Morgunblaðið - 28.06.1979, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 28.06.1979, Qupperneq 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ1979 Bílaleiga A.G. Tangarhöföa 8—12 Ártúnshöföa. Sími 85544. Höfum Subaru, Mözdu og Lada Sport. Öflug vídvörun framúrakstur meö BOSCH flautu BOSCH BRÆÐURNIR ORMSSON % LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820 ÞU AUGLYSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU \UGLYSING.\- SÍMINN KR: 22480 Útvarp kl. 20.10: „Hamingju- dagur” í kvöld verður flutt leik- ritið „Hamingjudagur" eft- ir A.N. Ostrovskij í þýð- ingu Óskars Ingimarsson- ar. Með stærstu hlutverk fara Gestur Pálsson, Guð- rún Þ. Stephensen, Bríet Héðinsdóttir, Herdís Þor- valdsdóttir og Rúrik Har- aldsspn. Leikstjóri er Bene- dikt Árnason. Leikrit þetta hefur áður verið flutt í útvarp, árið 1965 og tekur rúman klukkutíma í flutn- ingi. Þetta er gamansamt verk um embættismenn, en sá bakgrunnur ætti ekki að koma neinum þeim á óvart sem þekki til verka Ostrov- skijs. Hér er það póst- meistari í lítilli borg sem verður skotspónn hans. Hinn ágæti póstmeistari hefur ekki alveg hreint mjöl í pokanum og þegar hátt settur embættismaður er væntanlegur til að rann- saka ýmislegt sem miður hefur farið í héraðinu, fer málið að vandast. En Sandirov póstmeistari á tvær dætur en þær eru ekki allar þar sem þær eru séðar. Aleksandr Nikolajevitsj Ostrovskij fæddist í Moskvu árið 1823. Hann stundaði laganám um nokkra hríð, en starfaði síðan við verslunardómstól Moskvuborgar. Tæplega þrítugur að aldri missti hann stöðuna vegna leik- rits þar sem farið var niðr- andi orðum um kaup- mannastéttina. Eftir það vann Ostrovskij fyrir sér með ritstörfum. Hann skrifaði rúmlega 50 leikrit um ævina og mun „Óveðr- ið“ vera þeirra þekktast. Honum tekst vel að lýsa margvíslegum manngerð- um, en stórbrotin eru verk hans ekki. Ostrovskij lést árið 1886. Auk „Hamingjudags" hefur útvarpið flutt eftir hann leikritin „Mánudagur til mæðu“ 1963 og „Dagbók skáldsins" 1976. Útvarpkl. 17.20: Guðrún Þ. Stephensen Herdís Þorvaldsdóttir Bríet Héðinsdóttir Rúrik Haraldsson Lagið mitt—í síðasta sinn Einn af lífseigustu tón- listarþáttum útvarpsins, Lagið mitt, er að hætta um þessar mundir, en síðasti þátturinn er í dag. Að sögn Helgu Þ. Stephensen, um- sjónarmanns þáttarins, eru það aðallega börn og ungl- ingar utan sf landi sem senda þættinum línu. Meira er um að þættinum berist bréf á veturna, því að þá hafa hlustendur trú- lega meiri tíma til að hlusta en á sumrin. Einnig hefur borið nokkuð á því, að foreldrar hafi skrifað þættinum fyrir hönd ómálga barna sinna, en til slíks er að sjálfsögðu ekki ætlast. Þykir þátturinn kominn nokkuð út fyrir þau mörk sem honum voru sett í upphafi. Helga sagði að þátturinn væri fyrst og fremst óska- lagaþáttur en væri fullein- hæfur og breyttist ekkert. HLH-flokkinn kvað hún vinsælastan og væru það helst 10—12 ára krakkar sem hrifnir væru af hljóm- sveitinni. í tilefni af þessum síð- asta þætti sneri Mbl. sér til Gunnvarar Brögu og innti hana eftir því hvað kæmi í staðinn. Gunnvör sagði að ekkert kæmi fyrst um sinn. Þessi þáttur væri orðinn fjögurra ára gamall og tími kominn til að breyta til. Þátturinn væri orðinn smækkuð mynd af öðrum óskalagaþáttum en slíkur hefði tilgangurinn ekki verið. Ekki hefði verið end- anlega ákveðið enn hvað við tæki, tillaga þess efnis hefði legið fyrir útvarps- ráði um hríð, en ekki verið afgreidd vegna anna. Sá nýi þáttur sem við tekur mun vera ætlaður sama hlustendahópi og hlýðir á Lagið mitt, eða börnum á aldrinum 8—12 ára. Þar til hinn nýi þáttur kemst á laggirnar verður sögulest- ur í útvarpinu og verður hann á sama tíma og Lagið mitt hefur verið hingað til. Útvarp Reykjavik FIM41TUDKGUR 28. júní MORGUNNINN 7.00 Veðuríregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn. 7.25 Tónleikar. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustu- gr.dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tónleikar. 9.00 Fréttir 9.05 Mongunstund barnanna: Heiðdís Norðfjörð heldur áfram að lesa söguna „Halli og Kalli, Paili og Magga Lena“ eftir Magneu frá Kleifum (7). 9.20 Leikfimi 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Tónleikar. 11.00 Iðnaðarmál. Umsjón: Sveinn Hannesson. Rætt verður við Árna Brynjólfs- son og Gunnar Guðmunds- son um rafiðnaðinn. 11.15 Morguntónleikar: Dietr- ich Fischer-Dieskau syngur skozk þjóðlög með kvartett- undirleik/ I Musici leika Oktett í Es-dúr op. 20 eftir Mendelssohn. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- frcgnir. Tilkynningar. Við vinnuna Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Kapp- hlaupið“ eftir Káre Holt Sigurður Gunnarsson les þýðingu sína (16). SIÐDEGIÐ_____________________ 15.00 Miðdegistónleikar: Fíl- harmoníusveit Lundúna leik- ur „Töfraeyjuna“, forleik eftir William Alway; höfund- urinn stj./ Hljómsveit Scala- óperunnar í Mílanó leikur sinfóniu nr. 5 í e-moll op. 64 eftir Tsjaíkovský; Guido Cantelli stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Tónleikar 17.20 Lagið mitt: Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÓLDIÐ____________________ 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Árni Böðvarsson flytur þáttinn. 19.40 íslenzkir einsöngvarar og kórar syngja 20.10 Leikrit: „Hamingjudag- ur“ eftir A.N. Ostrovsky Áður útv. 1965. Þýðandi: Óskar Ingimarsson. Leik- stjóri: Benedikt Árnason. 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Prúðuleikararnir Gestur í þessum þætti er leikkonan Raquel Welch. Þýðandi Þrándur Thor- oddsen. 21.05 Græddur var geymdur eyrir Persónur og leikendur: Ivan Scharitsj Sandirov, póstmeistari/ Gestur Páls- son, Olga Nikolajevna Sand- irovna, kona hans/ Guðrún Þ. Stephensen, dætur þeirra, Lipotsjka/ Bríet Héðins- dóttir.Nastia/ Herdís þorvaldsdóttir, Vasilij Serg- ejevitsj Nivin, læknir/Rúrik Haraldsson. Schurgin, opin- ber embættismaður/ Valur í fimmta fræðsluþættinum um verðlagsmál verður rætt við Gísla ísleifsson um verðmerkingar. Umsjónarmaður Sigrún Stefánsdóttir. 21.25 Skonrok(k) Þorgeir Ástvaldsson kynn- ir ný dægurlög. 21.55 Rannsóknardómarinn 2 + 2 eru 4 Þýðandi Ragna Ragnars. 23.25 Dagskrárlok Gíslason, Pjotr Stepanovitsj Ivanov, ungur embættism./ Helgi Skúlason, Michalenko, póstekill/ Klemenz Jónsson, Borgarstjórinn/ Jón Aðils. 21.15 Frá tónleikum á vegum Tónkórsins á Fljótsdalshér- aði í Egilsstaðakirkju 16. apríl í fyrra. Ruth L. Magn- ússon syngur lög eftir Pál ísólfsson, Árna Thorstein- son, Bantock og Hándel. Pavel Smid leikur á píanó. 21.30 Á ferð með Jóni Jónssyni jarðfræðingi; — þriðji og síðasti áfangi Tómas Ein- arsson leggur leið sína mcð Jóni fram með Hlíðarvatni og um Selvog. 22.00 Sinfónfuhljómsveit ís- lands leikur í útvarpssal. Helgistef, sinfónfsk tilbrigði og fúgu eftir Hallgrim Helgason; Walter Gillesen stj. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Áíangar. Umsjónar- menn: Ásmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson. ^ 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 29. júní -vMáyí' • ’ • /, úftá,:. ; •

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.