Morgunblaðið - 17.03.1979, Side 36

Morgunblaðið - 17.03.1979, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1979 vltP MORötiKf- KArFINU GRANI GÖSLARI Þú hefur fengið vinnuna. — Hver er svo vinnutíminn? Það er eins gott að hann verði ekki á vegi skotglaðra manna! Flýttu þér upp, þú gleymdir hjálminum! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Eftir opnun austurs dettur þér ekki í hug að segja á spili, sem síðan verður að varnardæmi. Þú ert með spil suðurs en austurs gaf og allir eru á hættu. Austur S. K.1074 H. 76 T. KDIO L. ÁKG7 Suður S. Á H. Á95 T. Á843 L. D9642 Austur Vestur 1. Lauf 1 Spaði 3 Spaðar 4 Spaðar paas Senn líður að því, að við höfum ekki efni á að þú gerir þig svona sæta. Ekki er öll fjöl- miðlun heillavænleg Kæri Velvakandi. Mig langar til að skrifa nokkrar línur til að þakka öllu því góða fólki sem unnið hefur að reykinga- vörnum í þessu landi. Samstarfs- nefnd um reykingavarnir, fjölmiðlarnir, einkum sjónvarpið, eiga þakkir skildar. Núna er barnaár Sameinuðu þjóðanna og því vildi ég benda uppalendum á, að það besta sem við getum gefið komandi kynslóð í aukinni hreysa er að veð temjum okkur bindindissemi því börnin okkar reyna jafnan að líkjast okkur fullorðna fólkinu en fara síður eftir því sem við segjum þeim að gera en gerum ekki sjálf. • Auglýsingar í kvikmyndum En ekki er öll fjölmiðlun jafn heillavænleg og reykingavarnar- þættirnir í sjónvarpinu. Ég fór að sjá kvikmyndina „Grease" með popphetjunni John Travolta til þess að gera saman- burð á popphetjum nútímans og þeim rokkhetjum sem ég dáði mest á unglingsárunum. Mikil urðu vonbrigðin. Kvikmyndirnar með gömlu rokkhetjunum kynntu nýjustu dansana og söngvana en fluttu _ engan sérstakan boðskap. ♦I En nú er öldin önnur. Nú hagnýta sér vín- og vindlingaframleiðendur átrúnaðargoð unglinganna til að auka sölu þessa varnings. Efni myndarinnar var á þá leið, að ung og saklaus mær sest á skólabekk í bandarískum skóla. Lítið ber á skólanámi í myndinni en aðalvið- fangsefni nemendanna eru dans, reykingar og víndrykkja. Piltarnir stunda mikið þá íþrótt að gera upp gamla bíla sem síðan eru notaðir til kappaksturs og til að aka með stúlkur á afvikin hallærisplön og njóta ásta þeirra. Unga og sak- lausa stúlkan frá Ástralíu er hundsuð og fyrirlitin af skóla- félögum sínum og nær ekki hylli karlhetjunnar í myndinni fyrr en hún hefur sagt skilið við sakleysi sitt og tekið upp hætti hinna. Það er eggjandi klæðaburð, víndrykkju og sígarettu í munnvikið. Boðskapur myndarinnar er því í stuttu máli sá, að þeir sem ekki stunda víndrykkju, reykingar og lausung í ástamálum eru fyrirlit- legir labbakútar sem alltaf hljóta að verða utanvelta í samfélaginu. • Lífið skapað fyrir gleði Nú skyldi enginn skilja orð mín svo, að ég sé að fordæma það að fólk sé glatt og skemmti sér eða Norður spilar út laufáttu og sagnhafi tekur slaginn í borði. Þú lætur lágt þegar hann spilar hjarta og færð á kónginn. Norður lætur tvistinn í spaðagosann, lágt úr borði og þú færð á ás. Sjálfur ertu nokkuð öruggur með þrjá slagi og nú þarf að tryggja þann fjórða. En hvernig? Spilamennska sagnhafa bendir til, að norður eigi trompdrottning- una. Annars hefði vestur varla spilað hjarta áður en hann rak út trompásinn. Málið er því að sjá til þess, að vestur komist ekki inn á hendina til að endurtaka svíning- una. Norður S. D52 H. 10832 T. 9652 L. 83 Vestur S. G9863 H. KDG4 T. G7 L. 105 0 . Suður S. Á H. Á95 T. Á843 L. D9642 Nú hefur þú sjálfsagt ákveðið að spila laufdrottningunni. Enda er það eina vörnin, sem dugir eins og sjá má. FljóUega færðu síðan möguieika til að spila laufinu aftur og trompdrottningin verður fjórði siagur varnarinnar. Austur S. K1074 H. 76 T. KD10 L. ÁKG7 „Fjólur — mm Ijúfa" Framhaldssaga eftir Else Fischer Jóhanna Kristjónsdóttir pýddi 86 hcfði orðið uppvíst og auk þess gat hann ekki sem cinn dómara sent lag eftir sig. — Og svo fékk það fyrstu vcrðlaun, sagði Martin — en það skipti ekki ýkja miklu þótt Jasper væri skrifaður fyrir því, vegna þess að það var Einar sem mest græddi á því. — Þangað til Bandarikja- samningurinn kom ... og auð- vitað vildi Einar ekki missa af svo vænum bita ... Gitta hrukkaði ennið hugs- andi á svip. — Mikið höfum við verið vitlaus, sagði hún. — Munið þið ekki eítir því þegar ég sagði að ég hefði séð samn- inginn nýja. Orðalagið var í sjálfu sér svo furðulegt að við hefðum átt að hnjóta um það... — Já, sagði Susanne. — Nú að minnsta kosti eftir á finnst manni það liggja f augum uppi. — Það var ekki hvernig talað var um pcningana. Heldur að hvergi var getið nafns heldur alltaf talað um höfund lagsins „fjólur — mín ljúfa“. — Einar vildi sjálfur fara til Bandarikjanna og þegar hans mál verða könnuð nánar, kem- ur ugglaust upp úr dúrnum að hann hefur áreiðanlega flutt heilmikið af peningum í banka f Sviss. Ég trúi ekki á að neinu hafi verið stolið frá honum, sagði Martin. — Já, en hvað þá með alla peningana sem ég sá? byrjaði Susanne. Martin leit óstyrkur á Bern- ild lögregluforingja sem var kominn inn aftur eftir að hafa lcitt æpandi manninn út f lög- reglubfl fyrir utan. — Við skulum fara upp og laga okkur til fyrir kvöldverð^ inn, sagði hann og dró Susanne á fætur. Bernild brosti þreytulega. — Farið þið bara, sagði hann. — Ég geri mér fullkom- lega grein fyrir því að það er ekki meiningin að segja mér neitt um þessa peninga. En ég geri mér líka grein fyrir að Susanne sá ekki ofíjjónir. Susannc leit á hann. — Þér talið eins og þér vitið hver kjarni málsins er. Bernild leit frá henni á Mart- in. - Ég er orðinn roskinn maður sjálfur, sagði hann svo, og ég hugsa að sumu leyti svo gamaldags að ímynda mér að hjá eldri kynslóðinmi sé til hugtakið æruskuld. Martin brosti til hans. — Þér eruð mikill sóma- maður, sagði hann. —'Það væri óskaplcgt áfall fyrir Holm gamla eí farið væri að grafa í því núna og hann hefur varið öllu lífi sfnu f að greiða þcssa skuld og nú er sáralftið óborg- að. — Og það sem á vantaði kom frá syninum í Bandarfkjunum. Smyglað inn án þess að Holm læknir hefði í reynd gert sér grein fyrir að þetta væri ólög- legt, sagði Bernild. — Fyrir honum hefur það eitt vakað að geta greitt þennan bát sem sonur hans stal svo að Ilerman Kelvin fengi sitt aftur. Ókunn- ugi maðurinn sem var hér á ferðinni á dögunum hefur lík- lega verið að koma með sfðustu afborgunina. — Já og bæði Hermanni frænda og Holm lækni fannst undursamlegt að peningarnir skyldu einmitt koma þá svo að Uerman gæti fest kaup á Mosa- hæð áður en Einar Einarsen yfirbyði hann. En þeir voru um hrfð logandi hræddir um að það hefði kannski verið sjómaður- inn sem sló Susanne niður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.