Morgunblaðið - 22.06.1979, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1979
„Þreif bankabókina með al-
eigunni og kegpti mér flautu ”
Þó komin vaeru mánaðamót maí-júní var veðrið sem á versta vetrardegi Þegar knúð var dyra á litlu, snyrtilegu
húsi við Nönnustíg í Hafnarfirði, rok og snjókoma, enda hiti vart mikið yfir frostmarki. En Gunnar Gunnarsson
flautuleikari bauð okkur til stofu og Þegar sezt var niður ræddi hann fyrst um skólann.
Bók
um
þarfaii'i
Fjölíræðibækur AB 10:
John 0. E. Clark (ritstjóri):
TÖLVUR AÐ STARFI.
Með myndura írá Whitecroft
Designs Ltd.
Páll Theodórsson þýddi og endur-
sagði.
Ititstjóri Fjölfræðibóka AB:
Örnólfur Thorlacius.
Almenna bókafélagið 1979.
Tölvur að starfi er tíunda bókin
í safni Fjölfræðibóka AB. Þetta
eru litlar og handhægar hækur
um margvisleg efni og ég býst við
að þær komi að einhverju gagni
þótt hið þrönga form veiti ekki
svör við öllum spurningum. Fjöl-
fræðibækur eru svo fáar á ís-
lensku að menn taka öllu af
slíkum toga fegins hendi. Þessi
litla bók getur með texta sínum og
skýringarmyndum auðveldað
mönnum skilning á umhverfi þar
sem tölvan gegnir æ veigameira
hlutverki.
Ýmsir hafa varað við tölvunni
og notkun hennar, óttast að mað-
urinn yrði þræll þessa tækis.
Þetta er líklega óþarfa bölsýni,
ástæðulaust er að viðurkenna ekki
að tölvan hefur og mun í ríkari
mæli létta ýmis störf. Ekki má
heldur gleyma því að í sambandi
við öryggisþjónustu hefur tölvan
reynst ómetanleg.
Páll Theodórsson segir í for-
mála:
„Tölvur að starfi lýsir öflugu
hjálpartæki nútíma þjóðfélags,
tæki sem hefur tekið svo örum
framförum að margir eru vafalítið
varla enn farnir að átta sig á
möguleikum tölvunnar og eru enn
haldnir nokkrum beyg gagnvart
þessum þarfatólum, svo sem títt
er um margvíslegar nýjungar".
Fyrsti meiriháttar rafreiknir-
inn var smíðaður í Bandaríkjun-
Bðkmenntlr
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
um í lok seinni heimsstyrjaldar.
Rafreiknir þessi, ENIAC, var
fyrirferðarmikill og með miklum
og flóknum útbúnaði. Hann þurfti
150 fermetra gólfflöt. Nú gegnir
lófastór tölva sama hlutverki og
ENIAC. Slikar hafa framfarirnar
orðið í smíði tölva.
Páll Theodórsson mun eiga
stærri hlut í þessari læsilegu og
forvitnilegu bók en um getur á
titilblaði. Hann hefur endursagt
bókina og lagað eftir breyttum
tíma með það í huga að tíu ár eru
liðin frá því að hún kom fyrst út í
Hamlyn All-Colour bókaflokkn-
um.
í Tölvum að starfi er bent á að
svokallaðar útstöðvar með eigin
reiknigetu muni verða algengar á
heimilum eftir 1—2 áratugi og
með þeim verði hægt að komast í
samband við öflugri tölvur gegn-
um símalínu í því skyni að fá
upplýsingar og greiða fyrir ýms-
um viðskiptum daglegs lífs sem
áður kostuðu mikinn tíma og
fyrirhöfn.
Niðurstaða bókarinnar er sú að
það sé „ávallt maðurinn sem hefur
stjórnina. Ekki þarf nema að
þrýsta á hnapp til að slökkva á
tölvunni".
Gunnar Gunnarsson flautuleikari.
— Tónlistarskólinn er í breytingu
um þessar mundir og er stefnt að
því aö gera hann aö tónlistarhá-
skóla. Námiö hefur því bæöi verið
aö þyngjast og lengjast í hinum
ýmsu deildum skólans. Þaö mun að
sjálfsögöu taka nokkurn tíma aö
koma skólanum á háskólastig, það
gerist aö minnsta kosti ekki á einum
vetri. Nú, svo er annaö, að nokkrir
tónlistarskólar eru þegar farnir aö
útskrifa nemendur t.d. meö einleik-
arapróf og þá vaknar sú spurning
hvort þeir nemendur fari ekki frekar
erlendis til framhaldsnáms, en setj-
ast í Tónlistarháskóla íslands.
Nú hefur bú spilaö meö hljóm-
sveit Tónlistarskólans, hvernig
gengur að manna slíka sveit?
— Já, það er rétt, ég hefi spilað
meö hljómsveitinni nánast frá því ég
kom í skólann, en hljómsveitin er
mjög mikilvægur þáttur í skólastarf-
inu þótt hún eigi oft í vök aö verjast
sökum mannfæöar þar eö oft geng-
ur erfiðlega aö fylla í skörö þeirra er
útskrifast. Hljómsveitinni bættist aö
vísu nokkur liösstyrkur þar sem
nemendur úr öörum tónlistarskólum
fengu aö sþila meö og er spurning
hvort ekki sé rétt að efla þaö
samstarf meira.
Hvenær hóst pú þitt flautunám?
Ljósm. Kristján.
— Ég var orðinn 18 ára þegar ég
byrjaöi eöa alltof gamall, hefði
sennilega átt aö byrja 6 árum fyrr.
Þaö er nú nokkur saga aö segja frá
því hvernig þetta gekk allt fyrir sig.
Um nokkurn tíma haföi mig dreymt
um aö læra á flautu svo var þaö
einn kaldan vetrardag rétt fyrir jólin
að ég þreif bankabókina meö aleig-
unni í og skundaði í hljóöfæraverzl-
un og keypti mér flautu, hverja ég
strax fór aö fremja á hin hörmuleg-
Að loknu f armannaverkfalli:
Bráóabirgðalög-
in boða tímamót
Þá hefur ríkisstjórnin loksins
mannað sig upp í að gefa út
bráðabirgðalög, sem kveða á um
gerðardóni og banna verkföll og
verkbönn. Engan skyldi undra
þótt þessi ákvörðun hafi vafist
fyrir stjórnarflokkunum. Kemur
þar hvort tveggja til, að með þessu
er stjórn „hinna vinnandi stétta"
að stilla sér þétt upp við hlið
vinnuveitenda og brjóta svo kyrfi-
lega þau „princip" sem verkalýðs-
flokkarnir svokölluðu hafa haft,
að straumhvörfum veldur.
Flestir viðurkenna, að eins og
staðan var orðin hafi ekki verið
annarra kosta völ. Farmenn játa
það einnig óbeinlínis, með því að
falla frá yfirlýsingunum um að
þeir virtu slík lög að vettugi. En
það hlýtur engu að síður að vera
hrikalegt áfall fyrir þetssa stétt
launþega að fá slík lög yfir sig
eftir átta vikna verkfall. Og það
hlýtur einhver að hugsa þeim
ráðherrum þegjandi þörfina, sem
eyðilögðu gersamlega samnings-
stöðu farmanna með sífelldum
hótunum um setningu þessara
bráðabirgðalaga.
Nú þegar verkalýðsflokkarnir
hafa gengið undir þetta jarðar-
men, svipt stór launþegasamtök
verkfalls- og samningsrétti og
lögskipað gerðardóm, er ljóst að
stórtíðindi hafa gerst í íslenzkum
stjórnmálum.
Hatrömmustu átökin í stjórn-
málasögunni hafa einmitt sprottið
út af aðgerðum stjórnvalda til að
grípa inn í rétt verkalýðshreyfing-
arinnar til að beita verkfallsvopn-
inu og knýja fram kjarabætur í
samningum. Gerðardómur hefur
ávallt verið eitur í beinum verka-
lýðshreyfingarinnar og bannorð í
eyrum sósíalista.
Þegar Sjálfstæðisflokkurinn
hefur átt þátt í því að grípa til
neyðarráðstafana af þessu tagi á
árum áður, hefur það verið túlkað
af andstæðingum flokksins sem
sönnun á fjandsamlegri afstöðu
hans til verkalýðs og réttlátrar
kjarabaráttu.
Endalaust má deila um hvenær
aðstæður kalla á svo harkalegar
aðgerðir stjórnvalda, eins og nú
hefur verið gert. En aðalatriðið er
að með aðgerðum ríkisstjórnar-
innar hafa verkalýðsflokkarnir,
þ.e. Alþýðubandalag og Alþýðu-
flokkur, viðurkennt nauðsynina á
því, að til slíkrar lagasetningar
megi grípa. Ætti það vissulega að
styrkja ríkisstjórnir í framtíðinni,
til að grípa í taumana á neyðar-
stundum og treysta þær að því
leyti í sessi gagnvart óbilgjörnum
þrýstihópum og pólitískum skæru-
hernaði.
Önnur markverð staðreynd
blasir og við eftir undangengin
átök. Vinnuveitendasamband ís-
lands hefur sýnt óvæntan styrk og
stendur uppi sem hinn raunveru-
legi sigurvegari þessarar orra-
hríðar. Vinnuveitendur létu ekki
taka sig á taugum og sátu við sinn
keip, þar til stefna þeirra varð
ofan á með bráðabirgðalögum
ríkisstjórnarinnar.
Styrkur vinnuveitenda varð
auðvitað meiri, þar sem þeir höfðu
ríkisstjórnina á bak við sig, og
sífelldar hótanir einstakra ráð-
herra um bráðabirgðalög af því
tagi sem hafa verið sett, gerðu
samningsstöðu farmanna von-
lausa.
Þetta sýnir að samtakamáttur