Morgunblaðið - 22.06.1979, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 22.06.1979, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ1979 Göngudeild nýju geðdeildarinnar tók til starf a í gær STARFRÆKSLA göngudeildar hinnar nýju geðdeiidar Landspít- alans hófst í gær. Ekki er Ijóst hve mörgum sjúklingum hún mun þjóna, en starfsmenn göngu- deildarinnar verða tólf til að byrja með að því er Tómas Ilclgason yfirlæknir tjáði Morg- unblaðinu í gærkvöldi. Ekki er ljóst hvenær geðdeildin öll verður opnuð, en ástæða þess að göngudeildin hefur þegar verið opnuð, er sú að byggingarnefndin hefur afhent stjórnarnefndinni þá deild, og verður hún nú starfrækt í samræmi við þær starfsmanna- heimildir sem fengnar eru. Sjúkradeildirnar hafa enn ekki verið afhentar og starfsmanna- heimildir til að reka þær eru ekki fengnar. Skipstjórinn á Garðey fékk eina miiljón í sekt SKIPSTJÓRINN á Garðey SF 22 var í gær dæmdur í einnar mill- jónar króna sekt á Höfn í Horna- firði fyrir meint landhelgisbrot. Afli var enginn, en veiðarfæri sem metin voru á 368 þúsund krónur voru gerð upptæk. Dóm- inn kvað upp Friðjón Guðröðar- son sýslumaður. Það var á þriðjudagskvöld sem Landhelgisgæslan kom að Garðey út af Ingólfshöfða, 2.7 mílur frá landi, samkvæmt ítrekuðum mæl- ingum Landheldisgæslunnar. Skipstjórinn viðurkenndi ekki brot sitt, en talið er að í og með hafi ónákvæmni eða ónógri not- kun siglingatækja verið um að kenna. Lágmarkssekt fyrir land- helgisbrot báts af þessari stærð er 751 þúsund krónur. Skákmenn á faraldsf æti: Guðlaug ætlar að verja Norðurlanda- meistaratitilinn SKÁKMENN verða mjög á far- aldsfæti á næstunni og hér á eftir verður getið þátttöku íslenzkra skákmanna í nokkrum erlendum skákmótum: HEIMSMEISTARAMÓT UNGLINGA Margeir Pétursson alþjóðlegur meistari mun taka þátt í heims- meistaramóti unglinga 20 ára og yngri, sem fram fer í Skien í Noregi og hefst í lok júlí. Verður að telja líklegt að Margeir verði ofarlega í þessu móti. Þá mun Jóhann Hjartarson taka þátt í heimsmeistaramóti unglinga 17 ára og yngri, sem fram fer í Belfort í Sviss á sama tíma og mótið í Noregi. Sömuleiðis verður að telja líklegt að Jóhann verði meðal efstu manna í þessu móti tefli hann af fullum styrkleika. GUÐLAUG VER TITIL SINN Norðurlandamótið í skák fer fram í Sundvall í Svíþjóð og hefst það 26. júlí n.k. Líklegt er að 17 íslenzkir skákmenn verði með í þessu móti. í kvennaflokki mun Guðlaug Þorsteinsdóttir verja Norðurlandameistaratitilinn, sem hún hefur unnið á tveimur síðustu mótum og ennfremur mun Is- landsmeistarinn Áslaug Kristins- dóttir keppa í kvennaflokki. I karla- flokki verða allmargir íslendingar meðal keppenda og má þar nefna Ingvar Ásmundsson íslandsmeist- ara og þá bræður Jón L. Árnason og Ásgeir Þ. Árnason. INGVAR VER EKKI TITIL SINN World Open skákkeppnin í Phila- delfiu í Bandaríkjunum fer fram dagana 30. júní til 4. júlí nk. Fjórir íslenzkir skákmenn verða þar með- al keppenda, Margeir Pétursson, Haukur Angantýsson, Guðmundur Ágústsson og Sævar Bjarnason. Ingvar Ásmundsson sigraði sem kunnugt er í þessu móti í fyrra en hann gat ekki komið því við að verja titil sinn að þessu sinni. TEFLIR í DANMÖRKU Jóhannes Gísli Jónsson skákmað- ur heldur í dag til Danmerkur, þar sem hann mun tefla í opna danska meistaramótinu fyrir unglinga. Keppendur eru um 40 og verða tefldar 9 umferðir eftir Monrad- kerfi. Þátttökurétt hafa skákmenn 20 ára og yngri en Jóhannes Gísli er 16 ára gamall. Listaverk síðustu 20 ára varðveitt í Nýlistasafninu AÐALFUNDUR Félags Nýlista- safnsins var haldinn nýlega. Fé- lagið stendur að rekstri Nýlista- safnsins sem nú er til húsa að Mjölnisholti 1. Tilgangur safns- ins er einkum tvíþættur, annars vegar að varðveita Iistaverk frá síðustu 20 árum, sem er eins konar vanrækslutfmabil í lista- verkasöfnun hins opinbera. Hins vegar er tilgangur félagsins að standa fyrir gagna- og heimilda- söfnun um myndlist þessa tíma- bils. Nú eru í eigu safnsins um 450 listaverk, sem öll eru gefin af félögum þess og áhugamönnum um starfsemi þess. Ragnar Kjart- ansson hefur gefið 60 verk eftir Diter Roth. Gallerí Suðurgata 7 hefur afhent safninu verk af tveimur sýningum í heild sinni og Robert Filliou ásamt nemendum í Nýlistadeild Myndlista- og hand- íðaskólans gáfu sýninguna „Poi poi drome". Þá hefur Diter Roth gefið safninu um 14 þúsund lit- skyggnur af öllum húsum í Reykjavík 1976. Gallerí SÚM og Níels Hafstein hafa afhent safn- inu mikið magn listaverka og gagna. Tilgangur gagnasöfnunar- innar er að koma upp sem full- komnustu skjalasafni varðandi list síðustu áratuga til afnota fyrir almenning, fræðimenn og skóla. Á starfsárinu stóð safnið fyrir sýningu í Ásmundarsal til kynn- ingar á starfseminni. Fyrirhugað- ar eru stærri sýningar á þessu ári, sem opnar verða almenningi. Fé- lag Nýlistasafnsins telur nu um 39 félaga. Formaður félagsins er Níels Hafstein. Prestsírúr sitja kaffiboð Kvenfélags ísafjarðarkirkju í Húsmæðraskólanum Ósk og horfa á tískusýningu á meðan prestar þinga um kirkjumálefni. „Ævintýri líkast” — segja prestskonur á Isafirði ísafirði 21. júnf. í DAG er síðasti dagur presta- stefnu íslands á ísafirði. A með- an prestarnir þinga um sfn mál, sitja frúr þeirra ekki auðum höndum. í dag var þeim boðið til kaffidrykkju í Húsmæðraskólan- um ósk á vegum kvenfélags ísafjarðarkirkju. Frú Guðrún Vigfúsdóttir formaður kvenfé- lagsins stjórnaði samkomunni. Flutti hún fróðlegt erindi um starfsemi kvenfélags ísafjarðar- kirkju, en það var stofnað að tilstuðlan Jónasar heitins Tómas- sonar tónskálds, þá organleikara kirkjunnar. Er oft mikið starfað í félaginu en það sér aðallega um búnað kirkjunnar og skreytingar auk þess sem það hefur með veitingar að gera þegar þess er þörf. Þá gat hún sérstaklega hannyrða frú Guðmundu Páls- dóttur, en hún hefur heklað og Stjórnarfundur FIDE haldinn hér í haust ÁKVEÐIÐ hefur verið að stjórn- arfundur Alþjóða skáksambands- ins verði haldinn hér á landi í haust. FIDE sendi Skáksambandi Islands bréf með ósk um að það sæi um fundinn og var það sam- þykkt, að sögn dr. Ingimars Jóns- sonar, varaforseta sambandsins. Fundinn sækja auk Friðriks 01- afssonar forseta FIDE allii svæðaforsetar alþjóðasambands- ins. saumað út dúka og blúndur sem prýða altari ísafjarðarkirkju, og þykja sérstök listaverk. Guð- munda var 78 ára, þegar hún heklaði eitt fegursta verkið. Þá gat Guðrún um sýningu á kirkjumunum á vegum kvenfé- lagsins, sem hefur verið opin í anddyri barnaskólans meðan á kirkjuþinginu hefur staðið. Á meðan konurnar sátu að kaffi- drykkju sýndu stúlkur fatnað frá Vefstofu Guðrúnar Vigfúsdóttur h.f. við forkunnargóðar undirtekt- ir. Allur fatnaður vefstofunnar er handofinn, að mestu úr íslenskri ull. Anna Sigurkarlsdóttir úr Hafn- arfirði, hafði orð fyrir gestunum. Sagði hún að allt ferðalag þetta hefði verið ævintýri líkast. Gat hún um ferð í . hraðfrystihús á Isafirði, þar sem fylgst var með framleiðslunni frá móttöku til frystigeymis. Hún ræddi um Byggðasafn Vestfjarða, sem gest- irnir skoðuðu einnig, þar sá hún tvö listaverk unnin úr mannshári. Er annað myndarammi um mynd af Laugarbólssystrum, en þær voru einmitt náfrænkur frúarinn- ar. Frú Anna fór mörgum fögrum orðum um listfengi fatnaðarins úr ísfirsku vefstofunni. Fullyrti hún að þessi listiðn væri fullkomlega á heimsmælikvarða og gat til sam- anburðar, að í Finnlandi, en þar þekkir hún vel til, væri talað um að stúlkur fæddust í vefstólinn, en greinilegt væri, að ísfirskar stúlk- ur væru varla nema í vöggu, þegar þær færu að fást við að vefa. Flptti hún gestgjöfunum bestu þakkir fyrir frábærar móttökur fyrir hönd gestanna og færði kvenfélagi ísafjarðarkirkju að gjöf bók um sögu kvenfélaga á Suðurlandi. í eftirmiðdaginn héldu konurnar svo ásamt eigin- mönnum sínum til Bolungarvikur, þar sem þau sitja kvöldverðarboð sóknarnefndar Hólssafnað ar og bæjarstjórnar Bolungarvíkur. Bernhöftstorfan: Tillaga Al- berts felld FRIÐUN Bernhöftstorfu kom til umræðu á fundi borgarstjórnar Reykjavík- ur í gærkvöldi. Urðu um- ræður um málið heitar, en borgarstjórn lýsti yfir stuðningi við álit húsfriðun- arnefndar um málið, en nefndin hefur lagt til að Bernhötstorfan verði friðuð. Á fundi borgarstjórnar í gær- kvöldi flutti Albert Guðmundsson tillögu um að fram færi allsherj- aratkvæðagreiðsla í Reykjavík, þar sem borgarbúar yrðu spurðir álits á því hver framtíð Bernhöfts- torfunnar skyldi vera. Tillaga Alberts var felld neð 12 atkvæðum gegn 3, Með tillögunni greiddu atkvæði þeir Birgir ísl. Gunnars- son og Davíð Oddsson auk Alberts. Dæmdur fyrir að nauðga konu sinni Brussels, 21. júní. AP. í fyrsta sinn í sögu Belgíu hefur eiginmaður verið dæmdur fyrir að nauðga eiginkonu sinni. Hann var dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að nauðga og misþyrma eiginkonu sinni. Þar með felldi hæstirétt- ur dóm undirréttar úr gildi en undirréttur hafði aðeins dæmt manninn fyrir að misþyrma konu sinni. Maðurinn, Bruno de Ridder, er 25 ára gamall. í vitnaleiðslum kom fram að de Ridder hafði barið konu sína og bundið hana þegar hún neitaði að eiga mök við hann. Síðan hafi hann nauðgað henni. í dómi hæstaréttar sagði, að „engin lög gætu þving- að konu til að eiga mök við mann sinn gegn vilja hennar. Það eru engin lög til, sem heimila ofbeldi í samræði fólks.“ „Og einn- ig sagði, „ef löggjafinn hefði viðurkennt hjóna- band sem afsökun fyrir nauðgun þá hefði verið skýrt svo frá. Sú stað- reynd að það er eiginkona þín sem þú nauðgar er engin afsökun.“ Og síðan stóð í dóminum, „að með hjónabandi samþykki kona kynmök við eigin- mann sinn. En eiginmað- urinn á engan rétt á að neyða hana til þeirra í skjóli meiri líkamsburða".

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.