Morgunblaðið - 22.06.1979, Page 14

Morgunblaðið - 22.06.1979, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ1979 Styrkir til heyflutninga, lán til fóðurkaupa og til- fmnanlegt afurðatjón bætt Rætt vid Steinþór Gestsson um tillögur Hardindanefndar „HARÐINDANEFND áætlar að viðbótaríóðurkostnaður vegna lengri innistöðu búfjárins í vor nemi um 2 milljörðum króna og hlýtur að verða að taka tillit til þessa kostnaðar og aukins vinnuáiags í sveitum og minnk- andi afurða við verðlagningu búvara. Ef f járhagsstaða bænda hefði verið nægilega traust fyrir, þá ætla ég að þeir hefðu staðið af sér kostnaðar- aukann. sem af vorharðindun- um leiðir, án aðstoðar, en fjár- hagsstaða margra bænda nú er slæm og því leggur nefndin til að Bjargráðasjóði verði gert kleift að aðstoða þá bændur, sem verst hafa orðið úti vegna harðindanna.“ sagði Steinþór Gestsson, fyrrverandi alþingis- maður í samtali við Mbl. í gær en hann er fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í svonefndri Harð- indanefnd, sem nú hefur sent ríkisstjórninni fyrstu tillögur Steinþór sagði að tillögur nefndarinnar gerðu ráð fyrir að Bjargráðasjóði yrði gert kleift að bæta tilfinnanleg einstak- lingsbundin tjón samkvæmt al- mennum reglum sjóðSins um afurðatjón og til þessa yrði útvegað viðbótarfjármagn, ef nauðsyn krefði. Þá yrði Bjarg- ráðasjóði tryggt fé til að greiða kostnað við heyflutninga um langa vegu en um þessar greiðsl- ur þyrfti að setja ákveðnar reglur og forsenda væri að nauð- syn heyflutninganna væri viður- kennd af trúnaðarmönnum Bún- aðarfélags Islands. Sagði Stein- þór að samkvæmt þeim upplýs- ingum, sem nefndin hefði þegar fengið, væri þarna um að ræða Steinþór Gestsson kostnað á bilinu 30 til 40 milljón- ir króna. Þá er í tillögum nefndarinnar að sögn Steinþórs gert ráð fyrir að Bjargráðasjóði verði útvegað lánsfé, allt að 350 milljónum króna, og verði sveitarstjórnum gefinn kostur á að sækja um lán til sjóðsins fyrir þá bændur, sem verst eru settir fjárhagslega vegna fóðurkaupa á þessu vori af völdum harðindanna. Steinþór tók fram að fjárþörfin til þess- ara lána væri enn með öllu óljós og talan 350 milljónir væri nán- ast ágiskun en nefndin teldi þó að það væri hámarksfjárþörfin til þessa verkefnis. I tillögum nefndarinnar er gert ráð fyrir að lánin verði til þriggja ára, vaxta- laus en með fullri verðtryggingu, og er miðað við að lánsfjárhæð til hvers bónda nemi að hámarki 2/3 af þeim aukakostnaði, sem hægt er að að sýna fram á. „Þessar tillögur eru aðeins fyrri áfangi af verkefni nefndar- innar en hún mun halda áfram að vinna að tillögum um hvernig megi að meira eða minna leyti bæta úr því tekjutapi, sem bændur verða fyrir, ef ekkert verður að gert vegna söluerfið- leika erlendis á umframfram- leiðslu landbúnaðarvara. Það er von nefndarinnar að geta skilað tillögum þar um áður en langt um líður,“ sagði Steinþór. Hornstrandir og Jökulfirðir: Aætlunarferðir teknar upp að nýju ef tir 27 ára hlé A SUNNUDAGINN byrjar Fagranesið áætlunarferðir í Jök- ulfirði og Hornstrandir en áætl- unarferðir þangað lögðust niður árið 1952. Það er Djúpbáturinn hf. á ísa- firði sem gerir Fagranesið út Fyrsta ferðin verður í Grunnuvík á sunnudag. Brottför er klukkan 10 frá Isafirði en komið aftur að kvöldi. Messað verður að Stað og annast sr. Jakob Hjálmarsson guðsþjónustuna. Næsta ferð er 28. júní í Jökul- firði, brottför kl. 10 en komið kl. 5.30 um daginn til ísafjarðar. 19. júlí og 16. ágúst verða viðkomu- staðir Leirufjörður og Bæir. Fyrirhugaðar eru fleiri ferðir á Jökulfirði og eru upplýsingar veittar á skrifstofunni. Ferðir á Hornstrandir verða sem hér segir: Fyrsta ferðin 6. júlí, brottför kl. 14, viðkomustaðir eru Aðalvík, Fljótavík, Hornvík og Furufjörð- ur. 13., 20. og 27. júlí, brottför kl. 14, viðkomustaðir Aðalvík, Fljóta- vík og Hórnvík. 16. og 23. júlí, brottför kl. 9 f.h., viðkomustaðir Aðalvík, Fljótavík og Hornvík. 14. júlí fer Fagranesið ferð á sveitaball að Bæjum. Brottför frá ísafirði er klukkan 20 en haldið verður til Isafjarðar aftur að dansleik loknum. Leiðrétting VEGNA fréttar í Mbl. í gær, 21.6., um sýningu Braga Ásgeirssonar í anddyri Norræna hússins, skal tekið fram að það var forstöðu- maður hússins Erik Sönderholm er fór fram á það við listamanninn að hann lánaði teikningar sínar við kvæði Jóns Helgasonar, Áfanga, til sýningar í anddyri hússins. Stendur sýningin yfir fram í næsta mánuð. Rangur mynda- texti leidréttur ÞAU LEIÐU mistök urðu að með mynd um atburði sjómannadags- ins fylgdi rangur texti, þar sem Pétur Sigurðsson, formaður Sjómannadagsráðs var að afhenda heiðurspening í tilefni dagsins. Sagt var að myndin væri af Herði Kristjánssyni að taka við viður- kenningu vegna námsárangurs í Vélskólanum, en hið rétta er að hún sýnir Vilhjálm Óskarsson taka við heiðurspeningi til aldraðra sjómanna, fyrir hönd föður síns, Óskars Guðfinnssonar, háseta. Eru allir hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Ráðstef na um hvalavernd á mánudaginn STARFSHÓPUR Náttúruvernd- arfélags Suðvesturlands um hvalavernd heldur fund mánu- daginn 25. júnf að Hótel Loftleið- um kl. 20.30 (ráðstefnusalurinn). Efni fundarins verður hvala- vernd og stefna íslendinga í hvalveiðimálum. Fundurinn er öllum opinn. Ætlunin er að bjóða fulltrúum þeirra aðila, sem beint eða óbeint eiga hlut að máli. Má þar til nefna íslensk stjórnvöld, alþingi, vís- indamenn (ef til vill erlendis frá), Hval h.f., Greenpeacesamtökin. Fram að þessu hefur lítið sem ekkert verið rætt um hvalavernd og stefnu Islands í hvalveiðimál- um. Ætti því þessi fundur að gefa fólki kost á að kynnast þessum mikilvægu málefnum frá fleiri en einni hlið. (Fréttatilkynning). Avextir til afgreiöslu i dag og næstu daga: Appelsínur: áætlaö útsöluverö í Reykjavík kr. 437 Epli rauö: áætlað útsöluverö í Reykjavík kr. 545 Fást í öllum helstu matvöruverzlunum landsins. ------------.— . .................. —--------- AVEXTIR ALLA DAGA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.