Morgunblaðið - 22.06.1979, Síða 21

Morgunblaðið - 22.06.1979, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ1979 21 Hefðbundin hátíðahöld Bfldudal 20. júnf. HÁTÍÐAHÖLDIN 17. júní fóru fram aö hefðbundnum hætti á vegum kvenfélagsins Framsóknar eins og undanfarin ár. Ýmis skemmtiatriði voru á íþróttavell- inum svo sem knattspyrna milli Bílddælinga og Tálknfirðinga. Páll Flugvélin farin fráEyjum FLUGVÉLIN sem nauðlenti í Vestmannaeyjum í fyrradag fór í gær frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur. Þaðan mun flugvél- in siðan halda áfram til Brussel í Belgíu eins og áður hafði verið ætlunin. Eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu varð flugmaður- inn, sem er Bandaríkjamaður, að nauðlenda vél siunni á Bakkagerð- istúninu þar sem rafmagnið í vélinni sló út. Vélin, sem er af Cessnu-gerð, skemmdist ekkert. Til Vestmannaeyja kom Banda- ríkjamaðurinn frá Nýfundnalandi. Norrœnt úrsmiðaþing í Reykjavík ÞING norrænna úrsmiða verð- ur haldið hér á landi um helgina, dagana 23. og 24. júní, í Norræna húsinu í Reykjavík. Þátttakendur verða 23 talsins frá Norðurlöndunum, auk ís- lensku fulltrúanna. Þing þessi eru haldin ár hvert, til skiptis á Norðurlöndunum, og er þetta í fjórða skipti sem þing af þessu tagi er haldið hér á landi. Á þingum þessum er rætt vítt og breitt um ýmis hags- munamál norrænna úrsmiða, auk þess sem tækifærin eru notuð til að kynnast viðkomandi löndum. Að þessu sinni munu þátttakendurnir meðal annars fara norður til Akureyrar og að Mývatni áður en þeir snúa heim að nýju. Frá sýningu Sigrúnar Eldjárns í Stúdentakjallaranum. Ljósm. Kristinn Sigrúnar-grafík í Stúdentakjallaranum í STÚDENTAKJALLARAN- UM stendur nú yfir sýning á vcrkum Sigrúnar Eldjárns. Sig- rún hefur mest unnið við grafík og bókaskreytingar, en sýnir nú í fyrsta skipti teikningar unnar með blýandi, litblýanti og tússi. Tvær grafíkmyndir eru með á þessari sýningu til að sýna mismunandi útfærslu á sama myndefninu. Sigrún hefur áður tekið þátt í mörgum sam- sýningum, en þetta er fyrsta einkasýning hennar. Hún er aðili að Gallerí Langbrók og selur grafíkverk þar. Stúdentakjallarinn er opinn alla daga frá kl. 11.30 til 23.30. Sýningunni lýkur 5. júlí. Guðgeir Matthíasson við eina af myndum sfnum. Guðgeir seldi 20 myndir GUÐGEIR Matthíasson listmálari frá Vinaminni í Vestmannaeyjum hélt fyrir skömmu málverkasýningu í Akogeshúsinu í Eyjum þar sem hann sýndi hugvitsmyndir sínar eins og hann kallar þær. Guðgeir seldi 20 myndir af 28 sem voru á sýningunni. Ólafsvík: Nýtt hús slysavarna- félags og björgunarsveitar FYRSTA skóflustungan var ný- verið tekin að nýju húsi Slysa- varnafélags Ólafsvíkur og björg- unarsveitar þess. Húsið verður 200 fermetrar að gólfflatarmáli og er þarna gert ráð fyrir að- stöðu fyrir slökkviliðið. Metta Jónsdóttir var stofnandi Slysavarnafélagsins í Ólafsvík og fyrsti formaður þess. Sigríður Hansdóttir, dóttir hennar, tók fyrstu skóflustunguna að nýja húsinu. Núverandi formaður Slysavarnafélagsins er Björg Jónsdóttir, en formaður björgun- arsveitarinnar er Emanuel Ragn- ars son. 70 millj. kr. halli á KEA REKSTRARIIALLI Kaupfélags Eyfirðinga á árinu 1978 var röskar 70 millj. króna og segir í frétt frá félaginu. að það stafi af mjög skertum rekstursgrundvelli smásöluverzlunarinnar. Heildarvelta félagsins 1978 varð rúmlega 26,3 milljarðar og hafði aukist um 53.50% frá íyrra ári. Ileildarlaunagreiðslur félagsins á sl. ári námu tæpum 2,9 milljörðum króna, en fastir starfsmenn í árslok voru 705 og eru þá ekki taldir með starfsmenn dótturfyrirtækja kaupfélags- ins. Ilafði starfsmönnum KEA fækkað um einn frá fyrra ári. Fjárfestingar KEA á árinu 1978 numu 817,5 milljónum króna, en þar af fóru 377,5 milljónir til áframhaldandi bygg- ingar mjólkurstöðvarinnar. Þá kemur fram í frétt frá fundinum að mjög vaxandi erfiðleikar eru hjá félaginu vegna stöðugt aúk- innar birgðasöfnunar mjólkuraf- urða. Opinber gjöld KEA á aðal- rekstrarreikningi námu 262 milljónum króna, en auk þess innheimti kaupfélagið 846,6 milljónir króna í söluskatt. Fjármunamyndun ársins varð alls 155,6 milljónir króna og stofnsjóðir félagsmanna hækk: uðu um 156,7 milljónir króna. I skýrslu Menningarsjóðs KEA koin fram, að úthlutað hafði verið 12 styrkjum að upphæð samtals kr. 3.050.000 á nýafstöðnum fundi sjóðsstjórnar en styrkir þessir voru veittir ýmsum aðilum, ein- staklingum og félögum á fé- lagssvæði KEA, auk Kvenfélaga- sambands íslands. Á fundinum var samþykkt til- laga um aukið samstarf sam- vinnuhreyfingarinnar, bænda- samtakanna og verkalýðshreyf- ingarinnar en auk þess voru á fundinum fluttar tvær framsögur um sérmál fundarins, „verzlun- arþjónustu samvinnuhreyfingar- innar“. Ur stjórn félagsins áttu að ganga Gísli Konráðsson, Akur- eyri, og Jón Hjálmarsson, Vill- ingadal, en þeir voru báðir end- urkjörnir. Ragnar Steinbergsson hrl., Akureyri var endurkjörinn endurskoðandi og Steingrímur Bernharðsson, Akureyri, sem varaendurskoðandi. Jóhannes Óli Sæmundsson, Akureyri, var og endurkjörinn í Menningarsjóð KEA. Þá voru kjörnir 18 full- trúar á aðalfund Sambands ísl. samvinnufélaga. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Fótaaðgerðir Sigrún Þorsteinsdóttlr, snyrti- sérfræðingur, Rauöalæk 67, s(mi 36238. Höfum kaupendur aö góöum elnbýllshúsum strax. Útborganir allt aö kr. 18 millj. Fasteignasalan Hafnargötu 27, Keflavík, sími 1420. Au pair Enskukennsla. Vinalegar fjöl- skyldur. Lágmarksdvöl 6 mán. Brampton, 4. Cricklewood Lane, London NW 2, ENGLAND. Múrarameistarar Tilboð óskast í múrhúöun utan- húss á 3ja hæöa blokk. 6 íbúölr í Seljahverfi. Uppl. í slma 71550 og 76461. Gróðurmold heimkeyrö (lóölr. S(mi 40199. Trjáplöntur Birki margar stærölr. Brekkuvíö- ir og fl. Trjáplöntusala Jóns Magnús-'* sonar. Lynghvammi 4 Hf. Sími 50572. Opiö tll kl. 22. Sunnu- daga til kl. 16. SIMAR 11798 og 19533. Föstud. 22. júní 1. kl. 20.00 Þórsmörk, gist i húsi. 2. Kl. 20.00 SuöurhKöar Eyja- | fjalla. Gist ( Þórsmörk. Komlö m.a. í Paradísarhelll, Rútshelll, aö Seljavallalaug, Kvernufossl og gengiö meöfram Skógá. Far- arstjóri: Jón Á Gissurarson. 3. Kl. 20.00 Gönguferö á Elríks- jökul (1675 m). Glst í tjöldum. Fararstjóri: Tryggvi Halldórsson. Laugard. 23. júní kl. 13.00 1. Gönguferö á Esju (Fjall árs- ins). Gengiö á Kerhólakamb (851 m) frá melunum fyrlr austan Esjuberg. Þar geta þeir sem koma á eigin bílum slegist í förina. Gjald: Meö bflunum frá Umferðarmiöstööinni kr. 2.000, fyrir aöra kr. 200. Þátttökuskjal innifallö. Ath. aö þetta er síöasta Esjugangan á þessu vori. 2. Útilega i Marardal. Æflng fyrlr þá sem hafa í hyggju aö feröast um gangandl meö allan útbún- aö. Komiö til baka á sunnudag. Fararstjóri og leiöbeinandl: Guö- jón Ó. Magnússon. Sunnud. 24. júní kl. 09.00 Ferö á sögustaöi Njálu. Leiö- sögumaöur: Dr. Haraldur Matthíasson. Aðrar feröir 27. júní — 1. júlí: Snæfellsnes, Látrabjarg, Dalir. 29. júní — 3. júlí: Gönguferö um Fjöröu. 3. — 8. júlí: Breiöamerkurjökull, Esjufjöll. 6. — 13. júlí: Feröir í Furufjörö og til Hornvíkur. 13. — 20. júlí: Feröir til Hornvík- ur og Aðalvíkur. Nánari upplýsingar á skrlfstof- unnl. Kynnist landinu. Feröafélag islands. ÚTIVISTARFERÐI'R Föstud. 22. júní 1. kl. 16. Drangey — Málmey — Þöröarhöföi um jónsmessuna, eklö um Ólafsfjöró til Akureyrar, flogió báóar leiöii. Fararstj. Haraldur Jóhannss. 2. kl. 20 Eyjafallajökull — Þór»- mörk. Fararstj. Jón í. Bjarnason. Sumarleyfisferðir 1. Öræfajökull — Skaftafell, 3. -8. júlí. 2. Hornstrandir — Hornvfk, 6.—14. og 13,—22. júlí. 3. Lónsörafi, 25. júlí — 1. ág. Farseðlar og nánari upplýslngar á skrifst. Lækjargötu 6a, s. 14606. Útivist ai ci.ysim; vsimiw i KR: f ‘ 224BD Jtiorgmrirtnfcft

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.