Morgunblaðið - 17.03.1979, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 17.03.1979, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1979 29 Miðað við að þessu verki verði lokið í árslok 1980 er áætlað að kostnaður Orkubúsins vegna dísil- keyrslu, sem komist hefði verið hjá ef verkinu hefði verið lokið á tilsettum tíma, nemi nálega 1.500 millj. kr. miðað við verð á gasolíu í lok febrúar 1979. Þá er ótalið það tjón fyrir íbúa þessa landshluta að vera án þess rafmagns sem Vesturlína hefði getað flutt á þessum tíma til fjarvarmaveitna og annarrar upphitunar húsa. Það eru slíkar staðreyndir sem þessi sem krefjast að allt kapp sé lagt á að hraða lagningu aðalháspennu- lína. •2. Nú er styrking rafveitukerfis orðin aðkallandi og brýnt verkefni. Þetta er forsenda þess, að sveitir landsins geti notið upphitunar húsa með rafmagni og innlendur orkugjafi geti leyst gasolíuna af hólmi. Hér er því á ferðinni verkefni sem hraða verður svo sem nokkur kostur er. •3. Nú er aðeins eftir að rafvæða í sveitum 50 býli, sem gert er ráð fyrir að fái rafmagn frá samveit- um, en það er 50 býlum of mikið. Því er lagt til, að þessu verki verði lokið á árinu 1979 svo að linni gasolíunotkun á þessum býlum til dísilkeyrslu og innlendur orku- gjafi taki við. •4. Jarðvarminn er hagkvæmasti orkugjafinn til upphitunar húsa. Því má einskis láta ófreistað að leita hans, þar sem hann kann að vera. Eins og nú horfir verður ekki sagt, að nóg sé að gert á árinu 1979. Ekki er einu sinni séð fyrir nægilegu fjármagni til að fullnýta þá jarðbora, sem eru í eigu ríkis- ins. Slíkt er með öllu óviðunandi. Jarðhitaleitin er undanfari nýrra hitaveituframkvæmda og aukn- ingar þeirra, sem fyrir eru. Þá þarf meiri hraða á jarðhitaleitinni. við Kröflu en nú er ráðgerður svo að hagnýtt verði sem fyrst þau miklu mannvirki, sem þar hefur verið komið upp. Með tilliti til þessa alls er lagt til að aukin verði jarðhitaleit. •5. Ekkert er mikilvægara en að jarðvarminn verði hagnýttur sem fyrst til upphitunar húsa og leysi gasolíuna af hólmi. Þjóðhagslega er því ekkert brýnna en að hraða þeim hitaveituframkvæmdum, sem standa yfir, og hefja nýjar framkvæmdir. Og þó að jarðvarm- inn sé ekki fyrir hendi, er verk að vinna, þar sem til þurfa að koma fjarvarmaveitur með kyndistöð. Slíkar framkvæmdir eru einnig mjög mikilvægar þjóðhagslega, þar sem fjarvarmaveiturnar geta hagnýtt afgangsrafmagn frá orku- verum landsins og afgangsvarma frá verksmiðjum og kælivatn disil- véla, auk þess sem svartolía er tekin sem orkugjafi í stað gasolíu. Allt þetta kallar á aukinn hraða í hitaveituframkvæmdum, hver sem orkugjafinn er. Reykjavík hafði forystu í hitaveituframkvæmdum í áratugi. Hér er borað á gamla Framvellinum við Sjómannaskóla. ——f- Tillögur Orkuráðs og viðbrögð stjórnvalda Tillaga þessi fjallar um auknar framkvæmdir í orkumálum á ár- inu 1979 vegna hækkunar olíu- verðs. En auðvitað var þörf fyrir meiri framkvæmdir en ráðgerðar eru, þótt olíuverðshækkunin hafði ekki komið til. Það var þörf á að veita t.d. til Vesturlínu um 4.000 millj. kr. á árinu 1979 og ljúka henni á því ári, í stað þess að veita einungis 1.549 millj. kr. og ljúka henni ekki fyrr en á árinu 1980. Orkuráð gerði að tillögu sinni til fjárlaga 1979, að framlag til styrk- ingar dreifikerfa í sveitum yrði 1.000 milljónir króna, en á fjárlög- um eru veittar aðeins 220 millj. kr. Tillaga var gerð um 500 millj kr. til sveitarafvæðingar, en ekkert veitt nema 200 millj. kr. á láns- fjáráætlun, sem aðallega gengur til heimtauga. Lagt var til, að til jarðhitaleitar færu 450 millj. kr. til en veittar voru aðeins 350 millj. kr. Og þá var gerð tillaga um 1.000 millj. kr. til hitaveitufram- kvæmda, en aðeins veittar 330 millj. kr. Tillögur Orkuráðs, sem gerðar voru í júní 1978 um fjár- magn til þessara framkvæmda og ætlað var Orkusjóði, námu sam- tals 2.950 millj. kr., en á fjárlögum 1979 voru veittar aðeins 900 millj. kr. Olíuverðshækkunin, sem nú er við að fást, kom til hálfu ári eftir að Orkuráð gerði framangreindar tillögur. Óskum Orkuráðs var mjög stillt í hóf, ef menn vilja á annað borð viðurkenna þörfina og að framkvæmdir í orkumálum skuli hafa forgang. En því miður var ekki fallist á þessar tillögur og framlög á fjárlögum ársins 1979 eru ekki einu sinni þriðjungur þeirrar heildarupphæðar, sem Orkuráð lagði til. Þetta var fráleit niðurstaða, þó að olíuverðshækk- uninni nú hefði ekki verið til að dreifa, hvað þá heldur eins og nú er komið. Engan tíma má missa Tillaga þessi til þingsályktunar er flutt í því trausti, að hinn mikli vandi, sem olíuverðshækkunin nú veldur í ofanálag á það sem fyrir var, ýti við stjórnvöldum þannig að ekki einungis verði á árinu 1979 veitt það fjármagn til fram- kvæmda í orkumálum, sem tillög- ur höfðu verið gerðar um, heldur að enn meira verði að gert. Hér er um að ræða framkvæmd- ir á því ári, sem nú er að líða. Samt sem áður hefur þingsályktunartil- laga þessi mikla raunhæfa þýð- ingu. I fyrsta lagi er meginhluti ársins eftir og aðalframkvæmda- tíminn enn ekki hafinn. I öðru lagi þarf undirbúningur og hönnun framkvæmda ekki að tefja aðgerð- ir í þessum efnum. Verkefnin, sem hér er um að ræða, eru í fram- kvæmd eða undirbúin til að hefja framkvæmd. Það er um að tefla að veita auknu fjármagni til þessara verkefna, svo að framkvæmdum verði hraðað á árinu og þær komi fyrr þjóðarbúinu að notum. Til- laga þessi gerir ráð fyrir að allra ráða sé leitað til að útvega þetta fjármagn, hvort heldur er með lántökum eða beinum framlögum úr ríkissjóði, enda verði beitt niðurskurði á öðrum útgjöldum ríkissjóðs í því skyni. Tillaga þessi er flutt á þeirri forsendu, að engan tíma megi missa til að mæta þeim mikla vanda, sem olíuverðshækkunin nú veldur. Of mikið er í húfi þjóð- hagslega og of miklar byrðar þeirra landsmanna, sem þyngst verða fyrir barðinu á olíuverðs- hækkuninni, til þess að ekki sé þess freistað að gera allt sem mögulegt er til úrbóta. Að sjálfsögðu er tillaga þessi og flutt í trausti þess, að málum þessum verði fylgt eftir á næstu árum og framvegis með þeim hraða og yfirhyggju, sem mikil- vægi orkumálanna fyrir þjóðarbú- skap Islendinga krefur. Þóra Friðriksdóttir og Rúrik Haraldsson í hlutverkum Albjarts og Matthildar í „Sonur skóarans og dóttir hakarans". Fimmtugasta sýning á ,jSonur skógarans og dóttir bakarans ” UM 25 þúsund manns hafa nú séð leikrit Jökuls Jakobssonar „Sonur skóarans og dóttir bakarans“ sem sýnt hefur verið í Þjóðleikhúsinu í vetur. Fimmtugasta sýning verksins verður á sunnudagskvöld og eru þá aðeins fáar sýningar eftir. Leikritið er viðamesta verk höfundar en leikstjóri sýningarinnar er Helgi Skúlason. Þær breytingar hafa orðið á hlutverkaskipan að Sigurður Sigurjónsson hefur nú tekið við hlutverki Óla sem hann reyndar lék á forsýningum verksins í fyrravor en meðal annarra leikenda eru Þóra Friðriksdóttir, Rúrik Haraldsson. Kristbjörg Kjeld, Arnar Jónsson, Kristín Bjarnadóttir, Erlingur Gíslason, Róbert Arnfinnsson, Bryndís Pétursdóttir og Edda Björgvinsdóttir. Hulda Lárusdóttir heitir stúlkan á myndinni og hún varð Islandsmeistari í diskódansi unglinga s.l. sunnudag. Keppnin var haldin á vegum veitingahússins Klúbbsins og Ferðaskrifstofunnar Útsýnar og fór fram í Klúbbnum að viðstöddum um 1500 áhorfendum. Hátt á annað hundrað manns tóku þátt í danskeppninni en einnig var keppt í paradansi og hópdansi. Sigþór Þórarinsson og Drífa Óskarsdóttir unnu parakeppnina og flokkur frá Jassball- ettskóla Báru vann hópkeppnina en hann skipuðu Heba Hertevig, Emilía Jónsdóttir, Júlía Sveinsdóttir, Helga Jóhannesdóttir og Kristín Björgvinsdóttir. Ljósm. Ágúst H. Rúnarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.