Morgunblaðið - 17.03.1979, Page 16

Morgunblaðið - 17.03.1979, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1979 BORGARSTJÓRN — BORGARSTJÓRN — BORGARSTJÓRN — BORGARSTJÓRN — BORGARSTJÓRN - Borgarfulltrúar Sjálfstœðisflokksins: Viðræður byggðar á hugmyndum iðnaðarráðherra eru fráleitar Allsnarpar umræður urðu á fundi borgarstjórnar 15. marz um tillögur sjálfstæðismanna vegna nefndarálits um skipulag raforkumála og verða pær raktar hér. Hroki iðnaðarráðherra Birgir ísleifur Gunnarsson (S) tók fyrstur til máls og sagði alger- lega óviðunandi, að iðnaðarráðherra skyldi gefa yfirlýsingar um þessi mál án samráðs við sameignaraðila ríkis- ins í Landsvirkjun, Reykjavíkurborg. Nefnd þeirri sem iðnaðarráðherra, Hjörleifur Guttormsson, skipaði 6. október 1978 hefði verið falið m.a. að finna á hvaða hátt vænlegast væri að koma á fót einu landsfyrirtæki er annaðist meginraforkuframleiðslu og raforkuflutning um landið eftir aðalstofnlínum. Umræddri nefnd hefði verið skorinn mjög þröngur stakkur í erindisbréfi sínu og i raun verið falið að finna leiðir að mark- miðum, sem fram kæmu í samstarfs- yfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna. Það hefði vakið strax athygli, að borgaryfirvöldum hefði ekki verið gefinn kostur á að tilnefna mann í nefndina. Reyndar hefði borgarstjóri átt sæti þar en hann hefði ekki sótt umboð sitt til Reykjavíkurborgar enda hefði hann ekki látið borgarráð eða borgarstjóra fylgjast með því sem þar gerðist. Nefndarálitið væri aðgengilegt fyrir Reykjavíkurborg og ekki færi milli mála hvað iðnaðar- ráðherra ætlaðist fyrir. Það að ganga til samninga um stofnun landsorkufyrirtækis væri ótvíræð skilyrði í þessu. Hroki og vinnubrögð iðnaðarráðherra væru óviðunandi fyrir Reykjavíkurborg. Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra teldi sig greinilega geta ráðskast með fyrirtækið upp á eigin spýtur og vildi þess vegna augljóslega ekki taka upp viðræður við Reykjavíkurborg á jafnréttisgrundvelli. Við gleypum ekki... Birgir ísleifur sagði, að sjálfstæð- ismenn í borgarstjórn bæru hags- muni Reykvíkinga fyrir brjósti og myndo því ekki gleypa það sem að væri rétt. Þess vegna flyttu þeir eftirfarandi tillögu: „Borgarstjórn Reykjavíkur telur þau vinnubrögð með öllu óviðunandi, sem iðnaðar- ráðherra og ríkisstjórn hafa viðhaft við undirbúning tillagna um skipu- lag raforkumála. í því sambandi bendir borgarstjórn á, að Reykjavík- urborg er helmings eignaraðili að Landsvirkjun á móti ríkinu, en öll tillögugerð um raforkumálin gengur út á það hvernig unnt sé að ráðskast með fyrirtækið. Við undirbúning þeirra tillagna sem nú hafa séð dagsins ljós, hefur ekkert samráð verið haft við borgarráð eða borgar- stjórn og Reykjavíkurborg ekki gef- inn neinn kostur á að tilnefna fulltrúa í svonefnda „skipulagsnefnd um raforkuöflun" sem nú hefur skilað tillögum sínum. Borgarstjórn átelur þessi vinnubrögð harðlega og undirstrikar, að öll tillögugerð um framtíð Landsvirkjunar hlýtur að verða unnin af báðum eignaraðilum sameiginlega á fullum jafnréttis- grundvelli". Grundvöllur Landsvirkjunar Birgir ísleifur Gunnarsson minnti á, að þeir sem skipuðu borgarstjórn væru þar til að gæta hagsmuna Reykjavíkurborgar. Grundvöllur Landsvirkjunar væri framtak borg- arinnar. Hún hefði átt frumkvæðið að byggingu ýmissa virkjana svo sem Elliðaárvirkjunar og Ljósafossvirkj- unar. Síðar hefðu svo verið byggðar Irafossvirkjun og Steingrímsstöð. Mönnum blandaðist ekki hugur um, að rekstursuppbygging Sogs- virkjana og Landsvirkjunar væri með ágætum og Landsvirkjun væri gott fyrirtæki. En um margra ára skeið hefðu allmargir aðilar viljað seilast í þennan bita og jafnvel ríkið hefði litið virkjanirnar hýru auga. Samanburður hefði stundum verið gerður á Landsvirkjun og Rafmagns- veitum ríkisins. Það hefði viljað brenna við, að tilburðir hefðu verið á lofti um að gera Landsvirkjun að mjólkurkú fyrir virkjanir úti um allt land. Þá segði í nefndarálitinu m.a., „að Landsvirkjun skuli fá einkarétt til að reisa hvers konar raforkuver að afli 5 Megawött eða meira, sem ætluð eru til raforkuvinnslu til sölu“. Þetta þýddi, að enginn aðili gæti virkjað neitt sem umtalsvert væri. Nú nýlega hefði alþingi samþykkt hækkun verðjöfnunargjalds úr 13 í 19%. Ein afleiðinganna af stofnun landsorkufyrirtækis væri, að raf- orkuverð hækkaði verulega í Reykja- vík eða a.m.k. um 16.7—22.3% á heildsöluverði. Þá væru uppi hug- myndir um, að Kröfluvirkjun kæmi inn í myndina, og það ylli Reykvík- ingum erfiðleikum. Ennfremur minnkuðu áhrif Reykvíkinga á stjórn fyrirtækisins. Þá yrði mjög erfitt að standa gegn óhagkvæmum virkjunum eins og t.d. Bessastaðaár- virkjun. Rarik og sukkið Birgir ísleifur Gunnarsson sagðist óttast, að fyrirtækið leiddist út í sams konar sukk og Rarik ef það stækkaði. Sukkið hjá Rarik væri alls ekki komið til vegna þess, að forystu- menn væru verri en aðrir heldur vegna þess, að mikill pólitískur þrýstingur ríkti úti um allt land. Ef hugmynd iðnaðarráðherra yrði að veruleika væri í uppsiglingu fyrir- tæki eins og Rarik og þá yrði lítið úr 47 milljarða eignarhlutdeild Reykja- víkurborgar í Landsvirkjun. Sjálf- stæðismenn vildu spyrna við fótum og flyttu því eftirfarandi tillögu: „Borgarstjórn bendir á, að í tillögum þeim um skipulag raforkumála, sem „skipulagsnefnd um raforkuöflun" hefur látið frá sér fara, er ráð fyrir því gert, að landsfyrirtæki verði myndað um raforkuöflun með þeim hætti, að núverandi Landsvirkjun, Laxárvirkjun og 132 kw byggðalínur sameinist í eitt fyrirtæki sem áfram heiti Landsvirkjun. Ljóst er, að þetta á aðeins að vera fyrsta skref til víðtækari sameiningar raforkuöflun- arfyrirtækja. Þessi stefna mun m.a. hafa í för með sér: — Að raforkuverð í Reykjavík mun hækka. — Að Kröfluvirkjun verður í framtíðinni hluti af hinu nýja fyrir- tæki en það mun hækka enn raf- magnsverð í Reykjavík. — Að erfitt verður að standa gegn ýmsum óhagstæðum virkjunarkost- Sjálfstæðismenn í borgarstjórn tilnefna ekki aðila í viðræðu- nefndina. Óska eftir allsherjar- atkvæðagreiðslu meðal Reyk- víkinga verði niðurstöður viðræðnanna borgarbúum óhagstæðar um t.d. Bessastaðaárvirkjun, sem mikili pólitískur þrýstingur er á að leggja út í, en það kann að hækka enn rafmagnsverð. — Að hætta er á að vegna yfir- gnæfandi áhrifa ríkisins í þessu nýja fyrirtæki verði ákvarðanir teknar út frá ýmsum öðrum sjónarmiðum en arösemissjónarmiðum, eins og reynslan hefur sýnt hjá Rarik. Borgarstjórn bendir á frumkvæði og framtak Reykjavíkur í rafmagns- málum undanfarna áratugi, en raf- orkuöflunarkerfi Suð-Vesturlands hvílir á þessu framtaki sem sjálfsagt er, að Reykjavík fái að njóta og þá um leið þeir nágrannar borgarinnar sem við Landsvirkjun skipta. Af framangreindum ástæðum telur borgarstjórn tillögur „um stofnun landsfyrirtækis til að annast megin- raforkuvinnslu og raforkuflutning" með öllu óaðgengilegar fyrir Reykja- víkurborg og hafnar tilmælum ráð- herra um nefndarskipun sbr. bréf iðnaðarráðuneytis frá 2. marz sl. þar sem óskað er, að borgarstjórn fyrir sitt leyti „gangi til samninga um stofnun þessa landsfyrirtækis um meginraforkuvinnslu og raforku- flutning á grundvelli tillagna nefnd- arinnar“.“ Birgir ísleifur sagði því sjálfsagt og eðlilegt að bregðast hart við strax því tvímælalaust væri með hug- myndum iðnaðarráðherra gengið á hagsmuni Reykjavíkurborgar. Furðuleg viðbrögð Björgvin Guðmundsson (A) tók næst til máls og sagði, að Egill Skúli Ingibergsson hefði gefið sér sem formanni borgarráðs reglulega skýrslu um störfin í nefndinni. Björgvin sagði viðbrögð sjálfstæðis- manna furðuleg ef þeir vildu ekki standa að viðræðum við ríkið. Björg- vin Guðmundsson vitnaði síðan til bókunar sem þeir meirihlutamenn gerðu í borgarráði þegar fjallað var um málið. Þar segir m.a. „Tillaga okkar (Borgarráð samþykkir að skipa viðræðunetnd til þess að fjalla um framtíð Landsvirkjunar og end- urskoðun á sameignarsamningi ríkis og Reykjavíkurborgar) um viðræður við iðnaðarráðuneytið felur ekki í sér neina afstöðu til tillagna þeirra er fyrir liggja um sameiningu Lands- virkjunar, Laxárvirkjunar og byggðalína heldur gerum við ráð fyrir að gengið verði til viðræðna án nokkurra skuldbindinga af hálfu Reykjavíkurborgar um samþykki við framangreindar tillögur til þess að fjalla um framtíð Landsvirkjunar og endurskoðun á sameignarsamningi ríkis og Reykjavíkurborgar án nokk- urra skuldbindinga um að borgin fallist á tillögur skipulagsnefndar um raforkumál um sameiningu Landsvirkjunar, Laxárvirkjunar og byggðalína". Björgvin sagðist ekki hafa myndað sér heildarskoðun á málinu, en hann vissi, að byggðalín- an yrði veruleg fjárhagsbyrði og hækkaði raforkuverð í Reykjavík. Frávísunar- tillagan Björgvin Guðmundssón flutti síð- an frávísunartillögu frá borgar- stjórnarmeirihlutanum við tillögu sjálfstæðismanna sem hljóðar svo m.a.: „Ljóst er, að sameining Lands- virkjunar, Laxárvirkjunar og 132 kw byggðalína getur ekki átt sér stað nema með samþykki borgarstjórnar Reykjavíkur, þar eð Reykjavíkur- borg er helmings eignaraðili að Landsvirkjun. Það er því ekki aðeins eðlilegt heldur skylt að ríkið ræði við Reykjavíkurborg um þær ráðagerðir sem nú eru uppi um stækkun Lands- virkjunar. Ósk iðnaðarráðherra um viðræður við Reykjavíkurborg er því sjálfsögð og eðlileg. Að sjálfsögðu gengur Reykjavíkurborg til við- ræðna með óbundnar hendur og án nokkurra skuldbindinga um sam- þykki við þær tillögur er nú liggja fyrir....Borgarstjórn Reykjavík- ur samþykkir að ganga til viðræðna við iðnaðarráðuneytið um framtíð Landsvirkjunar á þeim grundvelli er fulltrúar meirihlutans hafa markað í borgarráði og vísar því frá tillögum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins." Rauða kverið Egill Skuli Ingibergsson borgarstjóri, sem sæti átti í nefnd- inni tók næstur til máls og kvaðst ætla ræða örlítið um „Rauða kverið" (nefndarálitið er í rauðu fjölriti). Hann sagði, að skýrslan væri einfaldur reiknigrundvöllur og þar kæmi alls ekki fram, að málin þyrftu endilega að vera eins og þar. Annars vegar væri sýnt hvernig markmiðum yrði náð og hins vegar afleiðingar þess að velja eina leið annarri fremur. Viss kostur væri á samteng- ingu orkuvera og flutningslína. Nú í dag væri svæðið sunnan- og vestan- lands betur sett en önnur svæði vegna fyrirhyggju manna á liðnum árum, en þetta snerist líklega við. Borgarstjóri sagði að nauðsynlegt væri, þegar stefnan yrði mótuð, að gæta hagsmuna borgaranna í bráð og lengd. Myndum eitt fyrirtæki Sigurjón Pétursson (Abl) sagðist telja rétt, að myndað yrði eitt fyrirtæki sem sæi um orkudreifingu. Hreppasjónarmið mættu alls ekki vera ráðandi á landinu. Engin heild- arstjórn hefði leitt til þess, að orkan væri dýr og óhagkvæmir staðir hefðu verið virkjaðir. Engum þyrfti að detta í hug, að óhagkvæmnin væri einkamál þeirra sem við hana byggju. Landsvirkjun hefði verið mjög sterkt fyrirtæki og getað rann- sakað virkjunarstaði mjög vel. Frá- leitt væri að hafna viðræðum við iðnaðarráðherra. Fulltrúar Reykja- víkur yrðu þó að gæta hagsmuna Reykvíkinga vel. Ótti á rökum reistur Davíð Oddsson (S) sagði augljóst af umræðum, að ótti sjálfstæðis- manna væri á rökum reistur. Það væri talandi tákn, að þegar sjálf- stæðismenn létu af völdum í Reykja- vík leitaði ríkið lags til að sölsa hluta af Landsvirkjun undir sig því þá væri ekki að vænta mótstöðu. Með hugmyndum iðnaðarráðherra væri verið að samtengja gamlar syndir við breiða bakið Landsvirkjun. Allur aðdragandi þessa máls væri ógeð- felldur. Menn gætu haldið af veru ESI í nefndinni að borgin væri sammála þessum breytingum en það væri rangt. Réttur aðdragandi hefði verið að spyrja borgina hvort hún hefði áhuga á viðræðum. Þá væri það alvarlegt mál, að ætlunin væri að Kröfluvirkjun félli inn í fyrirtækið í framtíðinni samkvæmt rauða kver- inu. Ólafur B. Thors (S) sagði, að árangur starfs liðinna ára væri mönnum ljóst í verki þegar mann- virki Landsvirkjunar væru skoðuð. Ef umrædd viðræðunefnd yrði skip- uð væri orðið við ósk ráðherrans um samninga á grundvelli ákveðinna tillagna. Allir fyrirvarar meirihlut- ans breyttu alls ekki skilyrðum iðnaðarráðherra. Ólafur kvaðst ósammála markmiði skýrslunnar og hér talaði Sigurjón Pétursson eins og fulltrúi iðnaðarráðherra. Ólafur kvaðst ekki vilja hætta hagsmunum Reykjavíkur inn i sullumkrull Rarik. Ólafur kvaðst á móti því að ganga til samninga á grundvelli fram kom- inna tillagna og nefndarskipunar. Hann sagðist ekki vilja ganga undir þetta ok eða leggjast undir pólitísk- an vönd iðnaðarráðherra. Kristján Benediktsson (F) sagði, að sjálfstæðismenn hefðu verið í framför í þessum málum á liðnum áratugum. Nú væru hins vegar greinileg tímamót hjá þeim. Húsbónda tónninn Kristján sagði, að bréf iðnaðarráð- herra væri í húsbóndatón, en liklega væru það afglöp. Það væri þó ekki meginmálið. Ekki ætti að ganga til viðræðna á grundvelli bréfsins held- ur óbundið. Fara þyrfti með gát í málinu. Elín Pálmadóttir (S) tók næst til máls og sagði, að hér væri verið að ræða um nefndarskipan til að kom- ast að því hvernig ná mætti mark- miðum samstarfsyfirlýsingar ríkis- stjórnarinnar um landsfyrirtæki í raforkumálum. Greinilegt væri hversu óhugnanlega markvisst og hratt væri gengið af hálfu ríkisins til að ná yfirráðum yfir Landsvirkjun. Elín sagðist hræðast hversu mark- visst og ódulbúið væri unnið af hálfu ráðherra og einnig að heyra undir- tektir Sigurjóns Péturssonar. Hér væri um að ræða 47.6 milljarða eign, og borgarfulltrúar töluðu gáleysis- lega um langstærstu eign umbjóð- enda sinna og hagsmunaaðila, áður en þeir gengju til samninga við iðnaðarráðherra, sem ætti sitt póli- Tónabær: 35-40 milljónir kostar NOKKRAR umræður urðu um Tónabæ á fundi borgarstjórnar 15. marz. Davíð Oddsson óskaði eftir, að borgarstjórnarmeirihlut- inn gerði grein fyrir hugmyndum sínum um staðinn. Björgvin Guð- mundsson sagði enga ákvörðun hafa verið tekna en það myndi kosta .35—40 milljónir að breyta húsinu í félagsmiðstöð. Kristján Benediktsson sagðist álíta, að borgin ætti að selja Tónabæ. Nota mætti andvirðið til uppbyggingar að breyta húsinu í félagsmiðstöð æskulýðsstarfsemi á öðrum stöð- um. Páll Gíslason sagði dýrt að láta Tónabæ standa auðan og nauðsyn- legt væri að taka á'kvörðun sem fyrst. Guðrún Helgadóttir sagðist ekki mundu hika við að styðja sölu á húsinu. Davíð Oddsson sagði fróðlegt að heyra umsnúning Al- þýðubandalagsins því í haust hefði það flutt tillögu um áframhald- andi dansleikjahald í Tónabæ. Markús Örn Antonsgon sagði félagoiiuðstöðvarnar geta verið uppbyggjandi fyrir félagsstörf í ýmsum hverfum, en auðvitað væri félagsstarfsemi einnig og ekki síður háð áhuga fólks. Félagsmið- stöðin í Fellahelli væri t.d. mjög til bóta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.