Morgunblaðið - 17.03.1979, Síða 18

Morgunblaðið - 17.03.1979, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1979 Schlesinger situr áfram Wa-shinKton, 16. marz. AP. JIMMY Carter Bandaríkjafor- seti hyggst ekki biðja orku- málaráðherra sinn, James Schlesinger, að segja af sér þrátt fyrir gagnrýni ýmissa öldungadeildarþingmanna. í bréfi, sem Carter sendi Dennis Deconcini, skcleggasta andstæðingi ráðherrans, sagð- ist Carter bera fyllsta trúnaðartraust til Schles- ingers og sagði m.a.: „Hann hefur mjög erfitt starf með höndum og þarf á öllum til- styrk og aðstoð á halda. Hann þarf ekki að óttast um mína. Áhöfn borgið Halifax, 16. marz. Reuter. KANADÍSKA strandgæslan bjargaði aðfaranótt föstudags allri áhöfn brezka olíuskipsins Kúrdistan eftir að það brotnaði í tvennt í árekstri við ísjaka á miðju Cabot-sundi á Norður-Atlantshafi. Ahöfnin var fjörutíu og einn maður, þar á meðal ein kona og tvö börn. Skipið var að flytja um 30.000 tonn af hráolíu til hafnar á Sept-eyjum í Quebec. Einn maður hafði orðið eftir á skip- inu er áhöfninni var bjargað seint á fimmtudagskvöld, en þyrilvængja kanadísku strand- gæslunnar flaug með hann á sjúkrahús á föstudagsmorgun. Lokaþáttur Bhuttomáls um helgina Rawalpindi, 16. marz. Reuter. LOKAÞÁTTURINN í baráttu lögmanna Ali Bhuttos, fyrr- verandi leiðtoga Pakistans, fyrir því að forða honum frá lifláti hyrjar 1 Rawalpindi á morgun. Mun Hæstiréttur þá koma saman og er búizt við að hann Ijúki gagnasöfnun sinni um helgina og yfirheyrslum þeim sem fyrir liggja. Verður þá kveðið upp úr með það hvort framfylgt skuli títt- nefndum , dauðadómi yfir Bhutto. Rikissaksóknari hefur sagt dómurunum þremur, sem í fyrra mánuði lögðust gegn þvf að Butto yrði tckinn af lífi, að þeir verði að vera hlutlaus- ir þegar að þvi kemur að leiða málið til lykta. Zia ul Haq hæstráðandi Pakistans nú hefur margsinnis sagt að hann muni ekki náða Bhutto og flest í máli hans bendir til að hann væri fylgj- andi því að Bhutto yrði tekinn af lífi. AP fær nú að starf a í Kína New York, 16. marz, AP. RÍKISSTJÓRN kínverskra al- þýðulýðveldisins hefur lýst sig samþykka þvi að handaríska fréttaþjónustan „Associated Press“ fái þegar skrifstofu í Peking. Síðan árið 1949 hefur engin bandarísk fréttastofa haft aðstöðu f landinu. Banda- ríkin og Kína tóku upp stjórn- málasamband þann 1. janúar sl. MILLET FÉKK SPARK - Bandaríska kvenréttinda- konan Kate Millet, sem sést hér til vinstri á myndinni ásamt tveimur frönskum stallsystrum sínum, neitar því að sér hafi verið vísað úr landi í Iran. Hún greindi hins vegar frá því á föstu- dag að sér hefði verið sagt að hypja sig út af hóteli sínu í Teheran, er hún reyndi að kalla þar saman blaðamannafund þann sama dag. Selveiðin hálfnuð St. Anthony, Kanada, ig. marz. AP. KANADÍSK og norsk selveiði- skip hafa nú veitt næstum helm- ing þess selakvóta sem leyfilegt verður að veiða í ár norður af Nýfundnalandi. Sex kanadísk skip taka þátt í veiðunum og hafa nú 26.537 seli um borð en kvóti Kanadamanna er 57 þúsund kóp- ar. Norðmenn sendu fjögur skip til veiðanna og hafa nú alls fangað 14.751 sel en mega veiða samtals tuttugu þúsund. Enn eru nokkrir fulltrúar Green- peacesamtakanna á næstu grösum, en þeir munu væntanlega hverfa á braut í dag, segir í AP-frétt, eftir að hafa haft í frammi mótmæli vegna veiðanna. Fréttaskýrendur segja, að mótmæli Greenpeace og annarra þeirra sem andsnúnir eru seladrápinu á þessum slóðum, hafi verið ákaflega máttvana og áhrifa- laus og ekki líkleg til að verða dýraverndunarsjónarmiðum neitt til framdráttar. Nýr borgarstjóri í Vestur-Berlín ? Bonn, 16. mars, AP. ÍBÚAR Vestur-Berlínar og vestur-þýzka fylkisins Rín- land-Pfalz ganga til kosn- inga á sunnudaginn. Flokkur kristilegra demó- krata dregur enga dul á það markmið sitt að taka nú stjórnartauma hinnar tvískiptu stórborgar í sín- ar hendur í fyrsta skipti í meira en tuttugu ár. Rómaborg, 16. marz. AP. VÍÐA á Ítalíu var þess minnzt í dag, 16. marz, að ár var þá liðið frá því að Aldo Moro, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, var rænt. Voru haldnar bænasamkomur í fjölda- mörgum kirkjum þar sem Moro var minnzt og í blöðum var f jallað um mál- ið sem enn er að mestu óupplýst. í Via Fani, þar sem Moro bjó, söfnuðust hundruð bæjarbúa Aldo Moro saman og fóru með bænir og lögðu blóm á stéttina við heimili Moros. „Aldo Moro — þú lifir áfram í hjörtum okkar" stóð á borða sem komið var fyrir við götuna þar sem lík Moro fannst. Þar var einnig mikið af blómum. Eleonora, ekkja Moros, tók þátt í einni af mörgum minningarat- höfnum um mann sinn, en lét að öðru leyti litið fyrir sér fara. Hún Talið er, að formaður kristilegra demókrata í Vestur-Berlín, Richard von Weizsacker, eigi góða möguleika á að velta núverandi borgarstjóra, Dietrich Stobbe, úr sessi, þar sem margt bendir til að ýmsir smáflokkar kunni að saxa af fylgi jafnaðarmanna. I Rín- land-Pfalz er litið svo á, að kristi- legir demókratar, undir forystu Bernhards Vogel, haldi fylgi sínu nokkurn veginn óbreyttu. Athygli manna hefur einkum beinzt að Vestur-Berlín, þar sem vestrænir bandamenn eru enn í hefur að sögn kunnugra langt frá jafnað sig af þeirri beizkju sem greip hana og bræði, þegar það rann upp fyrir henni, að ríkis- stjórnin var alls ófáanleg til að semja við ræningja Moros í fyrra. fyrirsvari a.m.k. í orði kveðnu, þótt margir líti á borgina sem hluta Vestur-Þýzkalands. Núverandi borgarstjóri, Stobbe, sem er fertugur að aldri, komst til valda árið 1977, eftir að umtals- verð stjórnmálahneyksli höfðu knúið fyrirrennara hans, Klaus Schútz, til að segja af sér. Klofn- ingur innan Jafnaðarmanna- flokksins varð til þess að kristileg- ir demókratar urðu stærsti flokk- urinn eftir kosningarnar 1975, með 43,9 hundraðshluta atkvæða á bak við sig. í þessum kosningum hlutu jafnaðarmenn 42,6 hundraðshluta atkvæða en héldu engu að síður stjórn borgarinnar með stuðningi frjálslyndra. Stobbe var tilnefndur borgarstjóri af miðnefnd flokksins og síðan löglega kjörinn í borgar- ráði. Það verður því í fyrsta skipti á sunnudaginn að 1,56 milljónum kjósenda gefst kostur á að gera upp hug sinn um hvort þeir vilja hann sem borgarstjóra eða ekki. í þinginu í Rínland-Pfalz hafa kristilegir dómókratar 55 sæti, en jafnaðarmenn og frjálslyndir 45 sæti til samans. Weizsacher Víetnam leyfir áætlunarflug með flóttafólk Manila, 16. mara. Reuter. SAMKVÆMT nýlegum samningi, sem Vietnamar hafa gert við Sam- einuðu þjóðirnar, ætla þeir nú að leyfa áætlunarflug með flóttamenn til staða, þar sem þeir hyggja á varanlega bólfestu. Samkvæmt upplýsingum talsmanns Samein- uðu þjóðanna, er búist við að fyrsta flugið eigi sér stað innan fárra daga og má vænta að ferðirnar fylgi fastri tímaáætlun þegar kem- ur fram á vor. Talið er að „báta- fólkinu" svonefnda, sem reynt hef- ur að flýja land sjóleiðina, muni nú fækka til muna. Stakkaski tæplega Frá fréttaritara Mbl. íHelsinki, Thomas Romantschuk. ÞAÐ ER eftir tiltölulega bragðdaufa kosningabaráttu að Finnar ganga nú til þing- kosninga um helgina.Stjórnar- andstöðunni hefur ekki veitzt auðvelt að koma höggi á stjórnarflokkana og gegnir raunar sama máli um stjórnina sjálfa, að hún hefur ekki fundið marga veika bletti á borgara- legum andstæðingum sfnum, sem lagt hafa sitt af mörkum tii að koma á jafnvægi í efna- hagsmálum þjóðarinnar. Vissulega verður því ekki neitað, að atvinnuleysi er töluvert, um 160.000 manns eru á atvinnuleysisskrá. Þetta er þó fyrst og fremst gjaldið, sem Finnar hafa orðið að greiða fyrir einkar arðbæra efnahags- málastefnu. Samkvæmt efna- hagsspám OECD kemur Finn- land til með að njóta mesta hagvaxtar í Evrópu á árinu, sem er áætlaður 4,5 af hundraði. Vonir standa til að takast megi að halda verðbólgu innan hæfi- legra marka á bilinu 8 til 9 af hundraði. Kalevi Sorsa em- Kosningabaráttan sjálf kennist ekki aðeins af fáum ágreiningsefnum. Frambjóð- endur, sem stinga upp kollinum úti um landsbyggðina, eru furðulega áþekkir hver öðrum. Þrátt fyrir að hver flokkur árétti sérstöðu sína má öruggt telja að fjöldi kjósenda gerir lítinn sem engan greinarmun á þeim. í stuttu máli þá skortir allt púður í baráttuna. í öllum meginatriðum skiptir ti verða innlandi engum sköpum hvort nákvæm- lega sama ríkisstjórn verður við völd eftir kosningar eða ekki. Vinstri- og Miðflokkasamsteypa forsætisráðherrans Sorca býr við þægilegan meirihluta í þing- inu. íhaldsflokkurinn, sem verið hefur í stjórnarandstöðu í meira en áratug, má því gera sér von um að vinna talsvert á. Engu síður er talið ólíklegt að sigur íhaldsflokksins komi til með að koma stjórnarskiptúm til leiðar. Síðast þegar stjórnarskipti urðu, árið 1966, í kjölfar kosninga, höfðu sósíaldemókrat- ar verið í stjórnarandstöðu í tíu ár. í kosningum þessum unnu þeir sigur svo afgerandi (þeir bættu við sig sextán þingsæt- um) að þeir áttu vart annarra kosta völ en axla stjórnar- ábyrgðina. Fáir gera sér nú von um að íhaldsmenn leiki þetta eftir. Almennt er reiknað með að úrslit þingkosninganna verði til að jafna valdahlutföllin í land- inu, ennfremur að þau staðfesti umboð núverandi ríkisstjórnar frekar en að þau styrki það sérstaklega. Ar er liðið frá rán- inu á Aldo Moro

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.