Morgunblaðið - 28.06.1979, Side 10
JO
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ1979
„Hlutverk okkar
er heilagt”
„Halló, ég rr systir Peggy,“ sagði glaðleg kona með grásprengt hár, er blaðamaður Mbl. knúði dyra á
herbergi 410 á Hótel Esju í s.l. viku. Fyrir innan sat systir Mary Ann. Þessum tveimur nunnum. úr St.
Dominic —reglunni í New York, bauð hingað til lands fólk sem sótt hefur endurhæfingarheimili fyrir
drykkjusjúklinga sem regla þeirra rckur í Bandaríkjunum. Heilsuhælið, Veritas Villa, er eign reglunnar
en þangað kemur fólk, scm verið hcíur á Freeport-sjúkrahúsinu til endurhæfingar og dvelja þar 60
sjúklingar í einu, karlar og konur. Um 300 íslendingar hafa verið á Veritas Villa og eru það einu
útlendingarnir sem þangað hafa sótt.
„Okkur finnst það vera eins
konar kraftaverk að hælið okkar
skyldi tengjast Islandi," sögðu
nunnurnar. „Island virðist vera
eins landið sem þarf að senda
drykkjusjúklinga til meðferðar
erlendis. Nú eru hins vegar engir
Islendingar í Veritas Villa þar
sem þið hafið aukið meðferð
drykkjusjúklinga hérlendis. Hvað
verður í framtíðinni vitum við
ekki.“
— Er ekki erfitt andlega að
starfa meðal drykkjusjúklinga?
„Nei, drykkjusjúklingar eru
fólk sem virkilega þyrstir í lífið,“
sagði Peggy. „Þeir geta verið
harðir á yfirborðinu en þá langar
mjög til að lifa eðlilegu lífi. Þeir
eru afskaplega leitandi en við
hjálpum þeim aðeins til að finna
það, sem þeir leita að, lífið. Við
verðum hluti af lífi þeirra og
baráttu og það finnst okkur
heilagt hlutverk."
— Byggist starf ykkar þá að
einhverju leyti á trú?
„Nei, alls ekki,“ sagði Mary
Ann. „Við byggjum það upp á
reglum A.A.-samtakanna. Þar er
að vísu getið um guð en kaþólska
trúin kemur ekki inn í starf
okkar meðal drykkjusjúkra. Það
má segja að við notum mikið
andlegu hlið lífsins í starfinu en
heimilið sem slíkt er alls ekki
fyrst og fremst fyrir kaþólska og
trú okkar kemur hvergi inn í
starfið."
— Hvernig er starfsemi hælis-
ins háttað?
„Eins og ég sagði áðan byggist
starfið upp á reglum A.A.-sam-
takanna og við kynnum þær fyrir
sjúklingunum og hvernig sé hægt
að vera án áfengis með hjálp
þeirra," sagði Peggy. „Að öðru
leyti störfum við með sjúklingum
í umræðuhópum, stundum eru
saman í þeim hópum vinir eða
fjölskyldur. Einnig getur hvar
einstakur sjúklingur haft tal af
félagsfræðingi.
Auk okkar vinnur ein önnur
nunna á hælinu og 5 aðrir starfs-
menn sem ekki tilheyra St. Dom-
inic-reglunni. Hver sjúklingur er
3—1 vikur hjá okkur í einu en
þaðan fer hann síðan beint út í
lífið, einn eða til fjölskyldu sinn-
ar.“
— Og sjáið þið einhvern ár-
angur af starfinu?
„Já, okkur finnst árangurinn
vera ótrúlega mikill og margir ná
það góðum tökum á sjúkdómnum
að þeir geta lifað eðlilegu lífi.“
Aður en þær Peggy og Mary
Ann hófu störf meðal drykkju-
sjúklinga störfuðu þær við
kennslu eins og 80% þeirra 1200
nunna sem tilheyra St. Domin-
ic-reglunni. Til þess að undirbúa
Rætt viðtvœrnunnur
sem starfa á endur-
hœfingarhœlinu
Veritas Villa
íBandaríkjunum
sig undir hið nýja starf sitt
settust þær á skóiabekk og námu
sálfræði í 3 ár og kynntu sér störf
meðal drykkjusjúkra.
— Hvernig er það að vera
nunna?
„Fyrir okkur er það mjög eðli-
legt. Við erum báðar frá New
York og það er mjög kaþólskt
svæði.
Það er guðleg köllun að vera
nunna. Köllun til að lifa eins og
hann vill og starfa fyrir hann og
verk Guðs er að annast alla þá
sem þess þurfa. Það er einmitt
það sem við gerum og þar sem við
eigum ekki mann og börn til að
sjá um getum við gefið mun
meira af tíma okkar fy.rir starf
Guðs. Við skiptum lífi okkar milli
bænastunda ' og þjónustu við
mennina. Það er stórkostlegt að
vera nunna," segir Mary Ann og
ljómar og Peggy samþykkir það
brosandi.
„Þegar við gengum í regluna
hétum við því að hlýða öllu sem
reglan boðaði okkur. Einnig hét-
um við því að lifa ógiftar og að
skipta öllu sem við eigum með
öðrum meðlimum reglunnar. Eg á
til dæmis ekkert sjálf,“ sagði
Mary Ann. „Reglan sem við til-
heyrum hefur það takmark að við
eigum að vera merki gleði og
vonar í vonlausum gleðisnauðum
heimi."
— Og þið eru ánægðar með það
hlutverk?
„Okkur finnst það dásamleg
forréttindi," sögðu nunnúrnar og
það var greinilegt að þær töluðu
frá hjartanu.
Er blaðamaður sá systurnar
fyrst tók hann eftir því að þær
klæddust ekki svörtum, síðum
kuflum. Peggy var í hvítum þunn-
um kjól og Mary Ann í hvítu pilsi
og svartri blússu.
„Það eru 12 ár síðan nunnur í
Bandaríkjunum hættu að klæðast
svörtu, síðu kuflunum. Þeir þóttu
óhentugir þótt þeir séu óneitan-.
lega fallegir. Klæðnaður okkar er
því dæmigerður fyrir bandarísk-
ar nunnur.“
Við snúum síðan talinu aftur
aö komu þeirra til íslands.
„í Bandaríkjunum sjáum við
sjúklinga okkar sjaldan með fjöl-
skyldum sínum, kannski einu
sinni til tvisvar á ári, en hér
sáum við flesta íslendingana sem
hafa dvalist ytra ásamt fjölskyld-
um sínum. Það var virkilega
gaman.
Okkur finnst við hafa notið
meiri vinsemdar hér á landi en
við höfum unnið til. En það er
alveg sama í hvaða landi maður
er og af hvaða þjóðerni maður er,
alls staðar býr von, ást og gleði.
Einnig hér.“
Systurnar voru ánægðar með
hið aukna starf meðal drykkju-
sjúklinga hérlendis og kváðu þær
byrjunina lofa góðu en tilgangur
komu þeirra hingað var m.a. sá
að miðla Islendingum af þekk-
ingu sinni á þessu sviði.
„Það mikilvægasta er að gera
sér grein fyrir því að það er til
sjúkdómur sem nefnist drykkju-
sýki. Lyf eða skurðaðgerðir duga
ekki gagnvart þessum sjúkdómi.
Það eina sem gagnar er að lifa
eins og AA-samtökin segja fyrir
um, þá er hægt að halda sjúk-
dómnum niðri en engin lækning
er til.
Á þeim hælum sem við heim-
sóttum hér, Silungapolli, Víði-
nesi, Vífilsstöðum, Flókadeildinni
og Kleppi, fundum við að þar var
alls staðar góður andi. Sjúkl-
ingarnir báru virðingu fyrir þeim
sem farnir voru að ná sér. Við
urðum líka varar við að mikill
kærleikur var milli starfsfólksins
og sjúklinganna og mikill vilji
ríkti meðal allra um að árangur
næðist í baráttunni við sjúkdóm-
inn. Það er líka aðalatriðið að
viljinn sé fyrir hendi, þá fyrst má
vænta árangurs," sögðu systurn-
ar að lokum. rmn
Sorgin var
berrössud stelpa
Steinunn Sigurðardóttir:
VERKSUMMERKI.
Helgafell 1979.
í mörgum ljóða Steinunnar Sig-
urðardóttur er leikur rauði þráð-
urinn. Ljóð hennar einkennast af
léttleika, eðlilegu orðavali og ekki
síst glettni. Verksummerki breyta
ekki þeirri mynd sem við höfum
gert okkur af skáldkonunni, en
eins og vera ber eru dæmi í
bókinni sem sýna að í skáldskap
hennar á sér stað þróun. Opinskár
ljóðstíll hefur ekki verið lagður
niður. Aftur á móti ber meira en
áður á innhverfum ljóðum, sum
þeirra minna jafnvel á torráðin
ljóð skálda eins og Stefáns Harð-
ar. Lesandanum er ætlað að glíma
við merkinguna líkt og gátu eða
aðeins ánetjast snjallri mynd.
Best þykir mér Steinunn þegar
hún byrjar ljóð á jafn óhátíðlegum
orðum og: „Kondu að tína arfa og
kondu að reyta rósir“. I þessu
ljóði, Tvennt heitir það, er líka
talað um það „sem er að vesenast í
grjótinu". Eða á ég að nefna
skemmtilegt ljóð eins og sjöunda
ljóðið í flokknum Úti og inni:
Bðkmenntlr
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
Það Hnjóar inni hjá mér
í allt kvöld.
Svo kemur þú. Ég
hendi þér i nnjóinn.
Þú mér. Úti
er auð jörð.
Af nógu er að taka þegar benda
skal á ljóð í Verksummerkjum
sem gleðja lesandann, gera hann
hamingjusaman. Það er smitandi
kátína í mörgum ljóða Steinunn-
ar. Hún getur leyft sér að skopast
að sorginni sem ort var um
forðum í líkingu konu „sem kyrr-
látust fer“. En hvað segir Stein-
unn um sorgina?
Sorgin var berrösHUÓ stelpa
hljóp út og inn.
Nú er hún hœtt því
ía úa æ ó.
Er orðin HÍðbrjónta kellíng
og neitar að fara.
Ekki er unnt að segja að Stein-
unn Sigurðardóttir leggi mikla
áherslu á það í Verksummerkjum
Málverkasýning
Karls Kvarans
Að Kjarvalsstöðum stendur
nú yfir sýning á verkum Karls
Kvarans. Það er ætíð fréttnæmt,
er Karl Kvaran efnir til sýning-
ar, og munu vera um 5 ár síðan
hann var á ferð með einkasýn-
ingu, en þátttaka hans í Sept-
em-hópnum hefur verið árvís,
síðan það fyrirtæki fór af stað
fyrir sex árum. Þau verk, er Karl
sýnir að sinni, eru flest ef ekki
öll gerð á seinustu fimm árum.
Hann hefur ekki tekið neinum
stökkbreytingum í myndgerð
sinni, en hún er örugg og mark-
viss, hefur það ætíð verið eitt
aðaleinkenni listar Karls. Sum
þessara verka held ég, að sýning-
argestir kannist við frá ýmsum
sýningum, en það er nú í fyrsta
sinn, er Karl Kvaran fyllir
Vestursalinn að Kjarvalsstöðum
og er það fróðlegt og skemmti-
legt í senn. Fyrir fáum árum var
haldin sýning á sama stað, þar
sem Karl Kvaran átti nokkur
verk á endavegg. Þá kom það í
ljós, að myndir Karls nutu sín
sérlega vel í þessum sal, sem svo
Myndllst
eftir VALTÝ
PÉTURSSON
að njóta sín og verða til. Það
tekst Karli á þessari sýningu, en
samt verður að segja eins og er,
að margt togast þarna á, og það
er ekki mikill friður millum
þessara sterku lita í hinum
heillegu formum. Það má meira
að segja fullyrða, að hér séu svo
sterkir hlutir á ferð, að ógerlegt
sé að greina eigindir hvers verks
fyrir sig nema í einangrun. Það
eru 39 verk á þessari sýningu, og
flest eru þau af nokkuð stórri
gerð. Það er hvergi þröngt um
þessi verk, en samt verða þau
nokkuð ágeng, er litið er yfir
heildina. Karl Kvaran hefur um
langt árabil unnið mjög mark-
visst að myndbyggingu sinni og
hnitmiðun í formi. Hann hefur
margir hafa kvartað yfir.
Hvernig sem það atvikaðist, stóð
Karl Kvaran sérlega sterkur á
þessari sýningu, sem er auðvitað
sú sýning, sem gagnrýnendur
völdu hér um árið og var kölluð
VAL.
Nú hefur hann fyllt vel út í
hin stóra vestursal, og þar eru
mikil átök á veggjum. Myndgerð
Karls er þess eðlis, að hann þarf
gott og mikið húsnæði fyrir þessi
stóru verk, svo að hlutirnir fái
lagt mikla áherslu á hrynjanda í
verkum sínum, og þannig hefur
hann öðlast mikið vald yfir þeim
verkefnum, er hann hefur tekið
sér fyrir hendur. Fáir hafa unnið
eins þröngt og Karl Kvaran, og
hafa þau vinnubrögð bæði kosti
og galla. En hver og einn verður
að vera frjáls í vali sínu í
myndlist. Þar duga engin fyrir-
mæli, hvorki frá félögum né því
opinbera. Þar gildir frelsið eitt,
og hver og einn verður að velja
rrr