Morgunblaðið - 17.03.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.03.1979, Blaðsíða 20
2 0 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1979 Lúðvíks Jósepssonar Allt frá því að kosningaúrslit lágu ljós fyrir í júnímánuði fyrra árs hafa núverandi stjórnarflokkar rembst eins og rjúpa við staur við að móta sameiginlega stefnu — markmið og leiðir — í ríkisfjármálum, verðþenslumálum og öðrum þáttum efnahagsmála okkar. Þetta „samstarf“ hefur verið sífelldur hanaslagur, þar sem stjórnarflokkarnir hafa lagt meiri áherzlu á að koma höggi hver á annan en ná saman málefnalega, enda hafa vandamálin og viðfangsefnin hrannast upp óleyst. Þó kom að því sl. laugardag, að samstaða náðist milli ráðherranna 9 um öll meginatriði efnahagsfrumvarps, sem leggja átti fram á Alþingi eftir langvinnt samningamakk. En kálið var ekki sopið þótt í ausuna væri komið. Ráðherrar Alþýöubandalagsins, sem vel kunna við sig á valdastólum, höfðu teygt sig lengra í átt til áframhaldandi setu í ríkisstjórn en þingflokkur þeirra taldi við hæfi. Þeir voru því knúðir til að gera athugasemdir við atriði, sem þeir höfðu áður fallizt á, eða ekki gert fyrirvara um, og viðhalda þannig því sundurlyndi innan ríkisstjórnarinnar, sem gert hefur hana að viðundri í augum alþjóðar. Engin vafi er á því að ráðherrar Alþýðubandalagsins hafa leikið herfilega af sér, pólitískt séð, og komið sér í aðstöðu, sem rýrir álit þeirra hjá almenningi og eigin flokksmönnum. í fyrsta lagi fallast þeir á efnisatriði — sem ágreiningur hefur staðið um — í efnahagsfrumvarpi, sem kennt hefur verið við forsætisráðherra, án þess að tryggja fyrirfram stuðning flokks síns við þau. Þar með fóru þeir á bak við flokksbræður sína, í viðleitni til að tryggja sér áframhaldandi ráðherradóm. Þingflokkur Alþýðubandalagins og aðrar valdastofnanir í flokknum senda síðan ráðherrana á fund forsætisráðherra til að gera ágreining um atriði, sem þeir höfðu áður fallizt á, og tefla þannig á tæpasta vað um lífdaga ríkisstjórnarinnar. Þannig brugðust ráðherrar Alþýðubandalagsins á ný og í þetta sinn samráðherrum sínum og samstarfsflokkum. Olafur Jóhannesson forsætisráðherra lagði síðan fram á Alþingi í gær efnahagsfrumvarp í því formi, sem hann taldi vera orðið samkomulag um í ríkisstjórninni sl. laugardag, eins og hann hefur kosið að orða það við fjölmiðla. Lúðvík Jósepsson, formaður Alþýðubandalags- ins, sagði í viðtali við sjónvarpið í fyrrakvöld, að yrði þetta frumvarp samþykkt óbreytt, eins og forsætisráðherra lagði það fram, myndi Alþýðubandalagið draga ráðherra sína úr ríkisstjórninni, sem þar með hefði ekki lengur starfhæfan meirihluta á Alþingi (hafi hún þá nokkurn tímann haft hann). í þessari yfirlýsingu Lúðvíks felast ekki litlar snuprur á ráðherra Alþýðubandalagsins, sem ekki höfðu uppi ágreining um þessi atriði, er gengið var frá frumvarpi forsætisráðherra í ríkisstjórn. Áframhaldandi seta í ríkisstjórn, sem þá fýsir mjög til, verður ekki tryggð nema með því að Lúðvík og hans armur í Alþýðubandalag- inu verði knúinn til að beygja sig undir sjónarmið Alþýðu- og Framsóknarflokks í vísitölumálum, e.t.v. í eitthvað breyttu formi frá ákvæðum núverandi frumvarps, en með sömu „kaupskerðingaráhrifum.“ Viðleitni í þessa átt mun nú í fullum gangi, hvern veg sem til tekst. Yrði þá frumvarpinu breytt til málamynda í meðförum þingsins til þess að koma á sýndarsamkomulagi. Átökin um Iíf ríkisstjórnarinnar eru nú átök innan Alþýðubandalagsins. Áberandi fúsleiki ráðherranna til áframhaldandi setu eykur á lífslíkur hennar. Sú staðreynd, að vegur hennar til framhaldslífs liggur um bogið bak Lúðvíks Jósepssonar, verkar hinsvegar í gagnstæða átt. En tíminn einn fær skorið úr því, hvort má sín meir í Alþýðubandalaginu, ráðherragleði þrímenninganna eða yfirlýsingar Lúðvíks Jósepssonar. Um bogið bak Birgir ísL Gunnarsson: S.l. fimmtudag var til um- ræðu í borgarstjórn eitt mesta hagsmunamál Reykvíkinga, sem borgarstjórn hefur fjallað um árum saman. Umræðuefnið var framtíð Landsvirkjunar og til- efni umræðnanna var beiðni iðnaðarráðherra um skipun við- ræðunefndar til að ganga til samninga um stofnun nýs lands- fyrirtækis um meginraforku- vinnslu og raforkuflutning á grundvelli tillagna þeirrar nefndar, sem starfað hefur á vegum iðnaðarráðherra um þetta mál. Sjálfstæðismenn hregðast hart við Til marks um það, hve hér er um gífurlegt hagsmunamál Reykvíkinga að ræða, má nefna að eignarhluti Reykjavíkur í fyrirtækinu Landsvirkjun er metinn á 42,6 milljarða króna. Hér er um hreina eign að ræða, þ.e. eftir að skuldir hafa verið dregnar frá. Til samanburðar má geta þess að allar tekjur borgarsjóðs á þessu ári, þ.e. niðurstöðutölur fjárhagsáætl- unar eru áætlaðar 23,9 milljarð- ar. Þegar þessir miklu hagsmunir eru metnir, þarf engum að koma á óvart, þótt borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi brugð- ist hart við til varnar þessum hagsmunum. Óviðunandi vinnubrögð S.l. laugardag gerði ég hér í Mbl. grein fyrir aðdraganda þessa máls. Ég rifjaði upp að vinstri stjórnin birti sem stefnuyfirlýsingu að leggja ætti niður Landsvirkjun og stofna nýtt fyrirtæki, sem sæi um alla megin raforkuframleiðslu og raforkuflutning í landinu. Til að leggja á ráðin, um hvernig framkvæma ætti þessa stefnu skipaði ráðherra nefnd án þess að hafa nokkur samráð við Reykjavíkurborg sem er helmings eignaraðili að Lands- virkjun. Fyrst þegar tillögurnar voru fullmótaðar snéri ráðherra sér til Reykjavíkurborgar með tilmælum um viðræður „á grundvelli tillagna nefndarinn- ar. Vinstri flokk- arnir halli undir ráðherra Við Sjálfstæðismenn í borgar- stjórn töldum þessi vinnubrögð með öllu óviðunrndi og fluttum tillögu um að átelja þessa fram- komu og vildum að borgarstjórn undirstrikaði, að öll tillögugerð um framtíð Landsvirkjunar hlyti að verða unnin af báðum eignaraðilum sameiginlega á fullum jafnréttisgrundvelli. Þetta treystu vinstri flokkarnir í borgarstjórn sér ekki til að samþykkja. Þeir lögðust á hnén og kysstu á vönd iðnaðarráð- herrans. Engum af fulltrúum vinstri flokkanna fannst undir- búningur málsins af hálfu ráð- herra neitt athugaverður, í mesta lagi klaufalegur og á þeim mátti helzt skilja, að það væri þakkarvert að ráðherra skyldi nú vilja tala við Reykja- víkurborg. Þessu máli þurfa vel með Rafmagnsverð í Reykjavík mun hækka Við fluttum einnig aðra til- lögu í málinu, sem fjallaði efnis- lega um nefndarálitið. I þeirri tillögu lögðumst við gegn þeirri hugmynd að stofna landsfyrir- tæki og bentum á að þessi stefna myndi m.a. hafa í för með sér: • Að raforkuverð í Reykjavík myndi hækka. • Að Kröfluvirkjun yrði í framtíðinni hluti af hinu nýja fyrirtæki, en það myndi hækka enn rafmagnsverð í Reykjavík. • Að áhrif Reykjavíkur á stjórn fyrirtækisins myndi stórlega minnka og áhrif til ákvörðunar um áframhald- andi virkjanir og verðlagn- ingu minnka að sama skapi. • Að erfitt yrði að standa gegn ýmsum óhagstæðum virkjun- arkostum, t.d. Bessastaðaár- virkjun, sem mikill pólitísk- ur þrýstingur væri á að leggja út í, en það kynni að hækka enn rafmagnsverð. • Að hætta væri á að vegna yfirgnæfandi áhrifa ríkisins í þessu nýja fyrirtæki yrðu ákvarðanir teknar út frá ýmsum öðrum sjónarmiðum en arðsemissjónarmiðum, eins og reynslan hefur sýnt hjá Rafmagnsveitum ríkis- ins. Vildum hafna nefndarskipun í tillögu okkar bentum við á frumkvæði og framtak Reykja- víkur í rafmagnsmálum á und- angengnum áratugum, sem sjálfsagt væri að Reykjavík fengi að njóta. Af framangreindum ástæðum töldum við tillögurnar í nefnd- aráliti ráðherrans með öllu óað- gengilegar fyrir Reykjavíkur- borg og lögðum til að borgar- stjórn hafnaði tilmælum ráð- herra um nefndarskipun, en samkvæmt bréfi ráðherra átti nefndin að hafa það afmarkaða verksvið að ræða framtíð Lands- virkjunar á grundvelli nefndar- álitsins. Þessari tillögu okkar höfnuðu vinstri flokkarnir í borgarstjórn og tjáðu sig fúsa til viðræða, en tóku þó fram að það væri án skuldbindinga. Látum ekki vinstri flokkana semja af sér eign- ir Reykvíkinga í umræðunum kom fram að nokkuð skiptar skoðanir virðast vera meðal vinstri flokkanna um málið. Iðnaðarráðherra átti góða fulltrúa á fundinum, þar sem voru borgarfulltrúar Al- þýðubandalagsins. Framsóknar- fulltrúinn sló úr og í og helzt virtist það vera fulltrúi Alþýðu- flokksins, sem eitthvað vildi andæfa. Niðurstaða umræðn- anna í heild var sú, að ekki væri þeim vinstri mönnum vel treyst- andi til að halda á hlut Reykvík- inga í þessum samningaviðræð- um. Við sjálfstæðismenn tókum þá hörðu afstöðu að vilja enga ábyrgð taka á þessum viðræð- um. Við munum því ekki til- nefna neina fulltrúa í viðræðu- nefnd við ráðherra. Niðurstöður viðræðnanna munum við síðan vega og meta og ef þær að okkar mati ganga gegn hagsmunum borgarbúa, munum við krefjast allsherjaratkvæðagreiðslu með- al Reykvíkinga um málið. Við munum ekki þegjandi láta vinstri flokkana semja af sér eignir Reykvíkinga. Þessu máli þurfa borgarbúar að fylgjast vel með. Reykvíkingar að fylgjast Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnartulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjórí Ritstjórn og afgreiösla Augiýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. borbjörn Guómundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aóalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 3000.00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 150 kr. eintakið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.