Morgunblaðið - 28.06.1979, Page 7

Morgunblaðið - 28.06.1979, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1979 7 Flóttamanna- vandamál Einn svartasti blettur- inn á samtíma okkar er Dað fyrirbasri, sem kallað hefur verið „flóttamanna- vandamál". Hundruð Þúsunda, jafnvel milljónir manna, hafa hrakizt frá átthögum sínum, heimil- um og eignum og búa við Þann kost, ýmist í „flótta- mannabúðum" eða á hrakningi, sem er Þyngri en tárum taki. Ef ölí Þau orð, sem um Þetta mál hafa verið töluð og rituð, gætu breytzt í brauð, og allar Þær yfirlýsingar og samÞykktir, sem framá- menn og ráöstefnur hafa tátiö frá sér fara á ýmsum tímum, yrðu að mann- sæmandi lífsvettvangi fyrir eina fjölskyldu, væri mannkynið sem heild ekki jafn lágsiglt og raun ber vitni um. Því miður ná hin fögru orðin oft ekki lengra en að tilætlunar- semi í annarra garð. Þeg- ar kemur að Þeim, sem Þau talaði eða skráði, að láta eitthvað af sínu í té, verður oft minna úr efnd- um en fyrirheitin stóöu til. Sá vandi, sem mann- kyni er hér á höndum, verður hins vegar ekki Flóttafólk í S-Asíu leystur nema með sam- átaki, t.d. á vegum Sam- einuðu Þjóöanna. Þær aðgerðir, sem gripið verður til, Þurfa hins veg- ar helzt að taka mið af vilja og sjálfsákvöröunar- rétti, ef nota má Það orð, Þessa fólks, sem hlut á að máli. Hvaöan kemur flóttafólkiö? Flóttafólk kemur frá fjölmörgum ríkjum hins vanÞróaöa heims; ríkjum, sem hvorki tryggja Þegn- um sínum persónulegt frelsi né viðunandi lífs- kjör. Eftirtektarverð er samt sú staðreynd, að drýgstur hlutí flóttafólks, t.d. í S-Asíu, kemur frá ríkjum, sem tekið hafa upp sósíalíska stjórnar- hætti. Þar er flóttafólk fyrst og fremst komið frá Víet-Nam og Kambódíu, tveimur kommúnistaríkj- um, sem nýlega háðu styrjöld sín á milli, með Þátttöku Þriðja kommún- istaríkisins, Rauöa-Kína. Fólksflótti frá ríkjum A— Evrópu vestur fyrir járn- tjaldið hefur verið nokk- ur, allar götur frá breytt- um Þjóðfélagsháttum Þar. Bygging Berlínar- múrsins, Þess sérstæöa mannvirkis, sem ekki á sinn líka í gjörvallri mannkynssögunni, var dæmigerð fyrir átthaga- fjötra hins sósíalska Þjóðskipulags. — Verzl- un A-Þjóðverja með póli- tíska fanga, sem seldir eru fyrir vestrænan gjald- eyri, er og himinhrópandi lýsing á pví persónu- frelsi, er pvíumlíkir stjórnarhættir búa hinum almennu borgurum. Hernaöarátök og flóttafólk Flóttafólk kemur að vísu víðar aö en frá kommúnistaríkjum. Þaö kemur frá Chile, Þar sem einnig ríkir fámennis- stjórn; Þaö kemur frá vanÞróuðum ríkjum, sem ekki geta brauöfætt fólk sitt; en hlutfall kommún- istaríkja, Þjóðlanda með sósíalíska stjórnarhætti, í hinum stóra hópi veg- lausra flóttamanna í ver- öldinni, er svo yfirgnæf- andi, að slíkt hlýtur að kalla á umhugsun hvers ábyrgs manns, er mál Þetta vill brjóta til mergj- ar. Hernaður eins komm- únistaríkis á hendur ööru, ekki einungis í Asíu, heldur einnig í Evr- ópu (innrás Sovétmanna í Tékkóslóvakíu), hlýtur og að knýja á hug ýmissa, sem létu blekkjast af „friðarhjali" kommúnista. Sovétríkin eru í dag í hópi alstærstu vopna- framleiöenda og vopna- sala heims, og miðla Þessari „vörutegund“ m.a. til ríkja, er sýnast eiga betri kosta völ í fjárfestingu en vígbúnaö. Atök með Þessum vopn- um hafa síöan aukið á tölu flóttafólks í veröld- 45 nýjar fóstrur brautskráðar FÓSTRUSKÓLA íslands var slit- ið þann 25. maí sl. og fór athöfn- in fram í Norrænahúsinu að viðstöddum kennurum, nemend- um og gestum. Valborg Sigurðar- dóttir skólastjóri hélt ræðu og kom þar fram að f skólanum sl. ár var 171 nemandi. Endur- menntunarnámskeið fyrir fóst- rur var haldið sl. haust á vegum skólans og sóttu það um 150 fóstrur. Við skólaslitin voru 45 nýjar fóstrur brautskráðar. Skólastjóri óskaði þeim allra heilla og gat þess að f hópi þeirra væri sex hundraðasta fóstran sem útskrifast hefði frá skólan- um, en alls hafa brautskráðst 642 fóstrur. Hæstu einkunn á burtfararprófi hlaut Björg Halldórsdóttir, Reykjavík. Hlaut hún bókaverð- laun frá skólanum fyrir frábæran námsárangur. Verðlaun fyrir fé- lagsstörf í þágu nemenda hlaut Ásta Egilsdóttir frá Sauðárkróki. Verðlaun þessi veitir Soroptmista- klúbbur Reykjavíkur. Nemendur sem luku burtfararprófi fyrir 10 árum, mættu við skólauppsögnina og flutti fulltrúi þeirra ávarp og efhenti peningagjöf í Minningar— og menningarsjóð Fóstruskólans. Snyrtivörukynning Kl. 3—6 í dag, fimmtudag, kynnir franski snyrtifrceöingurinn, Madame Dolores Fredon, hinar þekktu frönsku Kpc wÆLm fyrir viÖkvæma húð og þá PRODUITSDf BEAUTE HYPOAUBlGOAOUíSSANSPARfUM f^ttÍV VÍð OfnæmÍ. snyrtivörur og veröur viöskiptavinum okkar til aöstoöar viö val á þeim. LAUGAVEGS APOTEK - SNYRTIVÖRUDEILD - Sambyggt: útvarp, magnari, plötuspilari og tveir hátalarar. Verð: 647.000 (greiðslukjör) 29800 BUÐIN Skipholti19 Ég sendi öllum mínar innilegustu þakkir fyrir sýnda vinsemd á 70 ára afmæli mínu. Sérstaklega þakka ég þeim er sátu með meðr afmælishóf mitt. Mér ógleymanlegt kvöld. Lifið heil. Kristinn Sveinsson, Austurbrún 25. Þakkir Innilegt þakklæti til ykkar allra sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á áttræöis afmæli mínu 20. júní síðastliðinn. Guð blessi ykkur öll Sæmundur Arngrtmsson Landakoti Álftanesi Bessastaöahreppi. Beztu þakkir til allra þeirra er glöddu mig á áttræðisafmæli mínu 12. júní. Guð blessi ykkur, Guðrún Jóhannsdóttir. Lærið vélritun Ný námskeið hefjast priðjudaginn 3. júlí. Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar, engin heimavinna. Innritun og upplýsingar í síma 41311 eftir kl. 13. VáLritunarskolinn Suðurlandsbraut 20 Ný sending frá hinu heimsþekkta fyrirtæki BELLIN0 Bikini Sundbo Strand- fatnaður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.