Morgunblaðið - 22.06.1979, Side 32
EF ÞAÐERFRETT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
\l U.YS|\(, \
SÍMINN KK:
22480
EFÞAÐERFRETT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
AMil.YSIM, \
SIMINN F.U:
22480
FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1979
Það eru fleiri en þeir fullorðnu sem nýta hábjargræðistímann til vinnu og uppbyggingar. Víða um
land vinna hópar krakka á starfsvöllum við húsbyggingar og annað tilfallandi, eins og þessir krakkar
sem myndin sýnir. Ljósm. Mbi. Kristinn.
Gjaldeyristekjur af
laxveiði nema 1.1
milljarði á þessu ári
ÁÆTLAÐ er að verðmæta-
sköpun laxveiðihlunninda
sé 1.6 milljarðar á árinu
1979, en gjaldeyristekjur
af veiði og veiðimönnum
verða sennilega 1.1 mill-
jarður.
Ennfremur eru tekjur
ríkis og sveitarfélaga af
laxveiði og veiðihlunnind-
um 4 sinnum hærri en öll
árleg framlög ríkisins til
veiðimála.
Eftir er ad veiða
innan við 100 þús-
und tonn af þorski
Þorskaflinn 195 þúsund tonn fyrstu 5 mánuði ársins
ÞORSKAFLI landsmanna var um síðustu mánaðamót
orðinn um 195 þúsund tonn, þ.e. fyrstu 5 mánuði ársins.
Þá sjö mánuði. sem eftir eru ársins, má því ekki veiða
nema 85—95 þúsund tonn verði farið eftir þeirri
fyrirætlan stjórnvalda að heildarþorskaflinn í ár verði
280—290 þúsund tonn.
1 júlí Ojí ágúst er togurun-
um skylt að stunda aðrar
veiðar en þorskveiðar í 30
daga og á tímabilinu frá 1.
maí til 30. september skulu
togararnir verja 70 dögum til
annarra veiða en þorskveiða.
Margir togaranna munu vera
langt komnir með þann tíma,
sem þeir hafa hingað til getað
nýtt til annarra veiða en
þorskveiða. Það er þó mis-
jafnt eftir landshlutum og
útgerðarfélögum, á ýmsum
stöðum hafa ýmsir erfiðleikar
verið þv.í samfara að fara á
karfa og grálúðuveiðar, m.a.
vélakostur.
Ef litið er á tímabilið frá
ársbyrjun til loka maímánað-
ar í fyrra, þá var þorskaflinn
orðinn 170.975 tonn á því
tímabili. Árið 1977 var veiðin
orðin 185.179 tonn. Heildar-
þorskafli landsmanna í fyrra
var um 320 þúsund tonn, árið
1978 319.7 þúsund tonn og 10
þúsund tonnum meiri árið
1977.
Heildarafli landsmanna
var í maímánuði sl. 51.278
lestir, en var í sama mánuði í
fyrra 59.667 1. Heildarfiskafl-
inn frá áramótum var um
síðustu mánaðamót orðinn
rúmlega 840 þúsund lestir, en
var 732 þúsund lestir sömu
mánuði í fyrra. Bátaaflinn
varð í maí í ár 18.794 lestir, en
19.638 lestir í sama mánuði í
fyrra. Togaraaflinn varð í
mánuðinum 30.181 lest í ár,
en 28.292 í sama mánuði í
fyrra.
Þurrð á
víntegund-
um í ríkinu
ÞURRÐ er þessa dagana á
nokkrum eftirsóttustu
víntegundunum í Áfengis-
verzluninni. Þannig gengu
upp ýmsar tegundir af
vodka, viskýi, rauðvíni og
hvítvíni í verkfalli far-
manna, en hins vegar mun
nóg vera til af þessum
vínum, en ekki af þeim
tegundum sem mest er
keypt af.
Ragnar Jónsson hjá
ÁTVR sagði í samtali við
Mbl. í gær, að langt væri
frá að um nokkra vöru-
þurrð væri að ræða. Hins
vegar fengjust ekki nokkr-
ar vinsælar tegundir, en
fólk hefði þá getað fengið
aðrar tegundir. Hann sagði
að vínsendingar lægju í
skipum og biðu uppskipun-
ar eða þá að þær hefðu
þegar verið pantaðar.
Greenpeace í Bandarík junum:
Herferð gegn ís-
lenzkum vörum?
Útseld
vinna
hækkar
VERÐLAGSYFIRVÖLD haía
heimilað hækkun á útseldri
vinnu í framhaldi af launa-
hækkunum, sem tóku gildi 1.
júní s.I. Er hækkunin á bilinu
9,22-11,4%.
VERÐI skipi Greenpeace-samtakanna haldið í Reykjavík Iengur en til
næsta þriðjudags, hafa samtök hvalfriðunarmanna í Bandarikjunum
tilkynnt, að þau muni beita sér íyrir því, að fólk þar í landi kaupi ekki
íslenzkar vörur, en þar er cinkum um fisk að ræða. Þetta kom fram í
samtali Morgunblaðsins í gær við David McTaggart, formann
Evrópudeildar Greenpeace, og hann sagði ennfremur, að í fyrrakvöld
hefði Ilörður Ólafsson, lögfræðingur Grcenpeace, kært til Ilæstaréttar
úrskurð borgarfógeta um farbann á Rainbow Warrior úr Reykjavík-
urhöfn meðan fjallað cr um kröfu Ilvals hf. um Iögbann á tiltcknar
aðgerðir skipverja.
— Ef ríkisstjórn íslands heldur
skipinu hér án þess að hafa
lagalega heimild til þess, þá munu
Greenpeace-samtökin í Bandaríkj-
unum grípa til sinna ráða, sagði
McTaggart. — Við höfum ekki
haft frumkvæði í þessu máli, en
samtökin í Bandaríkjunum hafa
tilkynnt okkur að þau muni grípa
til þess að reyna að koma í veg
fyrir sölu á íslenzkum vörutegund-
um í Bandaríkjunum ef skipinu
verður haldið hér lengur en til
næstkomandi þriöjudags. Við höf-
um ekki fengið neinar lagalegar
skýringar á því hvers vegna okkur
er haldið hér og teljum ekki að
þær sé að finna. Við viljum ekki
ógna útflutningi Islendinga, en
það að reyna að koma í veg fyrir
sölu á íslenzkum vörum í Banda-
ríkjunum er svar vina okkar og
samstarfsmanna í Bandaríkjun-
um.
Aöspurður sagði McTaggart að
samtök Greenpeace-manna í
Bandaríkjunum væru sterk og þá
einkum á vesturströndinni. Áð
Þetta ásamt mörgu öðru kom
fram á aðalfundi Landssambands
veiðifélaga, sem að þessu sinni var
haldinn á Hvanneyri í Borgarfirði.
Fundinn sóttu 50 fulltrúar úr
öllum landsfjórðungum auk gesta.
Landssambandið hefur undanfar-
in ár styrkt rannsóknir á fisk-
ræktarmöguleikum heilla vatna-
hverfa með fjárframlögum, og
hyggst halda því áfram í sam-
vinnu við Veiðimálastofnunina.
Meðal ályktana þingsins má
nefna málefni eins og eflingu
Fiskræktarsjóðs, leiðbeiningar-
þjónustu út um land, og skráningu
veiðivatna í þeim tilgangi að gera
sér betur grein fyrir bættri nýt-
ingu þeirra.
Undanfarin ár hefur velta
Landssambandsins síaukist að
krónutölu, við vaxandi dýrtíð.
Niðurstöðutölur reikninga ársins
1978 eru um 4.5 milljarðar, en
fjárhagsáætlun þessa árs er 6.5
milljarðar. Sambandið hefur
skrifstofu á Hótel Sögu og selur
þar veiðileyfi og veitir upplýsing-
ar um veiði og veiðimál. Formaður
Landssambandsins er Þorsteinn
Þorsteinsson, bóndi á Skálpastöð-
pm.
Friðrik efst-
ur í Manila
FRIÐRIKI Ólafssyni stórmeist-
ara hefur til þessa gengið mjög
vel í alþjóðlega skákmótinu í
Manila á Filipseyjum.
Friðrik er langefstur þegar 6
umferðum er lokið, hefur 5 xk
vinning. Annar í röðinni er stór-
meistarinn Eugene Torre frá Fil-
ipseyjum með 4 vinninga.
í mótinu taka þátt 4 stórmeist-
arar auk Friðriks, þeir Torre,
Keene, Dorfman og Averbach.
auki myndu önnur samtök nátt-
úruverndarmanna taka þátt í
slíkri herferð ef til kæmi. Hann
sagðist í gær hafa rætt við starfs-
menn brezka sendiráðsins og beðið
um ráðleggingar í málinu, en
einnig beðið um aðstoð sendiráðs-
ins til að fá upplýst hvers vegna
skipinu er haldið í Reykjavík.
Er Mbl. spurði hvað Green-
peace-menn myndu gera ef lög-
bann yrði sett á tilteknar aðgerðir
skipverja á Rainbow Warrior,
svaraði McTaggart því til að það
yrði ekki ákveðið fyrr en niður-
staða lægi fyrir í þessu máli. Hins
vegar sagðist hann vilja benda á
að efnahagslögsaga lands væri
ekki hið sama og réttarlögsaga.
Þannig gæti íslenzka ríkisstjórnin
aðeins bannað tilteknar aðgerðir
að 12 mílna mörkunum, en ekki
200 mílna.
Farafanov, sendiherra Sovét-
ríkjanna, sem senn kveður ís-
land.
Sendiherra-
skiptihjá
Rússum
SENDIHERRASKIPTI standa
fyrir dyrum í sendiráði Sovét-
ríkjanna í Reykjavík. Georgí
Farafanov sendiherra mun fara
héðan þann 10. júlí og taka við
nýju starfi í utanríkisráðuneyti
Sovétríkjanna f Moskvu, að því
er Hörður Ilelgason skrifstofu-
stjóri í utanrikisráðuneytinu
staðfesti í samtali við Morgun-
blaðið í gærkvöldi.