Morgunblaðið - 22.06.1979, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 22.06.1979, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1979 15 hitastig í opinberum byggingum verði laekkað um eina gráðu, í 19 gráður. Þá voru tilkynntar hraða- takmarkanir og aukið eftirlit með því að þær verði virtar. Leiðtogarnir í Strassbourg eru Margaret Thatcher, Bretlandi, Helmut Schmidt, V-Þýzkalandi, Valery Giscard d’Estaing, Frakk- landi, Mario Andreotti, Ítalíu, Anker Jörgensen, Danmörku, John Lynch, írlandi, Gaston Thorn, Luxembourg, Wilfred Martens, Belgíu og Van Agt, Hol- landi. ERLENT Oeirðir í Kampala í kjölfar valdabaráttu Kampala, 21. júní. AP. Reuter. AÐ MINNSTA kosti tveir létust og fimmtíu særðust þegar þús- undir stuðningsmanna Yusufu Lulu, forseta landsins, gengu um götur Kampala og iýstu yfir stuðningi við forsetann. Her- menn skutu á fólkið. Yusufu Lulu sagði við fréttamenn að hann hefði verið neyddur til að segja af sér. „En ég er enn lögíegur forseti landsins,“ sagði hann og bætti við að hann ætlaði sér að vera áfram í embætti. Útvarpið í Kampala sagði í dag, að Godfrey Binaisa væri forseti landsins og að yfirlýsing Lulu forseta væri staðleysa. „Stjórnin hefur stuðning fólksins," sagði útvarpið. Lulu sjálfur lýsti því yfir að hann hefði stuðning fólksins í landinu. Bankar, verzlanir og skólar voru lokaðir í Kampala í dag. Hermenn voru við mikilvæg- ar stjórnarbyggingar og vega- tálmar voru víða í borginni. Mannfjöldinn í Kampala krafðist þess að meðlimir þjóðarráðsins, sem hafa verið andvígir Lulu, yrðu settir í fangelsi. Yusufu Lulu hefur verið forseti Uganda í 10 vikur frá falli Idi Amin, fyrrum einræðisherra landsins. Embættismenn í Tanzaníu sögðu fréttamanni Reut- er, að Tanzanía styddi Binaisi og að hinir rúmlega 30 þúsund her- menn í landinu myndu hjálpa við að koma á röð og reglu, eins og þeir orðuðu það. Skæruliðar Sandinista í Lcon og að baki þeim er skriðdreki, sem þeir hafa náð á sitt vald af stjórnarhernum. Frakkar og V-Þjóðyeriar leggja drög að eftirliti með Rotterdammarkaðinum IDAG! (í erdam. Markaðurinn þar væri mjög mikilvægur fyrir þjóðir Evrópu til að geta fengið olíu þegar skortur er og með stuttu millibili. Nú hafa leiðtogarnir, Valery Giscard d’Estaing og Schmidt komið sér saman um eftirlit en hins vegar ekki bein afskipti ríkisvaldsins í þessum löndum. Með þetta vegarnesti geta leiðtog- ar Efnahagsbandalagsins haldið til Tokyo á leiðtogafundinn þar með Japönum og Bandaríkja- mönnum. Leiðtogar EBE-ríkjanna munu einnig ræða um framtíðarstefnu ríkjanna í orkumálum og búist er við að einhugur muni ríkja þar um. Það er aukinn olíusparnað og að kol og kjarnorka verði notuð meir sem orkugjafi í framtíðinni. Frakkar hafa þegar tilkynnt ráð- stafanir í orkusparnaði. Þar er 1973 — Geimfararnir í Skylab I koma aftur til jarðar eftir lengstu dvöl manna í geimnum, 28 daga. 1970 — Edward Heath verður forsætisráðherra Breta. 1962 — 112 fórust með franskri farþegaþotu á Guadeloupe, Vest- ur-Indíum. 1961 — Moise Tshombe, forseti Kongó, látinn laus. 1941 — Innrás Þjóðverja í Sovét- ríkin. 1940 — Vopnahlé Frakka og Þjóðverja undirritað. 1933 — Flokkur sósíaldemókrata í Þýzkalandi bældur niður. 1911 — Georg V krýndur konung- ur Englands. 1894 — Dahomey verður frönsk nýlenda. 1815 — Napoleon Bonaparte legg- ur niður völd öðru sinni. 1807 — Brezka herskipið „Leo- pard“ stöðvar bandarísku freigát- una „Cheasapeake", krefst fram- sals brezkra liðhlaupa og nánast veldur stríði. 1679 — Orrustan um Bothwell Bridge milli Englendinga og Skota. 1543 - Hinrik VIII af Englandi Vestnraotu ■> ■ Niiiii 12!! »11 StrassbourR. 21. júní. AP. LEIÐTOGAR Efnahagsbanda- lagsríkjanna níu hittust í Strass- bourg í dag og árangur hefur þegar komið í ljós. Frakkar og V-Þjóðverjar hafa lagt drög til samkomulags um að eftirliti með olíumarkaðnum f Rotterdam skuli komið á og er þar komin málamiðlun milli þessara þjóða. Frakkar hafa viljað mjög strangt eftirlit allra þjóða og að sjálft verðið og brask með það verði undir ströngu eftirliti. V-Þjóð- verjar hafa verið þessa letjandi, telja að markaðurinn myndi ein- ungis færast annað. Helmut Schmidt, kanslari V-Þýzkalands, sagði að á milli 3% og 4% af olíusölu heimsins færu um Rott- setur Frökkum úrslitakosti, sem jafngilda stríðsyfirlýsingu. 1533 — Ferdinand af Austurríki og Suleiman Tyrkjasoldán undir- rita friðarsamning. Afmæli. Giuseppe Mazzini, ítalsk- ur þjóðernissinnaleiðtogi (1805— 1872) - Sir H. Rider Haggard, brezkur rithöfundur (1856—1925) - Sir Julian Huxley, brezkur rit- höfundur (1887) - Sir John Hunt, brezkur fjallgöngumaður (1910). Andlát. Roger I Sikileyjarkonung- ur 1101 - Nicolo Machiavelli, ítalskur stjórnmálaheimspeking- ur, 1527. Innlent. Björn Jónsson ráðherra segir Tryggva Gunnarssyni upp bankastjórastöðunni við Lands- bankann 1909 - Tillagan „með Gamla sáttmála" samþykkt á þingmálafundi í Reykjavík 1907 - Hýðingardómi Sigurðar Breið- fjörðs breytt 1840 - Hátíðarmessa í dómkirkjunni leysist upp út af brestum í bitum kirkjuloftsins 1825 - Hólmaselskirkja brennur í Skaftáreldum 1783 - f.Steingrímur Hermannsson 1928. Orð dagsins. Vandi fylgir veg- semd hverri — Cicero (10—43 f.Kr.). 3 teknir fyrir niósnir Karlsruhe, 21. júní. AP. NÝTT njósnamál er nú komið upp í V-Þýzkalandi. Þrír menn voru handteknir á mánudag, þrjú önnur komust undan, ákærð fyr- Fréttir af veðri víða um heim bárust ekki í gærkvöldi, og eru les- endur beðnir velvirð- ingar á því. ir njósnir fyrir A-Þýzkaland að því er saksóknarinn í Karlsruhe tilkynnti í dag. Þeir sem voru handteknir eru höfuðsmaður í v-þýzka hernum, verkfræðingur í þjónustu bandaríska hersins og embættismaður í Bonn. Þá voru hjón grunuð um njósn- ir, þau sluppu til A-Þýzkalands en ekki er vitað hvar Martin Hensel- mann 63 ára gamall sölumaður, sjötti maðurinn í njósnahringnum er niðurkominn. Saksóknarinn í Karlsruhe gaf ekki upp nánar hvað mennirnir eru grunaðir um og hversu alvar- legt njósnamálið væri einungis að njósnararnir hefðu unnið fyrir leyniþjónustu a-þýzka varnar- málaráðuneytisins. fí 'f l* Tómas Gaf st upp Shannon, 21. júní AP — Reuter FLUGRÆNINGINN, sem rændi Boeing 727 í innanlandsflugi í Bandaríkjunum í gær gafst upp fyrir írsku lögreglunni á Shann- on flugvelli á Irlandi. Flug- ræninginn, Nikola Kavaja, gafst upp án nokkurrar mótspyrnu. Hann er Serbi, og bíður dóms í Bandaríkjunum fyrir að leggja á ráðin um morð á jógóslav- neskum sendiráðsmönnum. Kavaja rændi Boeing 727 þegar hún var á leið frá New York til Chicago. Hann krafðist að fá lausan félaga sinn, sem nú er í fangelsi. Hann fór þó frá Chicago án hans, eftir að hafa sleppt farþegum lausum. Þotan lenti síðan í New York. Þar krafðist flugræninginn að fá þotu með meira flugþol og nýja áhöfn. Álitið var að hann ætlaði til S-Afríku. Lent var á írlandi til að setja benzín á Boeing 707 þotuna sem hann hafði fengið í New York. Þar tilkynnti flug- ræninginn að hann myndi gefast upp og gekk hann niður þrepin og til lögreglunnar. Þettagerðist ao 21.júní

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.