Morgunblaðið - 28.06.1979, Qupperneq 1
36 SÍÐUR
143. tbl. 66. árg. FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Orrustu-
þotum
grandað
Líbanir virða fyrir sér brak úr
einni af orrustuþotum Sýrlands-
hers er ísraelskar orrustuþotur
grönduðu í loftbardaga yfir
Suður-Líbanon í gær.
ísraelsmenn sögðust hafa grand-
að fimm orrustuþotum Sýrlend-
inga, en Sýrlendingar viður-
kenndu aðeins að hafa tapað
fjórum þotum. Þá sögðust
Sýrlendingar hafa grandað
tveimur þotum ísraelsmanna, en
ísraelsmenn sögðu allar sínar
þotur hafa snúið heim heilu og
höldnu. Sjá nánar frétt á bls. 16.
Málamiðlun varð um
20 dollara grunnverð
Genf, 27. júní, Reuter — AP.
OLÍURÁÐHERRAR á fundi Opec-ríkja í Genf gerðu
seint í gærkvöldi með sér málamiðlun um nýtt verð á
olíu, en lengi vel voru viðræðurnar í algjörum hnút.
Málamiðlunin gerir ráð fyrir því að grunnverð á
olíufati frá öðrum Opec-ríkjum en Saudi-Arabíu verði 20
Bandaríkjadalir, og að Saudi-Arabar selji olíufatið á 18
dollara. Ennfremur að hámarksverð á olíufati frá Opec
verði 23,50 dollarar, og miðast það við gæði olíunnar,
hvar á bilinu 20—23,50 dollarar endanlegt verð á fati af
olíu til kaupenda verður. Hið nýja verð tekur gildi frá 1.
júlí næstkomandi.
Verkfall
5 lamar
póstinn?
Lundúnum, 27.júní,AP.
Fimm starfsmenn í frímerkja
miðstöð brezku póstþjónustunn-
ar hófu í dag verkfall vegna
óánægju sinnar með kjaramál, og
getur verkfall þeirra þýtt, að
ekki verði hægt að póstleggja
bréf á Bretlandseyjum upp úr
næstkomandi mánaðamótum.
Starf fimmmenninganna er fólgið
í því að afgreiða pantanir á
frímerkjum tii póststöðva víðs
vegar um landið, og meðan þeir
verða frá vinnu verður engum
frímerkjum dreift. Núverandi frí-
merkjabirgðir póststöðvanna end-
ast í þrjár til fjórar vikur.
Póstdreifing á Bretlandi hefur
gengið treglega að undanförnu þar
sem skortur hefur verið á bréfber-
um. Þá eru 560 starfsmenn tölvu
deildar póstþjónustunnar í verk
falli, og hefur af þeim sökum ekki
verið hægt að senda út reikninga
fyrir afnot af síma, er að upphæð
nema rúmum 350 milljörðum ís-
lenzkra króna
Sprengt á
Fuengirola
á Spáni
MalaKa.Spáni,27.júní.AP.
Heimagerð sprengja sprakk á
tennisvelli í baðstrandarbæn-
um Fuengirola árla í dag, en
engin slys urðu á fólki, að sögn
lögreglu.í sprengjunni voru um
20 kílógrömm af sprengiefni og
hlutust af sprengingunni
skemmdir á bifreiðum, sem
lagt hafði verið í nágrenninu.
Einnig brotnuðu rúður í bygg-
ingum við tennisvöllinn.
Lögregla gerði óvirka aðra
sprengju sem komið hafði ver-
ið fyrir við aðaldyr hótels á
Torremolinos. Talið er að fé
lagar úr aðskilnaðarsamtökum
baska hafi komið sprengjunum
fyrir.
Ný stétt
þjófa?
Knoxvil]e,Tenne88ee,27.júnl,AP.
Benzínþjófum hefur fjölgað mjög
í Bandaríkjunum, f þeirri benz-
ínkreppu, sem verið hefur í land-
inu að undanförnu.
Lögreglumaður í Knoxville stóð í
dag nokkra bíræfna þjófa að verki
þar sem þeir voru að stela úr
birgðatönkum benzínsölu stór-
markaðs í borginni. Tók lögreglan
eftir því, að slöngur lágu neðan úr
sendibifreið sem lagt hafði verið
grunsamlega fyrir utan stórmark-
aðinn, og við athugun kom í ljós að
slöngurnar Iágu í tankana, sem
voru í kjallara hússins. í sendi-
bifreiðinni var svo dæla og sjö 250
lítra tunnur. Fimm menn eru í
haldi vegna athæfisins, og bíða
þeir dóms og laga.
Ljóst er því að fulltrúum á
Opec-fundinum hefur ekki tekist
að koma sér saman um samræmt
lágmarksverð á olíu, eins og
vonast hafði verið til í upphafi.
Ríki Opec höfðu flest látið þá von
í ljósi, svo að ekki endurtæki sig
sá ruglingur sem skapaðist vegna
mismunandi aukagjalda
Opec-ríkja á fat af olíu. Hermt er
að enn séu óleyst mörg atriði
varðandi verðákvörðun út frá
gæðum olíunnar.
Um tíma leit svo út í kvöld sem
kröfur Saudi-Araba um lág-
marksverð innan við 20 dollara
yrðu ofan á. Talið er að þrákelkni
Yamanis olíuráðherra hafi hins
vegar orðið til þess að önnur ríki
Opec stóðu saman að kröfum um
20 dollara lágmarksverð.
KURT Waldheim framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna gagn-
rýndi í dag aftökur tveggja fyrrv-
erandi þjóðarleiðtoga Ghana, er
gerðar voru í gær. Framkvæmd-
astjórar tveggja mikilvægra op-
inberra stofnanna í Ghana voru
handteknir f dag í kjölfar mót-
Saudi-Arabar höfðu farið fram á
18 dollara lágmarksverð, en önn-
ur á allt að 27 dollara. Um tíma
hótuðu Saudi-Arabar að halda
sig við sitt fyrra lágmarksverð,
14,55 dollara.
mæla kristilegra leiðtoga gegn
aftökunum.
Fregnir hermdu að daglega væri
fjöldi manns handtekinn í Ghana
og að sveitir hinna nýju valdhafa
héldu uppi umfangsmikilli húsleit
sem hafin var hvarvetna í landinu
er leiðtogaskipti urðu í síðasta
mánuði.
Gagnrýni Giscards d’Estaing
vekur uppnám á fundi í Tokyo
Tokyo, 27. júní. AP
EMBÆTTISMENN úr fylgdarliði Jimmy Carters forseta mótmæltu
í dag harðri gagnrýni Valery Giscard d’Estaings Frakklandsfor-
seta á stefnu Bandaríkjanna í orkumálum, degi fyrir leiðtogafund
iðnríkja um efnahagsmál í Tókýó.
Carter var sagður reiður ummælum sem birtust í fréttaritinu
Newsweek sem var dreift í Tókýó í dag. Bandarískur embættis-
maður sagði að þetta væri í annað sinn sem Giscard heíði farið
hörðum orðum um stefnu Bandaríkjastjórnar og í annað sinn sem
Frakkar hefðu sagt að orð hans hefðu verið slitin úr samhengi.
Ciscard d’Estaing sakaði Banda- orkunotkun. Frammistaða Banda-
JIMMY CARTER Bandaríkjaforseti og Margrét Thatcher forsætis-
ráðherra Bretlands heilsast í upphafi stutts rabbfundar þeirra í
bandaríska sendiráðinu í Tókýó í gær. í dag hefst í Tókýó fundur
leiðtoga iðnaðarríkja um efnahagsmál, og verða þau Carter og frú
Thatcher meðal leiðtoganna sem þar þinga Símamynd ap.
rikjamenn um í viðtalinu að
hafa ekki hafizt handa um að
draga úr olíunotkun og sagði að
það væri lífsnauðsynlegt fyrir
framtíð efnahagslífs Bandaríkj-
anna og annarra iðnrikja að
Bandaríkjamenn drægju úr
innflutningi olíu. Samþykkt var á
fundi þessara ríkja í París í marz
að minnka notkunina um fimm af
hundraði
Bandarískir embættismenn
sögðu um ummæli Giscards að þau
gætu ekki talizt hjálpleg tilraun-
um Bandaríkjamanna til að finna
sameiginlega lausn á orkumálun-
um þótt þau yrðu ekki látin spilla
þessum tilraunum. Þeir sögðu að
Giscard hefði ekkert tillit tekið til
þeirrar stefnu stjórnar Carters
síðustu þrjú ár að draga úr
ríkjamanna á þessu sviði væri
betri en annarra.
Ummæli Giscards vöktu þeim
mun meiri athygli í Tókýó en ella
vegna þess að þar hefst á morgun
efnahagsmáláráðstefna leiðtoga
iðnríkja. Allir þátttakendurnir eru
komnir til Tokýo og á fundinum
verður líklega einnig fjallað um
vandamála víetnamskra flótta-
manna.
Leiðtogarnir hafa hitzt í
smáhópum og rætt við gestgjafa
sinn Masayhoshi Ohira, forsætis-
ráðherra Japana, sem Carter hefur
rætt við í tvo daga. Carter var í
dag í hafnarborginni Shimoda og
ræddi einnig við Margaret
Thatcher, forsætisráðherra Breta,
og Joe Claerk, forsætisráðherra
Kanda.
Gagnrýnir aftökur
Sameinuðu þjóðunum. Accra.27. júní, Reuter