Morgunblaðið - 17.03.1979, Síða 21

Morgunblaðið - 17.03.1979, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1979 21 Ahrif frumvarps Ólafe Jóhannessonar á verðbólguna: Gert ráð fyrir allt að 35% verðbólgu 1979 VERÐBÓLGAN mun vaxa um þriðjung miðað við frumvarp Ólafs Jóhannessonar, forsætis- ráðherra, eins og það liggur nú fyrir eða um 33%. Er þá ekki gert ráð fyrir áfangahækkun opin- berra starfsmanna hinn 1. aprfl, 3%, en sé með henni reiknað verður verðbólgan um 35%, en stjórnvöld óttast mjög að áfanga- hækkun til opinberra starfs- manna færi yfir allan vinnu- markaðinn, þar sem forysta ASÍ muni aldrei una því að aðeins opinberir starfsmenn fengju þessa hækkun, sem er umsamin. Eins og sést af þessum tölum, hefur allmikið verið slakað á frá því er fyrsta útgáfa frumvarps Ólafs Jóhannessonar kom fram fyrir röskum mánuði. A forsendum fyrstu útgáfu frum- varpsins var gerð áætlun um þróun vísitölunnar og var hún þá frá upphafi árs til loka þess 29% án áfangahækkunar opinberra starfsmanna en 31% ef hún næði fram að ganga. Samið um lántöku- heimild til að styrkja stöðu þjóðarbúsins FRÁ ÁRINU 1975 hefur Seðla- bankinn haft samning við nokkra erlenda banka um lán- tökuheimild að upphæð $45 millj., eða jafngildi um 14,6 milljarða króna á núgildandi gengi, í því skyni að styrkja lausafjárstöðu þjóðarbúsins út á við. Samningur þessi var endurnýjaður á árinu 1977 og þá með hagstæðari kjörum, enda hafði hvort tveggja gerzt, að greiðslustaðan út á við hafði styrkzt allverulega og aðstæð- ur batnað á alþjóðalánsfjár- mörkuðum. Enda þótt greiðslustaðan hafi enn farið batnandi og ekki hafi því til þess komið, að þurft hafi að nota þessa lántökuheimild, telur bankastjórn Seðlabankans nauðsynlegt að eiga aðgang að lántökumöguleikum áfram til öryggis, bæði vegna mikilla gjaldeyrisskuldbindinga þjóðar- búsins og efnahagslegrar óvissu. Bankastjórninni hefur því þótt rétt, með tilliti til bættra að- stæðna á lánsfjármörkuðum, að semja að nýju um þessa lán- tökuheimild, en með verulega hagstæðari kjörum en áður, að því er varðar lántökukostnað, vexti og lánstíma. Eins og áður hefur Citicorp International Bank Limited haft á hendi forustu hinna erlendu banka, sem að lánssamningnum standa. Frá Seðlabanka Islands í spánni, sem fyrr er getið og miðuð er við síðari útgáfu frumvarps forsætisráðherra, er gert ráð fyrir rýrnun viðskipta- kjara og að hún valdi frádrætti frá verðbótahækkun launa í júní um 2'á til 3%. Þar er reyndar einnig gert ráð fyrir einhverjum olíuráð- stöfunum, sem valda myndu því að dregið yrði úr launahækkunum, sem annars hefðu orðið. Svo sem getið hefur verið í Morgunblaðinu er nú rætt um félagsmálapakka sem samhliða frumvarpi Ólafs Jóhannessonar gæti mildað eitthvað kaup- skerðingarákvæði þess. Erfitt mun að gera sér grein fyrir því til hlítar, hve mikið sá pakki þyrfti að kosta, því að með því þarf að túlka tillögur Alþýðubandalagsins mjög nákvæmlega, en ekki hefur legið fyrir, hvort um þær sé samstaða innan flokksins. En eins og forystumenn flokksins hafa kynnt þær opinberlega, þá virðast þeir hafa fallizt á þrennt í verðbóta- kafla frumvarps Ólafs: að vísi- talan yrði sett á nýjan grunn, en það þýðir minni verðbótahækkun um 1,1%, að viðskiptakjör yrðu miðuð við síðari hluta ársins í stað þess alls, en það þýddi II/2 í frádrátt 1. júní og í þriðja lagi, að verðbótaaukinn yrði felldur inn í kaupið eins og hann var frá 1. marz og reiknaðist ekki síðar, en það þýðir að þeir yrðu tilbúnir til að draga úr launahækkunum frá því sem óbreytt kerfi hefði fært fólki um 3 til 4% hinn 1. júní, en auk þess hafa þeir ekki girt algjör- lega fyrir olíutilhliðran og mætti þá bæta við um Vfe% til þess að gera þetta sambærilegt. Er þá komið í 3 V2 til 4 V2 % kjararýrnun borið saman við 5 til 6% 1. júní hjá Alþýðuflokki og Framsóknarflokki að viðbættu '/2 til 1% síðar á árinu. Er þá munurinn á bilinu 2 til 3% í peningalaunabreytingu um mitt árið, sem yrði minna í raunverulegum launum miðað við allt árið — líklega um 1%, sem mun vera hinn raunverulegi munur. Þá má í lokin bæta því við, að spár, sem gerðar hafa verið um verðbólguaukningu, hafa verið í lægri mörkunum miðað við reynslu undanfarinna missera. Því kæmi ekki á óvart, að verðbólgu- hraðinn yrði nokkuð meiri en hér er frá greint. Frjálshyggjualda í MR ................1 i Staða h;¥gri manna ótrúlega sterk Vakning meðal frjálshyggjufólks Kiill »i.\ J»n \il.i lli'n.-dikl»M.n. n. m.imln ■ :. h. ki. MH Skoðanakönnun Visindafélags Framtiðarinnar: ■il. t ramliiVtrinn^r „MótfaUinn lækk- un kosningaaldurs” — segir Jón Atli Benediktsson Á UMIIORFSSÍÐU, sem birtist í Mbl. í gær, er samtal við Jón Atla Benediktsson, menntaskólanema, og hefur hann óskað eftir því, að það verði birt aftur. eins og hann gekk frá því skriflega í hendur viðmælanda. en í samtalinu féllu niður setningar auk þess sem aðrar rangfærslur slæddust inn í samtalið. Samtalið eins og Jón Atli gekk frá því er svohljóðandi: 1. Taka nemendur slíkar að okkur, sem unnum við skoðanakannanir alvarlega eða gera þeir bara gys að þeim? Allir þeir sem ég hef talað við hafa tekið niðurstöður könnun- arinnar alvarlega og enginn hefur, mér vitanlega, gert gys að þeim. Könnunin er vel marktæk þar sem tæplega 83% nemenda svöruðu henni þannig að ástæðulaust er að rengja niður- stöðurnar. 2. Telur þú niðurstöðu könn- unarinnar um áberandi mikið fylgi við frjálst markaðskerfi marktæka? Fyrir það fyrsta tek ég fram að ég tel könnunina í heild sinni marktæka. Fylgi við frjálst markaðskerfi virðist nokkuð stöðugt í öllum aldurshópum, að jafnaði um 37%, svo að það ætti að benda til þess að þetta sé marktækt. 3. Er um allsherjar „hægri" sveiflu að ræða í skólanum? Eina dæmið þar sem hægt er að tala um sveiflu er spurningin um kosningar á kjördegi og ímyndaðar kosningar daginn sem könnunin var gerð. Þar kom fram greinileg hægrisveifla. Varðandi aðrar spurningar vantar okkur tilfinnanlega sam- anburð. Þó er því ekki að neita sem unnum vio Ur- vinnslu könnunarinnar, kom mjög á óvart hversu sterkir þið hægrimenn virðist vera, þar sem því hefur yfirleitt verið haldið fram að menntskælingar væru að jafnaði heldur vinstri- sinnaðir. 4. Hvað veldur því að M.R.-ingar eru svo eindregið á móti lækkun kosningaaldurs í 18 ár? Hver er þín afstaða? Það er mjög erfitt að svara þessu. Svörin yrðu eflausí fjöl- mörg. Hins vegar er helsta ástæðan sennilega sú að nemendur telja sig of unga til að taka beinan þátt í stjórnmálum. Þessu til stuðnings mætti benda á hversu fáir nemendur eru skráðir í stjórnmálasamtök, en nemendur sem skráðir eru í slík samtök eru greinilega hlynntari lækkun kosningaaldurs. Einnig vilja margir lækkun lögaldurs samfara lækkun kosningaald- urs. Þeir telja lækkun kosninga- aldurs, eina sér, hálfkák. Ég er mótfallin lækkun kosn- ingaaldurs. 5. Hver er helsta tískustefn- an í stjórnmálum meðal M.R.-inga? Samkvæmt skoðanakönnun- inni virðist frjálslyndi njóta mestra vinsælda. , VETRARM YND I athugun að krefjast 2ja gúmbáta á öll skip TIL ALVARLEGRAR athugunar er nú hjá Siglingamálastofnuninni að lögleiða, að tveir gúmbjörgunarbátar séu í fiskiskipum íslenska flotans án tillits til þess hve skipin eru stór, að því er Hjálmar R. Bárðarson siglingamálastjóri upplýsti á blaðamannafundi í gær. Gildandi íslenskar reglur krefj- ast þess nú, að minnst tveir g;úmmíbjörgunarbátar séu á skip- um sem eru 50 brúttórúmlestir eða stærri, þilfarsskip 15 til 20 brúttó- rúmlestir skulu hafa minnst einn gúmmíbjörgunarbát eigi minni en sex manna, og þilfarsskip minni en 15 brúttólestir skulu hafa gúmbát er rúmar alla skipverja. Á síðasta ári skoðaði Siglinga- málastofnunin 1564 gúmmíbáta, og kom í ljós við þá skoðun að 21 bátur, eða 1.34%, hefði ekki blásist upp ef til hefði þurft að taka. Er í slíkum tilvikum yfirleitt um að kenna slæmri meðferð eða þá að bátarnir hafa orðið fyrir hnjaski á einhvern hátt. Um verksmiðju- galla er ekki að ræða í slíkum tilvikum að því er siglingamála- stjóri sagði á blaðamannafundin- um. Siglingamálastofnunin vinnur nú að margvíslegum endurbótum á gúmmíbjörgunarbátum og hafa meðal annars verið settar fram tillögur í átta liðum sem unnið er að í samvinnu við framleiðendur, en þrír þeirra fjögurra framleið- enda sem Siglingamálastofnunin viðurkennir taka þátt í þessum tilraunum. Sex manna gúmmíbjörgunar- bátur kostar nú um það bil 700 þúsund krónur, en söluskattur er felldur niður af bátunum ef Sigl- ingamálastofnunin viðurkennir þá. Sjö myndtistarmenn sýna í Norrœna húsinu Sjö myndlistarmenn taka þátt í sýningu í Norræna húsinu dagana 17.—25. mars. Þetta er önnur sýningin sem sett er upp undir nafninu „Vetrarmynd“ en þátttakendurnir eru ekki þeir sömu og áður. Nú taka þátt í þessari sýningu þeir: Baltasar, Bragi Jóhannesson, Jóhannes Geir. Leifur Breiðfjörð, Magnús Tómasson og Þorbjörg Höskuldsdóttir. Alls eru 90 verk á sýningunni, steint gler. olíumálverk. vatnslitamyndir. teikningar, olíupastel o.fl. Sýningin verður opin alla sýningardagana frá kl. 14—22.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.