Morgunblaðið - 17.03.1979, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.03.1979, Blaðsíða 40
AUíiLÝSINíJASÍMINN ER: 22480 JWor{junbt«tiiíi W i serverzlun meo ^ ' lítasjónvörp og hljómtæki. Skipholti 19, BUÐIN sími 29800 LAUGARDAGUR 17. MARZ 1979 Gaf mikilvæg- ar upplýsingar í kókaínmálinu G.EZLUVARÐHALD eins aí íslendingunum fjórum, sem sitja inni vegna kókaínmálsins í Kaupmannahöfn. var framlengt í gærmorgun til 30. marz n.k. eða í 14 daga. Var þetta gert að kröfu lögreglunnar vegna nýrra upplýsinga í málinu, sem benda til þess að umræddur maður sé miklu meira við málið riðinn en áður var talið og hann sé jafnvel annar aðalmaðurinn í málinu ásamt Ungverjanum, en sá er stórglæpamaður í tengslum við alþjóðlega eiturlyf jahringi. Þessar nýju upplýsingar munu komnar frá tveimur aðilum, samkvæmt því sem Mbl. fregnaði í gær. I fyrsta lagi mun önnur stúlknanna tveggja sem inni sat en sleppt var úr gæzluvarðhaldi hafa gefið nýja og breytta skýrslu í fyrradag. Samkvæmt þvi sem Svend Thorsted lögregluforingi hjá dönsku fíkniefnalögreglunni tjáði Mbl. í gærkvöldi kann skýrsla stúlkunnar að vera mjög mikilvæg í sambandi við rannsókn málsins. Eftir því sem Mbl. fregnaði í gær höfðu handteknu Islendingarnir komið sér saman um að segja lögreglunni rangt til en þeirri sögu hafi verið kollvarpað með framburði stúlkunnar nú, sem hafi sagt sannleikann í málinu. Hinn aðilinn, sem gaf mikilvæg- ar upplýsingar í málinu, er íslenzkur karlmaður, sem hand- tekinn var nýlega í Helsingborg í Svlþjóð fyrir fíkniefnadreifingu og er þar nú í gæzluvarðhaldi. Maður þessi hefur ma gsinnis verið tekinn með fíkniefni hér heima og erlendis og mun hann hafa skýrt lögreglunni frá sambandi sínu við mann þann, sem dæmdur var í gærmorgun í Kaupmannahöfn til að vera í gæzluvarðhaldi fram til mánaðamóta, og sambandi þess manns við Ungverjann og dreifingu þeirra á fíkniefnum. Hann mun einnig hafa skýrt frá því, að þessi sami Islendingur ætti byssuna, sem tekin var á dögunum, og hefði hann m.a. ógnað sér með henni oftar en einu sinni. Tveir Islendingar voru kallaðir til yfirheyrslu í gær en þeir neituðu sem fyrr að kannast nokkuð við málið. Yfirheyrslur hefjast af fullum krafti eftir helg- ina, að því er Thorsted lögreglu- foringi tjáði Mbl. í gær. Verkalýðsforingjar Alþýðubandalagsins: Vilja semja um frumvarpið á ný við alþýðuflokksmenn Formaður Verkamannasambandsins aftur á fundi í Stjórnarráðshúsinu HÓPUR manna úr verkalýðsforystu Alþýðubandalagsins var í gær að undirbúa óformlegar viðræður við Alþýðuflokkinn um hugsanlegar breytingar á frumvarpi Ólafs Jóhannessonar forsætisráðherra og leggja þeir höfuðáherzlu á að ná samkomulagi við alþýðuflokksmenn nú um helgina, eða áður en Ólafur Jóhannesson mælir fyrir frumvarpinu á mánudag í efri deild Alþingis. Þessi hópur mun hafa í gær I freista þess að ná samkomulagi við gengið frá öll'um formsatriðum alþýðuflokksmennina og hafa al- þessara viðræðna, sem hefjast eiga þýðubandalagsmennirnir hug á að í dag. Með viðræðunum á að I gefa eftir á ýmsum öðrum sviðum Ógreiddar yfir 800 m. kr. tolltekjur til sjónvarps? TOLLATEKJUR af innflutningi litsjónvarpstækja hafa runnið til að byggja upp dreifikerfi sjónvarpsins um landið. Að sögn Harðar Vilhjálmssonar fjármálastjóra ríkisútvarpsins var ákvæði um þessar tekjur numið úr gildi árið 1976, en þó hafa tekjurnar runnið áfram til þessa verkefnis. Hörður sagði, að á sl. ári hefðu tekjur þessar numið um 1.176 milljónum króna og væri búið að skila um 340 milljónum. — Við teljum því, að við eigum eftir að fá það sem á vantar af þessum tekjum, sagði Hörður, eða yfir 800 milljónir króna og þannig hefur það verið í 12 ár í framkvæmd og vonumst við til að svo verði áfram. Þá kom fram í samtali við fjármálastjóra, að ráðamenn ríkisútvarpsins vonast eftir frekari hækkun afnotagjalda hinn 1. september n.k. en sam- þykkt hefur verið 15% hækkun afnotagjalda útvarps og sjón- varps og 17% á afnotagjöldum litsjónvarps. Einnig kom fram að hækkun á verði auglýsinga stendur fyrir dyrum og kvaðst Hörður gera ráð fyrir að fengist samþykkt hjá gjaldskrárnefnd svipuð hækkun og verið hefði á auglýsingaverði dagblaða, um 25%, en jafnan væri mun frjálsara að hækka auglýsinga- verð ríkisfjölmiðla en afnota- gjöld. frumvarpsins, eða m.ö.o. kaupa breytingar á verðbótakaflanum því verði, að tekið yrði sterklegar undir sjónarmið Alþýðuflokksins í öðrum köflum þess. Ekki er gert ráð fyrir að fulltrú- ar Framsóknarflokksins komi inn í þessar viðræður, a.m.k. ekki fyrst í stað. Það telja alþýðubandalags- mennirnir ekki nauðsynlegt, vegna þeirra orða, sem Ólafur Jóhannes- son viðhafði á fundi með Guð- mundi J. Guðmundssyni formanni Verkamannasambands íslands og Karli Steinari Guðnasyni, varafor- manni sambandsins, að hann myndi ekki vilja breyta frumvarp- inu neitt, þar eð hann teldi sig ekki geta gengið gegn Alþýðuflokknum og þeim sjónarmiðum, sem ríktu innan hans. Telja þessir alþýðu- bandalagsmenn, sem nú ætla að freista þess að opna þessar við- ræður við alþýðuflokksmenn, fremur veika von á að samkomu- lag náist, vegna hörku alþýðu- flokksmanna, en vilja þó reyna samningaleiðina til þrautar. Guðmundur J. Guðmundsson mun halda áfram að þreifa fyrir sér um félagsmálapakka fyrir láglaunafólk, sem mildað gæti áhrif verðbótakafla frumvarpsins. Raddir innan Alþýðubandalagsins telja þó tómt mál að leysa ágrein- ingsefnin með þeim hætti, þar sem ekki næðist samstaða um slíkan pakka innan ASÍ. Guðmundur var á miklum þeysingi í gær og átti m.a. hálfrar annarrar klukku- stundar fund í stjórnarráðshúsinu við Lækjargötu, en Morgunblaðinu tókst ekki að ná til hans í gær- kveldi til þess að spyrjast fyrir um fundinn og tilgang hans. í gærkveldi hafði ekki verið boðaður formannaráðsfundur Verkamannasambandsins, en fyr- irhugað mun að halda slíkan fund eða þá sambandsstjórnarfund eft- ir helgi. í gær var haldin for- mannaráðstefna í Alþýðusam- bandi Austurlands, þar sem for- mennirnir lýstu því yfir að fall ríkisstjórnarinnar nú yrði „gróf svik við verkalýðshreyfinguna." — Sjá: Lýsa sig fúsa til að taka á sig nokkra kaupmátt- arskerðingu — á bls. 3. Tekjum hækkaðs jöfnunar- gjalds varið til að bæta fjárhag Rarik og Orkubús SAMÞYKKT hefur verið á Al- þingi að hækkað verði jöfnunar- gjald raforku. Jöfnunargjaldið hækkar úr 13% í 19% og skal því varið til að ná fram verðjöfnun á töxtum til heimilisnotkunar og iðnaðar og á að bæta fjárhag Rafmagnsveitna ríkisins og Orkubús Vestfjarða. Að sögn Kristjáns Jónssonar rafmagnsveitustjóra ríkisins hefur þessi hækkun ekki mjög mikil áhrif þar sem við síðustu hækkun á gjaldskrá Rarik og Orkubúsins hefði verið tekið tillit til hugsan- legrar hækkunar jöfnunargjalds- ins, og hefði það því dregið úr hækkunarþörfinni á heimilis- og vélatöxtum. íslenzkur fíkniefnasali í haldi í Svíþjóð:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.