Morgunblaðið - 22.06.1979, Síða 1

Morgunblaðið - 22.06.1979, Síða 1
32 SÍÐUR 138. tbl. 66. árg. FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Olíu- og orkumálaráðherra Noregs: íslendingar geta fengið norska olíu innan tíðar Olíuverð á íslandi væri helmingi lægra ef við hefðum ohusamning við Noreg Frá Jan Erik Lauré, fréttaritara Morgunblaðsins í Osló. — Ég geri ráð íyrir að innan tíðar geti íslendingar fengið keypta norska olíu, scgir Bjartmar Gjerde orkumálaráðherra Noregs í viðtali við Morgunblaðið. í viðtalinu sagði ráðherrann einnig að fyrir tveimur eða þrcmur árum hefðu íslendingar látið í ljós áhuga á því að fá keypta olíu í Noregi. og væri langtímasamningur um olíukaup Islendinga af Norðmönnum í gildi nú. næmi verðið á olíufatið um 20 bandaríkjadölum, cn á Rotterdam-markaði kostar sama magn nú nærfcllt 40 dali. Bjartmar Gjerde, olíu- og orku- málaráðherra Noregs. — Olíunotkun íslendinga er um 600 þúsund tonn á ári, og það er ekki mikið þegar tekið er tillit til þess hversu olíuframleiðsla Norð- manna mun aukast á næstu árum, meðal annars þegar stærsti olíu- pallurinn í Norðursjónum, Stat- fjord a, fer að gefa af sér í haust. Það gerir að verkum að innan eins eða tveggja ára getum við bætt Islendingum í hóp þeirra mörgu þjóða, sem við munum selja olíu. Ég get hins vegar ekkert sagt um það nú hversu mikið magn getur orðið um að ræða eða hvernig verðlagið verður, einfaldlega af því að enn hefur ekki borizt formleg ósk um olíukaup, segir Gjerde. Hann leggur áherzlu á að margt þurfi að ræða um áður en af olíukaupum Islendinga í Noregi geti orðið, meðal annars hvernig olíu- hreinsun yrði háttað, — hvort Islendingar hyggist sjá um hana sjálfir eða hvort hún eigi að fara fram annars staðar. Þá leggur Gjerde áherzlu á í viðtalinu, að það sé ekki norska ríkið, sem selji olíuna, heldur þau olíufélög, sem vinni olíu í-Norðursjónum. Meðal Bandaríkin: Stjórnin krefst þess að Somoza fari frá Washington — 21. júní — Reuter. B AND ARÍK J ASTJÓRN hefur krafizt þess að stjórn Somozas í Nicaragua láti af völdum og að þjóðir Vesturálíu sendi friðar- gæzlusveitir til landsins hið fyrsta. Það er Cyrus Vance utan- ríkisráðherra, sem bar fram þessa kröfu á skyndifundi Sam- taka Ameríkuríkja í Washington í kvöld. Sagði Vance að eina leiðin til að binda endi á borgara- styrjöldina í Nicaragua væri að þar tæki við völdum ný stjórn, sem nyti trausts landsmanna og segði afdráttarlaust skilið við stefnu stjórnar Somozas. Þessi yfirlýsing Bandaríkja- stjórnar kemur i kjölfar morösins á bandaríska fréttamanninum Bill Stewart í Managua í gær, en það hefur vakið mikinn úlfaþyt í Bandaríkjunum og víðar. Her- maður úr liði Somozas skaut Stewart þar sem hann lá á grúfu ofan á vegatálma í Managua í gær. Túlkur hans var einnig skotinn til bana. Barizt er af hörku víða í Nicaragua, og veitir uppreisnar- mönnum víðast betur, einkum í norðurhluta landsins, sem þeir hafa nú að mestu á valdi sínu. þeirra félaga, sem gætu komið til greina fyrir íslendinga, er félagið Statoil, sem er ríkisrekið. Um verðið kvaðst hann þó geta sagt það, að til greina kæmi að selja olíuna á meðalverði. Hann vildi ekki skilgreina slíkt verð nánar, en slíkt OPEC-verð á hráolíu er um þessar mundir 18—20 bandarikja- dalir á hvert fat, það er að segja 159 lítra, en það er nálægt helmingi þess verðs, sem tíðkst á Rotter- dam-markaðnum. Sú hráolía, sem íslendingar gætu að líkindum fengið í Noregi, er mjög létt og þyrfti að blandast þyngri olíutegundum frá öðrum löndum um leið og hreinsun færi fram, að því er Morgunblaðið hefur heimildir um. Því yrðu Islendingar jafnframt að kaupa olíu annars staðar að, og gætu því ekki ein- skorðað sig við hráolíu úr Noyð- ursjó. Areiðanlegar heimildir í norska fjármálaráðuneytinu hafa tjáð Morgunblaðinu, að Norðmenn selji hráolíu á svipuðu verði og OPEC- löndin gera, það er að segja á 18—20 dali fatið. Verðið gæti þó reynst aðeins hærra því að norska olían er í hærri gæðaflokki en OPEC-olían, meðal annars vegna þess að í henni er minni brenni- steinn. Olíu- og gasframleiðsla Norð- manna í ár er áætluð 40 milljónir tonna, og í þeirri hít verða þau 600 þúsund tonn, sem íslendingar þurfa á að halda, léttvæg fundin. Svíar taka aðsér1250 flóttamenn Lundúnum — 21. júní — AP. SVÍÞJÓÐ, Kanada og ísrael hafa bætzt í hóp þeirra ríkja. sem eru fús til að taka við fleiri flóttamönnum frá Víet- nam, og allmörg ríki hafa gefið í skyn að þau muni fara að dæmi þeirra á næstunni. Fimm . Suðaustur-Asíuríki undirbúa nú sameiginlegt átak til lausnar flóttamanna- vandamálinu, og munu þau gera grein fyrir afstöðu sinni til málsins á fundi, sem hald- inn verður á Bali í lok þessa mánaðar. Miðað við fólksfjölda eru Svíar stórtækastir í viðtöku sinni á flóttafólkinu og ætla þeir að taka við 1250 manns til viðbótar þeim 262, sem komið hafa þangað frá Asíu að und- anförnu. Israelsmenn ætla að taka við 200, en þangað eru nýkomnir 168 Víetnamar úr hópi þeirra, sem velkzt hafa um á Suður-Kínahafi. Kanada- menn munu auka leyfilegan fjölda flóttamanna til landsins um 1000, en hámarksfjöldi á ári hefur verið 10 þúsund manns. Morðið á bandaríska fréttamanninum var kvikmyndað og sýnt í ABC-sjónvarpinu, en Bill Stewart starfaði á vegum þcirrar stöðvar. Á efri myndinni má greina hvar Somoza-hermaður nálgast Stcwart þar sem hann liggur á grúfu og neðar hvar hann skýtur hann til bana. Er nýtt fargjalda- stríð í uppsiglingu? Lundúnum — 21. júní. AP—Reuter. LAKER-flugfélagið brezka hefur farið þess á leit við brezk flug- málayfirvöld að fá að hefja flug- lcstar-þjónustu til 35 borga í Evrópu frá næstu áramótum. Ekki hefur fengizt staðfest hver far- gjöld Lakers muni verða, ef Ieyfið fæst, en The Financial Times hefur það eftir áreiðanlegum heimildum, að þau verði allt að helmingi lægri en þau, sem nú tíðkast. Má fast- lega gera ráð fyrir fargjaldastríði á Evrópuleiðum í líkingu við það, sem hófst er Laker hóf fluglest- arþjónustu milli Brctlands og Bandaríkjanna á sínum tfma. Brezka flugmálastjórnin sagði í dag, að nokkrir mánuðir kynnu að líða áður en unnt væri að taka afstöðu til umsóknar Lakers. Laker sækir um fluglestarleyfi til 35 Evrópuborga Ástæðan væri meðal annars sú að búizt væri við slíkum umsóknum frá fleiri flugfélögum, og eðlilegt þætti að veita þeim ráðrúm til að leggja þær fram, svo hægt væri að taka afstöðu til allra umsókna í einu. Talið er að Laker ætli að nota 10 Airbus-þotur, sem hann pantaði í apríl s.I., á Evrópuleiðunum. Að því er áreiðanlegar heimildir herma vill Sir Freddie Laker gefa við- skiptavinum sínum kost á því að panta far með fyrirvara, jafnframt því sem þeir eigi að geta notfært sér fluglestina , en sú þjónusta felst sem kunnugt er í því að farþegar kaupa miða um leið og þeir ganga um borð, en geta ekki tryggt sér sæti fyrirfram. Flug- málastjórnin brezka hefur nú til íhugunar beiðni Lakers um að farþegar geti pantað sæti með fyrirvara með fluglest hans til New York og Los Angeles gegn aukagjaldi. Sir Freddie Laker sagði fyrr í þessum mánuði að stóru flugfélögin væru enn að reyna að koma í veg fyrir starfrækslu fluglestarinnar, en hann ætlaði að halda áfram tilraunum sínUm til að „frelsa farþega úr prísund stóru flugfélag- anna“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.