Morgunblaðið - 28.06.1979, Page 2

Morgunblaðið - 28.06.1979, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ1979 Þeir hafa >?ert það gott (írásleppukarlarnir á Suðvesturhorninu að undanförnu og sömuleiðis hefur vertíðin verið góð hjá Barðstrendingum. Fyrir Norðurlandi gerði hafísinn grásleppukörlum ljótan gríkk og þegar honum sleppti tóku við mislynd veður. Það er Jón í Görðunum, sem á þessari mynd situr makindalega í sœti sínu um borð í Garðari og ber sig fagmannlega að við vinnuna. Vindillinn er á sínum stað. (Ljósm. Jón P. Ásgeirsson). Verzlunarmenn og starfsmannahald Varnarliðsins: Deila um túlkun á kjaradómi um laun verzlunarmanna STJÓRN Verzlunarmannafélags Suðurnesja fékk í gœr umboð fél- agsfunda til að grípa til þeirra aðgerða.sem hún telur nauðsynleg- ar til að leita réttar félaga sinna í deilu sem upp er komin milli verzlunarmanna á Suðurnesjum og starfsmannahalds Varnarliðsins vegna túlkunar á dómi sem nýlega féll um kjör verzlunarmanna. Val- garður Kristmundsson. formaður Verzlunarmannafélags Suðurnesja sagði að þeir teldu túlkun starfs- mannastjóra Varnarliðsins á kjara- dómum vera langt frá réttu lagi og hann hefði upp á sitt eindæmi skorið fyrri launaflokka niður og þá jafnvel skipt þeim í 4 flokka. Rétt væri að skrifstofu- og verzlun- arfólk, sem starfaði hjá Varnarlið- inu hefði hækkað eitthvað í kaupi en ekki í samræmi við niðurstöður kjaradómsins. Valgarður sagði að her væri um að ræða laun um 300 starfsmanna hjá Varnarliðinu en einnig virðist túlkun einstakra atvinnurekenda á fyrr- nefndum kjaradómi ætla að verða áþekk, þannig að aðgerðir félagsins kynnu að beinast gegn fleirum en Varnarliðinu. „ Við skiljum ekki hvernig yfirmenn starfsmannahalds Varnarliðsins hafa komist að þessari niðurstöðu og um það að við getum kært þessi vinnubrögð til kaupskrár- nefndar ríkisins eins og starfs- mannastjórinn hefur sagt, þá vil ég aðeins segja að hann hefði þá átt að fá staðfestingu á þessum gerðum sínum fyrirfram hjá nefndinni. Við höfum ekki ákveðið til hvaða aðgerða við kunnum að grípa en við gætum gripið til margvíslegra aðgerða og þurfum ekki að láta starfsmanna- stjóra Varnarliðsins segja okkur hvað við eigum að gera," sagði Valgarður. Guðni Jónsson, starfsmannastjóri Nordmenn bednir aðstoðar við að útvega svartolíu SVAVAR Gestsson viðskiptaráð- herra lagði fram beiðni um aðstoð Norðmanna við útvegun á 40.000 tonnum af svartolíu á þessu ári á fundi með Hallvard Bakke við- skiptaráðherra Noregs í gær. Eftir fundinn sagði Bakke að hann ætti von á því að (slendingar legðu fram innan skamms beiðni um viðræður við Norðmenn um oiíukaupasamn- ing til langs tíma. í fréttatilkynningu frá viðskipta- ráðuneytinu um viðræðurnar segir að ráðherrarnir hafi rætt viðskipti landanna, samstarf innan EFTA og önnur viðskiptamál. Svavar Gests- son lagði áherzlu á mikilvægi út- flutnings á dilkakjöti til Noregs. Þá segir að rædd hafi verið hugs- anleg olíuviðskipti íslands og Noregs og að Hallvard Bakke hafi sagt, að Norðmenn hafi -hingað til ekki verið aflögufærir um olíu til íslands, en talið að norska ríkisstjórnin tæki til vinsamlegrar athugunar óskir af Islands hálfu um olíuviðskipti í framtíðinni. 26 tonna bátur sökk út af Skaga Áhöf ninni 2 mönnum b jargað TUTTUGU og sex tonna bátur frá Hólmavík, Vinur ST 21, sökk í gærmorgun 3 til 4 mflur út af Skaga. Tveir menn voru á bátnum og fóru þeir í gúmbjörgunarbáti en flugvél Landhelgisgæzlunnar, Syn, fann bátinn eftir skamma leit um kl. 18. Jökulfellið, sem statt var um klukkustundar siglingu frá gúmbjörgunarbátnum bjargaði mönnun- um og kom með þá í gærkvöldi til Skagastrandar. Vinur var á leið frá Hólmavík til sínum tíma gerður út frá Skaga- Varnarliðsins, sagði að Varnarliðið væri ekki samningsaðili á landinu heldur fylgdi það þeim kjörum, sem tíðkuðust á markaðnum hverju sinni. Sérstök nefnd frá íslenska ríkinu kaupskrárnefnd, ætti að sjá um að ákveða hvaða kaupi og kjörum Varn- arliðið ætti að fylgja hverju sinni. Guðni sagði að í mörg ár hefðu skrifstofu- og verzlunarmenn hjá Varnarliðinu fylgt almennum kjör- um verzlunar- og skrifstofufólks og þegar þessi kjaradómur hefði legið fyrir hefði næsta verkefni hjá þeim verið að framkvæma hann. „Eins og við skiljum kjaradóminn þá er ekki tekið tillit til fyrri yfirborgana hjá mönnum eða yfir flokkunar og ein af ástæðunum fyrir kjaradómi var sú að hjá mörgum aðilum var mikið um yfirborganir. Kjaradómurinn var fyrst og fremst til þess ætlaður að tryggja rétt þeirra sem ekki voru yfirborgaðir og ná kaupi þeirra upp þannig að þeir væru í samræmi við aðra. Vegna framboðs og eftirspurnar höfum við flokkað yfir eins og aðrir aðilar í landinu, því að ella hefðum við aldrei fengið nokkurn mann til starfa, þannig að í framkvæmd reyndum við að meta hvern mann inn á þessi nýju kjör. Verzlunarmannafélagið telur að þessi flokkun sé röng og það hefur nú áfrýjunarrétt á þessu til kaupskrár- nefndar," sagði Guðni. Siglufjarðar en þar .átti hann að fara í slipp og var báturinn væntan- legur til Siglufjarðar í gærmorgun. Þegar báturinn kom ekki þangað var leitað aðstoðar Slysavarnar- félagsins. Um fimmleytið var óskað eftir því að flugvél landhelgisgæzl- unnar, sem var úti fyrir Norður- landi, leitaði að bátnum og fann hún gúmbátinn með skipverjunum eftir skamma leit. Tveir menn voru á bátnum en það voru Ástvaldur Pétursson, formað- ur og Kristmundur Stefánsson, báðir frá Hólmavík og sögðu þeir í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi að það hefði verið milli klukkan 7 og 8 í gærmorgun, sem þeir hefðu orðið varir við að leki var komin að bátnum. Þegar Ástvaldur hefði farið niður í vélarrúmið hefði allt verið orðið fullt af sjó og báturinn fyllst á augabragði. Ekki sögðust þeir vita neina skýringu á þessum skyndilega leka. Þeir sögð- ust hafa reynt að ná sambandi við nærstadda báta eða land um tal- stöðina en ekki tekist. Flugvél Landhelgisgæzlunnar hefði fundið þá um klukkan 18 og tæpri klukku- stund síðar hefði Jökulfellið komið til þeirra. Til Skagastrandar kom Jökulfellið rétt fyrir kl. 9. Vinur hét áður Auðbjörg og var á strönd. Hann var eikarbátur smíð- aður í Hafnarfirði 1939. Friðrikí öðru sæti FRIÐRIK Ólafsson er nú í öðru sæti á skákmótinu á Manila á Filipseyjum, hálf- um vinningi á eftir stór- meistaranum Torre frá Filipseyjum, sem hlotið hefur 8,5 vinninga. Torre sigraði í viðureign sinni við indverska skákmanninn Ardijansah í 11. umferð- inni í gær, en skák Friðriks og Ástralíumannsins Rog- ers fór í bið eftir 40 leiki. í þriðja sæti á mótinu er Sovétmaðurinn Dorfman með 6,5 vinninga, en viður- eign hans og Bretans Keene í gær fór í bið. Bora 210 metra niður í Surtsey Náttúrufræðistofnunin og Bandaríska Jarðfræðistofnunin munu á næstunni framkvæma all viðamikla borun í Surtsey til þess að kanna myndun móbergs í eynni, hitastig og þróun mála frá eldgosinu sem hófst 1963. Náttúrufræðistofnunin íslenzka fékk fyrir skömmu 33 millj. kr. styrk frá Bandarísku Jarðfræði- stofnuninni til þess að vinna þetta verk og mun Sveinn Jakobsson jarðfræðingur, deildarstjóri á Náttúrufræði- stofnun stjórna verkinu. Mun varðskip fara á næstunni með 50 tonn af bortækjum, dælum, dráttarvél og öðrum útbúnaði til Surtseyjar og tvær þyrlur munu skipa farangrinum á land, ein Hæstiréttur vísaði frá kærunni um farbann- ið á Rainbow Warrior HÆSTIRÉTTUR íslands vísaði í gær frá kæru Greenpeace-samtak- anna um farbann það, sem þeir töldu borgarfógetann í Reykjavík hafa sett á skip samtakanna Rain- bow Warrior í fyrri viku. Sagði í niðurstöðu Hæstaréttar að úrskurð- urinn hefði ekki verið í réttu formi og hefði þar af leiðandi ekki verið kæranlegur. „Frávísunardómur Hæstaréttar sannar það að mínu viti,“ sagði Hörður Ólafsson, lögmaður Green- peace-samtakanna í samtali við Mbl. í gær,“ að málsaðili, sem fylgir stefnu ríkisvaldsins og fógetaréttur fyrir þann aðila geta farið sínu fram, þótt ólöglegt kunni að vera einungis ef framferðinu hefur verið hætt, þegar Hæstiréttur þarf að kveða upp dóm sinn um lögmæti þess eins og á stóð. Einnig það að Hæstarétti er það ekki á móti skapi að bíða ögn með dóm sinn t.d. frá föstudegi til miðvikudags til að gefa málsaöilanum og fógetarétti og þeim yfirvöldum, sem fógetaréttur hefur gefið fyrirskipanir, ef til vill ólög- mætar, kost á að ljúka sér af.” Heimsókn forsetals- lands tilManar lokið Mön, 27. júní. Frá Elínu Pálmadóttur blm. Mbl. LOK FJÖGURRA daga opinberrar heimsóknar forseta íslands og forsetafrúar til Manar í dag hafa einkennst af því sem þessar eyjar tvær, ísland og Mön, eiga sameiginlegt að arfi, sömu örnefnin, fornkvæði og komu norrænna víkinga. í morgun stóðu forsetahjónin í góðu veðri á tindi Snæfells, hæsta fjalls á eyjunni í fylgd forseta Manar Körruush og konu hans og ekið var til Lagsey, sem er hið fornfslenska orð Laxá. í gærkvöldi var sett á svið af skólabörnum þinghald á hinum 1000 ára þingstað eyjarskeggja, Tyngwald. Sögðu þau fram lögin eins og tíðkaðist á hinu forna Alþingi á Þingvöllum. í kvöld munu „víkingar" gera strandhögg og ganga á land í bænum Peel á vesturströndinni að viðstöddum dr. Kristjáni Eldjárn, forseta og frú Halldóru, fylgdarmönnum þeirra og gestgjöfum. Þing Manarbúa er einu sinni á ári, 5. júlí, flutt úr þingsölum á hina fornu Tyngwald-hæð og þar eru lesin upp öll lög ársins eftir að hafa verið staðfest af drottningu. Verður Elísabet drottning sjálf á fundinum í ár. í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær sagði forseti íslands að heimsóknin hefði verið mjög ánægjuleg og margbreytileg. Þeim hjónum hefði verið sýnd eyjan og m.a. uppgröftur á forn- leifum sem kenndar væru við norræna menn, en áberandi væri í fari fólksins á Mön að það héldi tryggð við fyrri tengsl við norræn- ar þjóðir og kæmi það kannski skýrast fram í því að til þessara hátíðarhalda væri boðið forseta íslands og Ólafi Noregskonungi. Forsetahjónin fara héðan á morg- un til London og heim á föstudag- frá Varnarliðinu og önnur frá gæzlunni. Rannsóknirnar og borunin miða að því að kanna myndun móbergs undir og yfir sjávarmáli við Surts- ey. Þá verður kannað hitasig undir Surtsey og hvaðan sá hiti kemur sem ennþá býr í eynni og einnig verður athugaður gamli botninn undir eynni. Boruð verður 210 metra djúp hola og munu þrír bormenn framkvæma verkið. Auk þeirra verða í leiðangrinum kokkur og tveír jarðfræðingar, Sveinn og bandarískur jarðfræðingur, en reiknað er með að verkið taki 6—8 vikur. Surtseyj arfé lagið er aðili að þessum rannsóknum og Náttúru- verndarráð hefur veitt leyfi til þeirra, en Surtsey er friðuð eins og kunnugt er. Að lokinni borun- inni og öflun kjarna, taka við rannsóknir á þeim, en þetta er í fyrsta skipti sem fylgst er með móbergsmyndun úti í náttúrunni. Fyrsta móbergið fannst í Surtsey árið 1969, 1—2 árum eftir að hitasvæði myndaðist í öskusvæðinu kring um gömlu gíg- ana. Munu hitastig og raki hafa mikil áhrif á mótun móbergsins. Sveinn sagði í samtali við Mbl. að það væri mikið fyrirtæki að koma öllum þessum tækjabúnaði til Surtseyjar og væri hálfgert stríðsástand í búðum leiðangurs- manna um þessar mundir. ASÍ semur vid ríki ogborg um 3%-in I FRAMHALDI af samningum þeim sem undirritaðir voru milli Alþýðu- sambands íslands annars vegar og Vinnuveitendasambands Islands og Vinnumálasambandi samvinnufé- laganna hins vegar, þann 25. júní s.l., var í gær undirritaður samning- ur við ríkið og Reykjavíkurborg um 3% grunnkaupshækkun, er taki gildi frá 25. þ.m.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.