblaðið - 17.03.1979, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 17.03.1979, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1979 15 LÍF & LIST Seymistovan gerir þaðgottíFœreyjum • Saumastofan eftir Kjartan Ragnarsson hefur gert mikla lukku í Færeyjum í vetur og hafa yfir 5000 áhorfendur séð leikinn á rúmlega 30 sýningum í Þórshöfn. „Seymistovan" eins og verkið heit- ir á færeysku verður á næstunni sýnd utan Þórshafnar, m.a. í Klakksvík. Óskar Hermannsson formaður Sjónleikarfélagsins í Þórshöfn sagði í viðtali við Dimmalætting nýlega, að ráðgert væri að fara víða um eyjarnar með Seymastovuna, „sum hevur verið so vælumtóktur og spældur ikki minni enn 30 ferðir í Havn“, eins og segir í blaðinu. Leikstjóri Saumastofunnar í Færeyjum er Elin Mouritzen, ein af helztu leikkonum Færeyja, og er uppsetning leikritsiné frumraun hennar sem leikstjóra. Elín er fædd á íslandi og bjó hér í nokkur ár, en er nú búsett í Færeyjum. Hún segir svo í samtali við Dimmalætting: „At arbeiða sum leikstjóri er ógvuliga spennandi, Frá uppsetningu Saumastofunnar í Færeyjum. Elin Mouritzen leikstjóri men eisini sera krevjandi. Ein skal spæla seg inn í allar leiklutirnar, og ikki bara í tann eina, sum tá ein sjálvur spælir við.“ Aldraður V-íslendingur „Það var aldeilis glattáhjalla,, • „Það var aldeilis glatt á hjalla á Betel, Gimli, föstudaginn 2. febrúar, þegar haldið var upp á 101 árs afmæli Sigríðar Sigurðs- son. Hún tók sjálf þátt í afmælisboðinu um stund.“ Þannig hefst frétt í blaði ís- lendinga í Vesturheimi, Log- bergi — Heimskringlu. Jón As- geirsson ritstjóri segir frá þessu afmælisboði í blaði sínu og segir frá því að Sigríður hafi verið á elliheimilinu Betel frá 1967. Hún sé nú orðin blind og nær heyrnarlaus. Eftir að hún hafi misst sjónina hafi heilsu hennar hrakað, en meðan hún hafði sjón hafði Sigríður mikið yndi af að taka í spil. Sigríður er fædd austur í Múlasýslu árið 1878 og voru foreldrar hennar Nikulás Jóns- son og Þórunn Pétursdóttir. Fjölskyldan fluttist til Kanada árið 1914 og var Sigríður þá 36 ára gömul. Sigríður giftist Hallgrími Sigurðssyni, en þeim varð ekki barna auðið. í afmælisboðinu var margt um manninn og í spjalli Jóns Ásgeirssonar við einn gestanna kom í ljós að sá hafði verið áskrifandi að blaðinu í um 60 ár og lýsti óánægju sinni með að hluti blaðsins væri á ensku. Þetta væri íslenzkt blað fyrir íslendinga og ætti því að vera á íslenzku. Nóg væri af alls konar blöðum á ensku þó svo að íslendingablaðið bættist ekki við. Annar gestur í hófinu vék sér að Jóni og spurði hvort hann væri úr Grindavík. En Jón kvað nei við og varð ekki meira úr samræðum. Sigríður Sigurðsson HELGARVIÐTAL Vetrarvertíð ioðnusjómanna lýkur á hádegi á morgun, en sjávarútvegsráðuneytið gaf í vikunni út reglugerð, Oar sem loðnuveiöar eru bannaðar frá og með hádegi sunnudaginn 18. marz. Aflinn á vertíöinni er orðinn talsvert yfir 500 búsund tonn og hafa rúmlega 60 skip stundað veiðarnar. Afiahæstu skipin erú komin með um 15 púsund tonn og má ætla að hásetahluturinn á einhverjum skipanna sé orðinn um 5 milljónir króna frá pví að loðnuveiðarnar hófust að nýju í janúarmánuði. Örn Erlingsson er skipstjóri og annar aðaleigenda Arnar KE 13. Hann hafði á miðvikudagskvöld, er Morgunblaðið ræddi við hann, fengið rúmlega 12 púsund tonn á vertíðinni, en Örninn ber rösklega 500 tonn. Skipið er smíöað í Noregi 1966, en var eins og svo mörg önnur íslenzk fiskiskip lengt og yfirbyggt 1966. Skipið er 298 brúttólestir að stærð. „Erum alltal aó bæta vió okkur vindstigi" Viö náóum tali af Erni Erlinas- —— . — Viö náöum tali af Erni Erlings syni meðan hann beiö eftir aö löndun hæfist úr skipinu í Hafn- arfiröi og spuröum hann fyrst hvort sjómenn almennt væru samþykkir því að stopp væri sett á loðnuveiöarnar. — Ég held að þaö sé ekki nema allt gott'um þaö aö segja, sagöi Örn. — Ég veit ekki hvort ég tala fyrir munn alls hópsins, en persónulega er ég sammála þessari ákvörðun. Þegar fiskiríið stendur sem hæst og menn eru að berjast í hita dagsins er e.t.v. ekki vinsælt aö vera stoppaöur. Þaö er blóöugt fyrir aflamenn aö sjá veiðina fyrir framan sig, en mega ekki eiga viö veiöarnar. — En ef viö lítum til lengri tíma, þá held ég aö þaö sé sjálfsagt aö stoppa núna og sjá hverju fram vindur. Ég er á því að viö höfum veriö helzt til of aögangsharöir við loönuna I fyrra og veröum aö gæta okkar. Nú erum viö farnir aö veiöa loönuna yfir sumariö og sóknin vex alltaf. Því er meira en sjáifsagt aö leyfa loönunni aö fá aö hrygna í friði. Okkur, sem stundum þetta er þaö míkiö kappsmál, aö lífskeöja loönunn- ar geti haldiö áfram og aö viö getum byggt okkar atvinnu og okkar útgerö á loönunni í næstu framtíð. Þetta má ekki eyði- leggja vegna augnablikssjónar- miöa, sá hugsunarháttur aö nauðsynlegt sé aö ná í nokkrar krónur í viöbót vegna blankheita má ekki ráöa. — Vertíðin í heíld, eru sjó- menn ánægöir með útkomuna? — Þetta hefur veriö ósköp venjulegt loðnuár og ég held aö þaö hljóti aö vera aö menn séu ánægöir. Flest skipanna hafa aflaö vel og þaö jafnvel þó vertíöin í vetur hafi veriö ákaf- lega erfið hvaö veöur snertir. Tíöin var sérstaklega rysjótt framan af og á meðan loönan var fyrir austan land og fyrir Suöausturlandi. Þaö má eigin- lega segja aö menn séu alltaf aö bæta viö sig vindstigi í þessum bransa. — Talaö hefur verið um aö heppilegra hefði veriö að stoppa veiöarnar tímabundið fyrr á vertíöinni, en taka síöan meira pegar auknir möguleikar voru á frystingu loðnunnar og hrognanna. — Þaö er verið aö tala um aö loðnan sé verömeiri núna vegna hrognanna, en loðnan sjálf er orðin miklu veröminnl en áöur. Þaö segir sig sjálft aö þessum flota veröur ekki haldiö gang- andi með þaö í huga aö veiða aöeins með frystingu loönunnar og hrognanna í huga. Þaö vant- ar mikiö upp á aö hrognataka sé í fullkomnu lagi hjá verksmiöjun- um yfirleitt. Þar sem tækin eru fyrir hendi hefur þetta verið nokkuö gott, en gæti þó hafa verið enn betra. Hrognanýting á milli löndunarstaða hefur verið mjög misjöfn, þó svo aö veriö sé aö landp loðnu úr sömu torf- unni. Örn Eriingsson skipstjóri — Erum viö aö veiöa síðustu loðnuna í vetur? — Nei, sem betur fer ekki. Þaö er erfitt aö segja til um þetta, en í ár hefur verið nóg af ipðnunni. í fyrra var hins vegar gengiö of nálægt stofninum. — Ef við berum petta saman við síldina pá virtist vera nóg af henni pangaö til allt í einu að hún var með öllu horfin. Gæti Það sama ekki gerzt með loön- una? — Nei, ég á ekki von á því. Þegar síldin hvarf endanlega hérna um áriö, hafði þaö veriö áberandi vertíöarnar á undan, aö smærri síld bættist aldrei í stofninn. Síldin varö stærri og stærri ár frá ári síöustu árin og eflaust dó eitthvaö af henni úr elli fyrir rest. Ég er ekki sam- mála því aö síöasta gangan úti af Austfjöröum hafi veriö drepin upp, alla vega ekki hér, þaö hefur þá veriö gert viö Noreg. Þaö vantaöi endurnýjun í síldar- stofninn og sú endurnýjun var drepin viö Noreg, noröur viö Finnmörku var talaö um. — Má ekki líka ætla aö rann- sóknir fiskifræöinga sóu orðn- ar nákvæmari og traustari með árunum? — Jú, alveg hiklaust, og þess vegna finnst mér alveg sjálfsagt, aö þegar menn reka augun í aö eitthvaö er aö gerast og benda á aö betra sé aö fara sér hægt, eigum viö aö fara ettir því. Viö verðum aö byrgja brunninn áöur en þaö er oröið of seint. — Nú eru yffir 60 skip á loðnuveiðum sem bera allt frá 250 tonnum upp í 1600 tonn. Er útgerð á loðnuna arðbær fyrir allan pennan flota? — Það stórefast ég um, án þess þó aö ég hafi nokkrar tölur þar um. Fyrir nokkrum árum var hreinn leikur aö gera út á þetta skip, sem bar svona 2—300 tonn, og skila sæmilegri af- komu, en í dag held ég aö þaö sé alveg útilokaö. Veiöarfærin og útbúnaðurinn kostar þaö sama hvort sem skipiö er lítið eöa stórt. — Þaö er að vísu annaö mál þegar svona mikiö fiskast á skömmum tíma eins og aö und- anförnu, þá er þetta sjálfsagt allt í lagi. Til aö þetta sé hægt útheimtir þaö meiri vinnu, meiri og haröari sókn og gerir kröfu um meiri afla. Þaö er ekki hægt aö skila viöunandi útkomu, hvorki fyrir fólkið né útgeröina, meö þeim afla, sem fiskaöist á svona skip, viö skulum segja fyrir 2 árum. — Hvað tekur við að lokinni loðnuvertíðinni? — Viö förum á net, en aö þeirri vertíö lokinni get ég bezt trúaö víö viö förum aö dunda okkur viö aö mála. í fyrrasumar vorum viö á kolmunnaveiöum og gerðum þá tilraun meö tveggja báta vörpu. Þð er ekki fráleitt aö viö förum aftur á kolmunna í sumar, en í flotanum eru ekki nema 6—7 skip sem útbúin eru fyrir þessa flotvþrpu. Ég held aö þaö sé mjög breyti- legt hvaö loönuskipin gera þegar vertíöinni lýkur núna. - áíj Skipverjar á Erninum gera kiárt fyrir kolmunnaveiöarnar síöastliöiö sumar. wwmMmwmmMmmwmmm mmmmmmmrmmrmrm'arm ms'ts q tll •mtSiC'ttlkCIStt'f M ••'I I It'tl t I tllt MltMIIIMfSlllltltfllllltlSlStVSllt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.