Morgunblaðið - 17.03.1979, Síða 23

Morgunblaðið - 17.03.1979, Síða 23
1 1 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1979 23 STJÖRNUBÍÓ hefur nú að nýju hafið að sýna bandarísku stórmyndina „Skassið tamið“ (The Taming of the Shrew) með Eiizabet Taylor og Richard Burton í aðalhlutverkum. Myndin var áður sýnd hér 1970 við metaðsókn. Ræddu stefnu í flug- málum Luxemborgar og ný viðhorf með henni S.L. MIÐVIKUDAG, 14. þ.m., fóru fram í Luxem- borg viðræður embættis- manna um ýmsa þætti í samstarfi rikjanna á sviði flugmála. Rætt var á breið- um grundvelii um ný við- horf, sem skapast hafa, og mörkun nýrrar stefnu í flugmálum Luxemborgar. Að sögn Harðar Helgasonar sendiherra var einkum fjallað um nýja stefnu í flugmálum Luxem- borgara, sem hefðu ekki haft ákveðna stefnu í þeim málum áður, en hann sagði, að að öðru leyti væri ekkert hægt að greina frá viðræðunum í smáatriðum. I fréttatilkynningu frá utanríkis- ráðuneytinu segir m.a. um viðræð- urnar: Viðræðurnar voru vinsamlegar og í anda þeirrar samvinnu, sem einkennt hefur samskipti ríkjanna í þessum málum allt frá því að Loftleiðir h.f. hófu reglubundið flug og uppbyggingu flugrekstrar í Luxemborg á sjötta áratugnum. I viðræðunum tóku þátt af Is- lands hálfu Hörður Helgason, sendiherra, Hannes Hafstein, sendifulltrúi, og Þorsteinn Ingólfs- son, deildarstjóri, frá utanríkis- ráðuneytinu, og Brynjólfur Ingólfsson, ráðuneytisstjóri, og Birgir Guðjónsson, deildarstjóri, frá samgönguráðuneytinu. Forstjórar Flugleiða voru stadd- ir í Luxemborg, er viðræðurnar fóru fram, enda hafa ráðuneytin haft náið samstarf við félagið um þessi mál. Verzlunarráð Islands: Mótmælir verðmyndun- arhöftum í frumvarpinu - Fagnar tillögum um frjálsan opnunartíma verzlunarfyrirtækja FRAMKVÆMDASTJÓRN Verzlunarráðs íslands hefur gert ályktun, þar sem ítrekuð er stefna ráðsins um frjálsa verzlun og lýsir það furðu sinni á þvi'. að nú skuli liggja fyrir Alþingi frumvarp um verðmyndunarhöft, sem séu þjóðinni stórskaðleg, innleiða ófrelsi og bjóða heim spillingu og valdníðslu. Þá telur Verzlunarráðið að opnunartfmi verzlunarfyrirtækja eigi að vera algjörlega frjáls og fagnar það frumkvæði Björgvins Guðmunds- sonar í þeim efnum. Alyktun Verzlunarráðsins er svohljóðandi: Á fundi framkvæmdastjórnar Verzlunarráðs íslands í dag, 14. marz, varð gerð svofelld ályktun, þar sem stefna Verzlunarráðsins um frjálsa verzlun var ítrekuð: Á undanförnum árum hefur það orðið æ ljósara, að frjáls verðmyndun er eina verð- myndunarfyrirkomulagið, sem samrýmist hagsmunum neytenda og vel rekinna fyrirtækja. Jafn- framt hefur það sýnt sig, að ríkjandi verðmyndunarhöft eru þjóðinni stórskaðleg, innleiða ófrelsi og bjóða heim spillingu og valdniðslu. Það sætir því furðu, að nú skuli flutt á Alþingi frumvarp til laga, þar sem lögfesta á verð- myndunarhöft sem meginreglu, er verðlagsyfirvöldum beri að fara eftir. Allar verðákvarðanir megi taka af algjöru handahófi, án rökstuðnings. Virðist með þessu eiga að útiloka atvinnureksturinn frá öllum lögvernduðum rétti í verðlagsmálum. Slíkri valdníðslu mótmælir Verzlunarráðið harð- lega. Frjáls verzlun er annað og meira en frjáls verðmyndun, þótt það sé nauðsynleg forsenda frjálsra og hagkvæmra viðskipta. Frjáls verzlun þýðir einnig, að hvorki má meina mönnum aðgang að þessari atvinnugrein ef þeir fullnægja lágmarksþekkingarkröf- um né binda skilyrði til verzlunar- reksturs við aðild að einum eða öðrum félagssamtökum. Verzlunarráðið er því mótfallið öllum hugmyndum um slíkar takmarkanir á atvinnufrelsi manna og telur að slík skilyrði, ef sett væru, gangi á svig við 69. gr. stjórnarskrárinnar um atvinnu- frelsi. Verzlunarráðið telur af sömu ástæðum, að opnunartími verzlunarfyrirtækja eigi að vera frjáls, en nú er hann takmarkaður í kjarasamningum og bæjarsam- þykktum. Verzlunarráðið fagnar því frumkvæði Björgvins Guðmundssoyiar og Markúsar Arnar Antonssonar í borgarstjórn Reykjavíkur um að opnunartími verði gefinn frjáls. Til þess að þetta frjálsræði leiði til hagsbóta fyrir neytendur, verzlunarmenn og verzlunarfyrirtæki þarf að endur- skoða ákvæði kjarasamninga um opnunartíma sölubúða, gera vinnutíma sveigjanlegri og inn- leiða frjálsræði í verðmyndun. Skorar Verzlunarráðið á Björgvin Guðmundsson, sem formann verð- lagsnefndar, að beita sér fyrir frjálsri verðmyndun í verðlags- nefnd, svo að frjáls opnunartími geti orðið til hagsbóta, verzlunar- mönnum, verzlunarfyrirtækjum og neytendum. MYNDAMÓT HF. PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTRAETI C -SlMAR: 17152-17335 Brúðuleikhús- vika í Leik- brúðulandi Á MORGUN er síðasti dagur brúðuleikhúsvik- unnar, sem hófst á laugardaginn var í Leik- brúðulandi á Fríkirkju- vegi 11. „Gauksklukkan“ verður sýnd í dag kl. 5 og í leiðinni gefst kostur á að skoða leikbrúður sem hanga til sýnis. Þar eru brúður allt frá fyrstu sýningum Leikbrúðu- lands fyrir 11 árum. Sábestifrá JAB&N Frá 1. maí verður P. Stefánsson hf. einkaumboðsmaður á íslandi fyrir Mitsubishi Motor Corporation í Japan. Þá bjóóum viö hinn frábæra GALANT SIGMA sem farió hefur sigurför um heiminn, vegna framúrskarandi gæða og öryggis. P. STEFÁNSSON HF. SlÐUMÚLA 33-SlMI 83104-83105 Verðkr. 4.185.000.- Miðað við gengisskráningu 12.3. 1979. Fyrsta sending til afgreiðslu í maí S -jt & >9 9 9

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.