Morgunblaðið - 17.03.1979, Page 28

Morgunblaðið - 17.03.1979, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1979 Tillaga sjálfstœðismanna um endurskoðun orkuframkvœmda: 12 þingmenn Sjálfstæðisflokks háfa lagt fram stefnumarkandi tillögu um auknar framkvæmdir í orkumálum á árinu 1979, m.a. með hliðsjón af verðþróun innflutts orkugjafa. Er þar lagt að ríkisstjórninni að endurskoða fyrirætlanir í orkuframkvæmdum á líðandi ári til að flýta fyrir nýtingu innlendra orkugjafa í stað olíu, að afgangsorka verði hagnýtt betur en hingað til og nýttur verði ódýrari innfluttur orkugjafi í stað dýrari. Flutningsmenn tillögunnar eru: Þorv. Garðar Kristjánsson, Gunnar Thoroddsen, Friðjón Þórðarson, Eggert Haukdal, Albert Guðmundsson, Jón G. Sólnes, ólafur G. Einarsson, Ellert B. Schram, Pálmi Jónsson, Oddur ólafsson, Sverrir Hermannsson, Matthías Bjarnason. Tillagan og greinargerðin fara í heild hér á eftir. Orkutillaga þing- manna Sjálfstæðisflokks Vegna gífurlegrar hækkunar olíuverðs, sem nú er skollin á, ályktar Alþingi að fela ríkis- stjórninni að endurskoða fyrir- ætlanir um framkvæmdir í orku- málum á árinu 1979 til þess að hraða megi sem mest, að 1) innlendir orkugjafar komi í stað olíu, 2) nýttur verði ódýrari innflutt- ur orkugjafi í stað dýrari, 3) hagnýtt verði bctur afgangs- orka. Endurskoðunin skal sérstak- lega ná til eftirfarandi verkefna: 1. Ilraðað verði lagningu aðalhá- spennilína rafmagns til að draga úr vinnslu raforku með dísilvélum og hagnýta megi mcira cn orðið er rafmagn til upphitunar húsa. 2. Hraðað verði styrkingu raf- dreifikerfis í sveitum, svo að það megi anna aukinni rafhit- un. 3. Lokið verði sveitarafvæ*ðing- unni. 4. Aukin verði jarðhitaleit og hagnýttir verði til fulls jarð- borar rfkisins í því skyni. 5. Hraðað verði framkvæmdum við hitaveitur og fjarvarma- veitur. Fjármagn það, sem þarf á árinu 1979 til aukinna fram- kvæmda f orkumálum, skal fá Gunnar Thoroddsen, fv. orkuráðherra hleypti vatni inn á kerfi Hitaveitu Suðurnesja. Innlendir orkugjafar komi í stað olíu með lántökum og beinum fram- lögum úr’ ríkissjóði, enda verði veitt niðurskurði á öðrum út- gjöldum ríkissjóðs í því skyni. Verðþróun inn- fluttrar orku (olíu) í greinargerð með tillögunni segir: Tillaga þessi til þingsályktunar er flutt vegna válegra atburða í orkumálum landsins. Þar er um að ræða hina gífurlegu verðhækkun á olíu, sem nú hefur skollið á. Markaðsverð á olíu í Rotterdam, sem ræður innflutningsverði til íslands, var í febrúar 1979 100% til 150% hærra en að meðaltali árið 1978. Þó að vonir standi til að verðið lækki þegar á árið líður, er við því að búast, að verulegur hluti hækkunarinnar verði langvarandi. Þessi mikla hækkun olíuverðs hefur að sjálfsögðu margháttuð og alvarleg áhrif. Viðskiptakjörin versna og slíkt skerðir þjóðartekj- urnar. Harðast kemur þetta svo niður á fiskveiðum og þeim fjórð- ungi þjóðarinnar, sem kyndir hús sín með gasolíú. Þessi alvarlega olíuverðshækk- un kallar á margvísleg viðbrögð, sem þurfa að miða að því að draga úr áhrifum hennar á almenna verðþróun á landinu. Skattlagn- ingu ríkisins á olíu þarf að breyta svo að hún nái ekki til þeirrar verðhækkunar á olíu, sem nú hefur orðið. Olíustyrki til þeirra, sem búa við olíukyndingu, þarf að hækka svo að þeir standi að minnsta kosti ekki verr að vígi en fyrir olíuverðshækkunina. Gera verður sérstakar ráðstafanir til þess að gera útgerðinni kleift að rísa undir hækkun olíuverðsins, en í því efni hefur þegar komið til aðgerða, svo sem kunnugt er. Átak þarf að gera til orkusparnaðar frekar en orðið er, bæta nýtingu orkugjafa, skipta á ódýrari inn- fluttum orkugjafa fyrir annan dýrari, hagnýta afgangsorku, bæta einangrun húsa o.fl. í tilefni af olíuverðshækkuninni nú ættu olíu- viðskiptasamningar landsins og ákvæði þeirra um verðtengingu og afhendingu að koma til endurskoð- unar þegar við næstu samnings- gerð. Þannig mætti áfram telja, svo mörg verkefni sem eru óleyst á þessum vettvangi. Og eru þá ótalin viðfangsefni, sem þingsályktunar- tillaga þessi fjallar um og varða grundvöllinn í orkubúskap íslend- inga. Tillaga sú til þingsályktunar, sem hér er lögð fram, snýr að tilteknum verkefnum í orkumálum þjóðarinnar og varðar fram- kvæmdir á árinu 1979. Um ein- staka liði tillögunnar skal tekið fram eftirfarandi: Rökstuðningur ffyrír einstökum tillögugreinum •1. Eitt meginverkefnið í orku- málum á undanförnum árum hefur verið samtenging landsins í eitt raforkukerfi. Af hagkvæmni- og öryggisástæðum þarf að tengja saman orkuver landsins í eitt aðalorkuflutningskerfi og reka þau í fullkomnum samrekstri með fyllstu nýtingu orkugjafa, mesta rekstraröryggi og lægsta vinnslu- og flutningskostnað fyrir augum. Mikið hefur áunnist í þessum efnum með tilkomu Norðurlínu og Austurlínu. En mikið er enn ógert er varðar aðalorkulínur í einstök- um byggðarlögum. Allur dráttur í þessum efnum veldur miklum þjóðhagslegum skaða og leggur óheyrilegar byrðar á íbúa ein- stakra byggðarlaga. Keyrir nú um þverbak í þessum efnum við olíu- verðshækkunina sem nú er orðin. Gleggsta dæmið um þetta er drátt- urinn á tengingu Vestfjarða við aðalorkukerfi landsins með lagn- ingu Vesturlínu. Við stofnun Orkubús Vestfjarða árið 1977 var gert ráð fyrir að Vesturlínu yrði lokið 1/10 1979. Nú er ætlunin að víkja frá þessari tímasetningu og framkvæma verkið á lengri tíma. HRAUN EYJAFOS SVIR KJ U N ~ STÖOVARHÚS ■ÉMá

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.