Morgunblaðið - 22.06.1979, Page 22

Morgunblaðið - 22.06.1979, Page 22
2 2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ1979 Minning: Asthildur Sœmunds- dóttir frá Gufuskálum Fædd 10. maí 1892. Dáin 15. júní 1979. Amma mín er látin og verður útför hennar gerð frá Fossvogs- kirkju í dag. Hún andaðist aðfararnótt 15. júní eftir langa og stranga legu. í júlí ’74 lagðist hún á Landspítal- ann í Reykjavík til aðgerðar á fótum og hefur lengst af dvalið á sjúkrahúsum síðan, fyrir utan nokkra mánuði, nær samfellt fimm ár. Á Landakotsspítala hefur hún verið síðan 12. marz ’77, þar sem hún gekkst aftur undir aðgerð af þeirri bjartsýni, sem henni var lagið. Þrátt fyrir langa sjúkra- legu, átti hún engu síður oft góðar stundir innan veggja sjúkrahúss- ins eða hún gerði þær að góðum, og á svo löngum tíma sem þessum er vart hægt að komast hjá því að kynnast mörgu fólki og oft góðu fólki, bæði sjúkraliði og sjúkling- um. Á Landakotsspítala naut hún eins góðrar umönnunar og unnt var, reyndist starfsfólk og sjúkra- lið allt, henni frábærlega vel. Margar hverjar af stúlkunum, voru orðnar henni hjartfólgnar og hafði hún brennandi áhuga á líðan þeirra og högum. Hún geislaði af gleði ekki alls fyrir löngu, þegar hún sagði mér frá þvi, að ein hjúkrunarkonan hefði komið í heimsókn með litla dóttur sína að sýna sér. Þannig gladdi starfsfólk- ið hana á ýmsa lund, er þetta aðeins lítið dæmi. Ef hún nú mætti mæla, myndi hún flytja öllu því ágæta fólki, sem létti henni leguna, sínar bestu þakkir og óskir um, að það fengi ríkulega launað góðverkin sín. Amma fæddist að Gufuskálum á Snæfellsnesi 10. dag maímánað- ar og var gefið nafnið Ásthildur. Hún var dóttir hjónanna Elín- borgar Þorbjarnardóttur og Sæmundar Guðmundssonar. Þau eignuðust fimm börn, þrjár stúlk- ur og tvo drengi, og eru þau nú öll látin. Mér er þungt um hjartarætur er ég nú kveð ömmu, því að betri ömmu gat enginn átt, umhyggja hennar og ást brást mér aldrei, alltaf reiðubúin að taka á móti mér og gera mér allt til góða. Ég var oft lengri og skemmri tíma hjá henni, þegar ég var lítil telpa, og er mér minnisstætt, þegar hún leiddi mig við hönd sér, sem oft skeði, hve höndin hennar var hlý og traust, þótt mér fyndist öllum öðrum kalt og er ég óx úr grasi, varð mér ljóst, að hennar innri -maður var eins. Aldrei minnist ég þess, að hún nokkurn tíma segði styggðaryrði til mín, né neitaði bón minni, bæði ég hana einhvers og hef ég þó sjálfsagt verið bæði kenjótt og rellin, en amma þreytt og lúin í önnum sínum. Ef amma fór eitthvað, sem hún taldi að ég hefði ánægju af, hvort sem það var langt eða skammt, tók hún mig með, þótt hún sjálf hefði getað haft það miklu náðugra án mín. En ég held, að við báðar höfum notið þess að vera saman og nú í dag, þegar hún er horfin, eru minningar frá þessum sam- verustundum mér dýrmætar. Síðar, þegar ég sjálf eignaðist börn, kom sama umhyggjan í ljós, aldrei var amma glaðari en þegar hún gat laumað einhverjum glaðn- ingi í lítinn lófa og séð bros birtast hjá litlu barni, mínum börnum og ég held öllum börnum, sem urðu á vegi hennar. Fram á síðasta dag, má segja, var hugur ömmu ætíð vakandi yfir velferð okkar allra og oft hugsaði hún til skyldfólks síns, gladdist ef vel gekk, en hryggðist ef á móti blés, einnig þeirra er voru óra- fjarri og hún hafði ekki séð í langan tíma, alltaf var sama umhyggjan, vildi vita hvernig öllum vegnaði og liði. Oft var ég undrandi, hve amma mundi margt og fylgdist vel með öllu. Amma lifði það að verða langa-langamma að tveimur litl- um stúlkum og enn var sami brennandi áhuginn eins og þær væru hennar fyrstu barnabörn, þannig var hún. Einkunnarorð ömmu voru: „Hvað get ég gert fyrir þig?“ en ekki „Hvað getur þú gert fyrir mig?“ Fyrir allt þetta og miklu, miklu meira vil ég þakka ömmu og vona að við höfum getað veitt henni örfáar gleðistundir, það þurfti ekki mikið. Amma mín giftist Þórði Sveins- syni frá Skáleyjum á Breiðafirði, en missti hann eftir fárra ára sambúð. Þau eignuðust þrjár dæt- ur, Elínborgu, búsetta í Reykjavík, Margréti, sem er látin, og Mjöll, búsetta í Danmörku. Þegar amma varð ekkja, urðu það henni erfiðir tímar og varð hún að haga gjörðum sínum öðru- vísi en hún hefði kosið. Yngstu dótturina, Mjöll, varð hún að láta frá sér til vandalausra, átti það í fyrstu að vera um skamman tíma, en hún ílengdist þar. Margrét fór til Elínborgar ömmu sinnar að Gufuskálum, en elstu dótturina, Elínborgu, hafði hún hjá sér og hefur hún orðið hennar mesta stoð í veikindunum. Þau eru orðin æði mörg sporin hennar á sjúkrabeð móður sinnar, held ég að varla hafi fallið úr dagur, nema sjúk- leiki steðjaði að hjá henni sjálfri. + Móöir okkar, HELGA SOFFÍA BJARNADÓTTIR, Suöurlandsbraut 63, andaðist í Landspítalanum 21. þ.m. Ellert Leifur Theódórsaon og systkini. + Móöir okkar og tengdamóðir, JÓHANNA FRIDRIKSDÓTTIR, Fellsmúla 18, er látin. Fyrir hönd aðstandenda. Jóhanna Daníelsdóttir, Árni Björn Jónsson. + Eiginmaður minn og faðir okkar, OLE OLSEN Túngötu 20, Keflavík, er lést 13. júní, veröur jarösunginn frá Keflavíkurkirkju, laugardag- inn 23 júní kl. 2 e.h. Þóra Gísladóttir og börn. + Móðir okkar, KATRÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, lést í sjúkrahúsinu Stykkishólmi 20. júní. Börnin. + Elskuleg móöir mín, NANNA ÞÓRDARDÓTTIR, frá Hofstööum, Gufudalssveit, lézt að Landspítalanum þann 20. þ.m. Jarðarförin veröur gerö frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 26. júní kl. 10 f.h. Fyrir hönd ættingja og vina hinnar látnu. Fríöa Ágústsdóttir. + Fósturfaðir minn og bróöir, GÍSLI SIGURÐSSON, Búlandi Skaftártungu, veröur jarðsunginn frá Grafarkirkju laugardaginn 23. júní kl. 14. Siguröur Pétursson, Páll Sigurösson. Minning: Brgnjólfur Sigurbjöms- son hóndi Ekkjufelli Fæddur 4. janúar 1898. Dáinn 2. maí 1979. Gladur og reifur skyli Kumna hverr unz winn bíður bana. Þá koma mér þessar setningar úr hávamálum í hug er ég minnist Brynjólfs bónda Sigbjörnssonar á Ekkjufelli. Hann var þannig gerð- ur að hann kunni, eða vissi hvern- ig bregðast skyldi við hverju einu sem að höndum bar og leysa þurfti. Honum brá hvorki við vá né bana, enda var hann vel búinn að líkamlegu og andlegu atgervi. Hann var afrendur að afli en lét lítið á því bera, en það mun hafa verið á fárra færi að fást við hann ef svo bar undir. Til átaka stofnaði Brynjólfur aldrei, drengskapur hans og góðmennska réðu öllum viðskiptum hans við aðra menn, en illa þoldi hann ef hann sá órétt hafðan í frammi við þá er minni máttar voru, var hann þá búinn til þess að rétta þeirra hlut. Brynólf-' ur var glæsimenni hið mesta, vel meðalmaður á vöxt og mjúkur í öllum hreyfingum. Var allra manna hálpfúsastur ef hann mátti því við koma og var í blóð borin hin geðþekkasta framkoma í um- gengni við aðra menn. Við hér á Helgafelli höfum nú búið í nágrenni við Brynjólf í meira en 40 ár. Betri nábúa en Ekkjufellsfólkið gætum við vart hafa fundið. Við þekkjum hjálp- semina á frumbýlisárum okkar hér á Helgafelli. Við þekkjum gestrisnina og góðvildina sem hverjum sem þeim mætti, sem að garði bar á Ekkjufelli. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst því ágæta fólki og fundið þann hlýja hug sem það hefir borið til mín og minna. Ég hygg að það sé mikils um vert að sneiða hjá árekstrum við samferðamennina, og tel að Brynjólfi hafi tekist það fádæma vel, enda naut hann vináttu og virðingar sinna samferðamanna. Brynjólfur á Ekkjufelli var fæddur á Breiðavaði í Eiðaþinghá, sonur hjónanna Sigbjörns Björns- sonar frá Ekkjufelli og Margrétar Sigurðardóttur bónda á Sörlastöð- um í Seyðisfirði og síðar á Breiða- vaði. Kona Björns, móðir Sig- björns á Ekkjufelli, var Aðalbjörg Guðmundsdóttir Hrinrikssonar bónda á Hafursá í Skógum. Móðir Björns hét Ingibjörg Bjarnadóttir Eyjólfssonar bónda á Útnyrðings- stöðum. Árið 1902 flytjast foreldr- ar Brynjólfs og fjölskyldan öll frá Breiðavaði í Ekkjufell í Fellum, sem þá losnaði úr ábúð. Sigbjörn keypti þá Ekkjufell og Ekkjufells- sel af Sölva bróður sínum sem áður hafði keypt af systkinum sínum og komið þannig á eina hönd. Brynjólfur ólst eftir það upp á Ekkjufelli ásamt systkinum sínum 9 að tölu sem til aldurs komust. Þau voru Guðbjörg, gift Magnúsi Þórarinssyni, bjuggu í Hamra- garði í Eiðaþinghá; Sigurður, kvæntur Jóhönnu Guðmundsdótt- ur frá Ekkjufellsseli, þau voru bræðrabörn, bjuggu á Reyðarfirði; Aðalbjörg, giftist ekki, en átti eina dóttur, búsett í Reykjavík; Kristín, giftist Eiríki Sigurðssyni kennara frá Hjartarstöðum, síð- ast búsett í Reykjavík; Sigrún, giftist Halldóri Jónssyni kaup- manni á Seyðisfirði og víðar, móðir Halldórs var systir Sig- björns á Ekkjufelli; Einar bóndi í Ekkjufellsseli, kvæntur Jónu Jónsdóttur Hnefils bónda á Foss- + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför. INGVARS JÓNSSONAR, frá Loftsstööum, Guörún Guðmundsdóttir, Torfhildur Ingvarsdóttir, Svanhildur Ingvarsdóttir, Sveinn Guðbjartsson, Sfeínpór Ingvarsson, Lilja Siguröardóttir, Jóna Ingvarsdóttir, Garöar Árnason, Guömundur Ingvarsson, Sigrún Helgadóttir, og barnabörn. Ef til vill hafa þessir erfiðu tímar hjá ömmu, þegar hún verð- ur ekkja, valdið því að einhverju leyti, hversu undur barngóð hún var, því sannfærð er ég um, að mikið hefur reynt á hana að geta ekki haft telpurnar sínar hjá sér, en aldrei minntist hún á það. Amma ól upp son Margrétar dóttur sinnar, Lárus Ágústsson, frá fæðingu og var með hann eins og mig, að allt vildi hún fyrir hann gera, sem í hennar valdi stóð. Hann hefur launað henni eftir sinni bestu getu með umönnun sinni, sérstaklega eftir að hún var sjúk orðin og mest þegar hún lá heima á milli sjúkravista. Mjöll Sigurðardóttir. völlum; Þórunn, giftist Guðna Jóhannssyni bílstjóra, bjuggu á Reyðarfirði; Sigurbjörg, giftist Hákoni Sigurðssyni, bjuggu á Seyðisfirði; Baldur, efnismaður mikill, drukknaði ungur að aldri í Lagarfljóti 1936. Afkomendur þessara systkina eru nú margir orðnir og kann ég ekki tölu á þeim. Þessi systkini voru öll myndar- leg og glæsileg svo að af bar. Það var oft glatt á hjalla á Ekkjufelli í þeirra hópi. Þar er húsrými all- gott eftir því sem gerist í sveitum. Voru þar því oft haldin þorrablót, hinar árlegu samkomu sveitarinn- ar, áður en félagsheimili reis. Fleiri samkomur voru þar haldn- ar, þar sem fólkið í sveitinni kom saman og skemmti sér við leik og dans. Voru þau Ekkjufellssystkini potturinn og pannan í þessum gleðskap og hrókar alls fagnaðar. Fyrir kom það, að þau æfðu og léku stutta leikþætti s.s. Happið eftir Pál Árdal. Allt var gert til að skemmta fólkinu og láta því líða sem bezt. Þá var aldrei vín haft um hönd en gleðin skein samt á vonarhýrri brá. Mjög gestkvæmt hefir alla tíð verið á Ekkjufelli, enda bærinn í þjóðbraut. Þar hefir mörgum ver- ið veittur góður beini, matur og gisting og margs konar önnur fyrirgreiðsla. Alltaf var nægur tími til að sinna gestum, ræða við þá og skemmta þeim. Var þá oft gripið í spil og setið stundum æðilengi við þau. Margir minnast hinnar ágætu fyrirgreiðslu og höfðingsskapar þeirra Ekkjufells- manna og hugsa til þeirra með þakklátum huga. Ekkjufellsheim- ilið var eitt þeirra heimila þar sem engum var synjað um greiða eða hjálp. I uppvexti sínum vandist Brynjólfur öllum algengum störf- um í sveit. Ágætur verkmaður og sýndi jafnan mikla hyggni og lagni við hvaðeina sem við var að fást. 1914 um haustið settist hann í Búnaðarskólann á Eiðum og stundaði nám þar í tvo vetur. Næstu árin starfaði hann sumpart heima að búinu með foreldrum sínum, eða að heiman við verzlunarstörf á Seyðisfirði, á vertíð á Djúpavogi o.fl. Hann sigldi til Danmerkur og dvaldi þar árlangt og kynntist búskaparhátt- um og siðum annarra þjóða. Árið 1927 kvæntist Brynjólfur Sólveigu Jónsdóttur bónda á Foss- völlum. Móðir hennar var systir Sigbjörns á Ekkjufelli. Þau hófu þá búskap á Ekkjufelli móti Sig- birni meðan hann lifði og á allri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.