Morgunblaðið - 28.06.1979, Side 8

Morgunblaðið - 28.06.1979, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ1979 29555 Kelduland. 2ja til 3ja herb. 70 fm fyrsta hæð. Verð 22 millj. útb. 15—16 millj. Þetta er íbúð í sér flokki, með mjög skemmti- legum innréttingum. Hraunbær. 4 herb. 11(5 fm, önnur hæð. Verð 24 millj. Einarsnes. 2ja herb. 60 fm kjallari. Verö 11 millj., útb. 7 millj. Brávallagata. 3ja herb. 80 fm þriðja hæö. Verö 22 millj., útb. 18 miílj. Engjasel. 3ja herb. 90 fm fyrsta hæð. Verö 19 millj., útb. 13—14 millj. Álfheimar. 3ja herb. 76 fm íbúð í skiptum fyrir 4ra herb. íbúð í Austurbænum. Hjallavegur 3ja herb. 72 fm kjallari. Verð 15 millj., útb. 10.5 millj. Hraunbær. 3ja herb. 90 fm fyrsta hæð. í skiptum fyrir 4—5 herb. íbúð í Hraunbæ. Hraunbær. 3ja herb. 90 fm þriðja hæð. Verö 21 millj., útb. 14 millj. Skipasund. 3ja herb. 75 fm kjallaraíbúð. Verð 11 millj., útb. 6.5 millj. Hafnarfjörður. 3ja herb. 75 fm risíbúö. Sér inngangur, mikið endurnýjuð. Verö 15 millj. Leifsgata. 3ja til 4ra herb. 100 fm fyrsta hæö. Verð 28 millj.’ Eigninni fylgir 2ja herb. sér íbúö í útihúsi á lóöinni. Skeljanes 4ra herb. 100 fm risíbúð. Verð 16 millj., útb. 11 millj. Framnesvegur. 5 herb. 127 fm fimmta hæð. Verð 24 millj., útb. 17—18 millj. Grænakinn 5 herb. íbúð á fyrstu hæð. Verð 18 millj., útb. 12 millj. Skipholt 5 herb. 120 fm, önnur hæð. Verö 33 millj. Æsufell 5—6 herb. 125 fm önnur hæð. Verð 24 millj., útb. 16.5 millj. Ásbúð. 173 fm hæð og kjallari, sökklar komnir. Teikningar og upplýsingar á skrifstofunni. Verð tilboð. Búðarvegur Fáskrúösfirði. 4ra herb. timburparhús. Kjallari, hæð og ris. Alls 140 fm. Verð tilboð. Grettisgata. Einbýlishús, kjallari hæð og ris. 120 fm. Verð 19 millj, útb. 15 millj. Norðurtún Álftanesi. 4—5 herb. nýtt einbýlishús.Ca. 130 fm, bílskúr 30 fm að mestu fullfrá- gengið. Verð 39 millj., útb. 25 millj. Brúarás, raðhús 2x96 fm. Af- hending fokhelt f september n.k. Verð 25 millj., útb. 6—7 millj. við samning. Kópavogur 150 fm önnur hæð. Tilbúin undir tréverk. Verö til- boð. Eyrarbakki. Lítið timbureinbýli, verð 5—6 millj. Höfum til sölu efnalaug í Efra-Breiöholti. Upplýsingar á skrifstofunni. Laugavegur 800 fm, 3ja og 4öa hæð. Iðnaðar- og skrifstofuhús- næöi. Verð og upplýsingar á skrifstofunni. Borgarsandur Hellu. Timburein- býli 138 fm. Selst fokhelt. Verð tilboð. Höfum til sölu ýmsar stæröir eigna í Keflavík og Njarövík. ÉIGNANAUST LAUGAVEGI 96 (vió Stjörnubíó) SÍMI 29555 i M M Æ A&oma Samviimutrygg- inga góð á síðasta ári AÐALFUNDIR Samvinnutrygg- inga, Líítryggingaíélagsins And- vöku og Endurtryggingafélags Samvinnutrygginga voru nýlega haldnir og kom þar m.a. fram að heildariðgjöld ársins hjá öllum félögunum námu 4.409,5 m.kr. og hafa aukizt um 45,7% frá árinu áður. Heildartjón ársins voru alls 3.299,7 m.kr. og hækkuðu um 51%. 27750 r j ] Ingólfsstræti 18 s. 27150 ■Sérhæö m/bílskúr ■Um 120 ferm. við Skipholt. jEfri hæð m/bílskúr |Um 120 ferm. viö Mávahlíð. ■Eínbýlishús - ■Vorum að fá í sölu rúmgott húsj Im/bílskúr í Kópavogl. Nánaril |uppl. á skrifstofunni. iSérhæð m/bílskúr Ivið Stigahlíð |6 herb. neðri hæð í þríbýli. Um| |147 ferm. 4 svefnh. Allt sér. | |Atvinnuhúsnæði j |Til sölu af ýmsum stærðum. | |Fjárfestingaraðilar |Til sölu eignarland ca. 9000| jferm. undir einbýlishús, í náinnij Sframtíð á stór-Reykjavíkur-i ■svæöinu. Sólríkur staöur, góðir! Igrunnar. Verö 30 millj. Nánaril luppl. á skrifstofunni. lAllar eignirnar ákveðiöj Itil sölu. J Benedikt Halldórsson sölustj. | Hjalti Steinþórsson hdl. L ..................... Gústaf Þór Tryggvason hdl. í frétt frá Samvinnutryggingum kemur fram að rekstur félagsins hafi gengið vel á síðasta ári. Hafi brunadeild skilað 63 m.kr. hagn- aði, ábyrgðar- og slysadeild 54 m.kr., sjóðdeild 94 m.kr. og endur- tryggingadeild 6 m.kr. en bifreiða- deild hafi hins vegar orðið fyrir tapi er næmi 151 m.kr. Félagið veitti á árinu 700 viðskiptavinum er tryggt hafa bíla sína 10, 20, 30 ár eða lengur án tjóna ókeypis iðgjöld ábyrgðartrygginga fyrir árið 1978 og nam þessi upphæð um 57 milljónum króna. Iðgjöld Líftryggingafélagsins Andvöku námu 174 m.kr. og nam rekstrarafgangur 23 m.kr. Iðgjöld Endurtryggingafélags Samvinnu- trygginga námu 904 m.kr. og jukust um 41% og segir í frétt frá félaginu að þrátt fyrir aukningu í krónutölu sé um verulegan sam- drátt að ræða. Endurkjörnir í stjórn féiaganna voru þeir Karvel Ögmundsson og Valur Arnþórsson og eru aðrir stjórnarmenn Erlendur Einars- son, formaður, Ingólfur Ólafsson og Ragnar Guðleifsson. Fulltrúi starfsmanna í stjórn er Þórir E. Gunnarsson. MYNDAMÓTHF. PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTRÆTI 6 - SÍMAR: 17152-17355 43466 I Lúxus raðhús á tveimur hæöum við Brautarás. Mjög góöar teikningar. Á neðri hæð stofa og boröstofa, eldhús, þvottahús. Arinn í stofu. Á efri hæð 5 svefnherb, sjónvarpshol, baöherb. Afhent frágengiö utan, glerjaö og meö útihuröum. Tvöfaldur bílskúr. Fasteignasalan EIGNABORG sf. Hamraborg 1 • 200 Kópavogur • Sfmar 43466 & 43805 Sölustj Hjörtur Gunnarss. Sölum. Vilhj. Einarssón, lögfr. Pétur Einarsson. Stýrimannaskólinn í Reykjavík: Stúlka lýkur 3. stigs prófi í fyrsta sinn STÝRIMANNASKÓLANUM í Reykjavík var slitið í 88. sinn þann 23. maí. í skólanum voru 169 nemendur þegar mest var. Auk þess var 1. stigs dcild á ísafirði í tengslum við Iðnskólann þar og önnur 1. stigs deiíd á Höfn í Hornafirði. Prófi 1. stigs luku samtals 71 nemandi og þar af var ein stúlka, Skúlina Hlíí Guðmundsdóttir úr Grundarfirði. Annars stigs prófi luku 51 og prófi þriðja stigs luku 37. þar aí var ein stúlka, Sigrún Elín Svavarsdóttir, en hún er sú fyrsta sem lýkur slíku prófi hér á landi. Fimm nemendur luku bæði prófi á fyrsta og öðru stigi á skólaárinu. Hæstu einkunn á prófi 3. stigs hlaut Asbjörn Skúlason, 9,52 og hlaut hann verðlaunabikar Eimskipafélags íslands, far- mannabikarinn. Efstur á prófi 2. stigs var Tryggvi Gunnar Guð- mundsson, 99,33. Hann hlaut verð- launabikar Öldunnar, Öldubikar- inn. Fyrir hæstu einkunn í sigl- ingafræði hlaut Jón Guðlaugsson verðlaun, sem Landssamband ís- lenskra útvegsmanna veitti. Einn- ig voru veitt bókaverðlaun úr verðlauna- og styrktarsjóði Páls Halldórssonar og hlutu þau ýmsir Húsmæðraskóla Þingeyinga að Laugum slitið HÚ SMÆÐRASKÓL A Þingeyinga, Laugum, var slitið sunnudaginn 13. maí sl. að viðstöddum nemend- um, kennurum og nokkr- um gestum, en í haust eru 50 ár liðin frá því skólinn tók fyrst til starfa. í vetur nutu samtals um hundr- að manns kennslu við skólann. Hæstu einkunn á brottfararprófi hlaut Guðrún Þóra Guðnadóttir frá Eskifirði, 9.20, en hún hlaut einnig árlega viðurkenningu Lionsklúbbsins Náttfara, fyrir gott handbragð og afköst í vefn- aði. Skólastjóri er frú Hjördís Stefánsdóttir, Laugabóli. nemendur, og verðlaun voru veitt fyrir góðan árangur í dönsku. Margir eldri nemendur voru viðstaddir skólaslitin. Af hálfu 30 ára nemenda talaði Sigurður Árnason skipstjóri, en þeir gáfu Styrktarsjóði nemenda fjárhæð. Fyrir hönd 25 ára nemenda talaði Þröstur Sigtryggsson skipherra og færðu þeir skólanum tölvu að gjöf. Af tuttugu ára nemendum talaði Ólafur Valur Sigurðsson og sagði að þeir félagar ætluöu að gefa fjárhæð sem veita ætti kennurum til endurmenntunar. Orð fyrir 10 ára nemendum haföi Hjálmar Diego Þorkelsson og gáfu þeir fjárhæð í Tækjasjóð skólans. Þá færði Guðjón Pétursson, sem lauk farmannaprófi 1923, skólanum mynd af þeim sem luku prófi það ár. Af hálfu nýútskrifaðra nem- enda talaði Kristján Kristjánsson sem lokið hafði prófi 3. stigs en hann hafði lokið fiskimannaprófi 1948. Að lokum þakkaði skólastjóri gestum komuna og gjafir þær sem skólanum voru færðar, þakkaði kennurum, skólanefnd og öðrum störf þeirra og sagði skólanum slitið. Bakkus á ferð í Þingvallasveit DRUKKINN ökumaður ók útaf veginum við Kárastaði í Þing- vallasveit á þriðjudaginn og stór- skemmdi bifreið sína, sem var fólksbifreið úr Reykjavík. Öku- maður slapp lítt eða ekki meiddur að sögn lögreglunnar í Árnessýslu. Frá sumarferð aldraðra á ísafirði 1977, er komið var að Héraðsskólan- um að Núpi. Sumarferð aldr aðra á ísafirði SUMARFERÐ Kiwanismanna á ísafirði með eldri borgarana verður farin n.k. sunnudag. Þess- ar ferðir hafa verið farnar árlega síðan Kiwaniskiúbburinn Básar var stofnaður og hefur sívaxandi fjöldi gesta sýnt ágæti ferðanna. I ár verður farið vestur á firði. Ekið um Breiðadalsheiði, um Ön- undarfjörð, yfir Gemlufallsheiði í botn Dýrafjarðar. Þar verður áð ef veður leyfir og veitingar bornar fram. Þaðan verður svo haldið um Þingeyri út í Haukadal í Dýra- firði, þar sem skoðáð verður það markverðasta á þessu forna höf- uðbóli. Áætlað er, að ferðin taki 7—10 tíma. Lagt verður upp frá Alþýðuhúsinu kl. eitt á sunnudag og ekið í bílum Kiwanismanna. Allir eldri borgarar eru velkomn- ir, en nauðsynlegt er að láta skrá sig áður, svo nægilegur bílafjöldi verði til staðar. Forseti Kiwanis- klúbbsins Bása er Hákon Bjarna- son. Úlfar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.