Morgunblaðið - 22.06.1979, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ1979
31
ímmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmma.
Fór á hækjum 500 m
ALMENNINGUR fylgist af mikl- sem nú er vel á veg komið, og
um áhuga með landshlaupi FRÍ, öllum þeim f jölmörgu hlaupurum
Ein af fjölmörgum ungum stúlkum sem tekið hafa þátt í
boðhlaupi FRÍ umhverfis landið. Ljósmynd Jóhann.
Ekkert heyrt
frá Liverpool
ÉG VIL sem minnst um þetta tala, það hefur staðið til að reyna að íá
gott lið hingað til lands í tilefni af 80 ára afmæli KR, en okkur hefur
ekkert borist í hendur þess efnis að Liverpool sé á leið til okkar í
sumar. sagði formaður knattspyrnudeildar KR er Mbl. innti hann
eftir því. Tilefnið var frétt dagblaðsins Vísis þess efnis. Þá kannaðist
Kristinn Jónsson formaður knattspyrnudeildar KR ekki við að
forráðamenn Liverpool ætlaði sér að útvega önnur fræg lið til
landsins svo sem Forest eða Arsenal, eins og Vísir skýrir frá. — þr.
Petur og Karl
leika með ÍA!
ALLT gengur samkvæmt áætlun
varðandi komu hollenska stór-
liðsins Feyenoord hingað til
lands á vegum ÍA. Liðið kemur
til landsins 23. júlí næstkomandi
og leikur strax daginn eftir gegn
ÍA á Laugardalsvellinum. Er það
hugsanlegt að Pétur Pétursson
leiki sinn hálfleikinn með hvoru
félaginu.
Mikilvægir
leikir í
2. deild
Næsti leikur hollensku snilling-
anna verður í Vestmannaeyjum
gegn IBV, en enn er nákvæm
tímasetning ekki komin á þann
leik, né aðra sem Feyenoord leikur
hérlendis. Síðan liggur leiðin til
Akureyrar þar sem KA mætir
stórliðinu. Síðasti leikurinn fer
síðan fram á Akranesi, þar sem
Feyenoord og ÍA leiða öðru sinni
saman hesta sína. Verður Karl
Þórðarson þá að öllum líkindum
með ÍA-liðinu.
Þetta er með .meiri háttar at-
burðum í sögu íslenskrar knatt-
spyrnu, en gaman hefði verið ef
hægt hefði verið að stilla upp
landsliði íslands gegn liði þessu,
því ávallt er verið að klifa á því aö
landsliðið vanti samæfingu.
sem lagt hafa hönd á keflið við að
koma því umhverfis landið. Það
var sýslumaður Norður-Þingeyj-
arsýslu, Sigurður Gissurarson,
sem tók við keflinu á Grímsstöð-
um, en þar var fánaborg og mikil
viðhöfn, og hljóp Sigurður fyrsta
spölinn í Norður-Múlasýslu. Alls
hlupu 550 manns á vegum ÚÍA.
Aðalbjörn Gunnlaugsson skóla-
stjóri í Lundi gerði sér lítið fyrir
og fór á hækjum sínum um 500
metra, en hann er svo gott sem
lamaður upp að mitti. Elstu
þátttakendurnir á þessu svæði
voru Áskell Sigurjónsson 81 árs,
og Glúmur Hólmgeirsson 89 ára
en hann er einn af stofnendum
félagsins Efling. Skipulag Þing-
eyinga var eins og annars staðar
frábært. Óskar Ágústsson á
Laugum hljóp fyrsta sprettinn
fyrir Suður-Þingeyinga. Akur-
eyringar tóku við keflinu á brún
« Vaðlaheiðar um kl. 17 í gær.
Formaður ÍBA Knútur Ottersted
j hljóp svo fyrsta sprettinn í Eyja-
I fjarðarsýslu. Mikil viðhöfn var á
Ákureyri. Vegna þrengsla á
íþróttasíðum blaðsins verður
betri frásögn að bíða morguns.
• Þetta er að öllum líkindum
fyrsti kvenmaðurinn sem stund-
ar línuvarðarstörf í knattspyrnu
hérlendis og jafnvel þó víðar væri
leitað. Hún heitir Guðbjörg
Pedersen og var línuvörður í
Vestmannaeyjum, er heimamenn
mættu KR í 1. deild íslandsmóts-
ins.
ESKFIRÐINGAR tóku við keflinu í landshlaupinu á Vattarnesi um
klukkan 5 í fyrrinótt. Bogi Nilsson sýslumaður hljóp fyrsta spölinn
fyrir Eskfirðinga, en alls hlupu 20 manns þá 17 kflómetra. sem eru
inn að Eyri, en þar tóku Reyðfirðingar við. Reyndar var kominn
svefngalsi í Norðfirðingana, sem skiluðu keflinu til Eskfirðinga og
einn þeirra brá á leik í morgunsárið. Hljóp hann á undan þeim. sem
bar keflið, og rétti sýslumanni trjágrein sem þó áttaði sig á að brögð
voru í tafli áður en hann tók á sprett.
Meðfylgjandi mynd tók Ævar Auðbjörnsson við Vattarnes í
fyrrinótt og er Bogi Nilsson lengst til hægri í þessum föngulega hópi
Eskíirðinga.
Hagur Skaga-
manna vænkast
SKAGAMENN hafa illa saknað Kristins Björnssonar úr framlínu
sinni, sem verið hefur bitlaus, svo að ekki sé meira sagt. Kristinn
meiddist illa í Indónesíuferðinni, en hann er á svo góðum batavegi af
meiðslum sínum, að hann hefur nú farið á sína fyrstu æfingu. Verður
hann með áður en langt um líður.
Þá má geta þess, að markvörðurinn ungi, Bjarni Sigurðsson. sem
meiddist einnig illa í leiknum gegn KR fyrir nokkru, er á góðum
batavegi og er reiknað með að hann verði til í slaginn eftir hálfan
mánuð.
íslandsmet hjá
Lilju í 3,000 m
IILAUPAKONAN Lilja Guðmundsdóttir ÍR setti nýtt íslandsmet í
3,000 metra hlaupi kvenna á frjálsíþróttamóti í Sollentuna í Svíþjóð í
fyrrakvöld. Hljóp Lilja á 9:45,0 mínútum og bætti fyrra met sitt um
tæpar 10 sekúndur, en það met setti hún í fyrra. Á mánudagskvöldið
keppti Lilja á miklu frjálsíþróttamóti í Stokkhólmi og náði bezta
árangri sínum í ár í 1500 m hlaupi, hljóp á 4:27,9 mínútum.
„Ég held ég geti meira í 3,000,“ sagði Lilja í spjalli við Mbl. í gær.
„Ég fékk stig eftir hraða byrjun. Við urðum tvær hnífjafnar í
hiaupinu, höfum skipst á um að halda forystu. Stúlkan sú á bezt 9:33.“
Lilja kvaðst eiga við eymsli í hné að stríða og ef til vill yrði hún að
gangast undir uppskurð í sumar til að fá bót meina sinna. í
fyrrahaust gekkst hún undir uppskurð á sama hné.
Á mótinu í Sollentuna keppti Guðmundur R. Guðmundsson í
hástökki og stökk hann 1,95 metra. — ágás.
í kvöld
TVEIR leikir fara fram í 2. deild
íslandsmótsins í knattspyrnu í
kvöld, báðir mjög mikilvægir.
Þór mætir Selfossi á Akureyri og
þurfa Þórsarar að fara að gera
átak á sínum málum ef ekki á illa
að fara í deildarkeppninni. Liðið
vann tvo fyrstu leiki sína í vor,
en hefur síðan hvorki fengið stig,
né skorað mark og slík útkoma
býður ekki upp á annað en fa.ll.
Selfyssingar eru hins vegar með-
al efstu liðanna í deildinni og til
alls líklegir. Hafa þeir reynst
vera með rúmlega frambærilegt
lið. Leikurinn hefst klukkan
20.00.
Reynir í Sandgerði fær Breiða-
blik í heimsókn og gera þeir vel að
halda öðru stiginu, þar sem UBK
virðist hafa yfirburðaliði í 2. deild
á að skipa um þessar mundir.
Reynismönnum hefur auk þess
gengið miður vel í síðustu leikjum
sínum. Leikurinn hefst einnig
klukkan 20.00. '
Þá fara fram tveir leikir í 3.
deild íslandsmótsins. í A-riðli
leika ÍK og Grinavík á Kópavogs-
velli og í B-riðli leika Bolungarvík
og Skallagrímur. Báðir leikirnir
hefjast klukkan 20.00.
Verzlunarráð íslands
efnir til kynningarfundar
mánudaginn 25. júní 1979, kl. 16.00—18.00 í Kristalsal Hótel Loftleiöa um
„Hvernig verðbólgan brenglar
reikningshald og rekstur fyrirtækja
áá
Hjalli Geir
Kriatjénaaon
Chriatophar
Lowa
Óiafur
Haraldaaon
Árni
Vilhjélmaaon
Fundurinn er opinn öllum áhugamönnum um þessi
málefni.
Vinsamlega tilkynniö pátttöku í síma 11555,
vegna fjölda pátttakenda.
Kaffi verður fram boriö á fundinum.
Dagskrá
$etningarræða.
Hjalti Geir Kristjánsson, formaður V.í.
Áhrif verðbólgu á reikningsskil fyrirtækja.
Christopher Lowe, Coopers & Lybrand.
Gildi vísitölureikningsskila í verðbólgu.
Ólafur Haraldsson, forstj. Fálkans h.f.
Samanburður aðferða við aö laga reikningsskil
aö veröbreytingum.
Árni Vilhjálmsson, prófessor.
Almennar umræöur og fyrirspurnir.