Morgunblaðið - 22.06.1979, Síða 17

Morgunblaðið - 22.06.1979, Síða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1979 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ1979 17 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdaatjóri Haraldur Sveinsaon. Ritatjórar Matthíaa Johannesaen, Styrmir Gunnaraaon. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsaon. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og skrifstofur Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla Sími 83033 Áskriftargjald 3000.00 kr. ó mánuöi innanlands. I lausasölu 150 kr. eintakið. Skrif Morgunblaðs- ins bera árangur Skrif Morgunblaðsins um olíumálin hafa hrist upp í ráðamönnum, svo að um munar. Þannig er nú áð komast hreyfing á það, að leitað verði betri kjara um olíukaup okkar, víðar en hingað til. Þessa varð vart sl. laugardag, er þeir hittust Benedikt Gröndal og Knud Frydenlund, utanríkisráðherra Noregs, og sá síðarnefndi tók vel í málaleitan um olíusölu til Islands. í Alþýðublaðinu í gær er skýrt frá því, að Benedikt Gröndal hafi vakið máls á hugsanlegum hráolíukaupum okkar í Miðausturlöndum við sendiherra Iraks, sem hér var á ferð fyrir skömmu, og er þá gert ráð fyrir, að olían verði hreinsuð einhvers staðar í Vestur-Evrópu. Loks hefur Bjarni V. Magnússon varpað fram þeirri hugmynd, að íslendingar könnuðu möguleika á olíukaupum í Nígeríu til þess að greiða fyrir skreiðarsölu þar, en létu síðan hreinsa olíuna í Portúgal, þar sem mikilvægir saltfiskmark- aðir okkar eru, en Portúgalar hafa til skamms tíma verið mjög óánægðir með óhagstæðan viðskiptajöfnuð við íslend- inga. Bjarni V. Magnússon mun eiga fund með olíunefnd um þessi mál, eins og fram kemur í Morgunblaðinu í gær. Eftirtekt vekur, að ráðamenn Þjóðviljans og sérstaklega Svavar Gestsson viðskiptaráðherra eru mjög fúlir yfir þessari framvindu mála. Verður ekki annað séð af skrifum þeirra en að þeir telji sig sérstaka trúnaðarmenn eða verzlunarfulítrúa Sovétríkjanna. Engu má hreyfa í sam- bandi við olíumálin og ekki linnir spádómum um það í Þjóðviljanum, að verð á braskmarkaðnum í Rotterdam fari lækkandi. Islendingum er það ekki of gott að þeirra mati að vera bundnir á klafa spákaupmennsku fjárglæfra i olíumál- um. Á hinn bóginn ber að fagna því framtaki Benedikts Gröndals utanríkisráðherra að taka olíumálin úr höndum viðskiptaráðherra. Meðan þessi versta ríkisstjórn Islands fyrr og síðar lafir í stólnum, er von okkar um hagstæðari olíukaup bundin við það, aö Benedikt haldi sínu striki og hafi frumkvæðið í sínum höndum áfram. Gerðardómur kommúnista Sameiningarflokkur alþýðu, sósíalistaflokkurinn, eins og kommúnistaflokkurinn hét þá, fór fyrst að vinna fylgi, eftir að gerðardómslögin voru sett í ársbyrjun 1942. Allar götur síðan hafa kommúnistar hamrað á því, að gerðardómur í vinnudeilum, hvernig sem á stæði, væri svik við launþega, og að þeim einurn væri treystandi til þess að standa öndverðir gegn slíkri lagasetningu. Þannig hafa þeir frá upphafi þótzt vera musterisriddarar frjáls samningsrétt- ar á Islandi. En svo kom að því, að kommúnistar settust í ríkisstjórn. Smátt og smátt hafa stélfjaðrir reytzt af þeim. Hver lagasetningin, sem skert hefur umsamda kjarasamninga, hefur rekið aðra. í vetur urðu þeir fyrstir til þess að svipta launþega umsaminni grunnkaupshækkun með lagaboði og krefjast kauplækkunar sjómanna, ef frekara öryggis yrði gætt á höfum úti. Og nú hafa þeir sett bráðabirgðalög um gerðardóm og bannað verkfall farmanna eftir góða sam- vinnu við Vinnuveitendasambandið. Hætt er við, að mönnum þyki mesti glansinn farinn af musterisriddurum kommúnista, næst þegar þeir lenda í stjórnarandstöðu og fara að spila gömlu gerðardómsplötuna á ný. Ætli mönnum þyki þeim ekki svipa til Don Quiquote, þar sem hann barðist við vindmyllurnar, svo gjörsamlega hafa þeir brugðizt öllu því, sem þeir hafa predikað fram að þessu. Heppilegt að dreifa áhættunni Forsaga þessa máls er sú, að á þinginu 1973 fluttu þeir Matthías A. Mathiesen og Geir Hallgríms- son tillögu til þingsályktunar um að fela ríkisstjórninni að kanna þá þegar, með hvaða hætti mætti sem bezt tryggja kaup á nægjanlegum olíuafurðum til langs tíma. — „í þessu skyni verði sérstaklega kannaðir möguleikar á olíukaup- um hjá Norðmönnum frá hinum nýfundnu olíulindum í Norðursjó“, voru niðurlagsorð tillögunnar. í greinargerð er m.a. tekið fram, að Islendingar virtust „í bili vel settir“, þar sem þeir keyptu flest- allar olíutegundir frá Sovétríkjun- um, en væru ekki háðir tak- mörkunum á framleiðslu eða sölu Arabaríkjanna. Á hinn bóginn væri heppilegt að dreifa meira áhættunni við olíuinnkaup og bent á, aö „mun styttra er að flytja olíuna frá Norðursjónum en frá Rússlandi, og gæti það haft í för með sér nokkrun sparnað og aukið öryggi." Þessi tillaga hlaut ekki afgreiðslu á alþingi. Fundur íor- sætisráðherra 18. september 1975 hittust þeir Geir Hallgrímsson þáv. forsætis- ráðherra og Trygve Bratteli þáv. forsætisráðherra Noregs. í viðtali Morgunblaðsins við Geir Hall- grímsson af því tilefni kom fram, að á dagskrá höfðu verið hugsan- leg kaup íslands á norskri olíu, — „en það gæti orðið eftir næstu áramót,“ eins og segir í frásögn blaðsins. „Rætt var um verð á heimsmarkaðsgrundvelli — og þá væri spurningin um flutnings- kostnað, hvort væri ódýrara fyrir íslendinga. „Við verðum að vega það og meta“, sagði forsætisráð- herra, „og halda öllum leiðum opnum." Einnig var drepið á það í við- ræðunum, að ef til þess kæmi að olía fyndist við ísland, myndu Norðmenn fúsir til að miðla ís- lendingum af reynslu sinni og aðstoða þá eftir mætti. í forystugrein Morgunblaðsins 20. september er fjallað um við- ræður þeirra Geirs Hallgrímsson- ar og Trygve Brattelis og áherzla lögð á, að „hugsanleg olíukaup okkar frá Noregi, jafnvel þegar á næsta ári“ væru „athugunarefni, sem við þyrftum að grandskoða." Norðmenn hafa ekki fiskmarkað Viðbrögð Tímans, málgagns þáv. viðskiptaráðherra, Ólafs Jó- hannessonar, voru óvænt og hörð. í forystugrein 23. september 1975 sagði m.a.: „Sú hugmynd skýtur öðru hvoru upp kollinum, að ís- lendingar eigi að beina olíukaup- um sínum til Noregs og hætta olíukaupum frá Sovétríkjunum. Áhangendur þessarar hugmyndar gleyma hins vegar jafnan, að olíuviðskiptin við Sovétríkin hafa tryggt okkur góðan markað fyrir fiskafurðir, sem erfitt væri eða útilokað að selja annars staðar. Því aðeins væri hyggilegt að hverfa að olíuviðskiptum við Nor- eg, að Norðmenn gætu tryggt okkur ekki lakari markað fyrir umræddar fiskafurðir en rúss- neski markaðurinn er. Það er hins vegar ekki kunnugt, að Norðmenn hafi upp á slíkan fiskmarkað að HAUSTIÐ 1975 var talið hugsanlegt, að eftir næstu áramót gætu íslendingar fengið olíu frá Norðmönnum við heimsmarkaðsverði. Þetta kom fram í viðræðum þáverandi forsætisráðherra landanna í september, þeirra Geirs Hallgríms- sonar óg Trygve Bratteli og var í samræmi við þingsályktunartillögu þeirra Matthíasar Á. Mathiesen og Geirs Hallgrímssonar 1973. Fram- sóknarflokkurinn snerist hins vegar gegn málinu og var í leiðara Tímans í þessu sambandi talað um, að „því aðeins væri hyggilegt að hverfa að olíuviðskiptum við Noreg, að Norðmenn gætu tryggt okkur ekki lakari markað fyrir umræddar fiskafurðir en rússneski markaðurinn er.“ Enn fremur var komizt svo að orði: „Það verður að teljast ótrúlegt, að Norðmenn hafi einhvern áhuga á að rjúfa viðskipti íslendinga og Sovétmanna af ótta við, að Islendingar gerist of austrænir.“ Tregðu gætti í viðskiptaráðuneytinu og hjá olíukaupendum varðandi olíukaup okkar frá Noregi, sem olli því, að málið dagaði upp. Málið kom upp í viðræðum Geirs Hallgrímssonar og Brattelis Framsókn sner- ist gegn málinu og tregðu gætti í við- skiptaráðuneyti og hjá olíukaupendum Frábiðjum okkur að Norðmenn séu að blanda sér inn í viðskiptamál ís- lendinga og Rússa, sagðiTiminn 36 SlÐUR CIA gaf vilíandi skýrslur Geir Hallxrlmsson forsælisriðlu-rra kv: olluliurpalla I N'oroRstu'imsrtkn sinni honum á mvmlinm oru Alf Klovcr. itjóri ii|i s.'iuliln r Hugsanleg olíukaup frá Noregi eftir áramót Geir Hallgrimsson ræddi við Bratteli í gær Œ’n.Tv2* Rússar skjóta ú Barcntshafi Patty Hearst handtekin Ný stjórn í Portúgal PVopnahlé en enn barizt í Líbanon Forsíða Morgunblaðsins 19. september 1975 bjóða. Meðan svo er, og ástandið í fisksölumálum er að öðru leyti eins og það er, er það hreinlega út í hött að ræða um það að færa olíuviðskiptin frá Sovétríkjunum til Noregs." í forystugreininni er lögð áherzla á, að fiskmarkaðir okkar í Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum séu ótryggir, enda salan „háð sveiflum hins frjálsa hagkerfis og því -getur verðið lækkað skyndi- lega og sala minnkað með litlum fyrirvara". Á hinn bóginn sé það svo, að „hingað til hefur það verið okkur hagstætt að geta selt fiskaf- urðir til Austur-Evrópu, og því ber að vona, að þessi viðskipti geti fremur aukizlt en hið gagnstæða." Niðurlagsorð forystugreinar- innar voru þessi: „Það verður að teljast ótrúlegt, að Norðmenn hafi einhvern áhuga á að rjúfa við- skipti íslendinga og Sovétríkjanna af ótta við, að Islendingar gerist of austrænir. En sé þessi ótti fyrir hendi hjá Norðmönnum, er óhætt að fullyrða, að hann er ástæðu- laus. íslendingar munu ekki hlut- azt til um, hvernig Norðmenn haga viðskiptum sínum við Sovét- ríkin, en jafnframt frábiðja þeir sér, að Norðmenn séu eitthvað að blanda sér inn í viðskiptamál íslendinga og Rússa.“ Forystugrein þessi var merkt Þórarni Þórarinssyni, sem á þeim tíma var formaður utanríkismála- nefndar Alþingis og formaður þingflokks Framsóknarflokksins Hagstætt að opna möguleikann í forystugrein Morgunblaðsins daginn eftir eða 24. september eru rakin viðskipti okkar við Sovét- menn, en þá var gert ráð fyrir, að munurinn á inn- og útflutningi yrði um tveir til þrír milljarðar króna á því ári okkur í óhag. Síðan segir: „Þegar þessar tölur eru skoðaðar verður ljóst, að við tefl- um fiskmörkuðum okkar í Sovét- ríkjunum í enga hættu, þótt við kaupum eitthvað af olíu frá Noregi og minnkum þannig við- skiptahalla okkar við Sovétríkin. Hingað til hefur það ekki heyrzt, að Sovétríkin setji það skilyrði fyrir kaupum á fiskafurðum okk- ar, að við kaupum vörur af þeim fyrir tvöfalt hærri fjárhæð en þeir af okkur. Enda væri slík skilyrði að sjálfsögðu óaðgengileg. Með því að kaupa olíu frá Noregi, sem við væntanlega getum gert þegar á næsta ári, getum við slegið tvær flugur í einu höggi: dregið úr viðskiptahalla okkar við Sovétrík- in og þar með skuldasöfnun við þau og dreift olíuinnkaupum okk- ar þannig, að við verðum ekki einum aðila háðir í þeim efnum, sem augljóslega getur verið var- hugavert, hvort sem Sovétríkin eiga í hlut eða einhverjir aðrir." Þar sagði enn fremur: „Það er því sama hvernig á málið er litið. í öllum tilvikum sýnist hagstætt fyrir okkur íslendinga að opna möguleika á olíukaupum við Norð- menn. Með því stofnum við fisk- mörkuðum okkar í Sovétríkjunum ekki í hættu, heldur styrkjum við samningsstöðu okkar gagnvart Sovétmönnum í sölusamningum mjög verulega. Hugsanleg olíu- kaup frá Norðmönnum hafa ber- sýnilega borizt í tal milli Geirs Hallgrímssonar, forsætisráð- herra, og Brattelis á dögunum og virðist sjálfsagt að kanna þau mál rækilega." Þórarinn Þórarinsson var formaður utanríkisnefndar 1975. Hann skrifaði m.a. í Tímann: „Út í hött að ræða um Það að færa olíuviö- skiptin frá Sovétríkjunum til Noregs.“ Matthías Á. Mathiesen flutti ásamt Geir Hallgrímssyni tillögu til pingsályktunar árið 1973 um hugsanleg olíukaup af Norðmönnum. Geir Hallgrímsson á blaðamannafundi í Osló, eftir að hugsanleg olíukaup okkar af Norðmönnum komu upp á fundi þeirra Brattelis. Trygve Bratteli sagöi hugsanlegt aö selja okkur olíu í ársbyrjun 1976 á heimsmarkaðsverði. Norðmenn eða Rússar? Þórarinn Þórarinsson skrifaði „Menn og málefni" næsta sunnu- dag eða 28. september og ítrekaði þar þau viðhorf, sem voru sett fram í forystugrein Tímans og bætti við: „Því hefur verið hreyft til stuðnings olíukaupum frá Nor- egi, að við greiðum Rússum nú meir fyrir olíuna en þeir fyrir vörur, sem þeir kaupa af okkur. Þess vegna megi draga úr olíu- kaupum frá Sovétríkjunum, sem þessum halla nemur, og færa þau til Noregs. En hvernig er háttað verzlun okkar við Noreg? Er ekki þegar halli á henni, og er nokkuð betra að skulda Norð- mönnum en Rússum? Sá er hins vegar munurinn, að vonir geta staðið til að hægt sé að auka fisksöluna til Sovétríkjanná, en Ólafur Jóhannesson var við- skiptaráðherra 1975. Olíu- kaup af Norðmönnum stöðvuðust m.a. vegna tregöu viöskiptaráðuneytis- ins og olíukaupenda. Olía og fiskur Su hugmvnd skytur öðru hvoru upp kollinum. að tslendingar eigi að beina oliukaupum sinum til Noregs og hætta oliukaupum frú Sovótrikjunum. Ahangendur þessarar hugmyndar gleyma hins- vegar jafnan. að oliuviöskiptin viö Sovétrikin hafa tryggt okkur góöan markaö fyrir fiskafuröir. sem erfitt væri eða útilokað aö selja annars staöar. Þvi aöeins væri hyggilegt aö hverfa aö oliuviöskiptum viö Noreg. aö Norömenn gætu tryggt okkur ekki lakari markaö fyrir umraxidar fiskafuröir en rúss- neski markaöurinn er. Það er hinsvegar ekki kunnugt um. aö Norömenn hafi upp ú slikan fisk- markaö aö bjóöa. Meöan svo er. og óstandiö i fisk- sölumálum er að öðru leyti eins og það er. er það hreinlega út i hött aö ræöa um aö færa oliuviö- skiptin fra Sovétrikjunum til Noregs. Þeirri hugmvnd hefur einnig veriö hreyft. aö við eigum aö kaupa oliu af Norömönnum og selja i staöinn norskum fyrirtækjum raforku til albræöslu. tslendingar þurfa ekki aö sæta neinum afarkostum til aö selja raforku. Þeir eiga lika aö fara varlega i þvi aö selja uttendingum raforku. þvi aö sá timi kemur fyrr en varir. aö tslendingar þurfa aö nyta alla þa orku. sem hægt er aö fram- leiöa i landinu. Astandiö i fisksölumálunum er vissulega þannig um þessar mundir. aö þaö hvetur siöur en svo til þess aö rjúfa viöskipti viö Sovétrikin. Fiskmark- aöir þeir. sem viö höfum i Bandarikjunum og Vestur-Evrópu. eru ótrvggir. Fisksalan i Banda- rikjunum er háö sveiflum hins frjáísa hagkerfis. og þvi getur veröiö lækkaö skyndilega og sala minnkaö meö litlum fyrirvara. Þetta hafa Islend ingar fengiö’aö reyna áþreifanlega siöustu misser- in. Þetta sama gildir einnig um fiskmarkaöinn i Vestur-Evrópu. Þar viö bætist. aö þjóöir Vest- ur-Evrópu hafa hvað eftir annaö reynt aö gera fisksöluna háöa pólitiskum skilyrðum. Gleggsta dæmiö um þaö eru þær þvingunaraögeröir. sem stjórnarvöld Vestur-Þýzkalands beita tslendinga nú i þeim tilgangi aö reyna aö þvinga þá til aö leyfa veiöar frystitogara innan 50 milna mark anna. Einhverjir kunna aö segja. aö rikin i Austur-Evrópu geti einnig gripiö til þess aö setja skilyröi fyrir fiskkaupum. Aö sjálfsögöu gætu slikir atburöir gerzt, en þeir hafa enn ekki gerzt i skiptum okkar viö þær, siöan þessi viöskipt hótust aö ráöi. Hingaö til hefur þaö veriö okkur hagstætt aö geta selt fiskafuröir til Austur-Evrópu. og þvi ber aö vona. aö þessi viöskipti geti fremur aukizt en hiö gagnstæða Annars þurfa tslendingar að stefna aö þvi aö hafa markaði sem viöast. svo aö þeir veröi ekki fyrir^tórfelldu áfalli. ef markaður bregzt i einstöku landi. ' Þaö veröur aö teljast ótrulegt. aö Norömenn hafi einhvern áhuga á að rjúfa viöskipti Islendinga og Sovétrikjanna af ótta við. að tslendingar gerist of austrænir. En sé þessi ótti fyrir hendi hjá Norömönnum. er óhætt aö fullyrða. aö hann er ástæöulaus. tslendingar munu ekki hlutast til um. hvernig Norömenn haga viöskiptum sinum viö Sovétrikin. en jafnframt frábiöja þeir sér. að Norðmenn séu eitthvað að blanda sér inn i viðskiptamál tslendinga og Russa. I* l>. Forystugrein Tímans 23. september 1975 lítil eða engin von um, að Norð- menn auki fiskkaup héðan.“ Þessi mál rak síðan upp á sker. Sumpart var það því að kenna, að Norðmenn voru ekki aflögufærir um olíu eins fljótt og búist hafði verið við. En aðalatriðið var þó það, að samstarfsflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, var and- vígur málinu, eins og skrif Tímans bera með sér, og að tregðu gætti í viðskiptaráðuneytinu og meðal olíukaupenda hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.