Morgunblaðið - 22.06.1979, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ1979
11
Rabbað við
Gunnar
Gunnarsson
ustu hljóð, en lét ekki þar við sitja
heldur innritaðist í Tónlistarskóla
Hafnarfjarðar þar sem Þórarinn
Ólafsson leiddi mig fyrstu Sþorin.
Síðan var ég hjá Hafsteini Guð-
mundssyni og hvatti hann mig mjög
til að halda áfram náminu. Eftir það
fór ég inneftir og í Tónlistarskólan-
um kenndi mér fyrst Jón H. Sigur-
björnsson í 3 ár og síðan var ég hjá
enskum kennara, Bernard Wilkin-
son, sem hefur reynst mér sérlega
vel. Námið hefur því tekiö eina 8
vetur, en með náminu hefur tíminn
farið í ýmislegt annaö, svo sem að
stunda nám í Kennaraháskólanum,
kenna, koma mér upp húsi og
þvílíkt, þannig að segja má að
tímann hafi ég þurft að nota allvel.
En þó Gunnar Gunnarsson hafi
ekki hafið flautunám sitt fyrr en 18
ára voru það ekki fyrstu kynni hans
af tónlistariökun. Hann lék og söng
með söngtríóinu Lítið eitt í þá daga
og fékkst hann einnig til að með-
ganga að hann hefði á þeim árum
samið eina og eina melódíu. Einnig
má minnast á það að sem ungur
sveinn í Hafnarfirði lék hann í
drengjalúðrasveitinni þar á trommur
og var sagður svo stuttur að hann
sá aldrei yfir þær, enda eru trumbur
lúðrasveitarmanna enginn smá-
smíði.
Er flautunám erfitt?
— Þaö er á margan hátt erfitt, en
þó má segja að nemendur nái í
flestum tilfellum aö spila smálög
eftir stuttan tíma. Það tekur auövit-
að misjafnlegan langan tíma fyrir
fólk að ná tóni, hjá sumum kemur
það mjög fljótt, en hjá öðrum seint
og það kemur fyrir að fólk hreinlega
nái ekki tóni. Þá má t.d. nefna að
æfi maður sig ekki á hverjum degi
þá getur tekið 1—2 klukkutíma að
ná aftur sama stað og maður var á
daginn áður, a.m.k. hvað tóninn
varðar og var það mín reynsla.
Eru margir í flautunámi um
þessar mundir?
— Já, segja má að flautan sé
hálfgert tízkuhljóðfæri og hafa vin-
sældir hennar aukist mjög á síöustu
4—5 árum. Popphljómsveitir hafa
farið að nota þverflautur og ég held
að Manuela Wiesler hafi átt þátt í aö
gera flautuna vinsæla með þeim
árangri sem hún hefur náð.
Eru flautur dýr hljóðfæri?
— Nei, að minnsta kosti ekki þær
flautur, sem nemendur byrja yfirleitt
með, skólaflautur kosta kannski
rúmlega 100 þúsund krónur, en svo
þegar menn eru lengra komnir í
náminu vilja þeir fá vandaðri flautur,
sem þá geta kostaö frá einni og allt
upp í 4—5 milljónir. Og þeir sem eru
á höttunum eftir flautum í efsta
verðflokki verða oft að bíða í 2—3
ár eftir henni.
Hvert verður stefnt í næsta
áfanga?
— Það er nú ekki fullráðið enn-
þá, flestir tónlistarmenn reyna aö
komast til útlanda eftir að námi er
lokið hér heima og ég held aö sú
verði raunin þrátt fyrir að nám í
Tónlistarskólanum komist á
háskólastigi. En hafa verður í huga
þegar menn fara utan til tónlistar-
náms að lítið er unnið við dvöl
erlendis nema tryggt sé aö kennar-
arnir séu góðir. Menn hafa brennt
sig á því og stundum hafnað hjá
miðlungskennurum og því held ég
að gæta þurfi vel aö þessu atriöi
áður en ákveöin er námsdvöl ytra.
Og hvað mig varöar þá er áhugi fyrir
að halda út, en það verður ekki á
næsta vetri. Undanfarna vetur hefi
ég starfað nokkuð viö kennslu og
tekið nemendur í flaututíma og ég
geri ráð fyrir að svo verði enn næsta
vetur, enda má segja að kennslan
sé skóli út af fyrir sig.
— Þá vonast ég til að geta lagt
meiri stund á kammertónlist og viö
höfum nokkrir saman verið að huga
aö verkefnum á því sviöi.
Verður pá framtíðarstarf pitt
frekar á sviði kennslu, eöa stefna
flestir ungir hljóðfæraleikarar að
starfi í Sinfóníuhljómsveitinni?
— Ég hefi ekki ráðiö þaö endan-
lega við mig, en ég er ekki viss um
aö ég bindi mig við kennslu ein-
göngu, þótt ég grípi vafalaust til
hennar þessi fyrstu ár. Og um
Sinfóníuhljómsveitina er þaö að
segja aö það er mjög misjafnt hvaða
hljóðfæri vantar þar, nú eru t.d.
fullskipuð öll sæti flautuleikara, og
flautuleikari þegar í námi erlendis,
þannig að það er hart barist um
sætin þar. Eg hefi mikinn áhuga á
kammertónlist og þaö hefur oft
verið svo að t.d. tónlistarkennarar
hóþi sig saman og æfi kammertón-
list, en hitt er annað, að það er
nánast útiiokað að hafa hana að
atvinnu á íslandi, það verður yfirleitt
aö leggja stund á t.d. kennslu til aö
afla sér lífsviðurværis.
Ellert B. Schram
vinnuveitenda hefur þýðingu, ekki
síst ef ríkisstjórn stendur þétt við
hlið þeirra. Á þetta skorti í tíð
fyrri stjórnar. Þá voru vinnuveit-
endur eftirgefanlegir og ríkis-
stjórnin hikandi vegna óbilgjarnr-
ar stjórnarandstöðu og verkalýðs-
hreyfingar, sem kyntu stöðugt
undir. Að þessu leyti eru aðstæður
allt aðrar nú. Ríkisstjórn „hinna
vinnandi stétta“ og vinnuveitend-
ur hafa snúið bökum saman.
Á sama tíma hefur styrkur
verkalýðshreyfingarinnar breyst í
máttleysi. Það stafar af þeim
augljósu ástæðum, að forystuliðið
er veikt, og hefur enn einu sinni
opinberað sig sem pólitískt hand-
— eftir Ellert
B. Schram alþm.
bendi, sem lætur stjórnast af
flokkslegum hagsmunum en ekki
faglegum.
Þetta hefur komið skýrt fram í
farmannadeilpnni. Farmenn hafa
ekki aðeins haft almenningsálitið
á móti sér, heldur hefur ASÍ-for-
ystan og hinir útvöldu málsvarar
verkalýðsbaráttunnar og stétta-
stríðsins þagað þunnu hljóði.
Farmenn og aðrir launþegar
geta ýmsan lærdóm dregið af
þeirri þögn.
Það er ekki ónýtt fyrir eina
ríkisstjórn að hafa bæði vinnu-
veitendur og verkalýðsforystuna á
sínu bandi. í skjóli þeirrar sam-
fylkingar hefur ríkisstjórninni
tekist að berja niður farmenn og
senda þá sneypta á sjó út án
minnstu uppskeru eftir átta vikna
verkfall.
Menn gera því skóna, að bráða-
birgðalögin þjappi ríkisstjórninni
saman. Um það er tvennt að segja.
I fyrsta lagi: ekki veitir af, því
bráðabirgðalögin eru hreinustu
smámunir miðað við þau vanda-
mál sem nú bíða úrlausnar. í öðru
lagi: það fer vel á því, að stjórnar-
flokkarnir fallist í faðma á þeim
tímamótum, sem þeir banna verk-
föll og taka samningsréttinn af
launþegasamtökum.
Fréttaskýring:
Samstarf miðdemókrata og
sósíaldemókrata gœti ver-
ið fgrirboði meiri kgrrðar
Enn á ný ríkir óvissuástand í stjórn-
málum Portúgals. Þaö er engu
líkara en það eigi ekki að verða
hlutskipti Portúgala í bráð aö fá
stjórn, sem er öllu meira en nafnið
tómt. Eftir aö Mota Pinto varö að
segja af sér fyrir nokkru hóf Eanes
forseti viöræöur viö flokksfor-
menn. Mota Pinto gegnir starfi
forsætisráöherra til bráöabirgöa,
eða þar til mál hafa veriö til lykta
leidd. Mörgum ber saman um að
þrátt fyrir allt sé ýmislegt jákvætt
um utanþingsstjórn Pintos og sem
hún reyndi að gera og átti hún þó
undir högg að sækja, einkum
vegna ótryggs stuönings á þinginu.
Mota Pinto nýtur persónulega
mikils álits og fáir treysta sér til að
draga hæfni hans í efa. Ekki er vitð
hvort hann mun nú draga sig út úr
pólitísku vafstri eða stefna aö
framboði í kosningum, sem veröa
væntanlega ekki fyrr en á næsta
ári.
Nú þegar Eanes forseti er farinn aö
tala við forsvarsmenn flokkanna á
hann að venju nokkurra kosta völ.
Hann getur skipaö enn einn utan-
þingsforsætisráðherrann og tekiö
þá áhættu, að þar sigli allt í strand,
eöa í bezta falli aö þingið uni þvi i
fáeina mánuði. Ellegar hann getur
rofið þing og efnt til kosninga, en
yfirleitt hafa flokkarnir ekki áhuga
á kosningum nú. Og það er ekkert
sem bendir til að Eanes leiti til
einhvers flokksformannsins um
stjórnarmyndun.
Þetta yröi fimmta ríkisstjórnin á
þremur árum. Sú fyrsta sem var
mynduð eftir kosningarnar 1976
var minnihlutastjórn Mario Soares,
hún féll eftir nokkra mánuði. Þá
tók viö samsteypustjórn miðdemó-
krata og Sósíalistaflokks Soares
og var hún viö völd í sjö mánuöi
eða svo. Síðan tók viö aö nafninu
til utanþingsstjórn Nobre da
Costas, en hún var aðeins við lýði,
áhrifalaus meö öllu, í nokkrar
vikur. í október valdi svo Eanes
Mota Pinto, rétt fertugan þrófessor
í Coimbra, sem átti sæti á stjórn-
lagaþinginu 1975—1976 fyrir al-
þýðudemókrata, til að mynda
stjórn og þótt viö ramman reip
væri að draga tókst Pinto að
öðlast traust þingsins, þótt margt
fleira kæmi til og á endanum varð
Pinto að segja af sér og þarf ekki
að fjölyröa um þær forsendur; þær
eru hinar söm^og valdiö hafa falli
fyrri ríkisstjórna í Portúgal,
sundurþykkja og ágreiningur um
leiðir. Þó hafði stjórn Mota Pintos
setið í röska átta mánuöi og mun
það vera met þessi þrjú ár.
Portúgalar óttast margir öngþveiti
það sem portúgölsk stjórnmál eru
að veröa. Sósialistaflokkur Mario
Soaresar hefur löngum verið
samansettur af ólíkum öflum og
Soares hefur ekki nýtzt tíminn, frá
því að hann hætti sem forsætis-
ráðherra, til aö styrkja flokkinn.
Um tíma virtist sem fylgi PS hefði
verulega dvínað. En þar er svo
sem ekkert við að styðjast nema
valtar skoöanakannanir, sem allra
sízt þurfa að gefa rétta mynd í
Portúgal, þar sem ætla má að hinn
óbreytti borgari gerist nú allgram-
ur og þreyttur út í pólitíkusana.
En nú hafa þau tíðindi gerzt að
miödemókratar og sósíaldemó-
kratar hafa undirritað samstarfs-
samning og voru þaö foringjar
flokkanna, Freitos do Amaral,
form. miðdemókrata, og Sa Car-
neiro, form. Sósíaldemókrata-
flokksins, sem gengu frá því.
Flokkarnir hyggjast bjóða fram sitt
í hvoru lagi, en hafa með sér nána
samvinnu. í kosningum á næsta ári
er mjög trúlegt að þessir flokkar
Do Amaral formaður
CDS-Miðdemókrataflokksins.
galskra stjórnmála og miklar vonir
eru bundnar við, mun alllengi hafa
haft hug á þessu og var töluverður
undirbúningur og aðdragandi að
málinu. En ætla má að það hafi
nokkuð tafið framgang þess, að
sósíaldemókratar áttu eftir að út-
kljá ýmis innanflokksmál, umfram
allt heiftúðugar deilur um formann
flokksins.
Á flokksþinginu PSD nú fyrir
skömmu lét aöalkeppinautur Sa
Carneiro, Sousa Franco, til skarar
skríða. Sousa Franco lagði allt
undir og tefldi djarft en lyktir urðu
þær að Sa Carneiro var endurkjör-
inn og kom aö mörgu leyti sterkur
frá stormasömu flokksþingi. Þó
voru ekki allir á eitt sáttir og Sousa
Franco hefur nú klofið sig út úr
PSD ásamt með 37 þingmönnum
sem fylgja honum að málum og eru
þeir að undirbúa stofnun nýs
flokks sem byöi fram í kosningun-
um á næsta ári. Þeir sem fylgjast
með portúgölskum stjórnmálum
telja að slíkur flokkur Sousa
Francos gæti fengið töluvert fylgi
óánægðra kjósenda allra flokk-
anna. Og þá er auðvitað bara
spurningin hvað margir kjósendur
gömlu flokkanna reynast óánægðir
á kjördegi.
En hvað sem nú veröur á næstunni
sýnist sem þaö sé um margt
\T/
ERLENT
jákvætt og gæti verið fyrirboöi
meiri kyrröar í portúgölskum
stjórnmálum, að CDS og PSD hafa
nú tekið höndum saman. Ekki
veitir þeim af meiri ró í Portúgal til
aö reyna að skipa sínum málum
svo aö þar geti framfarir oröið
raunverulegri og lífskjör betri en
raunin hefur orðiö á sl. ár. Fyrir nú
utan að það býður aðskiljanlegum
hættum heim ef það endaöi meö
því að verða hálfgerður kækur að
skipta um stjórn að jafnaöi tvisvar
á ári. Fyrir þjóð sem hefur yfriö
nóg að takast á við í uppbyggingu
og framþróun er hreint ekkert
sniðugt að sitja upþi með slíkan
kæk. h.k.
Sa Carneiro formaður
ÞSD-Sósíaldemókrataflokksins.
tveir myndi þá stjórn — svo fremi
þetta bandalag standi enn — því
að öllu óbreyttu fá þessir tveir
flokkar meirihluta á þinginu.
Freitos do Amaral, sem er einhver
skærasta stjarna á himni portú-